Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 27 LISTIR Að vera samkvæmur sjálfum sér Morgunblaðið/Arnaldur „AÐALATRIÐIÐ í mímim huga er að semja góða tónlist,“ segir Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld. ÚT ER kominn geisladiskur með verkum tónskáldsins Sveins Lúðvíks Björnssonar í flutningi Caput-hóps- ins. A disknum, sem ber heitið Hvar væri ég þá?, eru ellefu verk sem samin eru á árunum 1989-1997, fyrii' píanó, flautur, klarínettu, fíðlu, selló og^ítar. I umslagi með disknum segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld: „Og tón- listin sjálf, sem liggur á milli tveggja tóna, hins fyrri sem vekur eftirvænt- ingu og hins sem á eftir kemur og kallai' fram minningu - sú tónlist virðist oft koma úr órafjarlægð, ein- hversstaðar úr undirdjúpum sálar- innar.“ Sveinn Lúðvík lýsir tónsmíðum sínum sem röð af reynslu og hann leitast við að finna þann samhljóm sem tilheyrir. „Mikilvægast finnst mér að vera samkvæmur sjálfum mér,“ segh' hann. „Ef ég skrifaði eitthvað annað, í skreytistíl til dæmis væri ég að svíkja sjálfan mig og það væri agalegt ef ég skrifaði tónlist sem væri á engan hátt ég.“ Sveinn Lúðvík hefur síðustu fjögur árin sinnt tónsmíðum einvörðungu og einkum samið verk fyrir litla hljóð- færaskipan. „Það er ekki nein kenni- setning sem ég styðst við í hvívetna við tónsmíðarnar, heldur hefur sú skipan hentað mér vel hingað tíl. Nú er í smíðum hjá mér verk fyrir sext- án hljóðfæraleikara og almennt má segja að ég skrifi það sem mér finnst réttast í það og það skiptið,“ segir hann. Ef lýsa má inntaki verka Sveins lýtur það að sjálfsskoðun og segh' hann að skynja megi þau sem hvatningu til sjálfsskoðunar. „Hug- myndirnar þjappast saman inni í mér og það er margt í hvunndegin- um sem kveikir hugmynd og hvetur til sjálfsskoðunar. Hafi maður upp- götvað eitthvað ætti maður ekki að lúra á því, en niðurstaðan verður ætíð sú sama - að við erum öll meira eða minna eins, þó að tilfinningarnar birtist með mismunandi hætti eins og mennirnh' eru margir.“ Sveinn Lúðvík hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi þrátt fyrir að verk hans hafi verið á efnis- skrám tónlistarflytjenda á liðnum árum. Caput-hópurinn hefur flutt mest af verkum hans og aðrir lista- menn hafa einnig leitað eftir verkum hans til flutnings. .Aðalatriðið í mín- um huga er að semja góða tónlist og svo eru verkin ekki mjög mörg vegna þess að ég tek mér langan tíma í tónsmíðar, en það hefur líka í fór með sér að ég er fyllilega sáttur við hvern einasta tón.“ Alexandra Cool sýnir myndverk í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri Lengi langað til Islands Morgunblaðið/Kristján ALEXANDRA Cool sýnir myndverk í Deiglunni á Akureyri, en þar eru audlit áberandi. ALEXANDRA Cool, belgískur málari og myndhöggvari, hefur opnað sýningu á mynd- verkum í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akur- eyri, en sýning hennar, sem er liður í dagski'á Listasumars á Akureyri, stendur til 8. júh næst- komandi. Alexandra er kunnur listamaður, en síðasta áratug hefur hún unnið að list sinni víða um heim, á Korsíku, Brussel og í New York. Hún kynntist Sólveigu Bald- ursdóttur, myndhöggv- ara á Akureyri, þegar þær voru báðar við nám og störf á Ítalíu og fyrir milligöngu hennar sýnir Alexandra nú verk sín í Deiglunni. „Eg hef búið og starf- að víða um heim,“ sagði Alexandra, en hún fædd- ist í Belgíu og bjó þar til 18 ára aldurs þegar hún flutti til Spánar. Þar stundaði hún nám í arki- tektúr og listmálun. „Ég bjó á Spáni í 6-7 ár og vann þar einkum við að mála, en svo þróaðist áhugi minn út frá því yfir í höggmyndalistina," sagði Alex- andra, sem í kjölfarið flutti sig um set og settist að á Ítalíu þar sem hún vann að myndhöggi í stein í tæpan áratug. Á Italíu kynntust þær Alex- anda og Sólveig og hafa haldið sam- bandi sín á milli upp frá því. Hún sagðist enn vinna með steina, en á annan hátt en áður. „Ég reyni að þróa list mína, vera ekki alltaf í sama farinu," sagði hún. Korsíka, New York og Brussel Eftir Ítalíudvölina lá leiðin að nýju til Belgíu, en nú starfar Alexandra að mestu í New York, en fer þó víða um veröld. Hún á hús á Korsíku og hefur í hyggju að festa kaup á hús- næði í Brussel sem hún hyggst gera upp og breyta í listamiðstöð og inn- rétta íbúðir fyrir listamenn. „Ég hef áhuga á að bjóða listamönnum hvaðanæva úr heiminum að koma og dvelja þar, vinna að list sinni og skiptast á skoðunum og síðai' gætum við svo sótt þá heim. Eg held að það verði spennandi verkefni," sagði Alexandra, sem vonast til að geta opnað um eða efth' árið 2000. Á Korsíku rekur Alexandra líka vinnustofu sem margir sækja. „Yfir sumarið koma margir til Korsíku, fólk á öllum aldri, börn og fullorðnir, og vinna þar að listsköp- un og ég hef boðið ýms- um kennurum að koma þangað og miðla af þekk- ingu sinni,“ sagði hún. „Þetta er mjög notalegur og góður staður og fólk víða að úr heiminum kemur þangað.“ Safnar hugmyndum á Islandi Alexandra kvaðst heill- ast mjög af náttúrunni og væri hún sér uppspretta í listsköpun sinni. „Mig hefur lengi langað að koma til Islands, bæði til að heimsækja Sólveigu vinkonu mína og kynnast landinu," sagði hún og bætti við að fyrstu kynni sín af landinu væru góð. Litirnir væru sérstakir og birtan með öðrum hætti en hún ætti að venj- ast. Sólarlagið í Eyjafirði aðfaranótt síðasta föstu- dags var nokkuð sem hún ekki átti von á að sjá. Á næstu dögum hyggst hún ferð- ast um landið, skoða áhugaverða staði og safna í sarpinn hugmyndum sem síðar verður unnið úr, auk þess sem hún hefui' áhuga á að leita sér að efnivið fyrh' framtíðarverkefni sín. „Bæði Reykjavík og Brussel verða menningarborgh' í Evrópu ár- ið 2000 og við Sólveig höfum áhuga á að nýta það tækifæri til að vinna eitt- hvað saman,“ sagði Alexandra. ÞÓRUNN Guðmundsdóttir og Kristinn Ora Kristinsson. Þriðjudags- tónleikar í Sigurjóns- safni ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR eru í Sigurjónssafni í kvöld, 30. júní kl. 20.30, og koma þar fram Þórunn Guðmundsdóttir sópran og Kristinn Örn Ki'ist- insson píanóleikari. Á efnis- skrá þeirra eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson, Gunnar Reyni Sveinsson og fleiri og amerísk skemmtilög eftir Gershwin og Kern. Háskólakór- inn tók þátt í kórakeppni í Þýskalandi HÁSKÓLAKÓRINN undir stjórn Egils Gunnarssonar tók nýverið þátt í kórakeppninni Musica Mundi sem haldin var í Pohlheim, Þýskalandi, dagana 4.-7. júní. Kórinn keppti í Al-flokki sem var erfiðasti flokkur fyrir blandaða kóra og hlaut silfur- verðlaun. Kór frá Búlgaríu hlaut gull- verðlaun og var jafnframt stigahæsti kór keppninnar. Alls tóku 98 kórar frá 28 lönd- um þátt í keppninni. Efnisskrá Háskólakórsins samanstóð • af Víti eftir Jón Leifs, Caligaverunt eftir Jan D. Zelenka, Þulu eftir Hildig- unni Rúnarsdóttur og Lautlos mit dir eftir Hermann Seidl, en það verk var skylduverk þeirra kóra sem kepptu í A1 flokki. Að keppni lokinni hélt Há- skólakórinn til Tékklands og söng þar við ýmis tækifæri áð- ur en haldið var til Islands. ■ VERK sænska leikskáldsins P.O. Enquist, „Myndasmiðirn- ir“, sem leikstjórinn Ingmar Bei'gman setti upp á Dramat- en sl. vetur, hefur verið þýtt á sjö tungumál. Vverkið, sem fjallar um skáldkonuna Selmu Lagerlöf, hefur þegar verið sett upp í Danmörku en það verður sett upp í Þýskalandi og Sviss í febrúar á næsta ári, og skömmu síðar í Hollandi og Belgíu, auk þess sem til stend- ur að flytja það í Bretlandi, Frakklandi og á Ítalíu. Leikið fjórhent á píanóið í Iðnó PÍ AN ÓLEIKARARNIR Þor- steinn Gauti Sigurðsson og Stein- unn Birna Ragnarsdóttir konia fram á öðrum tónleikum í tón- leikaröð Iðnó þriðjudagskvöldið 30. júní kl. 20.30. Þau leika fjór- hent á píanóið og hafa valið á efnisskrá sína verk eftir Fauré, Debussy, Brahms og fleiri. Þor- steinn Gauti og Steinunn Birna hafa starfað saman sem píanódúó um árabil og m.a. hljóðritað verk fyrir tvo flygla. „Frammistaðan fer að mestu eftir því hvernig gengur að samhæfa leikinn og Þorsteinn Gauti Steinunn Birna Sigurðsson Ragnarsdóttir þegar píanóleikarar leika fjór- hent þurfa þeir að vera fullkom- lega samtaka því á píanóinu er ekki hægt að koma inn í tóninn á sama hátt og t.d. á strengjahljóð- færum,“ segir Þorsteinn Gauti. Fjöldinn allur af verkum er til fyrir píanódúó, en drjúgur hluti þess er umskriftir hljómsveitar- verka, en minna hefur verið samið sérstaklega með tvo píanó- leikara í huga. „Þetta er einn angi píanóbókmenntanna en flest verkin á efnisskrá okkar Stein- unnar Birnu tilheyra seinni flokknum þó við séum líka með fáeinar umskriftir.“ Jazznámskeið Snmarháskólans á Akureyri Sumarháskólinn á Akureyri stendur fyrir samnorrænu jazznámskeiði dagana 16.-21. ágúst nk. Meðal kennara: Sigurður Flosason og Hilmar Jensson. Lögð verður áhersla á samspil, hljómfræði og spuna. Nemendur verða að hafa lokið III. stigi á hljóðfæri eða hafa einhverja spila- reynslu. Reynsia af jazztónlist ekki nauðsynleg. Verð kr. 20.000. Innifalin gisting í svefnpokaplássi og hálft fæði. Skráning stendur yfir i síma 463 9000/891 7985 til 20. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.