Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 42
12 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
VINNIS - „Ég heyri bara
það sem ég vil heyra“
ÞETTA hafa sumir
haft sem aðalsmerki,
en í nútíma þjóðfélagi
heyrum við ýmislegt
annað en okkur langar
til að heyra hvort sem
okkur líkar betur eða
verr. Hér er átt við þá
hávaðamengun sem
dynur yfir okkur úr
öllum áttum og margir
-rtelja einn af stærstu
mengunarvöldum
dagsins í dag. Eins
getur staðhæfingin í
fyrirsögninni verið
vegna þess að viðkom-
andi sé að afsaka
skerta heyrn. Hávaða-
Árný
Sigurðardóttir
mengun getur verið af ýmsum
toga, þ.e. heyrnarskemmandi og
einnig síbylja hljóða sem ekki eru
endilega heyrnarskemmandi en
hafa mikil áhrif á andlega og lík-
amlega líðan.
Áhrif hávaða á heym
og vellíðan
Hávaði og hljóð geta eins og áð-
uY sagði haft áhrif, bæði á líkam-
lega og andlega líðan. Þessir tveir
þættir geta síðan verið nátengdir
hvor öðrum.
Heymarskemmdir eru alvarleg-
asta líkamlega afleiðing hávaða og
eru þær oft varanlegar. Tímabund-
ið heymartap getur einnig átt sér
stað og er eymasuð þekkt í því
sambandi, sem getur staðið yfir
dögum saman t.d. eftir hávaðasama
hljómleika. Varanlegar heyrnar-
skemmdir geta einnig átt sér stað
einstaka hljóðtoppar eru nægi-
lega háir og getur verið jafnvel um
sekúndur að ræða ef hljóðið er
nægilega hávært. Margir virðast
halda að einungis mik-
ill hávaði geti valdið
heymarskemmdum,
en það er ekki rétt því
að lægri hljóð yfir
lengri tíma geta einnig
valdið varanlegum
heymarskemmdum.
Þetta er þekkt hjá
þeim sem vinna við
vélar ýmiss konar,
leika í hljómsveit o.fl.
Ef eyrað fær ekki
nægjanlegar hvfldir
milli endurtekins há-
vaðaálags má búast við
varanlegum skemmd-
um á heym. Varanleg-
ar heyrnarskemmdir
em tilkomnar vegna þess að sködd-
un hefur orðið á taugafrumum sem
bera hljóðið, en taugafrumur getur
líkaminn ekki endurnýjað.
Með fyrirhyggju, segir
Arný Sigurðardóttir,
má koma í veg fyrir
vanda vegna hávaða
eða draga úr honum.
Hávaði og ýmis óvelkomin hljóð
em þekkt fyrir að valda streitu
sem t.d. tmflar einbeitingu, við-
brögð og svefn. Þessi atriði geta
síðan brotist út í líkamlegum ein-
kennum s.s. hækkuðum blóðþrýst-
ingi, höfuðverk, vöðvaverk og ein-
kennum frá meltingarfæmm.
Skilyrði til vinnu og afkasta geta
minnkað stórlega ef hávaði er við-
varandi í umhverfinu. Ofriður í
kennslustofum er gott dæmi um
þetta. Talað er um að hljóðin í um-
hverfinu yfirgnæfi hljóðstyrk tal-
aðs máls og upplýsingar verða ill-
skiljanlegar. Þetta gerir það að
verkum að sá sem þarf að koma
einhverju á framfæri talar hærra
og eykur þ.a.l. samanlagðan há-
vaða í umhverfinu, nokkurs konar
„snjóboltaáhrif1.
Hvað er til ráða?
Það mikilvægasta í þessu sam-
bandi er fyrirbygging hvers kyns
hávaða. Oft á tíðum þurfa ekki að
koma til nema einfaldar tæknilegar
breytingar til að bæta hljóðvist
stórlega. Það kemur oftast í ljós
þegar hávaðavandamál eru skoðuð
að með fyrirhyggju hefði mátt
koma í veg fyrir vandann eða
draga úr honum. I dag er þekking-
in á hönnun húsnæðis og umhverfi
þess það mikil að hægt er að koma
í veg fyrir að hávaði valdi ónæði
bæði innan- og utandyra. Mikil
þekking er til um eiginleika bygg-
ingarefna til að hefta útbreiðslu
hljóðs og ýmis konar útbúnaður er
fáanlegur eins og t.d. hljóðeinangr-
unargler, hljóðdeyfðar loftrásir í
svefnherbergi sem koma í stað
opnanlegs glugga, ef ekki er hægt
að takmarka uppsprettu hljóðsins,
og hljóðveggir. A vinnustöðum þar
sem hávaði er óhjákvæmilegur
vegna véla o.þ.h. þarf starfsfólk að
nota heyrnarhlífar eða eyrnatappa
til að vernda heyrnina. Enginn ef-
ast um hin góðu áhrif kyrrðar á líð-
an okkar í leik og starfi. Umhverfi
okkar þarf því að vera hannað
m.t.t. þess að við getum átt kost á
næði þegar þess er óskað.
Kyrrðin er dýrmæt.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Ég játa!
ÉG JÁTA að ég er flæktur í
„Landsbankamálið“, ég játa að ég
er ein af þessum viðbjóðslegu
skepnum sem hafa makað krókinn
og malað gull án þess að blikna eða
blána.
Þessu víkur þannig við að þegar
ég unglingurinn,
óharðnaður, var sem
mest starfandi í
hermanginu fyrir all-
mörgum árum, og
mörg ár í beit, skipti ég
alltaf útborgunarfúlg-
unni (ávísun) í útibúi
Landsbankans á Kefla-
víkurflugvelli. Og ég
man það enn að þegar
ég rétti, skjálfandi og
skíthræddur, þetta illa
fengna fé til gjaldker-
ans þá heyrði ég varð-
hunda hins gjörspillta
flokkakerfis gelta af
fógnuði í fjarska. Guðmundur
Hver var ég að vinna Brynjólfsson
mér inn fé og fá jafnt
útborgað frá Carter og Reagan
eins og lögregluþjónn í Nebraska?
Þetta var löngu iyrir tíð Sverris
Hermannssonar í stóli banka-
stjóra, þó umgengst ég hermanns-
syni á hverjum degi, blygðunar-
laust, og það játa ég nú að hafði
slæm áhrif á mig. Því hver var ég,
drengur af Vatnsleysuströnd að
umgangast hetjur frá Kóreu og Ví-
etnam á degi hverjum og sjá ekki
til sólar fyrir varnarmannvirkjum,
meðan Landsbankinn græddi
billjónir gamalla króna í spilaköss-
unum hjá Pentagon? Löngu fyrir
Sverri?
Ég er sekur, Landsbankinn
veiddi mig í sína djöfullegu
dragnót, eyðilagði alla vitund í mér
um verndaða peningaslóð og heið-
arleik. Löngu fyrir Sverri.
Stórbrotin náttúra á Ströndum
AUSTURSTRANDIR er svæðið
nefnt austan Hornbjargs allt suður
í Kaldbaksvík. Tiltölulega fáir
ferðamenn fara um þetta svæði.
Hluti þess er allerfiður yfirferðar
og akfær vegur nær aðeins norður
í Ingólfsfjörð. Þar fyrir norðan
'fvárður að ferðast um á tveimur
jafnfljótum. Allt er þetta svæði
fjöllótt og stórskorið og náttúran
hrikaleg. Há og brött fjöll eru við
alla firði og ganga þau víða í sjó
fram þannig að ekki verður farið
fyrir þau nema eftir einstigum eða
að sæta sjávarfjöllum. Byggð er
aðeins í og við Trékyllisvík í Árnes-
hreppi. Ferðafélag Islands hefur
nýlega fest kaup á jörðinni Norð-
urfjörður II og rekur
þar nú sæluhús. Á
þessum slóðum eru
náttúran einkar fjöl-
breytt og landslag
stórbrotið. Einnig er
d^'ralíf fjölbreytt, mik-
ið af fuglum og tölu-
vert af sel. Aðstaða
fyrir ferðamenn er góð
á þessum slóðum.
Verslun er á Norður-
firði og skammt utan
við Krossnes er sund-
laug á sjávarbakkanum. Frá Norð-
urfirði er hægt að fá flutning á bát
norður Strandir, t.d. til Reykja-
fjarðar eða Dranga. Upplagt er
fyrir göngufólk að skilja farartæki
sín eftir í Norðurfirði, fá far norður
í .Reykjarfjörð og ganga svo á
nókkrum dögum til baka til sama
lands.
I Trékyllisvík er kjörið göngu-
land. Þar er bæði hægt að fara í
léttar og erfiðar gönguferðir. Þar
eru margir sögustaðir sem tengj-
ast Finnboga sögu ramma, Flóa-
bardaga og galdrafárinu sem gekk
yfir um miðja sautjándu öldina. Má
Áslóðum
Ferðafélags
íslands
Af Kálfatindum má sjá
norður allar Strandir
allt að Hornbjargi, seg-
ir Haukur Jóhannes-
son, og til austurs sést
yfír Húnaflóa og Skaga
allt til Tröllaskaga.
þar einkum benda á Kistu þar sem
þrír dæmdir galdramenn voru
brenndir í september 1654. Kista
er sérkennileg klettaskora niður í
fjöru skammt vestur
af Stóru-Ávíkurbæn-
um. Einn þessara
manna á að sögn að
hafa losnað af bálinu
og leynst með reykn-
um og komist í helli
undir Reykjaneshyrnu
sem síðan hafi fengið
nafnið Þórðarhellir.
Það er um klukku-
stundargangur frá
_________ Litlu-Ávík í Þórðar-
helli en einungis um
tiu mínútna gangur frá vegi í
Kistu. Skoðunarverður er forn
kirkjugarður og kirkjutóft í Bæ.
Þar segir sagan að Finnbogi
rammi hafí reist kirkju sem síðar
hafi verið færð í Árnes. f Árnesi er
fomt naust sem nefnist Flosanaust
eða Trékyllisnaust og þar áttu
austmenn að hafa brotið skip sitt á
landnámsöld og smíðað annað upp
úr flakinu sem var klunnalegt í lag-
inu, breitt um miðjuna. Það fékk
nafnið Trékyllir og af því á víkin
síðan að hafa dregið nafn.
Víða á þessum slóðum eru stakir
drangar og stapar sem um hafa
HLIÐARHUSAFJALL í Trékyllisvík.
skapast þjóðsögur. Oftast eru þær
tengdar tröllum. Ámesstapar eru
þekktastir en þar á tröllahjónin úr
Hornbjargi að hafa dagað uppi.
Einnig em sagnir um að tvö tröll
hafi ætlað að hlaða fyrir Norður-
fjörð en nóttin verið fullstutt o g
þau hafi orðið að steini er dagur
rann. Sitthvorum megin em kletta-
bríkur sem talin eru merki um fyr-
irhleðsluna. Að sunnan er Trölla-
hlaði en Bergið að norðan.
Sagnir af Guðmundi góða em
margar og nær ávallt tengdar ör-
nefnum. I fyrndinni og reyndar
alla tíð uns akvegur var lagður,
þóttu ferðalög um Urðimar undir
Hlíðarhúsafjalli, milli Mela og
Norðurfjarðar, vera varhugaverð,
einkum að vetri. Þegar Guðmund-
ur góði var þar á ferð settist hann í
sæti sem er í klettastapa sunnan-
vert við Norðurfjörð og blessaði
Urðimar og mælti svo fyrir að þar
skyldi engum hlekkjast á. Sætið
heitir nú Gvendarsæti og er í veg-
brúninni.
Út frá skála Ferðafélagsins er
hægt að ganga á há fjöll, m.a.
Kálfatinda og Hlíðarhúsafjall. Af
þessum fjöllum er gríðarmikið út-
sýni. Af Kálfatindum má sjá norð-
ur allar Strandir allt að Hornbjargi
og til austurs sést yfir Húnaflóa,
Skaga og til Tröllaskaga. Upp-
ganga á þessi fjöll er fremur hæg.
Gengið er á Kálfatinda af svo-
nefndu Eiði, milli Norðurfjarðar og
Ingólfsfjarðar, og þaðan upp hrygg
vestur af þeim.
Höfundur er forseti FÍ.
Hvernig því viðvíkur að ég er
flæktur í „Landsbankamálið" eftir
Sverri kann einhver að spyrja? Jú,
þjóðarauðurinn sem var fenginn í
hermanginu og fæst enn var notað-
ur til að kaupa Lind, það var sú
lind samvisku og hreinleika sem
býr í sálum Suður-
nesjamanna og var
svo rík á þessum dög-
um mínum hjá IAV
s/f. I þá daga var lind
sama sem auðlind.
Ég hugsaði stund-
um sem svo; er ekki
rétt að ég láti ríkis-
endurskoðun vita af
því að ég skuli fá rétt
útborgað?
Er ekki rétt að ég
láti ríkisendurskoðun
vita af því að í AV s/f
lætur mig fá ávísanir
frá Landsbankanum á
hverjum föstudegi án
þess að ég hafi gert
neitt fyrir Lands-
bankann? En þetta gerði ég ekki
því ég var og er breyskur maður,
vei mér aumum! Og sjá; Lands-
bankinn dafnaði og blómgaðist í,
Hvernig viðvíkur því
að ég er flæktur í
„Landsbankamálið“?
Guðmundur Brynjólfs-
son útskýrir það
í þessari grein.
þá, efstu byggðum Reykjavíkur-
borgar.
Síðar er ég fór að skipta við
Sparisjóðinn í Keflavík fann ég
hvernig slaufan hertist um hálsinn
á Kjartani Gunnarssyni og hunds-
gáin dóu út eins og í fjarska, alveg
eins og þegar hundarnir heima
hengdu sig í keðjunum í hunda-
hreinsunarkofanum sem var
byggður á Ströndinni sama ár og
ég fæddist. Þeir hundar voru
sjaldnast varðhundar og skildu
ekki flokkakerfið þrátt fyrir að
vera fjölmenntaðir, voru þeir oftast
smalahundar og vantaði í þá óbil-
girnina til að þeir gætu nýst sem
pólitískir varðhundar. Þá voru þeir
heldur ekki heimskir.
Svo var það að allt í einu rann
upp fyrir mér ljós; Landsbankinn
og IAV s/f eru að kaupa mig,
flækja mig, eitra fyrir mér; eftir
mörg ár verður mér velt uppúr
þessu, ég kjöldreginn á Thorsara
skútunni og látinn meðganga allt.
Það er því að ég geng fram fyrir
skjöldu og játa.
Sverrir Hermannsson fann ekki
upp spillingu og er í raun meira en
vafasamt hvort hann er hálfdrætt-
ingur í þeim efnum á við það stóð
sem nú situr í ríkisstjórn og á Al-
þingi almennt, sumir með óbragð í
munni eins og hundar sem komist
hafa í hákarlsbeitu, skemmda. Aðr-
ir fullir af yfirgengilegu syndleysi
sem ber þá hálfa leið til himna í lif-
anda lífi, en bara hálfa leið og svo
til baka. Hvert?
Ekki er það meiningin með
greinarkorni þessu að fá fólk til að
vorkenna mér, né öðrum þeim sem
unnu og vinna í hermanginu, því
allir fyrgreindir atburðir áttu sér
stað áður en sá silfraði kom að
vestan og bjargaði efnahag Suður-
nesjamanna bæði til sjávar og
sveita. Amen.
Höfundur er leikhúsfræðingur.
www.mb il.is