Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 52
; 52 PRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLABIÐ
Freyðandi,
ilmríkt og
höfugt popp
TÓJVLIST
Geisladiskur
STEREO
Breiðskffa Páls Óskars Hjálmtýsson-
ar og hljómsveitarinnar Casino sem
kallast Stereo. Páll Óskar syngur en
þeir Casino-menn eru Samúel Jón
Samúelsson básúnu- og slagverks-
leikari, Snorri Sigurðarson trompet-
Ieikari, Þorgrímur Jónsson bassa-
leikari, Halldór Kristinn Júlíusson
gítarleikari, Auðunn Freyr Ingvars-
son saxófónleikari, Ingólfur Jóhann-
esson hljómborðsleikari og Hjörleif-
ur Jónsson slagverksleikari. Þeim til
aðstoðar eru ýmis, þar á meðal
strengjasveit sem Szymon Kuran
leiðir, Kristinn Arnason leikur á gít-
ar í tveimur lögum og Brynhildur
Björnsdóttir raddar í einu. Japis
gefur út. 44,10 mín.
Á SJÖUNDA áratugnum vestur
í Bandaríkjunum var blómatími
lagasmiða og útsetjara; lagasmiðir
mokuðu frá sér eftirminnilegum
lögum og útsetjarar færðu þau í
íburðarmikinn búning með fjöl-
skipuðum strengja- og blásara-
sveitum. Tónlist frá þeim tíma
fékk á sig slæmt orð, framleiðslan
var kannski of mikil og andlitin of
fá, en ómaklegt var þó og er að
kalla hana lyftutónlist eða Muzak.
Muzak er allt annað fyrirbæri og
eldra, enda Muzak-fyrirtækið
stofnað á fimmta áratugnum.
Fremstu lagasmiðir þessa tíma,
Burt Bacharach, Henri Mancini,
Jimmy Webb, Lawrence Welk,
sem reyndar vann mikið fyrir
Muzak, Paolo Mantovani og Percy
Faith svo fáeinir séu tíndir til.
Víst voru þeir ólíkir, sumir laga-
smiðir, aðrir útsetjarar og hljóm-
sveitarstjórar sem gerðu verk
annarra að því sem menn kölluðu
um tíma kampavínstónlist; freyð-
andi, ilmríkt og höfugt popp. Þau
orð eiga reyndar vel við þá skífu
sem hér er gerð að umtalsefni.
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur
verið duglegur við að kynna tón-
listarstefnuna sem hér er lýst og
kallar hana stofupopp. Fyrr á ár-
inu tók hann saman við septettinn
Casino og afraksturinn er platan
Stereo.
Að hlusta á Stereo er ævintýri
líkast, hvarvetna eru skemmtilegir
sprettir og ólgandi af fjöri. Nefni
sem dæmi hvernig áheyrandinn er
leiddur úr frönskum munaðartrega
í fágaða salsasveiflu með aðstoð
ítalsks sjónvarpsstefs. Á leiðinni í
gegnum Stereo eru óteljandi
beygjur og afkimar, en allt hnýtt
meistaralega saman. Hljóðfæra-
Mikill stuðn-
ingur við
frumbyggja
ÞESSI ástralski listamaður af
frumbyggjaættum kom fram í
Sydney nýverið. I Ástralíu er
um þessar mundir mikill stuðn-
ingur við málefni frumbyggja.
Þessi mikli stuðningur og sú
hreyfíng sem hefur myndast í
kringum hann þykir minna á
friðar-, og kvenréttindahreyf-
ingar sjöunda og áttunda ára-
tugarins. Þrátt fyrir þessa
stuðningsbylgju vann hægri-
flokkurinn One Nation Party,
sem Pauline Hanson stýrir,
mikinn kosningasigur í Queens-
land-fylki og sögðu sérfræðing-
ar það endurspegla að stuðning
við frumbyggja er fyrst og
fremst að fínna í stórborgum
Ástralíu.
FÓLK í FRÉTTUM
A svið í
London
Morgunblaðið/Golli
PÁLL Oskar og septettinn Casino.
leikarar standa sig með afbrigðum
vel, þar fremstur meðal jafningja
hljómborðsleikarinn Ingólfur Jó-
hannesson sem leikur jöfnum
höndum á orgel, Rhodes-píanó,
skemmtara og Wurlitzer. Slagverk
er einnig vel útfært og útsetningar
framúrskarandi, meðal annars eru
strengir vel fram reiddir.
Lögin sjálf er flest svo hagan-
lega úr garði gerð að erfítt er að
fara illa með þau. Það er þó ekki
síður ei-fitt að ná að gæða þau lífi
og gera persónuleg sem vissulega
tekst á plötunni. Lög eins og af-
bragðsstykki Bacharachs um lífið í
Los Angeles kvikna til lífsins á ný
og mera að segja stemman um
Barbapabba og hans hyski er ná-
kvæmlega rétt á réttum stað. Mest
gaman er að heyra lög sem sjaldan
hljóma í útvarpi eins og Knowing
When to Leave, Something Big,
sem er með bestu lögum
Bacharachs, og lostaóð Gains-
bourgs, 69 année érotique. Ekki er
síður skemmtilegt að heyra leiknu
lögin, til að mynda er Meglio sta-
sera sérdeilis. vel flutt og Nothing
to Lose, bæði eftir Henry Mancini,
en í því síðamefnda eiga þeir
stjörnuleik Auðunn Freyr Ingvars-
son saxófónleikari, Hjörleifur
Jónsson víbrafónleikari og Snorri
Sigurðarson trompetleikari. Það er
svo til að kóróna fjörið þegar kletz-
mer-smellurinn Hava nagila tekur
hamskiptum óforvarandis í lok
plötunnar.
Hljómur á plötunni er upptöku-
stjórum hennar til sóma og um-
slagið er kapítuli út af fyrir sig;
nær að fanga andrúmsloftið á plöt-
unni í útliti, letri og myndvinnslu.
Árni Matthíasson
► ÞRÁTT fyrir að leikkonan
Nicole Kidman hafí eytt rúmu
ári við tökur á mynd Stanleys
Kubricks „Eyes Wide Shut“ er
hún hvergi
af baki dott-
inn og hefur
nýverið lok-
ið við að
leika í mynd-
inni „Pract-
ical Magic“
með Söndru
Bullock.
Nýjasta
verkefni
þessarar
áströlsku
leikkonu er
hins vegar
frumraun
hennar á sviði í London, þar
sem hún leikur á móti enska
Ieikaranum Iain Glenn í leikriti
David’s Hares „The Blue
Room.“ Kidman og Glenn leika
fímm pör sem eiga í hinum
margvíslegustu ástarflækjum.
Kidman lætur launakjörin
ekki vefjast fyrir sér því hún
mun einungis fá tæpar 30 þús-
und krónur í vikulaun fyrir
sviðsleikinn en það munu vera
lágmarkslaun. Nicole Kidman
hefur víðtæka reynslu af sviðs-
leik í heimalandi sínu, Ástralíu,
en það þykir nokkurt afrek að
takast vel til á sviði í London.
Það er leiksljórinn Sam
Mendez sein setur leikritið upp
og er áætlað að frumsýningin
verði 23. september.
Til hamingju
með heilla-
daginn
þinn!
ALLIR þekkja íslenska af-
mælissönginn, eða hvað?
Reyndar þekkja allir þann
söng sem sunginn er í af-
mælum afmælisbarni til
heiðurs en sá söngur er am-
erískt Iag með íslenskum
texta. Hins vegar vita
færri að til eru íslenskar
afmælisvísur með lagi eft-
ir Atla Heimi Sveinsson
tónskáld við Ijóð Þórarins
Eldjárns rithöfundar en
sagt er frá því í nýjasta
hefti Skímu, tímarits
móðurmálskennara.
Blaðamaður grennsl
aðist fyrir um tilurð
þessara vísna, komst
að því að hvatamaður
að gerð þeirra var
Gunnar Þorsteinn
Halldórsson íslensku-
fræðingur og sló á
þráðinn til hans og
fékk að heyra meira.
„Það er nú þannig
að ég hef kennt
Norðurlandabúum íslensku á
sumarnámskeiðum Háskóla
fslands. Þar syngja nemendur
gjarnan afmælissöngva þegar
einhver á námskeiðinu á af-
mæli og ég koinst fljótt að því
að Danir, Svíar og
Norðmenn eiga allir
sína söngva sem er
auðvitað mjög
skemmtilegt ojg mér
fannst að við Islend-
ingar ættum að eiga
okkar söng líka,“
segir Gunnar.
ALÍSLENSKAR
afmælisvísur
eftir Atla
Heimi Sveins-
son og Þórar-
in Eldjárn.
Fyrir tveimur árum þegar
Gunnar starfaði við dægur-
málaútvarp Rásar 2
datt honum í hug að
tilvalið væri að biðja
þá Atla Heimi og
Þórarin að semja
nýjar afmælisvfsur
sem yrðu síðan
fluttar í útvarpinu.
* Ski'ma 7
„Þeir brugðust
vel við en því miður varð
ekkert úr flutningi vísnanna
í útvarpinu. Þær hafa því
ekki komist í notkun nema
hjá konunni minni sem kenn-
ir í Melaskóla. Hún hefur
sungið þetta með nemendum
sinum og hafa vísurnar vak-
ið mikla lukku hjá þeim.“