Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 34

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 34
84 FIMMTUDAGUR 11. JIJNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ pinrgmmMiilíÍl* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÖRYGGISMÁL í ÓLESTRI MEÐ HLIÐSJÓN af þeim miklu umræðum, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum um öryggismál sjómanna, verður staða þessara mála, samkvæmt mati nefndar á vegum samgönguráðherra, að teljast með ólíkindum. í skýrslu, sem nefndin skilaði fyrr í vikunni, kemur fram að vinnuslys um borð í íslenzkum skipum eru ótrú- lega tíð. Þá eru um 80% þessara slysa rakin til mistaka skipverja, sem bendir til að þjálfun þeirra í meðferð tækja og búnaðar skipanna sé ábótavant. I skýrslunni kemur aukinheldur fram að í reglum um vinnuöryggi á fiskiskipum og kaupskipum séu engin ákvæði um eftirlit með slitálagi víra, burðarþoli lása og keðja, blökkum, tromlum og öðrum hífingarbúnaði, en staðreyndin er sú að bilanir í búnaði af þessu tagi valda mörgum slysum. Þá séu engar kröfur gerðar til manna um þekkingu á stjórnun krana og togvinda, hvað þá að ætlazt sé til kunnáttu þeirra, sem gefa stjórnendum þessara tækja bendingar um aðgerðir. Skortur á verk- stjórn er nefndur sem ein meginorsök slysa á sjó. Nefndarmenn segja það ótrúlegt að engar kröfur séu gerðar til menntunar þeirra, sem skili teikningum af ný- smíði eða breytingum á skipum til Siglingastofnunar. Þeir benda jafnframt á að skráning slysa á sjó sé ekki sem skyldi og ekki heldur heimildir yfirvalda til að grípa í taumana og koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Alykta má af mati nefndarmanna og tillögum þeirra til úrbóta að væru sum skip íslenzka flotans vinnustaðir í landi væru yfirvöld löngu búin að loka þeim. Islenzkur sjávarútvegur á að vera í fremstu röð í heiminum hvað varðar hagkvæmni og nýtingu nýjustu tækni og þekk- ingar. Það er því til skammar að ekki skuli betur búið að öryggi og heilsu þeirra, sem starfa við fiskveiðar. Ekki má heldur gleyma því að þjóðfélagið ber umtalsverðan kostnað af tryggingabótum vegna slysa á sjó og veru- legur sparnaður getur hlotizt af að koma þessum málum í lag. UMHVERFISÁHRIF FLJÓTSDALSVIRKJUNAR FINNUR Ingólfsson iðaðarráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að fram eigi að fara umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Ákvörðun þar um sé á hinn bóginn á valdi Landsvirkjunar. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir síðan í viðtali við Morg- unblaðið í gær að þegar sé hafin skýrslugerð um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Orðrétt: „Allar þess- ar rannsóknir spanna þau áhrif sem virkjunin og rekst- ur hennar getur haft á umhverfi sitt, ekki aðeins gróð- urfar og dýralíf, svo sem fugla og hreindýra, heldur einning strandlengju Héraðsflóa, ferðamennsku og samfélag...“ í skýrslu iðnaðarráðuneytisins, „Virkjanir norðan Vatnajökuls“ (1994), segir að Alþingi hafi heimilað miðl- unarlón á Eyjabökkum árið 1981 [Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra] og að virkjunarleyfi ráðherra liggi fyrir“. Ætla verður að forsendur, sem lágu til grundvall- ar leyfisveitingar árið 1981, hafi breytzt á sautján árum, sem og almannaviðhorf til stóriðju og umhverfisvernd- ar. Því ber að fagna viljayfirlýsingu iðnaðarráðherra og ummælum forstjóra Landsvirkjunar, þess efnis, að gerð verði rækileg úttekt á umhverfisáhrifum Flótsdalsvirkj- unar, sem verði leiðbeinandi um framhaldið. íslendingar hafa með góðum árangri haft fiskifræði- legar og vistfræðilegar rannsóknir og niðurstöður að leiðarljósi við nýtingu sjávarauðlinda. Á hliðstæðan hátt eigum við að byggja nýtingu landauðlinda á vísindaleg- um rannsóknum, vistfræðilegum sem efnahagslegum. Vönduð og víðfeðm úttekt á umhverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunar er spor til réttrar áttar. Þui Grunnvatns- geymar und- ir Eldhrauni líklega að gefa sig Síðan menn byrjuðu að „stýra“ rennsli Skaftár um miðja þessa öld, hefur ástand náttúrunnar á svæðinu í kringum Eldhraun farið versnandi, þar á meðal í veiðilækjunum Grenlæk og Tungulæk. Ekki eru allir á eitt sáttir um hverju eða hverjum er um að kenna. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið en útlit er fyrir að næsta skref verði gerð umhverfismats fyrir svæðið í heild. HYLUR undir Stórafossi í Grenlæk. 1 hækka til að vatn fari að renna í læl Ljósmynd/Trausti ??? HER sést vel hvernig Skaftá hefur skilið fyllt upp í hraunið með fram- burði sínum. Ef áin fengi að renna óhindrað um Eldhraun myndi það hverfa smátt og smátt undir framburð árinnar. DEILURNAR standa um vatn. Fyrir árið 1992 fóru að meðaltali um 15 rúmmetrar vatns á sek- úndu á ári úr Skaftá við árkvíslar (Brest) yfir Eldhraun, með tilheyr- andi aur og sandburði. Par fór það út á hraunið, hvarf niður í grunnvatns- geymslur undir því og kom síðan hreint og síað fram undan hrauninu í ám og vötnum. Þetta hækkaði jarð- vatnsstöðu í Fljótsbotni og umhverfí og kom mest fram í auknu rennsli í Eldvatni í Meðallandi þó hugsanlega hafí þetta vatn skapað þrýstiáhrif yfír í Grenlæk og Tungulæk, samkvæmt rannsóknum Snorra Zóphaníassonar hjá Orkustofnun. Vegagerðin byggði varnargarð árið 1992 þar sem þessu vatni var veitt aftur út í Skaftá og bættist í rennsli árinnar í austur, í átt að Kirkjubæj- arklaustri. Að mati Snorra kemur þetta Grenlæk til góða þar sem vatn- ið sækir meira út á hraunið við Skál og Holtsdal. Bændur vilja hinsvegar vatnið aft- ur en Vegagerð ríkisins og Land- græðsla ríkisins segja að ekki verði við það unað að áin fái að bera hindr- unarlaust sand og annað út á hraunið og fylla í það þannig að hún flæði að lokum lengi’a og lengra nær veginum í leysingum. Sandurinn sem hún skil- ur eftir íykur upp og getur lokað þjóðveginum. Auk þess skemmast jarðir og náttúruperlan Eldhraun er í hættu. Allt þetta tengist síðan af- komu Skaftárhrepps sem hefur tekj- ur af ferðamannaþjónustu á svæðinu meðal annars. Margir eiga því hags- muna að gæta og sýnt er að snúið verður að leysa málin þannig að allir verði ánægðir. Enn fer þó vatn niður eftir Bresti en minna en áður og hjá vegagerðinni segjast menn hafa komið til móts við bændur með lögn tveggja röra í stífl- una þar sem fara um nokkrir rúmmetrar á sekúndu. Lítið vatn, minni árangur Landeigendur við Grenlæk og Tungulæk, tveggja af bestu og verð- mætustu sjóbirtingsveiðiám landsins, sem eru yfirfall af grunnvatni sem safnast undir Eldhraun, segja veiði- sumarið líklega ónýtt í ár vegna mik- illa þurrka í ánum. Framkvæmdir hafa verið nú í vor við Skaftá, stutt frá Grenlæk og Tungulæk, sem miða að því að koma vatni stystu leið út í lækina en enn á eftir að koma í ljós hverju þær áorka enda er lítið vatn í Skaftá og það dregur úr möguleikum á árangri. Grenlækur og Tungulækur eru „nágrannar“ og svipaðir að stærð. Er grunnvatn nær ákveðnu magni í grunnvatnsgeyminum undir Eld- hrauni seitlar það út í lækina. Garðurinn sem byggður var í síð- ustu viku beinir vatni úr Skaftá yfír Eldhraun stystu leið og vonast er til að vatn komi fram í Grenlæk og Tungulæk á næstu dögum en lækirn- ir eru báðir uppþornaðir að stórum hluta. Ofarlega í Grenlæk eru vaxtar- stöðvar sjóbirtingsins en þar er nú allt þurrt og skaðinn því tilfinnanleg- ur. Veita má vatni út á hraunið þar til Skaftá verður jökullituð, eða fram til 20. júní næstkomandi. Erlendur Bjömsson bóndi í Segl- búðum segir að um milljóna tjón sé að ræða fyrir sig og aðra bændur í veiðifélagi Grenlækjar og hann hefur ákveðið að leita réttar síns, eins og hann orðar það. „Mér fínnst það liggja mjög ljóst fyrir að þegar tekið er vatn af manni á maður að geta fengið það aftur,“ segir Erlendur. Að hans sögn verður hann að bregða búi á Seglbúðum ef skaðinn er varanlegur. „Eg get sagt þér eins og er að ég bý ekki öðruvísi en að hafa tekjur af þessu.“ Erlendur kennir Vegagerðinni um þurrkinn en Vegagerðin kennir afbrigðilegu veð- urfari nú síðla veturs um og vitnar í skýrslu Snorra Zóphaníassonar hjá Orkustofnun frá árinu 1997. Menn farnir að tala saman Lækjamálið hefur verið mikið hita- mál undanfarin ár og aðilar sem að því standa, bændur sem eiga hags- muna að gæta, sem og opinberir aðil- ar, settust loks niður nú í ár til að ræða hvernig bregðast megi við ástandinu. Að sögn Harðar Davíðs- sonar eins eiganda Grenlækjar og talsmanns veiðifélagsins, hefur lengi verið stirt á milli manna enda hafa bændur reynt að knýja á um aðgerðir undanfarin ár, án árangurs. „Það helsta sem hefur áunnist í þessum málum í vetur er að menn eru farnir að ræða sarnan," sagði Hörður í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir að mörg ár geti tekið að endurbyggja ána sem veiðiá. Skaftá er sambland af jökulá og bergvatnsá. Við Skaftárdal skiptir hún sér, annar hlutinn fer til vesturs en hinn til austurs í átt að Kirkjubæj- arklaustri. Aurburður og sandfok á svæðinu hafa smám saman sest í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.