Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 51
Engar
leikreglur
á Islandi
Mark Devine var sjálfstætt starfandi
umboðsmaður auk þess að vinna hjá
ICM, stærstu umboðsskrifstofu í heimi.
Hildur Loftsdóttir hitti nýja manninn
í íslenska kvikmyndaiðnaðinum.
HANN kann að meta íslenskt hæfi-
leikafólk og vinnur við að fá erlenda
listamenn til að taka þátt í kvik-
myndum sem kvikmyndafyrirtækið
Pegasus er með í farvatninu.
„Þetta er nú stundum hálfgerð
hringavitleysa. Leikstjórar og leik-
arar þráast við að koma inn í verk-
efni þegar þeir vita ekki hvort ein-
hverjir peningar eru í spilinu.
Framleiðendur leggja síðan ekki fé
í þær myndir sem skarta engum
stjörnum eða virtum leikstjóra,"
segir Mark um starf sitt. „Það getur
tekið óratíma, allt upp í fímmtán ár,
að koma kvikmynd á legg og á það
við um margar mjög góðar kvik-
myndir. Við hjá Pegasus, þar sem
Snorri Þórisson ræður ríkjum, ætl-
um samt að vona að verkefnin okk-
ar muni ganga betur, og reyndar
eru allar líkur á að svo verði.“
„Samskipti mín við Islendinga
hófust fyrir þremur árum. Ég var
umboðsmaður og kynntist Maríu
Ellingsen í gegnum danskan leikara
og leist strax vel á að gerast um-
boðsmaður hennar. Enski leikstjór-
inn Nicolas Roeg valdi hana fljót-
lega í stóra viskí-auglýsingu, og upp
úr því bauð hann henni hlutverk í
kvikmyndinni „Catherine the Gr-
eat“ þar sem hún átti að leika á móti
Faye Dunaway eins og frægt er
orðið hér á landi. Þegar skipt var
um leikstjóra myndarinnar ákváð-
um við María að hún tæki ekki þátt
í henni lengur, þar sem nýi leik-
stjórinn er í grófari kantinum.
f gegnum Maríu kynntist ég
Baltasar Kormáki og gerðist einnig
umboðsmaður hans. Ég var oft í-
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Arnaldur
„ÞAÐ má líkja kvikmyndaiðnaðinum hér við blóm sem er að byrja að blómstra," segir Bretinn Mark Devine.
sambandi við Snorra á þessu tíma-
bili vegna leikara og leikstjóra sem
komu til greina í verkefnum sem
Snorri vann að. Mér líkaði strax vel
við Snorra því hann passar vel inn í
þennan hraða viðskiptaheim. íslend-
ingar era líka einstakir á þann hátt
að þeir fylgja engum leikreglum og
setja sér sínar eigin. Þeir eru líka
hafnir yfir allt snobb og tala eins við
Tom Cruise og Jón Jónsson."
Ameríka í spilinu
„Hjá Pegasus erum við að undir-
búa nokkrar leiknar kvikmyndir og
eina stóra teiknimynd í þrívídd. Þau
verkefni sem lengst eru komin og
ég er að aðallega að vinna við núna
eru „I Love Chu Mee“ eftir Jón
Tryggvason og Sigurbjörn Aðal-
steinsson og „Leonardo’s Wings“
eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson.
Sú fyrri verður amerísk/írsk
vegamynd um tvo írska fiskimenn
sem enda í Nýju-Mexíkó. Þekkt írsk
leikarafjölskylda hefur mikinn
áhuga á því verkefni og vonandi
gengur allt upp.
Myndin hans Sigurbjörns er fjöl-
skyldutryllir sem gerist í Banda-
ríkjunum á stríðsárunum. Hún fjall-
ar um ungan dreng, en faðir hans á
myllu sem springur í loft upp. Það
er mikill áhugi fyrir þessu handriti í
Bandaríkjunum, þ.á m frá hendi
framleiðanda „Judge Dredd“.“
fslendingar fremstir
„Það má líkja kvikmyndaiðnaðin-
um hér við blóm sem er að byrja að
blómstra. Það eru ótrúlega margir
erlendir framleiðendur sem hafa
áhuga á því að kvikmynda á íslandi,
en það þarf að lækka skatta hér svo
það verði mögulegt. íslensk stjórn-
völd ættu hiklaust að feta í fótspor
íra og Ástrala sem innleiddu skatt-
afslátt fyrir þá sem leggja fé í kvik-
myndir. Það hefur komið þeim í röð
fremstu kvikmyndaframleiðenda í
heimi og margborgað sig. Tony Bla-
ir er einmitt að íhuga þetta mál fyr-
ir Breta.
Kvikmyndahandritin sem við hjá
Pegasus erum að þróa eru öll skrif-
uð af íslendingum en kvikmyndirn-
ar verða að öllum líkindum fram-
leiddar á enskri tungu með nafn-
kunnum erlendum leikurum. Að fá
nafnkunna leikara er lykillinn að
fjármögnun og þar kem ég inn,“
sagði hinn viðkunnanlegi Mark
Devine að lokum.
nýr sendibíll
Stuttur: 4,7 m/5 m3 eða langur: 5,04 m/6 m3.
Eyðslugrönn og hljóðlát 2.500 túrbódíselvél/2.400 bensínvél.
Burðargeta 1.000 kg. _____________
Verð frá
aðeins kr.
1.185.500
án vsk.
‘Vegna lækkunar á vörugjaldi
getum við nú boðið hinn glæsilega
sendibíl Hyundai H1 á lægra verói.
HYunoni
- tilframtíðar
Ármúla 13- Sími 575 1220 - 575 1200 • Fax 568 3818