Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 11. JÍJNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Blaða- mennska til fyrir- myndar - en sumt þó undarlega heimóttarlegt AÐ er víst að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn eina ferðina um Sverri og Landsbankann. En ef rétt er sem fullyrt er í síðasta Reykjavíkurbréfí Morgunblaðsins að hér sé um að ræða „eitt mesta mál, sem upp hefur komið á síðari helm- ingi þessarar aldar í íslenzku þjóðlífi" er sannarlega nauð- synlegt að skoða málið frá sem flestum sjónarhornum og reyna að skilja afleiðingar þess í sem víðustu samhengi. I rauninni er hér um tvö að- skilin mál að ræða. Annars vegar það sem með réttu má kalla Landsbanka- mál og varðar einkaneyslu bankastjór- VIÐHORF anna þriggja á e kostnað bank- Eftir Jakob F. Ásgeirsson ans- Eftir fyr- irspurn á AI- þingi og við rannsókn Ríkis- endurskoðunar upplýstist að nokkru hver sá kostnaður var og jafnframt að bankastjórnin hafði áður gefið viðskiptaráð- herra villandi upplýsingar um þetta efni. Almenningi blöskr- aði svo staðreyndir málsins að afsögn bankastjóranna var óhjákvæmileg. Síðar hefur komið fram að bankastjórarnir höfðu skammtað sér, án vit- undar bankaráðsins að því er virðist, „ótakmarkaða risnu“ úr sjóðum bankans. Hins vegar er svokallað Sverris-mál sem hlotist hefur af hefndarskrifum eins banka- stjóranna í Morgunblaðið þar sem lyft hefur verið hulunni af ýmsu sem stjórnmálamenn allra flokka hafa talið hentast að þegja um í krafti pólitískrar samtryggingar. Þar má nefna upplýsingar um starfsemi Lindar og hvernig alþingis- maður nokkur hefur notað að- stöðu sína til að sölsa undir sig, í trássi við viljayfirlýsingar stjórnvalda, milljónatugahlut í fyrirtækinu Kögun. Af skrifum þessum hafa spunnist geysi- harðar deilur með miklum brigslum og fúkyrðum - og jafnvel hálf-fræðilegar vanga- veltur um skammaryrði í ís- lensku! Þegar þessar línur eru settar á blað sér ekki fyrir endann á Sverris-málinu, eða öllu heldur Sverris-málunum þar sem bankastjórann fyrr- verandi ber víða niður í hefnd sinni. Landsbanka-málið snýst um almennar siðferðiskröfur í þjóðfélaginu, háttsemi manna í opinberu lífi, ábyrgð ríkis- starfsmanna á gerðum sínum, en líka um skyldur bankaráðs- ins. Landsbanka-málið er þó að flestu leyti dæmigert spilling- armál þar sem starfsmenn kunna sér ekki hóf og misnota aðstöðu síns. Slík mál eru legíó og gerast á öllum tímum. Sverris-málin snúast líka um siðferði, rétta málsmeðferð og ábyrgð - en mikilvægi þeirra felst e.t.v. fyrst og fremst í þeim alvarlegu spurningum sem þau vekja um pólitíska samtryggingu og hlutverk fjöl- miðla. Forystumenn stjórnmála- flokkanna vissu fyrir löngu allt um Lindar- og Kögunar-málin. En þeir aðhöfðust ekkert. Þeir þögðu vegna þess að þeirra eigin flokkar höfðu sitthvað að fela sem óþægilegt var að kæmist í hámæli. Og þeir komust upp með það. Almenningur stendur agn- dofa frammi fyrir þeirri stað- reynd að það skuli gerast þegj- andi og hljóðalaust að þjóð- bankinn tapi 700 milljónum með þeim hætti sem upplýst hefur verið. Og enginn segir neitt. Almenningur getur ekki tek- ið það alvarlega þegar fjöl- miðlamenn taka allt í einu upp á því nú að skrifa í umvöndun- artón um skaðsemi pólitískrar samtryggingar. íslensk blaðamennska er um margt til fyrirmyndar eins og áður hefur verið vikið að í þessum pistlum. En um sumt er hún undarlega heimóttarleg. Eflaust hlýst það af fámenninu og hinum miklu vina- og fjöl- skyldutengslum í þessu landi sem hvað eftir annað skekkja dómgreind manna og gera þeim ókleift að standa á prinsípum. Á það ekki aðeins við um fjölmiðlana heldur þjóð- félagið allt. Og kannski þar sé að leita skýringanna á því að fjölmiðlarnir hér á landi sýnast oft á tíðum ekki vera jafn sjálf- stætt afl og fjölmiðlar víðast hvar annars staðar í lýðfrjáls- um ríkjum. Sverrir Hermannsson á þakkir skildar ef hann með stormsveipa-skrifum sínum verður ekki aðeins til þess að setja hina pólitísku samtrygg- ingu hressilega úr skorðum heldur til að vekja fjölmiðla- menn rækilega til umhugsunar um hlutverk sitt og starfs- hætti. Þegar allt kemur til alls ræðst mikilvægi Sverris-mála í sögunni ekki af eðli þeirra heldur þeim afleiðingum sem þau hafa. Spillingin er nefni- lega ódrepandi og sömuleiðis stjórnmálamenn og háttsettir ríkisstarfsmenn sem reyna að víkja sér undan ábyrgð. Ný hugmynd í byggðamálum Þar fornar súlur flutu á land við flarðasund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Húnóxumtíualdabil naut alls sem þjóðin átti til. Þannig kvað skáldið og enn ein öld hefur bætt stöðu Reykjavíkur og fært henni fólk og fjármuni til viðbótar. Samtímis hefur fólk streymt af landsbyggðinni með þeim afleiðingum að margir staðii-, sem fóstruðu syni og dætur þessarar þjóðar, líkjast flótta- mannabúðum. Stjórnmálamenn þessarar aldar hafa verið svo grunn- hyggnir að halda að þeir geti snúið þess- ari þróun við með lögum eða fjármun- um í sértækar að- gerðir, hvort tveggja rangt og fullreynt. Verðmæti í hættu Segja má að land- ið sé að sporðreisast. Hvergi í Evrópu er jafnhátt hlutfall þjóðar búsett á jafn takmörkuðu svæði sem hér á íslandi. Spyrja má hvort það sé hagkvæmt. Landið býr yfir miklum verðmætum. Til að nýta þau og annast þarf fólk. Verðmætin liggja ekki öll í Reykjavík þó þangað leiti straumurinn. Fólk sem ekkert hef- ur gert annað en vinna hörðum höndum að verðmætasköpun er að bíða afhroð og eignatjón. Sársauk- inn nístir inn að beini og verður að lokum dýrt spaug fyrir þjóðina og rýrir lífskjör hennar. Vaxtarsvæði Fólkið í landinu vill njóta lífsins í þess orðs víðustu merkingu. Gildir það jafnt um atvinnuöryggi, félags- lega þjónustu, menntun og ekki síst fjörmikið menningarlíf. Allt þetta er undir og næst varla í sinni fræknustu mynd á minnstu stöðum. Rökrétt viðbrögð hljóta því að vera einn höfuðstaður a.m.k. fyrir hvern landsfjórðung þar sem í boði er innihaldsríkt líf fyrir íbúana. Slíkir staðir ættu að vera jafn eftirsóttir til búsetu og höfuðborgin en um leið að styrkja bakland sitt. Tími sértækra aðgerða liðinn Sértækar aðgerðir hafa ekki snúið þróuninni við og af mörgum ástæðum ganga þær ekki upp. Þar hamla lög og fullreynt er að styrkir eða sértækar byggðaáætlanir skila ekki árangri. Vissulega eru til dæmi um jákvæðar undantekning- ar en þegar öllu er á botninn hvolft má segja að hinar sértæku aðgerð- ir hafi ekki skilað því sem til var ætlast. Kraftur einkaafls og opinbers En má finna einhver þau ráð sem skapað gætu nauðsynlegt jafnvægi milli höfuðborgar og landsbyggðar? Á höfuðborgarsvæðinu hafa hið op- inbera og einkaaflið byggt upp að- stöðu sem íbúar þess njóta góðs af. Aðgangur landsbyggðar að þeirri þjónustu er dýrari. Hærra þjón- ustustig togar enn frekar í fólk ut- an af landi. Þannig eykst munurinn og kann að enda með skelfmgum ef fólk á annað borð telur æskilegt að landið hafi þörf fyrir vinnuafl úti á landsbyggðinni til að sinna verð- mætum okkar þar (ferðaþjónustu, virkjunum, sjávarútvegi, landbún- aði o.s.frv.). Trú okkar er að flestir svari þessu játandi. Þá er að finna hin almennu ráð sem kunna að virka hvetjandi á kraft einkafram- taksins og hins opinbera. Segja má að landið sé að sporðreisast. Guðni —,------------------- Agústsson og Hjálmar ---,----------------- Arnason segja að hvergi í Evrópu sé jafnhátt hlutfall þjóðar búsett á jafn takmörkuðu svæði sem hér á Islandi. Skattalækkun Allar þjóðir nota skatta til að jafna aðstæður fólks. Vegna þróun- ar í landinu og aðstöðumunar má með sanni halda því fram að fólk og fyrirtæki úti á landi borgi hærri skatta en aðrir. Kemur sá munur m.a. fram í hærra vöruverði vegna flutninga, oft hærra orkuverði, dýr- ari aðgangi að þjónustu almennt, útlátafrekari ferðalögum (viðbótar- kostnaður við ferðir til útlanda) og þannig má áfram telja. Að auki hef- ur sami hópur vegna smæðar sinn- ar takmarkaðri aðgang að þeim lífs- kjörum sem samtíminn kýs að njóta. Þarna má beita skattakerfinu sem almennri reglu til að jafna kjör almennings þannig að fólk og fyrir- tæki utan tiltekins svæðis greiði lægri skatta en hinir sem innan hrings búa. Lífskjaravísitala Þannig má finna og útfæra nýja stiku sem mælir lífskjör fólks. Eigna- og tekjuskattar yrðu í þeim útreikningum sennilega lægri utan höfuðborgarsvæðisins. Það yrði eina byggðaaðgerðin. Ætla má að vaxtarsvæðin á landsbyggðinni yrðu strax vör við aukna eftirspurn og athafnamenn myndu staðsetja fyrirtæki sín þar. Landsbyggðin yrði á ný eftirsóknarverð og lífið í landinu sanngjarnara. Þannig gæti einfóld og almenn aðgerð skapað fólki og fyrirtækjum umhverfi sem mótaði skynsamlega byggðastefnu í stað þess að láta sértækar aðgerðir draga fólk á asnaeyrum. í dag er fólk á landsbyggðinni að borga fast- eignagjöld og eignaskatta í mörg- um tilfellum af verðlausum eignum - situr jafnvel í átthagafjötrum vegna þess að enginn finnst kaup- andi að ævistarfi þeirra - húsinu. Nýr tími og slæm þróun kalla á slq'ót úrræði. Hér er hugmynd til umræðu. Fundur er settur. Höfundar eru alþingismenn. Geta dómstólar brotið lög? DÓMSTÓLAR hafa það hlutverk að skera úr réttarágreiningi. I því skyni túlka þeir lögin. Lagatúlkun er oft mikið álitamál og sýnist sitt hverjum. Ef úrskurði héraðsdóms er skotið til Hæsta- réttar - svo sem oft er - kann honum að vera breytt eða hann jafn- vel ógiltur. En þótt svo fari kemur fæstum til hugar að segja hér- aðsdómarann hafa brotið lög. Lagareglur veita Hæstarétti vald til að breyta eða ógilda úrskurð lægra setts dómstóls. Hæstiréttur hefur - sé máli áfrýjað - lögum samkvæmt vald til að endurskoða, breyta og ógilda úr- skurð héraðsdóms. Þar gildir einu, þótt úrskurður hins lægra setta dómstóls reynist stundum betri lögfræði. Dómstólar hafa m.ö.o. réttarskapandi vald. Á ensku er tal- að um „overruling" þegar dómstóll er óbundinn af fordæmum og hverfur frá fyrri úrskurði sínum eða breytir eða ógildir úrskurð lægra setts dómstóls. Sama máli gegnir, þegar minnihluti fjölskipaðs dómstóls lætur í minni pokann fyrir meirihlut- anum. Staða sljórnvalda er sú sama og dómstóla Að undangenginni ít- arlegri málsmeðferð - málflutningi - kemst dómstóll að niðurstöðu sinni með því að heim- færa málsatvik undir réttarreglu. Stjómvöld - eins og t.d. saksókn- arar, yfirvöld sam- keppnismála eða ráðu- neyti - eru í líku hlut- verki og dómstólar, þegar þau taka ákvörðun. Eins og dómstólar heimfæra þau tiltekin málsatvik undir réttarreglu að und- angenginni ítarlegri málsmeðferð. Stundum kann einhver að vera þeirrar skoðunar, að dómstól eða stjórnvaldi hafi verið mislagðar hendur um lagatúlkun. En fæstum kemur til hugar, að stjórnvald hafi þar með brotið lög. Stjórnvaldsá- kvörðun er jafnan gild, svo lengi sem henni hefur ekki eftir tiltekinni réttarfarsleið verið breytt eða hmndið - t.d. með úrskurði æðra setts stjórnvalds eða með úrskurði dómstóls. Ráðuneytisstjóri og ráðherra kveða sér hljóðs Nú hefur hins vegar bragðið svo við, að dómsmálaráðherra, Þor- steinn Pálsson, og ráðuneytisstjóri hans, Þorsteinn Geirsson, taka sér * Aminningin var veitt, segir Sigurður Gizur- arson, fyrir töku á lög- legri og fullgildri ákvörðun 21. janúar sl. önnur orð í munn til að lýsa gerð- um stjórnvalda. í fréttatilkynningu 29. janúar sl. lýsti ráðuneytisstjór- inn yfir, að sú ákvörðun sýslu- mannsins á Akranesi 21. janúar 1998, að gera samkomulag við Helga V. Jónsson hrl. um greiðslu skyldmenna Þórðar Þ. Þórðarson- ar á dæmdri sekt hans, væri „ský- laust brot á 2. mgr. 52. gr. al- mennra hegningarlagá*. Og daginn eftir endurtók dómsmálaráðherr- ann þá yfirlýsingu ráðuneytisstjór- ans í útvarpsviðtali. Yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar/og Þorsteins Geirssonar vora gefnar án undan- genginnar málsmeðferðar sam- Sigurður Gizurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.