Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 53 S FRÉTTIR i Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið Ljósmynd/Myndiðjan, ljósmyndastofa Akranesi BRAUTSKRAÐIR nemendur á vorönn frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi ásamt Þóri Ólafssyni skólameistara og Herði Helgasyni aðstoðarskólameistara. Akranesi. Morgunblaðið. FJÖLBRAUTASKÓLA Vestur- lands á Akranesi var slitið fóstudag- inn 29. maí og voru brautskráðir fimmtíu nemendur. Flestir luku I stúdentsprófí eða 32, en aðrir luku | prófum af níu öðrum námsbrautum. Á haustönn luku 48 nemendur próf- um við skólann. Rúmlega 700 nemendur stunduðu nám í dagskóla, kvöldskóla eða utan skóla og var kennt á Akranesi, Snæ- fellsbæ og Stykkishólmi. Meðal nýj- unga á skólaárinu var fullorðins- fræðsla fatlaðra og nýttu 22 nemend- ur sér þennan nýja valkost til menntunar. Inga Sigurðardóttir kennari hafði veg og vanda af þessu . verkefni. Eins og undanfarin ár var Far- skóli Vesturlands starfræktur á veg- um Fjölbrautaskólans, en hlutverk farskólans er að sjá um námskeiða- hald víðs vegar á Vesturlandi. Mikil gróska var í starfí Farskólans og um 750 manns víða á Vesturlandi nýttu sér hin fjölbreyttu námskeið sem í boði voru. Forstöðumaður Farskól- ans var Trausti Gylfason. Sl. haust átti skólinn 20 ára af- mæli. Ýmislegt var gert til að minn- I ast tímamótanna. Mörg fyrirtæki sýndu skólanum af þessu tilefni hlý- hug í verki og gáfu fé í gjafasjóð sem m.a. var notaður til að kaupa hljóð- kerfí í sal skólans og tölvuskjávarpa sem notaður er við tölvukennslu. Viðurkenningar fyrir námsárangnr Þórir Ólafsson skólameistari af- henti brautskráðum nemendum burtfararskírteini og viðurkenningar fyrh- námsárangur. Viðurkenningar fyrir ágætan árangur í ýmsum grein- um fengu Andrey Ermolinskiy, Anna Sólveig Smáradóttir, Guðrún Bergmann Sigursteinsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir, Kristjana Björns- dóttir, Rakel Sveinsdóttir og Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir. Guðrún Bergmann Sigursteinsdóttir, stúd- ent á tónlistar- og náttúrufræði- braut, náði bestum árangri stúdenta. Andrey Ermolinskiy lauk stúd- entsprófí á eðlisfræðibraut aðeins 17 ára. Vann hann með því mikið afrek þar sem hannn hefur aðeins búið á Islandi í 6 ár og varð þá að hefja nám á nýju tungumáli. Andrey hefur fengið skólavist og styrk til náms í hinum virta Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Andrey fékk verð- laun úr minningarsjóði Þorvalds Þorvaldssonar fyrir frábæran árang- ur í stærðfræði og eðlisfræði. Einnig fékk hann verðlaun frá Stærðfræði- félagi íslands svo og úr verðlauna- sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar. Guðbrandur Þorkelsson fékk verðlaun sem Katla Hallsdóttir, hár- greiðslumeistari á Akranesi, veitir fyrir bestan árangur iðnnema. Mar- grét Huld Hallsdóttir fékk verðlaun úr minningarsjóði Elínar Irisar Jónsdóttur fyrir íslenska ritgerð. Iv- ar Örn Benediktsson, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Sigurjón Jónsson hlutu viðurkenningu Rótarýklúbbs Aki-aness fyrir farsæl störf að fé- lagsmálum nemenda. Guðbjartur Hannesson, forseti bæjarstjómar Akraness, afhenti námstyrk Akra- neskaupstaðar. Styrkurinn sem nemur liðlega 300 þús. krónum, var nú afhentur í sjöunda sinn. Að þessu sinni fékk Guðrún Bergmann Sigur- steinsdóttir styrkinn til framhalds- náms í tónlist. Samningar undirritaðir Að lokinni brautskráningu nem- enda voru undirritaðir 3 samningar um Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og heimsótti Bjöm Bjarna- son menntamálaráðherra skólann af því tilefni. Fyrst var undirritaður skólasamningur sem kveður á um stai-fsemi Fjölbrautaskóla Vestur- lands og þann árangur sem honum ber að stefna að. Þá samningur um byggingaframkvæmdir við skólann er hefjast nú í sumar og að lokum samningur sem sveitarfélögin á Vet- urlandi gera með sér um skólann og menntamálaráðherra staðfestir. Að undirritun lokinni ávarpaði ráðherra samkomuna og árnaði nem- endum heilla og lagði áherslu á mik- ilvægi skólans og aukin verkefni hans í menntamálum á Vesturlandi. ÚTSKRIFTARHÓPUR Tækniskóla íslands. Tækniskóla íslands slitið UM mánaðamótin fór fram út- skrift í Tækniskóla íslands. Að þessu sinni brautskráðust 59 nemendur frá skólanum úr ýms- um deildum. Einnig voru kvaddir sjö nemendur sem eru að ljúka fyrsta ári í rafmagnstæknifræði við skólann, en þeir nemendur þurfa að fara utan til að ljúka sínu námi. Jóhannes Benediktsson for- maður Tæknifræðingafélags Is- lands afhenti nemendum viður- kenningar fyrir lokaverkefni og frábæran námsárangur. I bygg- ingadeild voru það Bergþór Jó- hannsson sem fékk viðurkenn- ingu fyrir verkefni sitt um virkj- unarmöguleika fyrir botni Þorskafjarðar og Magnús Þór Gunnarsson fyrir sitt verkefni um hengibrýr. Fjórir nemendur í iðnaðar- tæknifræði fengu viðurkenn- ingu fyrir lokaverkefni sem var hönnun á hjálpartæki fyrir fjöl- fötluð börn í samvinnu við stoð- tækjafyrirtækið Stoð. Nemend- urnir voru Margrét Ingibergs- dóttir, Skúli Haraldsson, Sveinn A. Steinsson og Orn Franzson. í véladeild voru það Gauti Iiallsson og Hlífar S. Rúnarsson sem fengu viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt sem ber heitið RSW-kælikerfi og fólst í hugbún- aðargerð og hönnun fyrir Kæl- ismiðjuna Frost. Þessir tveir nemendur útskrifuðust um ára- mótin og voru í hópi fyrstu orku- tæknifræðinga sem útskrifuðust frá Tækniskóla fslands. Að lok- um fékk Þorsteinn O. Kolbeins- son, sem var að ljúka fyrsta ár- inu í rafmagnstæknifræði, viður- kenningu fyrir frábæran námsár- angur. Morgunblaðið/Atli Vigfusson ÚTSKRIFTARHÓPUR Framhaldsskólans á Laugum. Vélskóla Islands slitið í áttugasta og þriðja sinn Skólaslit 1 Framhalds- skólans á Laugum Laxamýri. Morgunblaðið. ÚTSKRIFT stúdenta frá | Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal fór fram við hátíðlega athöfn 30. maí sl. Auk ávarps Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara var fjölbreytt dagskrá að venju þar sem Sverrir Haraldsson áfangastjóri flutti annál ársins, Hildur Tryggvadóttir söng við undirleik Valmars Valjeots og lesin voru ljóð. Tómas Ingi Olrich alþingismaður flutti ávarp I og Kristrún ísaksdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, talaði til nemenda og gesta. Þá flutti Andri H. Jónsson ávarp nýstúdenta. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófí hlaut Harpa Dröfn Georgsdóttir auk þess sem hún ' var verðlaunuð fyrir bestan ! árangur í íslensku. Þá hlaut j Ragnar Skúlason verðlaun í þýsku og Sigurður Haraldsson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í dönsku auk þess að vera framúrskarandi skólaþegn. Hluti hópsins sem nú útskrifast vann sér það til frægðar á sínum tíma að hjóla til Reykjavíkur í vonskuveðri á fund Björns Bjarnason menntamálaráðherra þeirra erinda að mótmæla niðurskurði til kennslu á Laugum og fóru jafnframt fram á að skólinn fengi að starfa sem fullgildur framhaldsskóli eins og hann er orðinn í dag. Skólameistari lagði í ræðu sinni út frá vorinu og sagði að vorað liefði einstaklega vel í skóianum. Skólinn hefði fest sig í sessi sem framhaldsskóli í sveit og skipan hans hefði fengið farsæla lausn. Nú sé það skólans að sanna sig enn frekar enda bendi margt til þess að vel miði áfram. Auk samstarfs við hérlenda skóla er verið að þreifa fyrir sér með erlent samstarf og fyrirhuguð eru nemendaskipti við framhaldsskóla bæði í Kanada og Þýskalandi. Að skólaslitum loknum var öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis. VIÐ skólaslit Vélskóla íslands laug- ardaginn 23. maí síðastliðinn luku alls 132 nemendur prófi í áfóngum skólans. Þar af luku 24 fjórða stigs lokaprófí, 38 fyrsta stigi eða véla- verði, 29 öðru stigi og 41 þriðja stigi. Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsái-angur og komu þau í hlut nemenda sem voru að ljúka fjórða stigs lokaprófi. Gnýr Guðmundsson hlaut þrenn verðlaun frá skólanum fyrir góðan námsárangur í vélfræði-, raun- og rafmagnsfræðigreinum. Pétur Ásgeii’ Steinþórsson hlaut LIÚ verðlaunin fyrir góðan námsár- angur í raungi-einum og Arnar Sig- urðsson hlaut Esso verðlaunin fyrir góðan námsárangur í rafmagns- fræðigreinum. Horfið frá flutningi skólans í ræðu sinni vék skólameistari, Björgvin Jóhannsson, m.a. að hug- mynd menntamálaráðherra um flutning Vélskólans og Stýi’imanna- skólans úr Sjómannaskólahúsinu. Hann fagnaði því að horfíð var frá hugmyndinni og þakkaði sérstaklega hollvinasamtökum Sjómannaskólans, sem stofnuð voru í nóvember, fyrir stuðning í málinu. Skólanum bárust góðar gjafir frá afmælisárgöngum. Frá 20 ára út- skriftarnemum Vélskólans, Stýri- mannaskólans og 21 árs útskriftar- nemum úr fiskimannadeild Stýri- mannaskólans barst Sjómannaskóla Islands skjöldur sem komið hefur verið fyrir á útvegg við aðalinngang skólans. Á skildinum er mynd af Sjó- mannaskólahúsinu ásamt áletrun úr skjali sem lagt var í hornstein húss- ins 4. júní 1944. Þórður Andrésson afhenti skólanum peningagjöf fyrir hönd 25 ára útskriftarnema og Ómar Þórðarson afhenti peningagjöf, sem skal varið til kaupa á tæknibókum fyrir bókassafn Sjómannaskólans, fyrir hönd 30 ára útskriftarnema. Loks gáfu 40 ára útskriftarnemar skólanum hermisforrit ætlað PC tölvu sem líkir eftir dísilvél og vél- búnaði í skipi. Forritið, sem er mjög þróað frá kennslufræðilegu sjónar- miði, líkir eftir fjölda gangtruflana auk skoðunar á hagkvæmni í rekstri vélbúnaðar. Forritið mun m.a. nýtast við kennslu í byi’jendaáfóngum í vél- fræði og vélstjórn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.