Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 39

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 39 M Miðhálendið Ætla stjórnvöld og ráðuneyti að afsala sér stefnumótunar- róttinum? í VETUR hefur skipulagsnefnd miðhálendisins unnið að því að svara þeim 350 blaðsíðum af at- hugasemdum sem bárust um skipulagstillöguna. Mun nefndin halda fund í Reykjavík í byrjun júlí þar sem svör hennar við athuga- semdunum verða kynnt. I kjölfarið verður væntanlega gefinn frestur til að gera athugasemdir við svörin, sem, samkvæmt forminu, á að stíla á umhverfisráðherra. I lok þess frests er eðlilegt að Skipulags- stofnun hefji vinnu sína við að meta svör nefndarinnar og athugasemd- ir þær, sem berast ráðherranum. Að því loknu getur Skipulagsstofn- un afgi’eitt málið frá sér til umfjöll- unar ráðherrans og staðfestingar hans, ef svo telst vera að í giund- vallaratriðum hafi verið rétt að málum staðið. Sem betur fer liggur það þegar fyrir að skipulagsstjóri og ýmis ráðuneyti og stofnanir telja að ekki hafi verið rétt að málum staðið. Því virðist auðsætt að taka verður mál- ið upp að nýju í haust, bæði er varðar skipan skipulagsnefndar- innar og er varðar skort á alger- lega nauðsynlegri grunnvinnu er tekur til stefnumótunar stjórn- valda. Ríkisstjórain hefur þegar viðurkennt, með tillögu að breyt- ingum á skipan skipulagsnefndar- innar, að við þá nefndarskipan sem nú er, verði ekki unað og þar með tæpast við niðurstöðu nefndarinn- ar heldur. Ljóst var á viðbrögðum í þinginu nú á dögunum að ríkis- stjórnin verður að ganga mun lengra í að mæta kröfum um að hagsmunir heildarinnar verði ti-yggðir í nefndinni, þegar tillagan um nýja nefnd verður lögð fram aftur á þinginu í haust. í öðru lagi verður ríkisstjórnin að setja hina nauðsynlegu stefnu- mótun í hinum ýmsu málaflokkum skýrt fram, því ljóst er að ef stjórn- in leyfir umhverfisráðherra að staðfesta fyrirliggjandi skipulagstillögu, sem byggist á mörgu á annarri stefnu en stjómvöld hafa, hefur hún og hin ýmsu ráðu- neyti, afsalað sér stefnumótunarréttin- um um það hvernig há- lendið og þjóðlendum- ar verða skipulagðar og nýttar í framtíðinni. Nánar um meðferð- arferilinn Um meðferð skipu- lagsmála gilda strang- ar reglur sem ekki má bregða út af. í grand- vallaratriðum eru þær reglur þess- ar: Svæðisskipulagsnefnd er skip- uð. (Af umhverfisráðherra í þessu tilviki.) Skipulagsstofnun aðstoðar við að móta verkefnið og sér nefnd- inni fyrir ritara. Skipulagsnefndin ræður sér faglega ráðgjafa og í sameiningu ganga þau frá skipu- lagstillögu. Skipulagsstofnun veitir leyfi til auglýsingai- á tillögunni, ef rétt hefur verið að málum staðið. Frestur er gefinn til athugasemda, og nefndin og ráðgjafarnir ganga frá svörum við athugasemdunum. Svörin era kynnt almenningi, og síðan send til Skipulagsstofnunar, sem fer yfir hvort rétt er að svör- unum staðið. Almenningi gefst síð- an réttur á að kæra svörin til ráð- herrans. Á grandvelh þessa ákveð- ur skipulagsstjóri síðan hvort hann geti mælt með að ráðherrann stað- festi skipulagið. Það sem er höfuðatriði í þessu ferli er að skipulagsstjóri taki ekki þátt í gerð þeirrar tillögu sem hann, sem stjórnvald óháð öllum hagsmunum á að leggja dóm á. Því miður hefur skipulagsstjóri verið á kafi í skipulagsferlinu og mun hann t.d. hafa setið alla fundi nefndar- innar, og verið í stöðugu sambandi við ráðgjafana um vinnuna. Að sjálfsögðu er það líka mjög óeðlilegt að skipulagsstjóri sé í for- svari fyrir skipulagstillöguna í al- mennri umræðu meðan á vinnslu eða auglýsingu hennar stendur. Það á nefndin, formaður hennar, skipulagsráðgjafar eða fulltrúi úr ráðuneytinu, sem skipaði nefndina, að gera. I engu tilfelli má skipu- lagsstjóri gera þetta sjálfur, því hann verð- ur að varðveita stöðu sína sem óháður „dómari“ þegar málið hefur borist til Skipu- lagsstofnunar. Þetta hefur skipu- lagsstjóri samt gert, og því í raun gert sig um leið vanhæfan sem óháðan dómara í mál- inu. Haustið 1997 skrifaði skipulags- stjóri svar við gagn- rýni okkar Birgis Trausti Jónssonar á skipulag- Valsson ið. Hann gerði það á ógeðfelldan hátt með því að hann tínir til smáatriði, en svarar ekki meginþáttum í gagn- rýninni. Ritgerðin einkennist einnig af ókurteisi, sem embættis- maður má ekki leyfa sér þó að að verkefnum á hans sviði sé sótt. Þá er það mjög óréttlátt og ódrengi- legt að hann birtir ritgerð sína í fréttabréfi stofnunar sinnar þar sem aðrir eiga erfitt með að koma við vömum. Urðum við Birgir að láta fjölrita svargrein okkar og senda þeim aðilum sem skipulags- stjóri sendir fréttabréf sitt, á kostnað almennings. Blaðagreinar um hálendisskipulagið Hinn 17. og 24. maí birti undir- ritaður greinar í Mbl. um hálendis- málin, því margt hafði farið aflaga um þau í umræðunni á Alþingi og í fjölmiðlunum. Þar er sérstaklega bent á að svæðisskipulagsstigið sé mjög gallað á íslandi, því á bak við kvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þær urðu til með sama hætti og hver annar sleggjudómur og vora vissulega ekki réttarskap- andi. Málið hafði ekki sætt kæru til ráðherrans og hann hafði því ekk- ert vald til að fella úrskurð í því. Ákvörðun sýslumannsins og sam- komulagið frá 21. janúar 1998 stóðu hins vegar í fullu gildi, af því að þeir gerningar höfðu orðið til með löglegum hætti samkvæmt stjórnsýslulögum. Að hætti gapuxans eða ólöglegur yfirgangur? Er hugsanlegt, að forseti eða rit- ari Hæstaréttar taki einn góðan veðurdag upp á því að lýsa því yfir í fjölmiðlum, að tiltekinn úrskurður héraðsdóms, sem ekki hefur sætt áfrýjun, sé „skýlaust lögbrot“? Harla ólíklegt er, að við verðum vitni að þeirri uppákomu. Þess er ekki að vænta, að forseti og ritari Hæstaréttar sýni slíkt dómgreind- arleysi. I dómsmálaráðuneytinu getur hins vegar allt gerzt, svo sem dæmin sanna. En spyrja má, hvort Þorsteinn Pálsson/Þorsteinn Geirs- son hafi hér einungis tekið upp háttu gapuxans eða - það sem meira er - beinlínis háttu þeirrar skepnu, sem hefur allt á hornum það sé ekki lýðkjörinn stjómsýslu- bakhjai’l. I seinni greininni er vitn- að í skipulagsstjóra um það að hann teldi að þegar sveitarfélögum hefði verið fækkað í um 40, væri það hans skoðun að huga bæri að því að leggja niður svæðisskipu- lagsstigið og leggja áherslu á landsskipulagsstigið. Þetta staðfestir Stefán skipu- lagsstjóri í gi'ein í Mbl. 30. maí. Stefán telur undirritaðan ganga of langt í að leggja út af hugmynd Lagaheimild til að skipta hálendinu upp á milli sveitarfélaga vant- aði, segir Trausti Vals- son í síðari grein sinni, þar til nýju lögin voru samþykkt. hans um að leggja svæðisskipu- lagsstigið niður, því það hafi nýst ágætlega við að samhæfa vissa hluti. Hægt er að fallast á ýmsan slíkan ávinning, en aðalatriðinu má ekki gleyma, að um raunverulegt stjórnsýsluvald er ekki að ræða á sviði svæðisskipulags á íslandi. Til að undirstrika algera nauð- syn þess að slíkt lýðkjörið vald sé að baki skipulags, sendi undirritað- ur Stefáni spurningu um hvort hann hefði lagt sitt lóð á vogarskál- arnar um að fá slíkt vald myndað þegar Svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins verður nú tekið upp að nýju. Hér væri um yfirborgar- stjóm að ræða sem kosið yrði til. Á svarinu er ekki að sjá að hann hafi reynt að hvetja til þess. Annað mál sem undirritaður nefndi á gagnrýninn hátt var sú til- laga sem gerð var árið 1988 um uppskiptingu miðhálendisins milli sveitarfélaga. Framkvæði sitt til þeirrar vinnu viðurkennir Stefán og munu margir vera honum lítt ^ þakklátir fyrir það, því þetta, eitt með öðru, festi smám saman þá hugmynd í sessi í hugum ýmsra, að hálendinu bæri að skipta upp á milli aðliggjandi sveitarfélaga. Þriðja málið sem Stefán tekur upp í grein sinni er gagmýni undir- ritaðs á að ýmissri aðal- og deiliskipulagsvinnu hafi verið hleypt af stokkunum á síðustu ár- um að tilhlutan Skipulagsstofnun- ar, út frá hugmyndinni að sveitar- félög nái upp í miðja jökla. Þó ein- hverjir opinberir aðilar hafi komið að því með sveitarfélögunum á síð- ari áram að búa til hugmyndir um lögsagnarmörk á hálendinu, breyt- ir það ekki því að lögsagan, sam- kvæmt lögum, næði aðeins til af- réttanna, sem út frá gróðurkortum geta tæpast talist meira en helm- ingur miðhálendisins. Að minnsta kosti verða jöklar seint taldir til beitarlanda. Þess vegna vantaði lagaheimild til að skipta hálendinu öllu upp á milli sveitarfélaga, þar til nýju lög- in vora samþykkt. Þess vegna er því haldið fram í greininni að það hafi verið lögleysa að setja af stað skipulagsvinnu sem miðast við þau sveitarfélagamörk. Á þeirri lög- *- leysu ber umhverfisráðherrann, sem yfirmaður Skipulagsstofnun- ar, ábyrgð. Gæti verið að í og með sé hraðinn á samþykkt sveitar- stjórnarframvarpsins á dögunum tilkominn til að gefa, eftir á, nauð- synlega lagalega stjómsýslulega heimild fyrir ýmsum slíkum skipu- lagsgjörningum, til að síður sé hægt að ganga að umhverfisráð- herranum í þessum málum? Höfundur er skipulagsfræðingvr. í , sér? Að mínu viti er aðferðin ekki aðeins klaufaleg yfirlýsing, heldur ólöglegur yfirgangur. Rökleysa og lögleysa Þorsteinn Pálsson/Þorsteinn Geirsson hefur ekki samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 feng- ið neitt vald til að taka stjórnvalds- ákvörðun í þþþ-málinu. Þrátt fyrh’ það veitti hann þeim manni áminn- ingu, sem í stöðu sýslumanns á Akranesi hafði það vald. Áminning- in var m.ö.o. veitt fyi’ir töku á lög- legri og fullgildri ákvörðun 21. jan- úar sl. Áminningin var rökstudd með því, að ákvörðunin væri lög- brot og því ógild. Engan veginn getur ákvörðun sýslumannsins ver- ið bæði gild og ógild. Rökleysa ráð- herrans er sú að meðhöndla ákvörðun sýslumannsins sem ógilda í áminningarmáli samkvæmt starfsmannalögum nr. 70/1996, þótt hann hafi ekki vald til að ógilda ákvörðunina samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Lög- leysa hans er augljós, þegar haft er í huga, að reglur stjómsýslulag- anna gilda um málsmeðferðina í áminningarmálinu. Höfundur er sýslumaður. www.mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.