Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 48
JW8 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR Hrafnhildur Brynja Flosadótt- ir fæddist á Isafirði 21. febrúar 1974. Hún lést af slysförum 1. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 9. júní. Tíminn er afstæður og minningarnar sem fijúga um í huga mínum eru miklu nær en árin sem þær tilheyra. Eldri börn Flosa bróður míns og yngri börnin mín eru á sama aldri, og það voru aldrei margir dagar á milli þess að þau hittust og léku sér saman. Aðal- steinn elstur og stærstur, Gulla og Kata mín jafngamlar, og Hrafnhild- ur og Gunnar minn jafngömul. Oft var farið saman í hin ýmsu ævintýri og allir pössuðu alla. Síðan eru liðin mörg ár. Það tognar úr börnunum og það teygist á tímanum. Alltaf finnst manni mað- ur hafi tíma til að segja bráðum hittumst við en svo kemur punktur. Eitthvað allt annað tek- ur í taumana og tíminn er útrunninn. Hún Hrafnhildur litla er orð- in stór, búin að ljúka sínu lífshlaupi og það er ekki lengur tími til að kynnast fullorðinni bróðurdóttur sinni. Síðast þegar ég hitti þær systur, Guðlaugu og Hrafnhildi, höfðu þær eignast hvor sinn drenginn og voru báðar hinar myndarlegustu mæður. INGIBJÖRG ~ INDRIÐADÓTTIR + Ingibjörg Ind- riðadóttir fædd- ist í Kelduneskoti í Kelduhverfi 19. apr- íl 1929. Hún Iést á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðs- ^ kirkju 25. maí. Þegar það fréttist að Ingibjörg Indriðadóttir kennari frá Höfða- brekku i Kelduhverfi væri látin ákváðum við nokkrir nemendur hennar frá árun- um 1955-1957 að hittast og rifja upp gamlar minningar. Sú stund var ljúf og mikilsverð fyrir okkur öll. Skólaárin 1955-56 og 56-57 var barnaskóli Kelduneshrepps til húsa í Höfðabrekku á nýstofnuðu heimili ungu hjónanna Ingibjargar Indriða- dóttur og Jóns Stefáns- sonar, eða Lillu og Jonna eins og þau voru nefnd meðal sveitunga sinna. Þá var kennt í tveimur deildum, yngri og eldri deild, og sóttu þær skólann til skiptis, fjórar vikur í senn. Bjuggu öll börnin á staðnum nema þau sem áttu heima í alha næsta nágrenni. Nemenda- fjöldi gat farið upp und- ir 20. Kennt var í stáss- stofunni, borðað jafnvel í tveimur hollum í eld- húsinu þar sem Kristín móðir Lillu, fyrrum hótelstýra í Lindarbrekku, réð lengst af ríkjum. Þétt var skip- að í svefnherbergi og aðrar vistar- verur. Flest okkar voru að fara að heiman í fyrsta skipti til langdvalar. Öllum leið vel, já, svo vel að við nemendur minnumst skólavistar- innar með fögnuði. Þegar við skóla- Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Víðivöllum 21, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 13. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Selfosskirkju. Bjarni Dagsson, Guðmundur Bjarnason, Þórlaug Bjarnadóttir, Karl Þórir Jónasson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, VALMUNDAR ANTONSSONAR, Vanabyggð 4f, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á B-deild Dvalarheimilisins Hlíðar. Ásta Valmundardóttir, Jakobína M. Valmundardóttir, Knútur Valmundsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Birna Valmundardóttir Driva, Stig Driva, barnabörn og barnabarnabörn. 80. þing Stór- stúku Islands Það var ár á milli þeirra Axels Óla og Úlfars Hrafns og saman hafa þær, með móður sína sem hinn trausta bakhjarl, annast þá. Alltaf hafa þær mæðgur staðið saman í blíðu og stríðu, stutt hvor aðra og glaðst saman. Mér finnst það lýsa Hrafnhildi best sem manneskju, hvern starfs- vettfang hún valdi sér. Það er sann- arlega ekki öllum gefið að geta ann- ast þá sem eru minni máttar, - þá sem þurfa reglulega ummönnun. En þar var Hrafnhildur réttur aðili á réttum stað. Glaðværð hennar og dugnaður var öllum hvatning til góðra verka. Samstarfsfólk hennar á Kópavogshælinu vottar það heils- hugar og sýnir það vel á kveðju- stund. Elsku Rannveig mín, Addi og Gulla, og ekki síður Flosi, Laufey og hálfsystkin Hrafnhildar, megi tím- inn græða sár ykkar og góðar minn- ingar um lífsglaða stúlku lifa með ykkur og gleðja í framtíðinni. Að lokum langar mig að skila góðri kveðju frá Hiddu systur og fjöl- skyldu hennar sem nú er stödd í Noregi. Þórdís frænka og frændsystkinin. systkinin hittumst gagngert til að minnast Lillu og námsvistarinnar hjá henni lukum við upp einum munni. Efst í huga voru umhyggja, öryggi og umburðarlyndi. Það var gaman í skólanum hjá Lillu. Þar ríkti gagnkvæm virðing og væntum- þykja. „Maður fékk ekki einu sinni heimþrá þótt maður væri að fara að heiman í fyrsta skipti.“ Lilla og Jonni komu fram við okkur eins og þeim væri sérstakur heiður að þvi að hafa hvert og eitt okkar sem gesti sína. Enginn fann fyrir því að vera fyrir heimafólkinu þótt einka- lífi væri þröngur stakkur skorinn. Nám og leikur tvinnaðist saman í eitt. Þannig voru okkur búin einstök skilyi-ði til þroska. Lillu þótti vænt um okkur eins og við vorum, sýndi okkur áhuga og virti okkur sem ein- staklinga. Hún leyfði hverjum og einum að njóta sín. Hún hafði gam- an af að kenna, var mannvinur og mannþekkjari. Hún fylgdist með okkur löngu eftir að við vorum farin úr skólanum hjá henni og gladdist yfir velferð okkar. í bland við lífs- gleðina, spaugsemina, sönginn og tónlistina var þessi djúpa alvara og festa sem einkenna góða uppalend- ur. Strákarnir gleyma því ekki þeg- ar þeir léku einn af meðbræðrum sínum fullgrátt. Það gerðu þeh að- eins einu sinni. Elsku Lilla okkar. Þú varst kenn- ari og uppalandi af guðs náð og nemendum þínum góð fyrirmynd. Þú varst sterk, hlý, falleg, lífsglöð, fordómalaus og víðsýn. Þú varst í senn náttúrubarn og heimsborgari og bjóst yfir miklu innra öryggi. Þú bauðst samtíðinni birginn á góðlát- legan og gamansaman, en umfram eðlilegan hátt og e.t.v. án þess að taka eftir því sjálf. Þér var viðs fjarri sú hugsun að konur gætu ekki að minnsta kosti verið jafnokar karla og að sveitafólk gæti ekki að minnsta kosti verið jafnokar borg- arbúa. Þetta viðhorf var býsna mik- ilvægt ungu fólki sem ólst upp í fremur þröngu samfélagi hefða og gilda. Sumar stelpurnar þínar eru enn að uppgötva hvað þú varst þeim frábær fýrirmynd í að slíta af sér fjötra hefðbundinnar kvenímyndar. Þú gafst okkur nemendum þínum slíkt veganesti að við erum enn að uppgötva gildi þess og gæði. Þú sýndir okkur að virðingin fyrir mönnum, ungum og öldnum, dýrum og gróðri, já, allri náttúrunni, er af- sprengi virðingar mannsins fyrir sjálfum sér og þekkingar hans á umhverfi sínu. Fyrir allt þetta þökkum við nú af alhug. Um leið og við vottum allri fjölskyldu Lillu einlæga samúð þökkum við Jonna fyrir hans óeigin- gjama og stóra þátt í að gera okkur skólavistina ógleymanlega. Fyrir hönd keldhverfskra nemenda í fæð- ingarárgöngum 1945 og 1946. Kristrún, Ragna Sigrún, Ingveldur, Bjarni, Baldvin og Ólafur Brynjar. 80. ÞING Stórstúku íslands var háð í Reykjavík dagana 4.-6. júní sl. og hófst með Unglingaregluþingi fimmtudaginn 4. júní. Þann dag voru málefni barna og unglingastarfs til umræðu og lauk þeim fundi með ferð eldri og yngri þátttakenda í Fjöl- skyldu- og Húsdýragarðinn í Laug- ardal. Stórstúkuþing hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskhkju þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson, prestur á Akranesi, predikaði en stórtemplar- inn sr. Björn Jónsson þjónaði fyrh altari. Þinghald var með hefðbundnum hætti þar sem afgreiddir voru reikn- ingar, starfsáætlanh og ályktanh þingsins. Sérstök umfjöllun var um málefni barna- og unglingablaðanna Æskunnar og Smells ásamt bókaút- gáfu Æskunnar. Samþykkt vai- til- laga um sérstaka stjórn fyrirtækis- ins og víðtæka áætlun um fjölgun áskrifenda blaðanna, segh í fréttatil- kynningu. í tilefni þingsins voru við hátíðar- kvöldverð eftirtaldir utanreglumenn heiðraðh fyrir stuðning sinn við Góð- templararegluna og bindindis: Ólaf- ur Ólafsson, landlæknh, Pétur Pét- ursson, þulur, Vala Flosadótth, íþróttamaður, sr. Hjálmar Jónsson, alþingismaður, Guðrún Guðlaugs- Skýrslutæknifélagið Fundur um könnun um árið 2000 MIKIÐ hefur verið rætt um þann vanda sem getur skapast í tölvu- kerfum þegar árið 2000 gengur í garð. Um þetta alvarlega vandamál hafa verið haldnir margir fundir og ýmsar frétth bhst í fjölmiðlum um hugsanlegar afleiðingar. Nú verða niðurstöður Gallup könnunar um ár- ið 2000 kynntar á hádegisverðar- fundi hjá Skýrslutæknifélaginu fimmtudaginn 11. júní kl. 12 í Arsal, Hótel Sögu. í fréttatilkynningu segir: „En hver er vandinn í raun? Hafa íslensk fyrirtæki almennt hugað að sér í þessum efnum? Þessum spurning- um hefur ekki verið hægt að svara með góðu móti til þessa. Skýi-slu- tæknifélag Islands hefur því í sam- vinnu við 2000 nefndina látið gera fyrstu vísindalega unnu könnunina um aldamótavandann hér á landi. Könnunin var unnin af Gallup dag- ana 12.-28. maí sl. og náði til 600 fyrirtækja. Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar en m.a. var leit- að svara við efthfarandi spurning- um: Mun vandamál hljótast af ártal- inu 2000 í fyrirtækinu? Eru líkur á alvarlegum rekstrartruflunum í starfsemi fýrirtækisins? Hefur fyr- irtækið hafið athugun á viðskipta- hugbúnaði, tölvubúnaði, tæknikerf- um og samskiptum við önnur fyrir- tæki? Hefur umfang í tíma og kostn- aði verið athugað?" Að lokinni kynningu Gallup verða á fundinum flutt þrjú erindi: Sagt frá starfi og áherslun 2000 nefndar- innar, löggiltur endurskoðandi fjall- ar um hlutverk endurskoðenda og hvaða afleiðingar hugsanlegir fyrir- varar í áritun ársreikninga fyrir- tækja geta haft og dæmi verður tek- ið um fyrirtæki sem hefur tekið þessi mál fóstum tökum. Aldamótin hjá VÍS, skipulagning og viðbrögð. Nesjavalla- virkjun opin til skoðunar NESJAVALLAVIRKJUN er opin til skoðunar frá 1. júní til 31. ágúst. Opnunartími gestamóttöku er sem hér segh: mánudaga-laugardaga kl. 9-12 og 13-18, sunnudaga kl. 13-18. Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta tíma með a.m.k. dótth, blaðamaður, Snjólaug Stef- ánsdótth, framkvæmdastjóri og Kristín Sigfúsdótth, hússtjórnar- kennari á Akureyri. í lok þingsins þáðu þingfulltrúar boð borgarstjómar Reykjavíkur í Höfða. I framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands fyrh næsta tveggja ára starfstímabil voru kjörin: Stór- templar: Sr. Björn Jónsson, Aki-a- nesi, stórkanslari: Helga Seljan, framkvæmdastjóri Reykjavík, stór- varatemplar: Gehþrúður Kristjáns- dótth, skrifstofustjóri, Reykjavík, stómtari: Gunnar Þorláksson, skrif- stofustjóri, stórfræðslustjóri: Hörð- ur Pálsson, bakarameistari Akra- nesi, stórgjaldkeri: Sigurður Jörg- ensson, viðskiptafræðingur, Reykja- vík, stórkapelán: Katrín Eyjólfsdótt- ir, skrifstofumaður Reykjavík, stór- gæslumaður unglingastarfs: Lilja Harðardóttir, skrifstofumaður Reykjavík, stórgæslumaður ung- mennastarfs: Guðlaugur Fr. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Reykjavík, stórgæslumaður löggjaf- arstarfs: Árni Valur Viggósson, símaverkstjóri Akureyri, stórfregn- ritari: Valdór Bóasson, kennari Reykjavík og fyrrverandi stórtempl- ari: Hilmar Jónsson, rithöfundm-, Keflavík. eins dags fyrirvara en sem íyrr er tekið á móti gestum og gangandi án sérstaks fyrirvara. Hitaveitan áskilur sér rétt til að loka gestamóttökunni og/eða breyta opnunartíma gerist þess þörf. Sérstök athygli er vakin á því að öll umferð ofan vhkjunarinnar er stranglega bönnuð vegna virkjun- arframkvæmda. Kjörinn formað- ur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík KOLBEINN Óttarsson Proppé var einróma kosinn formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavfk á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á laugardaginn var. Kolbeinn lauk ný- verið BA-prófi í sagnfræði og er 25 ára að aldri. Talsverð breyting varð á stjóm- inni. Gestur Asólfsson lét nú af for- mennsku efth þriggja ára feril. Voru honum þökkuð farsæl störf í formennsku félagsins, segir í frétta- tilkynningu. Alþýðubandalagið í Reykjavík er stærsta flokksfélag Al- þýðubandalagsins. Auk Kolbeins sitja í stjórninni: Ái-mann Jakobsson, Garðar Mýrdal, Guðný Magnúsdóttir, Hafþór Ragn- arsson, Sigþrúður Gunnarsdótth og Sjöfn Kristjánsdóttir. Varamenn í stjórn eru Gestur Ásólfsson, Nanna Rögnvaldsdótth og Steingrímur Ólafsson. Kynning á Tantrum joga DADA Assisananda, jógakennari á vegum Ananda Marga, heldur kynn- ingarfyrirlestur um Tantra jóga fimmtudaginn 11. júní kl. 20 að Lindargötu 14, 101 Reykjavík, án endurgjalds. Tantra er heilsteypt og alhliða æf- ingakerfi. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra- viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði, segh í fréttatilkynningu. Megas og Súkkat í Mosfellsbæ MEGAS og hljómsveitin Súkkat leika í danshúsinu Álafossföt best í Mosfellsbæ klukkan tíu í kvöld, fimmtudaginn 11. júní. Tónleikarnir eru upphafíð að ferð Megasar og Súkkats hringinn í kringum landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.