Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 3£, *rkar í ám og vötnum í Skaftárhreppi Morgunblaðið/RAX ílann er góður mælikvarði á hve mikið grunnvatnsstaða í Eldhrauni þarf að dnn. Vatnsyfirborð hylsins þarf að hækka um 3 metra svo vatn haldi áfram niður árfarveginn. Grenlækur eða Grænlækur UPPRUNI örnefnisins Grenlækur, sem mest hefur verið í sviðsljósinu í tengslum við vatnsþurrð í Skaft- árhreppi, er mönnum nokkur ráð- gáta. Ekki er til nein ein skýring á því hvað „gren“ þýðir, hvort hér er átt við tófugreni, og þá hvort eitt- hvað hafi verið um tófugreni við lækinn í gegnum árin og aldirnar, eða hvort „gren“ getur vísað til þess að óvenju mikið er af hyljum og skotum í læknum, mikið af „grenjum" í læknum. Ein skýring enn er sú að upphaf- lega hafi lækurinn heitið Grænlæk- ur, og er hann reyndar stundum kallaður það enn þann dag í dag þótt á kortum sjáist aldrei annað nafn en Grenlækur. Nafnið er þá líklega dregið af miklu lífríki vatnsins, grænu slýi og botngróðri. Jón Helgason hjá Landgræðslu ríkisins og bóndi á Seglbúðum seg- ir að þar sem lækurinn sé í gömlu hrauni gæti skýringin verið að margir skútar og hyljir tengist nafninu. „Svo er tófan auðvitað þarna hlaupandi og gæti verið út af grenjum hennar. En líklega er nafnið komið til út af því hve margir djúpir pyttir eru í hraun- inu,“ segir Jón. María mer Jón Aðalsteinn Jónsson orðabók- arritstjóri segir að til dæmis sé það bókfest á Héraði að menn breyttu æ í e, þó ekki sé endilega hægt að segja að það hafi verið svo hjá Landbryttlingum í þessu tilfelli. „Til dæmis er bókfest hjá skáldum fyrir austan, Iínur eins og „María mer mild og sker,“ segir Jón. Jón Jónsson jarðfræðingur sem ættaður er úr Landbroti segir að lækurinn hafí heitið þetta í að minnsta kosti 200 ár og hafi hann heitið svo í frásögn í ferðabók Sveins Pálssonar frá 1793. „Sumir telja að hann hafi upprunalega ver- ið kallaður Grænlækur en hafi síð- ar breyst," segir Jón, en í mæltu máli seinni tíma er hann oft nefnd- ur Grænlækur. hraunið þar sem áin fer um í leysing- um og skapað sandfláka sem síðan blása upp. Ein leið til að reyna að stemma stigu við þessu er að setja upp lokubúnað í stífluna í Bresti þar sem aðeins yrði hleypt bergvatni út á hraunið en þegar jökulvatn ykist í leysingum á sumrin yrði lokað fyrir. Um þetta talar Freysteinn Sig- urðsson hjá Orkustofnun meðal ann- ars í skýrslu sinni „Lindir í Land- broti og Meðallandi, uppruni linda- vatnsins". Hann segir að koma verði eins miklu vatni og mögulegt er að hausti og vori á hraunið og fylla grunnvatnsstöðuna í hrauninu eins og kostur er, meðan sem hreinast vatn er í Skaftánni. Sem dæmi um það magn sem Skaftá ber fram reyndist svifaur vera 217 millilítrar á lítra í aurburðarsýni úr Skaftá við Kirkjubæjarklaustur frá 25. maí 1984. Ef það sama gildir um Brest, þá er hér um að ræða meir en 400 tonn af svifaur á sólarhring sem berst út í hraun. Hörður segir að hægt væri að leysa málið með því að reyna að veita vatni annars staðar en hingað til hef- ur verið reynt. Hann segir að allt haldist í hendur í náttúrunni, allt sé hluti af fæðukeðjunni og því sé fugla- líf í votlendi líka í hættu, til dæmis út af þurrkunum í lækjunum. Hörður segir hagsmuni hafa rekist á, hagsmuni vegagerðar og land- græðslu. Hann segir að stjórnvöld séu nú loks komin að þessu máli en ljóst er að ef halda á áfram að eiga við náttúruna gæti það orðið kostnað- arsamt. Ekki eru þó allir á einu máli um hverjir eiga að borga frekari aðgerðir á svæðinu. Deilt er um til dæmis hverjir eigi að borga hugsanlegt um- hverfismat svæðisins og þá í fram- haldi þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru eftir að niðurstaða úr umhverfis- mati liggur ljós fyrir. Tvö ár gæti tekið að gera slíkt mat. „Petta er skólabókardæmi um að það eigi setja svona mál í mat á um- Morgunblaðið/Hanna FRAMKVÆMDIRNAR sem nú voru við garðinn. Vonast er eftir að vatn skili sér úr þessari kvísl í Grenlæk og Tungulæk von bráðar. hverfísáhrifum. Þetta er svo fjölþætt að menn sjá ekki alveg fyrir afleið- ingarnar," segir Árni Bragason for- stjóri Náttúruverndar. „Með umhverfismati yrði allavegna kominn úrskurður um hvað ætti að gera,“ segir Trausti Baldursson sam- eindalíffræðingur og sviðsstjóri hjá Náttúruvernd ríkisins. „Eg get ekki séð að öllu eðlilegu hvaða aðili það ætti að vera sem ákveður það hvernig Skaftá lítur út, því væri umhverfis- mat og úrskurður í kjölfarið kannski besta leiðin í málinu." Trausti segir að burtséð frá öðru þá sé þarna til dæmis í húfi hvort varðveita á Eldhraunið sem er stærsta hraun sem runnið hefur á sögulegum tíma í heiminum og er vaxið mjög sérstökum og fallegum mosa eða hvort fara á fyrir því hrauni eins og eldri hraunum sem fyllst hafa sandi og framburði og síðan hefur gróið yfir. Hlaupin hafa bjargað okkur Erlendur bóndi í Seglbúðum segir að það sem hafi „bjargað" bændum við Grenlæk síðan Vegagerðin setti upp varnargarðinn hafi verið hlaup sem komið hafi fram og fyllt upp grunnvatnsbirgðirnar undir hraun- inu. „Við höfum lifað á því æði lengi,“ sagði Erlendur sem fullyi-ðir að Vegagerðinnni sé um vatnsleysið í Grenlæk að kenna og þau náttúru- spjöll sem þar hafa orðið. „Það væri fráleitt að telja að læk- urinn væri þurr nema vegna þessarar stíflugerðar. Við höfum í okkar mál- flutningi lagt áherslu á það að Gren- lækur er á náttúruminjaskrá fyrir óvenjumikið lífríki sitt og því sé það skylda ríkisins að sjá til þess að vernda lífríkið með nægu vatns- rennsli allt árið um kring.“ Beinar tekjur af veiðinni í lækjun- um skipta milljónum króna fyrir hvern bónda á ári að sögn Erlendar. „Magnús Jóhannesson hjá veiðimála- stofnun á Suðurlandi fór nýlega um svæðið og var dolfallinn yfir ástand- inu. Hann og menn hans voru magn- þrota eftir að hafa farið um langan þurran farveg þar sem áður voru hrygningarstöðvar sjóbirtingsins. Við sjáum fram á ónýtt sumar. Það voru teknir af okkur 15 - 18 rúmmetrar af vatni en enginn vill trúa okkur. Það er ekki fyrr en lækur er þurr að grip- ið er til aðgerða og það er fullseint. Þetta gerist þrátt fyrir margra ára baráttu bænda fyrir að gripið verði í taumana." Vegagerðin hefur mikilla hags- muna að gæta. Hún þarf að vernda þjóðveginn fyrir vatni og sandi og það er meginástæðan fyrir uppsetn- ingu varnargarðsins við Brest. Helgi Jóhannesson hjá Vegagerð ríkisins segir að varnargarðurinn hafi verið gerður til að minnka framburð sands út á hraunið og jafnfram minnka það vatn sem kemur niður að veginum við Brest. Arið 1992 var sett rör ofarlega í garðinn sem var síðan lækkað árið 1993. „Engu að síður höfðu bændur við Grenlæk og fleiri enn áhyggjur og ákveðið er að hefja rannsóknir og er það Orkustofnun sem sér um þær. Niðurstöður voru þær að ekki væri hægt að segja að þetta minnkaði vatn í Tungulæk né Grenlæk. Skýringin er sú að út af gerð þessa garðs fer meira vatn í áttina að Klaustri og rennsli í átt að Grenlæk eykst því í raun og veru. Ekki má gleyma því að vatn sí- ast einnig í gegnum árfarveginn sjálf- an og bætist þaðan í grunnvatnið," segir Helgi. Hann segir að bændur hafi byggt garð á sínum tíma sem hélt í síðasta Skaftárhlaupi með þeim afleiðingum að vatn fór yfir veginn. „Eg er ekki að segja að það sé honum að kenna en við erum að vinna í samvinnu við þá að því að gera yfirfall á þann garð til að í hlaupi geti rennsli farið aftur út í Skaftá Við reynum að vinna með bændum að lausnum.“ „Síðan gerist það núna að það er svona ofboðslegur þurrkur á svæðinu og enginn snjór. Eg held að allir séu sammála um það að þessi þurrkur í Grenlæk sé fyrst og fremst útaf af- brigðilegu veðurfari núna síðla vetrar og það passar við það sem Snorri Zóphaníasson hjá Orkustofnun segir í skýrslu sinni sem hann gerði á síð- asta ári,“ segir Helgi. „Eftir að hafa skoðað rennslisgögn og veðurfarsskýrslur frá þeim tíma sem síritar hafa verið reknir á svæð- inu virðist höfundi að veðurfar að vetri, sérstaklega síðla vetrar, sé langáhrifamest þeirra þátta sem ráða grunnvatnsstöðu og rennsli lækja í Landbroti og Meðallandi næsta sum- ar á eftir,“ segir Snorri í skýrslu sinni. Aldrei minna vatn en nú Snorri hefur nú nýlokið við aðra skýrslu um vatnabúskap svæðisins. Hann segir í samtali við Morgunblað- ið að sér sýnist grunnvatnsgeymirinn undir Eldhrauni vera að gefa sig. Það virðist geta verið helsta ástæðan fyrir vatnsþurrðinni, sem sé reyndar áber- andi mikil á þessu vori. Hann segir að í Fljótsbotni hafi vatnsborð aldrei farið neðar síðan mælingar hófust en. nú í apríl. „Það er eitthvað meira að gerast en venjulega. I haust var mildð rennsli í Skaftá og í desember og jan- úar mjög mikið og það sama var uppi á teningnum í Tungulæk og Grenlæk. Þegar kemur fram í febrúar - mars minnkar hratt í ánum og í lok mars fer það niður fyrir það sem áður hef- ur gerst. Ástæðan er sú að í vetur var mikil úrkoma í desember - janúar sem skilaði sér strax niður út í sjó. Ovenju lítill snjór settist fyrir í hrauninu en hann er vanalegast vara- sjóður fyrir grunnvatnsgeymana undir hrauninu. Það er athyglisvert að stærsta vatnsfallið, Eldvatn í Meðallandi, hef- ur rýmað hlutfallslega mest. Vatnið þar byggist mest á heildarstöðu grunnvatns og mér virðist sem gi-unnvatnsrennslið undir öllu vatna- sviði Skaftár, sem ræðst af langtíma meðaltali úrkomu á svæðinu, hafi minnkað,“ segir Snorri. Hann segir að sér virðist stíflan við Brest ekki hafa úrslitaáhrif á vatns- magn í Grenlæk en það er öfugt við það sem bændur álíta. „Það væri sennilega mjög lítið í honum núna, jafnvel þótt enginn garður væri í Bresti." Ein hugmynd, sem er í athugun' hjá Landsvirkjun, er að hleypa Skaft- ánni í Langasjó og virkja þar. „Landsvirkjun myndi taka ána það ofarlega að hún myndi einungis taka jökulvatnið. Þá yrði hægt að halda uppi rennsli í austurátt með aðgerð- um í Skaftárdal. Þessi lausn hefur bæði kosti og galla en hún gæti kannski orðið besta lausnin.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.