Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR *V Skammgóður vermir Sighvats SIGHVATUR Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, gerði efnahagsmál ný- lega að opinberu um- talsefni. Við það tilefni fór hann mikinn og tortryggði sérstaklega þá stefnu stjórnvalda að vilja, nú á tímum efnahagslegs upp- gangs, beita aðhaldi í ríkisfjármálum. Stór hluti hinna auknu um- svifa i landinu stafar af sjávarútvegi. Sighvat- ur kemst að þeirri nið- urstöðu að boðað að- hald í útgjöldum hins Illugi Gunnarsson Orri Hauksson opinbera sé álögur sem notendur heilbrigðiskerfisins greiði og segir: „ ... þeir verða að taka á sig veiði- leyfagjaldið". Undirrituðum finnst mikilvægt að skoða hvaða efna- hagslegu þýðingu það hefði til lang- frama að byggja á hugmyndum Sighvats. Er aðhald álögur? Hingað til hefur því verið slegið fóstu í opinberri umræðu að með því að hið opinbera greiði niður skuldir og lækki skatta, eins og nú er raunin á Islandi, sé dregið úr álögum á almenning í nútíð og framtíð. Þá hefur einatt þótt al- mannahagur að verðgildi peninga fólksins rýrni ekki, en sá er einmitt tilgangur varnaraðgerða gegn þenslu. Formaður Alþýðuflokksins nálgast efnahagsmál með nokkuð öðrum hætti og er vantrúaður á gildi aðhalds svo sem að ofan getur. I heilbrigðismálum eru fullyrðingar hans ekki síður nýstárlegar. Þar finnst honum hugtökin „skera nið- ur“, „skerða“ og önnur álíka magn- þrungin lýsa ástandi mála best. Hins vegar vill svo til að íslenska ríkið hefur aldrei varið jafn miklu fé til heilbrigðismála og árið 1998, nokkuð sem fyiTum heilbrigðisráð- herra þjóðarinnar á að vera ljóst. Útgjöldin eru áætluð á sjöunda tug milljarða en hefðu orðið allt að fjöiutíu milljörðum meiri ef látið hefði verið undan ýtrustu útgjalda- kröfum. Sama á við um boðað að- hald næsta árs. Þar er ekki niður- skurður á prjónunum, heldur á að halda í við útgjaldakröfurnar og reyna að skipa málum þannig að skattfé nýtist sem best. I áróðurs- stríði sínu skirrist Sighvatur samt ekki við að ganga lengra en stað- reyndir máls bjóða upp á. Gríman fellur Rangar fullyrðingar um heil- brigðismál eru þó ekki það athygl- isverðasta við framgöngu Sighvats að þessu sinni. Hingað til hafa tals- menn auðlindaskatts á sjávarútveg haldið því fram að aðrir skattar myndu lækka á móti hinum nýja skatti. „Það er ekki ætlunin að auka með þessu umsvif ríkisins," sagði Sighvatur einmitt í viðtali við DV síðastliðið haust. Undirritaðir hafa lengi tortryggt slíkan málflutning, enda gefur stjórnmála- og hagsag- an allt annað til kynna en að hefð- bundnir skattar lækki með tilkomu nýrra skatta. Nú kemur hið rétta andlit auðlindaskattssinna í ljós þegar Sighvatur telur upp fjöldann allan af verkefnum sem hann hyggst nota auðlindaskattinn til. Og vart var það tæmandi upptaln- ing. Það þarf ekki mikla spádóms- gáfu til að sjá fyi’ir hvernig farið yrði með hina óútfylltu ávísun sem í auðlindaskatti felst. Með tilheyr- andi yfirboðum í kosningum á að gera allt fyrir alla og hið opinbera tútnar út. Hlutdeild er lykilatriði Hið jákvæða við fjölmiðlasyrpu Sighvats er að í henni má greina vísi að útfærslu hans á auðlinda- skatti. Arum saman hefur einmitt árangurslaust verið kallað eftir ná- kvæmri útlistun á hinum nýja skatti. Svo virðist sem Sighvatur Það er einmitt vegna þess hve arðurinn af fískveiðunum dreifíst víða, segja Illugi Gunnarsson og Orri Hauksson, sem á uppgangstímum er fráleitt að hið opinbera auki umsvif sín. hafi rambað á einhverja þá verstu útfærslu á auðlindaskatti sem kom- ið hefur fram. Með því að bjóða upp aukningu aflaheimilda er verið að rjúfa tengslin á milli hagsmuna sjávarútvegsíyrirtækjanna og skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar. Hlutdeildir hafa í för með sér að t.d. samdráttur heildarkvóta dreif- ist hlutfallslega jafnt á alla kvóta- hafa. Fyrir nokkrum árum voru aflaheimildir í þorskveiðum skorn- ar verulega niður. Flestöll útgerð- arfyrirtæki á Islandi urðu fyrir um- talsverðu tapi vegna þessa sam- dráttar, en á móti kom að skynsam- leg stjórnun var ávísun á betri hag í framtíðinni. Sighvatur Björgvins- son leggur nú til að útgerðai-fyrir- tækin greiði íýrir aukningu afla- heimilda. Hann hirðir hins vegar lítt um að ræða afleiðingar þessa nýja fyrirkomulags. Hvað hyggst formaður Alþýðuflokksins leggja til þegar til þess kemur að skera þarf aflaheimildir niður aftur? Á ríkis- valdið þá að greiða útgerðunum til baka? Vart er Sighvatur að leggja það til að fyrirtækin gi-eiði alltaf fyrir aukningu aflaheimilda en þoli niðurskurð bótalaust. Vera kann þó að Sighvatur hafi komið auga á bí- ræfna peningamyllu; auka og minnka heildarafla einstakra teg- unda allt eftir því hvað kosningalof- orðin kosta. Hvert stefnir Sighvatur? Á þessum áratug hefur á Islandi verið fest í sessi skynsamlegt kerfi í sjávarútvegi með séreignarrétti á aflahlutdeildum. Jafnframt hefur verið beitt ráðdeild í ríkisfjármál- um, aðhaldssemi í peningamálum og hagkerfið hefur verið mark- aðsvætt. I skjóli þessara hagstæðu aðstæðna hefur atvinnulífið orðið fjölbreyttara, t.d. með hátækniiðn- aði tengdum sjávarútvegi, stóriðju, ferðamannaþjónustu, hugbúnaðar- gerð auk þess sem í sjónmáli eru stór tækifæri á sviði líftækni. Já- kvæðar afleiðingar þessarar at- burðarásar þekkjum við vel. Er- lendar skuldir ríkisins eru nú greiddar niður og styrkari stoðum þar með skotið undir velferðarkerf- ið. Hagvöxtur á Islandi er afar mik- ill, verðlag er enn stöðugt og at- vinnuleysi er eitt hið minnsta í Evr- ópu. Allt leiðir þetta til þess að kaupmáttaraukning Islendinga er afar hröð þessi misserin. Á tímabil- inu frá mars 1997 til mars 1998 var hún t.d. 10%. Til samanburðar má geta þess að árleg kaupmáttar- aukning hefur að meðaltali verið um 2,5% í samanburðarlöndum okkar undanfarin ár. Augljóst er með öðrum orðum að almenningur nýtur arðsins af atvinnulífinu. Þar með töldum sjávarútvegi og starf- semi honum tengdum enda nema umsvif slíkra greina allt að 40% af þjóðarframleiðslu. Það er einmitt vegna þess hve arðurinn af fisk- veiðunum dreifist víða sem á upp- gangstímum er fráleitt að hið opin- bera auki umsvif sín. Ef fullyrðing- ar sumra auðlindaskattssinna stæð- ust, um að fiskveiðiarðinum sé sólundað erlendis af svokölluðum sægi-eifum, væri sú krafa síður uppi að spyrnt sé við. Því kemur spánskt fyrir sjónir þegar formaður Álþýðuflokksins heldur því að okk- ur landsmönnum að allt sé í kalda- koli, almenningur njóti ekki fiski- miðanna, og að dómsdagur sé í nánd í heilbrigðis- og trygginga- málum. Einhverjum gæti dottið í hug að velgengni Islendinga skap- raunaði honum. Ekki hljómuðu úr- ræðin betur; auka umfang hins op- inbera, sýna þensluhættu léttúð, slátra fiskveiðistjórnunarkerfinu og bjarga meintum heilbrigðishörm- ungum með einni greiðslu. Áhugamenn um efnahagsmál hljóta að spyrja: á formaður Al- þýðuflokksins ekki í fórum sínum skjólbetri og varanlegri framtíðar- sýn? Illugi er hagfræðingar, Orri er verkfræðingur. Hugleiðingar um lýðræðið AÐ UNDANFORNU hefur margt verið ski-if- að og skeggrætt í póli- tíkinni hér á landi og kemur þar margt til enda nýlega yfirstaðnar sveitarstjórnarkosning- ar og óvenjuleg spilling- armál hafa verið að koma upp á yfirborðið sem tengjast ríkis- stjórninni. Að venju hefur Hannes Hólm- steinn Gissurarson pró- fessor við Háskóla ís- lands farið mikinn og látið frá sér í ræðu og riti ýmislegt sem kemur mér spánskt fyrir sjón- Sigþór Sigurðsson ir. Sú er ástæða þess að ég rita þessa grein og beini henni fyrst og fremst til þín, kæri Hannes. Eg lít reyndar svo á að þú sért talsmaður Sjálfstæðisflokksins og vænti þess Er hollt fyrir lýðræðis- ríki, spyr Sigþór Sigurðsson í opnu bréfí til Hannesar Hólmsteins, að kjós- endur sameinist um einn stjórnmálaflokk. að þú getir svarað ýmsum spurn- ingum mínum um stöðu mála í ís- lenskri pólitík sem mig fýsir að fá svar við. Jafnvel þú getir svarað fyrir þinn ástsæla forsætisráðherra sem einnig hefur látið margt und- ariegt út úr sér undanfarið, enda finnst mér þú stundum minna á Skræk, hans félaga Napóleóns, alla daga að skýra út stjórnlist foringja þíns fyrir almenningi. Skömmu íyrir kosningarnar heyrði ég til þín í útvarpi þar sem þú settir fram athyglisverða kenn- ingu um meint tengsl borgarstjór- ans í Reykjavík við alla fjölmiðla landsins. En þar ásakaðir þú fjöl- miðla á Islandi um að vera í alls- herjar samsæri um að styðja Ingi- björgu Sólrúnu og R-listann í Reykjavík gegn þínum flokki, Sjálf- stæðisflokknum. Reyndar tók sjálf- ur forsætisráðherra landsins upp þykkjuna í þér og birtist í sjónvarpi og lét hafa eftir sér í Morgunblað- inu eftir kosningarnar að R-listinn hefði notið alveg sérstakrar velvild- ar og þjónkunar allra fjölmiðla í landinu. Raunar svo að hann kunni engin dæmi úr sögunni um að póli- tísk hreyfing væri hafin yfir alla gagnrýni. Ég verð að segja það al- veg eins og er að mér blöskraði svo vanstilling forsætisráðhen-ans og barnaskapur að ég fór hjá mér fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Blessað- ur forsætisráðhen-ann, sem ég hef alla tíð talið greindan og duglegan mann, féll verulega í áliti hjá mér og svo er um fleiri. I sjálfu sér var ég ekki hissa á þínum ummælum enda ertu frægur samsæris- smiður en forsætis- ráðhen-a landsins verður að gæta betur að orðum sínum þó að hann sé sár og fýldur yfir úrslitum í sveitar- stjórnakosningum. I framhaldi af þessu lýsti forsætisráðheiTa yfir mikilli ánægju sinni með úrslit kosn- inganna íyrir Sjálfstæðisflokkinn og réttilega, enda flokkurinn með 42% fylgi á landsvísu og hreinan meirihluta víða um landið. En mikið vill meira. I framhaldi af þessu spyr ég þig Hannes: Hvenær verða þú og vin- ur þinn forsætisráðherra landsins og formaður Sjálfstæðisflokksins fullkomlega ánægðir með valda- hlutföllin í landinu? Verður það þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð hreinum meirihluta á Alþingi og í öllum sveitarstjórnum hring- inn í kringum landið? Getið þið fé- lagarnir ekki unað neinum utan ykkar valdaklíku að halda um stjórnartauma á nokkrum stað? Jafnvel þó um sé að ræða fólk sem stjórnar vel, hefur ekki verið stað- ið að neinni spillingu og meirhluti kjósenda er ánægður með? Getur verið að það sé hollt fyrir lýðræðis- ríki að kjósendur sameinist um einn stjórnmálaflokk, eina hug- myndafræði, eina skoðun og hafi sér einn foringja um Iangan aldur? Síðasta dæmið sem við höfum um slíkt stjórnfyrirkomulag er í Indónesíu. Getur verið að frjálsir og óháðir fjölmiðlar séu þeir einir sem gagnrýna og ráðast eingöngu gegn pólitískum andstæðingum ykkar? Er einhver karl eða kona sem felur sig bakvið hið sakleysi- lega heiti, Sjálfstæðisflokkurinn, sem leggur allt í sölurnar fyiár völd? Ég vonast eftir því, Hannes, að þú getir svarað þessum áleitnu spurningum sem leitað hafa á mig undanfarið og kannski þú getir bætt við pólitískum skýringum á því afhverju þér og forsætisráð- herra landsins er svo umhugað um afdrif Alþýðuflokksins sem vinnur að því að leggja sjálfan sig niður um þessar mundir. Er það vegna þess að fnykurinn úr fjósi fram- sóknar er að verða óþolandi í ríkis- stjórninni þar sem hvert axarskaft- ið rekur annað af hendi framsókn- arráðherranna með Finn Ingólfs- son í broddi fylkingar? Höfundur er verkfræðingur og áhugamaður um stjdrnmál. Baráttan mun enda með sigri almennings Anðlindir til sjávar og sveita eru sameign A SJOMANNADAGINN gerðist sá fáheyrði atburður, að sjávarút- vegsráðhera gerði grín að almenn- ingi í landinu og hreytti ónotum í kjósendur í nafni sægreifaaðalsins í landinu. Satt að segja minnti leikur hans á framferði Gísla Súrssonar, en hann lék Ingjaldsfíflið forðum, nema að ráðherra vafði um sig kvótanum og lét sem æriligast i þeirri von að almenningur léti blekkjast, eins og Börkur digri. Ekki bætti það úr skák, að fyrir meirihluti alþingismanna er komið eins og Ingjaldsfíflinu, að þeim hef- ur verið veittur sá umbúnaður, að raufarsteinn er bundinn við háls þeirra og bíta þeir gras úti sem fén- aður landlordanna, eftir samþykkt nýju kvótalaganna um hálendi Is- lands. Ég man vel þegar við, sem börðumst fyrir 200 mílnastefn- unni, glöddiimst yfir sigri okkar íslendinga í þeirri deilu við Breta. Ég man einnig, þegar við í stjórnar- andstöðunni háðum harða baráttu gegn núverandi skipan í kvótamálum á Álþingi 1987. Sú barátta var þó ekki til ónýtis, því við gátum smeygt inn þeirri frægu setningu, sem svo oft er vitnað til þessa dagana; „Er sameign þjóðarinar". Það er vegar lítt fagnaðarefni, þegar Hreggviður Jónsson hins munaöfl sjáv- mennings. arútvegsráðherra ger- ist hermikráka sæ- greifanna og lætur eftir Ingjaldsfíflinu á sjómannadaginn. Sá afglapaskapur alþingismanna og fíflska, að ætla sér að gera almenning í landinu að þrælum sægreifa og landlorda verður stöðvaður. Auðlindir til sjávar og sveita eru sameign þjóðarinnar, en ekki örfárra greifa og lorda. Sú barátta, sem nú er framundan við þessi sérhags- mun enda með sigri al- þjóðarinnar, segir Hreggviður Jónsson, en ekki örfárra greifa og lorda. Fólkið í landinu lætur ekki þessa yfirstétt fara með sig eins og þurrabúðarfólk á fyrri öld. Við munum hefja nýja öld á Þingvöll- um árið 2000 með sigri fólksins pg samþykkt á eignarrétti allra Is- lendinga á landi og sjá. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.