Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
NEMENDUR sem brautskráðust frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor
ásamt skólastjóra, Halldóri Haraldssyni.
Skólaslit Tónlistar-
skólans í Reykjavík
TÓNLISTARSKÓLANUM í
Reykjavík var slitið 29. maí sl. í Há-
teigskirkju í 68. sinn. Strengjasveit
Tónlistarskólans í Reykjavík, undir
stjórn Marks Reedman, lék fyrsta
þátt Salzburg-sinfóníu W.A. Moz-
arts. Skólastjórinn, Halldór Har-
aldsson, flutti ræðu um helstu at-
burði skólaársins og efstu mál á
baugi nú eins og væntanlegan
Listaháskóla íslands o.fl. Að því
loknu afhenti hann þeim nemend-
um sem nú útskrifast frá skólanum
skírteini sín. Að þessu sinni braut-
skráðust 17 nemendur frá skólan-
um með 19 lokapróf en tveir nem-
endur luku tvenns konar prófum.
Fjórir nemendur luku tónmennta-
kennaraprófí, þrír nemendur
blásarakennaraprófí, einn fiðlu-
DJASS
Akóges, Vestmanna-
eyjum
DAGAR LITA OG TÓNA
Swingbandið: Reynir Sigurðsson, pí-
anó, Grímur Helgason, klarinett,
Helgi S. Skúlason og Dagur Bergs-
son, víbrafónar og trommur, Orn
Arnarsson, bassi. Kvartett Ómars Ax-
elssonar: Ómar, píanó, Hans Jensson,
tenórsaxófónn, Gunnar Pálsson,
bassi, og Þorsteinn Eiríksson, tromm-
ur. Djasskvartett Árna Scheving
ásamt Þóru Grétu Þórisdóttur sðng-
konu: Árni, víbrafónn, Carl MöIIer,
píanó, Gunnar Hrafnsson, bassi, Ein-
ar Valur Scheving, trommur.
Djassvaktin: Sigurður Flosason, altó-
saxófónn, Gunnar Gunnarsson, píanó,
Tómas R. Einarsson, bassi, og Matthí-
as MD Hemstock, trommur. Tríó
Ólafs Stephensens ásamt Reyni Sig-
urðssyni víbrafónleikara: Ólafur, pí-
anó, Tómas R., bassi, Guðmundur R.
Einarsson, trommur. Tríó Björns
Thoroddsens ásamt Agli Ólafssyni
söngvara. Björn, gítar, Gunnar
Hrafnsson, bassi, og Guðmundur
Steingrímsson, trommur. Allar
hljómsveitirnar léku fyrra kvöldið og
einnig það seinna utan tríó Björns.
Akóges, 30. og 31.5. 1998.
DAGAR lita og tóna voru haldn-
ir í sjöunda skipti í Vestmannaeyj-
um um hvítasunnuna. Hátíðin var
fyrst haldin í minningu Guðna
Hermansens saxófónleikara og
listmálara eftir dauða hans og í ár
hefði Guðni orðið sjötugur hefði
honum enst aldur - var jafnaldri
Gunnars Ormslevs. Það er List-
vinafélagið sem stendur fyrir há-
tíðinni undir forustu Eyjólfs Páls-
sonar, sem studdur er af hópi val-
inkunnra manna s.s. Hermanns
meistarakokks Einarssonar og
kennaraprófi, tveir píanókennara-
prófí, fimm burtfararprófi og fjórir
einleikaraprófi.
Skólaárið hófst með námskeiði
tveggja kennara frá Guildhall
School of Musie and Drama í skap-
andi tónlist og tónlistarmiðlun.
Margir aðrir góðir gestir sóttu
skólann heim á skólaárinu, „Rollin’
Phones“, fjórar sænskar saxófón-
stúlkur héldu fyrirlestur-tónleika í
lok október, „Arctic-Brass“-
blásarakvintettinn frá Noregi hélt
einnig fyrirlestur-tónleika í lok
október, breski flautuleikarinn
Avril Williams, mörgum hér að
góðu kunn frá því hún starfaði í
Sinfóníuhljómsveit Islands fyrir
allmörgum árum, hélt námskeið
fyrir nemendur skólans, hinn
Gauja listmálara í Gíslholti. Ég
held að óhætt sé að segja að á ár-
unum eftir stríð og framyfir 1960
hafi íslenskt djasslíf hvergi staðið
með slíkum blóma, utan Reykja-
víkursvæðisins, sem í Vestmanna-
eyjum. Astæður voru margar og
ekki síst sú að Vestmannaeyjar
voru ein blómlegasta verstöð
landsins, mannmergð mikil um há-
vertíðina, danshallir tvær og sam-
keppni mikil um gesti. Þýddi þá
ekki að bjóða uppá annarsflokks
tónlist og voru fengnir færustu
hljóðfæraleikarar úr Reykjavík til
að leika með heimamönnum.
Ýmsar upptökur hafa varðveist
írá þessum tímum og þær elstu
með HG sextettinum er Haraldur
Guðmundsson trompetleikari
stjórnaði. Þetta var hörkugóður
svíngsextett og báru þar af tenór-
saxófónsólóar Guðna Hermansens,
en hann var fremstur vestmann-
eyskra djassleikara svosem Orms-
lev íslenskra á þessum árum. Ýms-
ir aðrir ágætir djassleikarar voru í
Vestmannaeyjum á gullárunum s.s.
Gísli Bryngeirsson úrsmiður, bróð-
ir Torfa stangarstökkvara sem blés
í klarinett, það gerði einnig Huginn
Sveinbjömsson en tvíburabróðir
hans, Valgeir, var gítarleikari
einsog Gísli Brynjólfsson, afi Irisar
Guðmundsdóttur helstu djasssöng-
konu Eyjanna, og Páll Steingríms-
son kvikmyndagerðarmaður, en
bræður hans léku einnig á hljóð-
færi, Gísli á saxófón og Jón á píanó.
Jón var einstaklega efnilegur
þekkti bandaríski fiðluleikari og
stjórnandi Sidney Harth hélt nám-
skeið í byrjun desember, Sibyl Ur-
bancic hélt námskeið í spuna í
febrúar og Philip Jenkins kom í
heimsókn með fjóra efnilega unga
listamenn sem héldu tónleika á
vegum skólans og sjálfur hélt hann
námskeið fyrir píanónemendur og
-kennara. Af fyrirlestrum má
nefna að hljómsveitarstjórinn
Andreas Peer Káhler hélt nám-
skeið um eistneska tónskáldið Ar-
vo Párt, en tónskáldið var statt
hérlendis um það leyti, Runólfur
Þórðarson hélt fyrirlestur um
Feruccio Busoni og Margrét Mar-
ía Leifsdóttir um fiðlusmíði.
Nemendaskipti við hin Norður-
löndin hafa haldið áfram á vegum
djassleikari en fórst kornungur í
flugslysi. Af öðrum píanistum verð-
ur að geta Alfreðs Washingtons
Þórðarsonar og Guðjóns Pálsson-
ar, sem lengi stjórnaði einni helstu
danshljómsveit í Reykjavík.
Trommarar voru margir í Eyjum:
Sigurður Guðmundsson á Háeyri,
sem er sá eini af gömlu djassleik-
urunum er enn býr í Eyjum, Sig-
urður Þórarinsson mikill bursta-
snillingur og Sigurjón Jónasson,
sem nú er rekstrarstjóri Kirkju-
garða Reykjavíkur, en var á þess-
um árum málarasveinn hjá Guðna
Hermansen. Bassasnilling áttu
Eyjamar. Sá var Aðalsteinn
Brynjólfsson. Hann lék með helstu
djassleikurum landsins eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur, en
býr nú í Danmörku. Gylfi Gunnars-
son þyrluflugmaður í Bandaríkjun-
um var liðtækur trompet- og saxó-
fónleikari og Guttormur Einarsson
blés í básúnu. Fleiri mætti telja -
ekki má gleyma Erling Agústssyni,
sem var landsfrægur dægurlaga-
söngvari, en gat skattað einsog
Ella Fitzgerald og sló víbrafón af
miklum móð. Þar að auki hafði
hann komið sér upp litlu stúdíói og
tók upp Eyjadjassinn og hefur ým-
islegt af því varðveist. Svo vom það
aðkomumennimir: Árni Elfar, Ax-
el Kristjánsson, Hrafn Pálsson,
Guðmundur Norðdahl, Viðar Al-
freðsson og fleiri. En nú er hún
Snorrabúð stekkur og á þessari
tveggja kvölda djasshátíð mátti að-
eins heyra einn Vestmannaeying:
Nordplus og önnur lönd Evrópu
gegnum Erasmus-skiptinemakerf-
ið. Nefna má að nú í ár er í fyrsta
sinn sem Nordplus-nemandi lýkur
einleikaraprófi frá skólanum. I
janúar var aðalfundur Nordplus
haldinn í Tónlistarskólanum í
Reykjavík þar sem 24 fulltrúar frá
tónlistarháskólum hinna Norður-
landanna mættu.
Tónleikahald var mikið í vetur,
alls vom haldnir 49 tónleikar á veg-
um skólans, þar af 25 opinberir tón-
leikar utan skólans og 24 reglulegir
tónleikar innan skóla. Af þessum
tónleikum voru tvennir hljómsveit-
artónleikar, þrennir strengjatón-
leikar, tvennir kammertónleikar og
tónleikar með þáttum úr óperunni
Carmen eftir Bizet. Þá era ótaldh-
þeir tónleikar sem nemendur skól-
ans tóku þátt í á UNM eða Ung
Nordisk Musik-hátíðinni í upphafi
skólaárs.
Listasjóður Tónlistarskólans í
Reykjavík veitti tveimur nemend-
um viðurkenningu með bókargjöf
fyrir framúrskarandi árangur í
námi, þeim Alfheiði Hrönn Haf-
steinsdóttur, sem lauk einleikara-
prófi, og Aka Asgeirssyni, sem lauk
tvenns konar prófum.
í lok skólaslita gáfu nemendur
þeir sem brautskráðust skólanum
þarfa gjöf, vandaðan píanóbekk!
Hildigunnur Halldórsdóttir hafði
orð fyi’ir 10 ára júbílöntum sem
gáfu skólanum peningagjöf í
„Júbílantasjóð“ skólans, fyrir munn
30 ára júbflanta talaði Hafsteinn
Guðmundsson sem færði skólanum
peningagjöf til geisladiskakaupa og
Jakobína Axelsdóttir, 40 ára
júbflant, gaf skólanum öll píanóv-
erk Brahms á geisladiskum. Að lok-
um ber að nefna að fyrr á árinu gaf
frú Dóra Sigurjónsdóttir, eftirlif-
andi systir Hólmfríðar Sigurjóns-
dóttur, fyrrverandi yfírkennara og
skólastjóra skólans, bókasafninu
hljómplötusafn hennar, Sigurður
og Sieglinde Björnsson gáfu skól-
anum mikið safn nótna og hljóm-
platna og Hermína S. Kristjánsson,
stofnandi og í mörg ár deildarstjóri
píanókennaradeildar, gaf skólanum
nýlega nótnasafn sitt, fjölda inn-
bundinna nótna í vönduðumn útgáf-
um.
Sigurð Guðmundsson trommara,
Sigga á Háeyri, sem tók þátt í
djammsessjóninni síðara kvöldið.
Fastalandsdjassleikararnir
spönnuðu vítt svið frá skólabandi
til atvinnuhljómsveita. Þarna var
svíng og bíbopp, en ekkert dixí né
frjálst.
Swingbandið er skipað nemend-
um úr Tónlistarskóla Garðabæjar
og lék kennari þeirra, Reynir Sig-
urðsson, á píanó með þeim. Þetta
var þokkalegasta skólatónlist, en
sem betur fer fengum við að heyra
Reyni á aðalhljóðfæri sitt, ví-
brafóninn, seinna um kvöldið í
kompaníi með tríói Óla Steph. Þar
fór hann á kostum. Sama mátti
segja um kollega hans Árna
Scheving sem mætti með nýstofn-
aðan djasskvartett sinn. Sonur
hans, Einar Valur trommari,
hættir aldrei að koma manni á
óvart og þó ungur sé leikur hann
einsog sá sem valdið hefur. Ég hef
ekki heyrt betra trommaraefni á
íslandi síðan Pétur Östlund - og
jafnvel þó fleiri löndum væri bætt
í hópinn. Þóra Gréta Þórisdóttir
söng með kvartettinum. Hún út-
skrifaðist frá tónlistarskóla FÍH í
maí og lofar góðu. Djasskvartett
Árna mun leika víða í sumar og
hvet ég tónlistarunnendur til að
láta hann ekki framhjá sér fara.
Djassvaktin og tríó Björns
Thoroddsens hef ég nýlega fjallað
um í pistlum mínum, en nú voru
nýir trommarar í báðum sveitum.
Sá þaulreyndi Guðmundur Stein-
Ljósmynd-
ir, textar
og textflar
frá Afgan-
istan
INGA Margrét Róbertsdóttir
sjúkraþjálfari heldur sýningu
á ljósmyndum, textum og
textílum í Listasafni Árnes-
inga á Selfossi, dagana 12.-28.
júní og verður sýningin opnuð
kl. 15.30 hinn 12.
Ljósmyndimar era frá dvöl
Ingu Margrétar þar sem hún
var við störf á vegum Rauða
kross íslands í Mazar-i-Sharif,
Kabúl og Kandahar. Um er að
ræða um 29 ljósmyndir, blaða-
úrklippur, útsaumaða hatta og
teppi úr bómull og silki. „Sýn-
ingin færir okkur inn í annan
menningarheim en við eigum
að venjast og kynnir almenn-
ingi það starf sem Alþjóðaráð
Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans vinnur við erfiðar að-
stæður,“ segir í kynningu.
Inga Margrét dvaldi í
Afganistan frá 18. desember
1996 til 11. júní 1997. Þar
stjórnaði hún ásamt breskum
stoðtækjasmið gervilima- og
endurhæfingarstöð í Mazar-i-
Sharif með um 50 sjúkrarúm-
um og göngudeildarþjónustu.
Þetta er fyrsta sumarsýning
listasafnsins. Opið verður frá
kl. 14-17 alla daga nema
mánudaga út ágústmánuð. Á
sunnudögum kl. 16 mun Inga
Margrét kynna gestum efni
sýningarinnar.
í Halldórssal er smáverk
Ólafs Th. Ólafssonar „My
beloved systir Guðrún" og
einnig vasar, skúlptúrar og
músíkmyndir Ólafs Þórs Ólafs-
sonar ásamt sýnishorni af
fastasöfnum og standa þessi
verk uppi næstu tvær vikurn-
ar.
grímsson með Birni og Matthías
MD Hemstock með Djassvaktinni.
Guðmundur er einn fremsti
trommari okkar og brást ekki að-
dáendum sínum þessi kvöld og
það gerði Egill Ólafsson ekki held-
ur. Túlkun hans á Mood Indigo
með tríói Björns var firnagóð og
hef ég sjaldan heyrt hann ná
djasstóninum betur. Matthías lyfti
Sveifluvaktinni, sem spilaði mun
betur en þegar ég heyrði hana í
Múlanum á Sóloni Islandusi, en
kannski hefði Steini Krúpa hæft
sveitinni best í gamla New Or-
leans ópusnum, I Found a New
Baby. Þorsteinn Eiríksson, einsog
trommarinn heitir réttu nafni, er í
kvartetti Ómars Axelssonar
þarsem valinkunnir standardar
eru leiknir á átakalítinn og ljúfan
hátt. Ómar er sléttur og felldur pí-
anisti og tenóristinn Hans Jens-
son, sem fyrrum blés rokk með
Lúdó, er af skóla Stan Getz. Hon-
um tekst best upp þegar hann er
sem ljúfsárastur. Gunnar Pálsson
bassaleikari fellur vel inní hópinn
en einhvernveginn finnst mér
einsog Þorsteinn sé þarna dálítið
sér á báti. Hann þyrfti harðari
svíngnagla til að falla að
trommustíl sínum, sem skyldari er
Ray Bauduc en Larry Bunker.
Það er alltaf ævintýri að vera á
Dögum lita og tóna í Vestmanna-
eyjum og myndverk Jónda í Lam-
bey voru góður rammi um tóna-
flóðið. Kannski er helsti galli hátíð-
arinnar að allar hljómsveith’nar
koma fram bæði kvöldin. Þær fá
alltof stuttan tíma til að spila. Svo
væri ekki ónýtt að fá eina ekta
Vestmannaeyjahljómsveit,
velæfða, á næstu hátíð.
Vernharður Linnet
Djasshátíð í Eyjum