Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 68

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 68
S3.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes iTTcl Promium Partnor Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF Whpt hewlett 1U*M PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rikisstjórnin hefur ítrekað fjallað um uppsagnir hjúkrunarfræðinga Sérstök yfirstjórn fjalli um vandann RÍKISSTJÓRNIN hefur ítrekað rætt þá stöðu sem upp er komin á heilbrigðisstofnunum vegna upp- sagna 6-700 hjúkrunai’fræðinga, sem taka gildi um næstu mánaðamót. Hefur meðal annars verið rætt um að setja á laggimar nefnd embættis- manna að minnsta kosti þriggja ráðuneyta, forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis, til að hafa með höndum yfirstjórn þess hvernig tekið verður á vandanum og hver viðbrögð yrðu ef niðurstaða fæst ekki áður en til uppsagnanna kemur. Byrjað er að búa aðstandendur undir að þeir gætu þurft að taka við sjúklingum heim og funduðu til dæmis deildarstjórar hjúkrunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær um stöðuna ef málið leystist ekki fyrir mánaðamótin. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði að það væri umhugsunarvert að þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu gert langtíma- samning til ársins 2000 við hjúkrun- arfræðinga haustið 1996 væri þessi staða komin upp á miðju samnings- tímabilinu. Þetta gerðist æ oftar hjá heilbrigðisstéttum. Hér væri ekki um venjulega launadeilu að ræða heldur uppsagnir og því væri málið allt miklu erfiðara og flóknara en ella. Hins vegar tryði hún ekki öðru en því að deiluaðilar yrðu tilbúnir til að koma til móts við þær stofnanir sem í hlut ættu varðandi öryggis- þjónustu. Þannig hefði það alltaf verið þegar deilur heilbrigðisstarfs- manna væru annars vegar, enda ynnu þeir samkvæmt ströngum siðareglum. Ingibjörg sagði að ríkisstjórnin liti málið mjög alvarlegum augum og væri að meta stöðuna. Leita yrði leiða til þess að sætta þau sjónarmið sem uppi væru, en jafnframt yrði að búast við því versta og vera tilbúin að bregðast við því. ■ Aðstandendur/10 Morgunblaðið/Kristín Kjartansdóttir Yfir 20 skip að síldveiðum NOKKUR sfldveiðiskip Iönduðu í gær eftir fyrstu veiðiferð eftir sjómannadag, en í gærkvöldi voru rúmlega 20 skip á miðunum djúpt norðaustur af landinu. Júpíter Iandaði um 1.300 tonnum á Þórs- höfn og á Eskifirði lönduðu Hólmaborgin 2.700 tonnum og Guðrún Þorkelsdóttir um 1.100 tonnum af sfld úr norsk-íslenska stofninm. Aflinn fékkst í íslensku lögsögunni. Myndin er tekin þegar skip- verjar undirbjuggu löndun úr Júpíter á Þórshöfn í gær. ■ Sfldin í kurteisisheimsókn/4 Morgunblaðið/Atli Stórlaxar úr Laxá MEÐAL þeirra fimm laxa sem veiddust í gærmorgun í Laxá í Aðaldal, fyrsta veiðidaginn, voru þessir tveir stórlaxar, 21 punds, sem Jón Helgi Vigfússon veiddi, og 18 punda, sem Halla Bergþóra Björnsdóttir veiddi. Einnig er á myndinni Vigfús Bjarni Jónsson, sonur Jóns Helga. ■ Stórir fiskar/50 Landsbankinn býður út hlutafé LANDSBANKINN hefur ákveðið, að undangengnu lokuðu útboði meðal fimm erlendra fyrirtækja, að semja við JP Morgan-fjármálafyr- irtækið um að annast virðismat á Landsbankanum og veita ráðgjöf varðandi hlutafjárútboð. Útboðið fer fram í sumar og nemur hluta- fjáraukningin 12-15%. Útgáfa hlutabréfanna er hugs- uð fyrir innlendan markað í þess- ari lotu, en hluti þeirra verður boðinn starfsmönnum bankans til sölu. Það er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar þess efnis að 5% af heildarhlutafé Landsbankans verði boðin starfsmönnum. ■ 12-15% hlutafjáraukning/Bl Keppi- nautar svara Hagkaupi UNDANFARNA daga hafa milli 4.000 og 5.000 vöruliðir lækkað í verði hjá Fjarðar- kaupum og hjá 10-11 verslun- unum hefur verðlækkun einnig átt sér stað. Þeir 7.000 vöruliðir sem lækkuðu í verði hjá Hagkaupi þegar rekstrar- breytingar voru gerðar á verslunum Hagkaups hafa lækkað enn frekar. Mest er verðbreytingin á ávöxtum og grænmeti og eru dæmi um að slík vara sé 70% ódýrari núna en fyrir viku. ■ Fjarðarkaup lækkar/23 Framkvæmdir við Nesjavallalínu í hámarki Straumi hleypt á snemma í ágúst FRAMKVÆMDIR við Nesjavalla- línu milli Nesjavalla og Reykjavíkur standa nú sem hæst. Er bæði verið að reisa íyrstu möstrin og unnið við lagningu vegar við línustæðið. Raf- magnsveita Reykjavíkur sér um möstrin og línulögn en Ellert Skúla- son hf. í Ytri-Njarðvík um jarðvinnu. Orku verður hleypt á lín- una kringum 10. ágúst. Nesjavallalína liggur á fyrsta kafl- anum, 2,4 km frá Nesjavöllum og upp í Hengilssvæðið í jörð, þá kemur 15,6 km loftlína um Hengil og vestur um Mosfellsheiði og síðasti kaflinn frá Bringum, skammt frá Gljúfra- steini, að tengihúsi við Korpu er í jörð. Segir Þór Sigurjónsson, verk- fræðingur hjá Línuhönnun, að þetta sé einn lengsti strengur sem lagður hefur verið í jörð hérlendis. Alls eru möstrin rúinlega 50 að tölu; tíu eru frístandandi „hefðbundin" möstur en hin eru stálröramöstur sem stöguð eru niður. Verkfræðistofan Afi sá um raffræðilega hönnun línunnar, Verkfræðistofan Línuhönnun um línuhönnun og eftirlit með jarðvinnu. Ólafur Gröndal, einn af flokks- stjórum Rafmagnsveitunnar, sagði verkið hafa gengið vel en flokkur hans var í blíðunni í vikunni að reisa mastur á svokölluðum Sköflungi, einum hryggnum vestast í Henglin- um. Þar þurfti að viðhafa ýmsar til- færingar, koma bílkrana upp á hrygginn fyrir eigin vélarafli auk aðstoðar frá spilum og tveimur öðr- um bflum. Nesjavallalínan er nánast sam- síða Búrfellslínunni eða Sogslínu um Hengilinn og að sögn þeirra Ólafs og Þórs eru möstrin höfð sam- síða. Eru þau nýju bæði lægri og minni um sig en möstur Sogslínunn- ar. Framkvæmdir áttu að hefjast í ágúst í fyrra en leyfi voru ekki kom- in fyrr en í nóvember. Morgunblaðið/jt EITT af möstrum Nesjavalla- línu á Hengilssvæðinu er á þess- um mjóa hrygg sem heitir Sköflungur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.