Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 25 Allt milli him- ins og jarðar MYNÐLIST L j ósiny ndakoinpan, Kaupvangsstræti 24, Akureyri LJÓSMYNDIR ANDREASZÚST Til 10. júlí. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14-17. LJÓSMYNDAKOMPAN heitir lítið herbergi í Kaupvangsstræti 24, Akureyri, sem Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir rekur. Sjálf er Aðal- heiður listmálari, en fóstrar óbland- inn áhuga á listrænni Ijósmyndun eða ljósmyndlist eins og réttast væri að kalla fyrirbærið. Hafí Ljós- myndakompan farið framhjá ein- hverjum er rétt að taka það fram að hún er í sama húsi og Listasafnið á Akureyri, hægra megin við inn- ganginn í safnið. Syningin á verkum svissneska listamannsins Andreas Zúst, frá Zúrieh, er 6. sýningin sem Aðalheið- ur skipuleggur í Ljósmyndakomp- unni. Zúst - fæddur í Bern, 1947 - er lærður náttúrufræðingur frá ETH - Tækniháskóla Svissneska fylkjasambandsins - í Zúrich. Frá 1973 til 1980 vann hann sem veður- og jöklafræðingur í Kanada, á Grænlandi og í svissnesku Ölpun- um. Frá upphafi 9. áratugarins hafa fjölmargar sýningar Zúst í Sviss og víðar borið vott um fjölhæfni hans, bæði sem ljósmyndara og málara. Það virðist nefnilega hvergi vefjast fyrir iistamanninum hvaða „línu“ skuli taka. Það er ef til vill það at- hyglisverða og skemmtilega við list Zúst hve laus hann er við fastmót- aðar og fyrirframgefnar skilgrein- ingar á hugtakinu myndlist. Sveppablek, rauðlúsarblek, sepía og jurtalitir eru meðal þeirra nátt- úruefna sem Zúst notar í verk sín auk ljósmyndatækninnar. Ljós- ÚR myndröðinni Botanische Pigmente, 1986-89 og 1991. Hér speglast listamaðurinn í vatnsdropum ætisvepps. myndaraðirnar eru innbyrðis jafnó- iíkar og tæknibrögð listamannsins eru margvísleg. Það leiðir hugann ósjálfrátt að þeim mikla mun sem er á ljósmyndlist og málaralist. Zúst virðist einmitt hafa velt þeim and- stæðum fyrir sér. Áður en ljósmyndatæknin leysti drátt- og málaralist af hólmi sem sjónrænn heimilda- og frásagnar- miðill vó myndefnið jafnt og tækni listamannsins. Eftir að ljósmyndin rændi dráttlistina hefðbundnum túlkunargrundvelli sínum varð út- færslan hinstu rök myndlistarinnar. Þegar abstraktlistin leysti hlut- bundna tjáningu af hólmi var það einungis til að undirstrika það sem öllum var ljóst: Það gilti einu hverju máiverkið lýsti; efnistökin voru mál málanna. Framhjá þeirri nauðvöm málverksins leitast Zúst við að stýra ljósmyndum sínum án þess að slá af myndrænum kröfum. Halldór Björn Runólfsson EITT verka Rebekku. Rebekka sýnir á Laugar- vatni ELÍN Rebekka Tryggvadóttir í Art-Hún sýnir verk sín í sumar á Hótel Eddu, Laugarvatni. Art-Hún er gallerí og vinnu- stofur sex listakvenna sem vinna að list sinni. Verk Rebekku er unnin með olíulitum á striga og eru nú átta málverk í gestamót- töku Menntaskólans en eitt í íþróttakennaraskólanum (áður Húsmæðraskólinn á Laugar- vatni). Hægt er að skoða mynd- irnar alla daga fram til 20. ágúst. Tvær myndlist- arsýningar í Hótel Framnesi NÚ STANDA yfir tvær myndlist- arsýningar í Hótel Framnesi, Grundarfirði, og eru þær í tengsl- um við opnunarhátíð hótelsins sem haldin var fyrir skömmu. Það er sýning Sigríðar Gísladóttur frá Bjarnarfossi í Staðarsveit er nefn- ist Þarfasti þjónninn (Lurkur II), olía á striga og sýning Áslaugar Pétursdóttur frá Grundarfirði, verk unnin með blandaðri tækni. Sigríður stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1989-1993 og var gestanemandi við Statens Kunstacademy í Ósló 1994. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar hér á landi, í Ósló og París. ÁMORGUN ALLIR AÐ G LÍFEYRIS Frá og með 1. júií taka ný lög gildi sem skylda alla til að greiða í lífeyrissjóð. Nú er lag, veldu frelsi til að njóta lífsins eftir þínu höfði. Þú þarft að byrja snemma að safna í réttum sjóði til að geta notið lífsins síðar á ævinni. Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170 Eitt mesta úrval landsins af útivistar- vörum * allt á einum staö Opið í sumat món - mið kl. 09-18 fimm-fðst kl. 09-19 laugardaga kl. 10-16 . P \ AMí>. « « « « « « 3 |4, FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi lífeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlífeyrissjóður landsins. NGAR AFSLATIUR á götuskóm oföllum tegundum # hin heimsþekkta sportskólfna .ý ❖ ...Skeifunni 6, Reykjavík tegundum a m e r 1 5 k u g ö * u s k 6 r ’ | ' ITALSKIR GONGUSKOR GEYSIR fróbærir gönguskór úr leári toppurmn/ í/ MOvL&t n SEGUGERÐIH ÆGIR Skeifan 6 • Reykjavík • Sími 533 4450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.