Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 31
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 31
_____________________LISTIR________
Ljóð íslenskra skálda koma
út í veglegri bók í Búlgaríu
Ingibjörg Vera
Haraldsdóttir Gancheva
INGIBJÖRG Haraldsdóttir rithöf-
undur hefur haft milligöngu að
verkinu hér á landi og segir okkur
í stuttu máli frá tildrögum útgáf-
unnar.
Vera Gancheva heitir búlgörsk
kona, sem var stödd á íslandi í þrjá
mánuði síðasta vetur á Snoira St-
urlusonar styrk. Hún starfaði að
ákveðnu verkefni er fjallaði um
eldri bókmennth- og vann á söfnum
myrkranna á milli. Vera er mennt-
uð í norrænum bókmenntum og
kennir þær í heimalandi sínu.
Meðan Vera dvaldi á Islandi not-
aði hún tækifærið og bjó sér til úr-
val af íslenskum ljóðum sem hún
hafði áhuga á að fá gefin út í
Búlgaríu. Ingibjörg Haraldsdóttir
rithöfundur hefur haft milligöngu
fyrir hana hér á Islandi og sendi
henni ljóðin, sem Vera hafði valið
og fékk leyfí hjá höfundunum. Ingi-
björg hafði meðal ann-
ars uppi á öllum frum-
textunum og ljósritaði
og sendi til þýðend-
anna. Er nú unnið að
þýðingu ljóðanna í
Búlgaríu, - en óvíst er
hvenær bókin kemur
út,- Ingibjörg sagði að
það gengi svolítið
brösulega hjá þeim oft
í bókaútgáfunni á þess-
um erfíðu tímum og
þau hafa ekki nefnt
neinar dagsetningar í
því sambandi, en það
er verið að þýða þetta
allt saman.
Það eru sextán ís-
lenskir höfundar sem fá ljóð sín birt
í bókinni, þeir eru: Steinn Steinarr,
Snorri Hjartarson, Stefán Hörður
Grímsson, Hannes Sigfússon,
Matthías Johannessen, Sigurður A.
Magnússon, Hannes Pétursson,
Þorsteinn frá Hamri, Jóhann
Hjálmarsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Sigurður Pálsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Einar Már Guð-
mundsson, Gyrðir Elíasson, Sigfús
Bjartmarsson og Bragi Ólafsson.
Vera Gancheva fékk ungan
mann, Ægi Sverrisson, til liðs við
sig. Ægir er hálfur Búlgari og hálf-
ur Islendingur. Hann kennir við
Háskólann í Sofíu og kann íslensku.
Ægii- gerir það sem er kallað línu-
þýðingar á ljóðunum, það er hrá
þýðing til þess að tryggja að þetta
sé rétt sldlið allt saman og síðan er
útgefandinn með á sínum snærum
búlgörsk skáld, sem gera þýðing-
arnar að betri kveðskap. Ingibjörg
sagði að það væri mjög algengt að
þýða á þennan hátt í mörgum lönd-
um, til dæmis víða í Austur-Evrópu
og Rússlandi og líka í Þýskalandi.
Þetta er gömul og vel þekkt aðferð
sem hefur gefist ágætlega, sagðist
Ingibjörg sjálf meðal annars hafa
þýtt á þennan hátt.
Ingibjörg segist halda að það
hafi eitthvað komið út af íslenskum
skáldskap í Búlgaríu, smásögur og
ljóð, aðallega í tímaritum, en þetta
sé í fyrsta skipti sem unnið er að
heilli bók eftir íslenska höfunda á
búlgörsku og þetta veigamikilli.
Utgefandi bókarinnar heitir Pa-
vel Slavijenski og forlag hans Litze
í Sofíu. Pavel hefur áður gefið út
svipaðar bækur frá öðram löndum.
Vera Gancheva hefur afkastað
miklu eftir að hún kom aftur til
Búlgaríu. Hún hefur skrifað margar
greinar og birt viðtöl sem hún tók
við fólk hér á Islandi, og hefur þetta
verið að birtast í blöðum þarna úti.
Vera er sjálf með bókaforlag í
heimalandi sínu og hyggst meðal
annars gefa út Svaninn eftir Guð-
berg Bergsson.
Það verður forvitnilegt að sjá ís-
lensku ljóðin okkar á búlgörsku og
að heyra hvernig þau hljóma á því
máli.
Aðdragandinn að útgáfu ljóða-
bókarinnar er gott dæmi um það
hvernig eldhugi að störfum getur
velt á undan sér verkefni og fengið
aðra til liðs við sig, þannig að út-
koman verði auðugri menningar-
heimur og víðari.
BALEf
BALENO
Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
aflmiklar vélar • samlæsingar •
rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi S5S 15 50. Isaijörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG
bllakringlan, Gröfinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. l,6GLX4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega