Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 51 Engar leikreglur á Islandi Mark Devine var sjálfstætt starfandi umboðsmaður auk þess að vinna hjá ICM, stærstu umboðsskrifstofu í heimi. Hildur Loftsdóttir hitti nýja manninn í íslenska kvikmyndaiðnaðinum. HANN kann að meta íslenskt hæfi- leikafólk og vinnur við að fá erlenda listamenn til að taka þátt í kvik- myndum sem kvikmyndafyrirtækið Pegasus er með í farvatninu. „Þetta er nú stundum hálfgerð hringavitleysa. Leikstjórar og leik- arar þráast við að koma inn í verk- efni þegar þeir vita ekki hvort ein- hverjir peningar eru í spilinu. Framleiðendur leggja síðan ekki fé í þær myndir sem skarta engum stjörnum eða virtum leikstjóra," segir Mark um starf sitt. „Það getur tekið óratíma, allt upp í fímmtán ár, að koma kvikmynd á legg og á það við um margar mjög góðar kvik- myndir. Við hjá Pegasus, þar sem Snorri Þórisson ræður ríkjum, ætl- um samt að vona að verkefnin okk- ar muni ganga betur, og reyndar eru allar líkur á að svo verði.“ „Samskipti mín við Islendinga hófust fyrir þremur árum. Ég var umboðsmaður og kynntist Maríu Ellingsen í gegnum danskan leikara og leist strax vel á að gerast um- boðsmaður hennar. Enski leikstjór- inn Nicolas Roeg valdi hana fljót- lega í stóra viskí-auglýsingu, og upp úr því bauð hann henni hlutverk í kvikmyndinni „Catherine the Gr- eat“ þar sem hún átti að leika á móti Faye Dunaway eins og frægt er orðið hér á landi. Þegar skipt var um leikstjóra myndarinnar ákváð- um við María að hún tæki ekki þátt í henni lengur, þar sem nýi leik- stjórinn er í grófari kantinum. f gegnum Maríu kynntist ég Baltasar Kormáki og gerðist einnig umboðsmaður hans. Ég var oft í- FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Arnaldur „ÞAÐ má líkja kvikmyndaiðnaðinum hér við blóm sem er að byrja að blómstra," segir Bretinn Mark Devine. sambandi við Snorra á þessu tíma- bili vegna leikara og leikstjóra sem komu til greina í verkefnum sem Snorri vann að. Mér líkaði strax vel við Snorra því hann passar vel inn í þennan hraða viðskiptaheim. íslend- ingar era líka einstakir á þann hátt að þeir fylgja engum leikreglum og setja sér sínar eigin. Þeir eru líka hafnir yfir allt snobb og tala eins við Tom Cruise og Jón Jónsson." Ameríka í spilinu „Hjá Pegasus erum við að undir- búa nokkrar leiknar kvikmyndir og eina stóra teiknimynd í þrívídd. Þau verkefni sem lengst eru komin og ég er að aðallega að vinna við núna eru „I Love Chu Mee“ eftir Jón Tryggvason og Sigurbjörn Aðal- steinsson og „Leonardo’s Wings“ eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson. Sú fyrri verður amerísk/írsk vegamynd um tvo írska fiskimenn sem enda í Nýju-Mexíkó. Þekkt írsk leikarafjölskylda hefur mikinn áhuga á því verkefni og vonandi gengur allt upp. Myndin hans Sigurbjörns er fjöl- skyldutryllir sem gerist í Banda- ríkjunum á stríðsárunum. Hún fjall- ar um ungan dreng, en faðir hans á myllu sem springur í loft upp. Það er mikill áhugi fyrir þessu handriti í Bandaríkjunum, þ.á m frá hendi framleiðanda „Judge Dredd“.“ fslendingar fremstir „Það má líkja kvikmyndaiðnaðin- um hér við blóm sem er að byrja að blómstra. Það eru ótrúlega margir erlendir framleiðendur sem hafa áhuga á því að kvikmynda á íslandi, en það þarf að lækka skatta hér svo það verði mögulegt. íslensk stjórn- völd ættu hiklaust að feta í fótspor íra og Ástrala sem innleiddu skatt- afslátt fyrir þá sem leggja fé í kvik- myndir. Það hefur komið þeim í röð fremstu kvikmyndaframleiðenda í heimi og margborgað sig. Tony Bla- ir er einmitt að íhuga þetta mál fyr- ir Breta. Kvikmyndahandritin sem við hjá Pegasus erum að þróa eru öll skrif- uð af íslendingum en kvikmyndirn- ar verða að öllum líkindum fram- leiddar á enskri tungu með nafn- kunnum erlendum leikurum. Að fá nafnkunna leikara er lykillinn að fjármögnun og þar kem ég inn,“ sagði hinn viðkunnanlegi Mark Devine að lokum. nýr sendibíll Stuttur: 4,7 m/5 m3 eða langur: 5,04 m/6 m3. Eyðslugrönn og hljóðlát 2.500 túrbódíselvél/2.400 bensínvél. Burðargeta 1.000 kg. _____________ Verð frá aðeins kr. 1.185.500 án vsk. ‘Vegna lækkunar á vörugjaldi getum við nú boðið hinn glæsilega sendibíl Hyundai H1 á lægra verói. HYunoni - tilframtíðar Ármúla 13- Sími 575 1220 - 575 1200 • Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.