Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kosið um sameiningu fímm hreppa í Arnessýslu
Kjósendur Skeiðahrepps
felldu sameining'u
SAMEINING fimm hreppa í uppsveitum Árnes-
sýslu var felld í Skeiðahreppi í kosningum um
sameiningu sem fram fór sl. laugardag. I Laugar-
dalshreppi voru 80,5% kjósenda með sameiningu,
í Þingvallahreppi voru 66,7% kjósenda með sam-
einingu, í Hrunamannahreppi vora 62% kjósenda
með sameiningu og í Biskupstungnahreppi voru
71,6% kjósenda með sameiningu. í Skeiðahreppi
voru 80,8% á móti sameiningu en þegar kosið var
um sameiningu átta hreppa í maí var meirihluti
kjósenda hlynntur sameiningu. „Við getum því
byrjað á núlli en hins vegar hafa þessar kosningar
verið ákveðin skoðanakönnun og vísbending til
sveitarstjómanna," sagði Sigurður Ingi Jóhanns-
son, formaður framkvæmdanefndar um samein-
ingu. „Það þýðir ekki að gefast upp ef menn telja
að sameining sé vænlegasta leiðin til að snúa við
þróuninni á landsbyggðinni."
Sigurður Ingi sagði að niðurstaðan kæmi ekki á
óvart en það kæmi á óvart hversu eindregin hún
væri. „Að mínu mati eru þessar niðurstöður af-
skaplega skýrar,“ sagði hann. „Annars vegar
hafna Skeiðamenn með öllu þessari sameiningu
og það hefur reyndar komið fram bæði fyrir og
eftir kosningarnar hjá forráðamönnum þeirra að
þeir stefna að auknu samstarfí við Gnúpverja.
Eins og kom fram I kosningunum eru þeir ekki
mótfallnir sameiningu heldur vildu þeir ekki
þessa sameiningu.“
Sigurður Ingi bendir á aukið íylgi við samein-
ingu í hinum sveitarfélögunum og telur að niður-
staðan sé skýr skilaboð til sveitarstjórna um að
halda áfram á þessari braut og reyna að mjmda
eitt öflugt uppsveitarfélag í sýslunni. Sagði hann
að Iíklega myndu þá sveitarfélögin sem fellt hafa
sameiningu vera tilbúin að sameinast á næstu ár-
um þótt þau hefðu ekki verið tilbúin til þess í vor.
„Það er því mitt mat að þessi niðurstaða sé áskor-
un til sveitarstjórna þessara fjögurra hreppa um
að hefja viðræður nú strax í sumar um áframhald-
andi vinnu á þessum sama grundvelli," sagði hann.
Skiptar skoðanir
um framhaldið
Að sögn Sigurðar Inga eru skiptar skoðanir um
framhaldið og þá sérstaklega í sveitarstjórn
Hrunamannahrepps. „Það er engin önnur leið fær
eins og er en að ræða sameiningu hreppanna, þar
sem bæði Gnúpverjar og Skeiðamenn hafa hafnað
sameiningu við þessi sveitarfélög,“ sagði hann.
„En frá upphafí hafa verið ræddar hugmyndir um
að sameina sveitarfélögin sitt hvora megin við
Hvítá, það er Hrunamannahrepp, Skeiðahrepp og
Gnúverjahrepp og hins vegar Biskupstungna-
hrepp, Laugardalshrepp, Grímsneshrepp, Grafn-
ingshrepp og Þingvallahrepp. Það var ákveðið að
fara ekki þá leið en reyna þess í stað að sameina
öll sveitarfélögin átta. Eftir á hafa síðan komið
fram hugmyndir um að reyna hefði átt minni
sameiningu en staðreyndin er sú að slík tillaga
verður nú að koma frá Gnúpverjum og Skeiða-
mönnum gagnvart okkur Hranamönnum. Við get-
um ekki óskað eftir viðræðum við þá sem hafa
hafnað sameiningu með svo afgerandi hætti.
Þannig að við Hrunamenn eigum ekki kost á öðru
en að halda áfram og reyna sameiningu enda
skilaboðin nokkuð skýr nema strax komi tilboð
frá nágrönnum okkar.“
Sigurður Ingi telur nokkuð Ijóst að sveitarfé-
lögin vestan Hvítár, þ.e. Biskupstungur, Laugar-
dalshreppur og Þingvallahreppur geti tekið upp
viðræður um sameiningu og sagði hann ekki ólík-
legt að nýja sveitarfélagið Grímsnes og Grafning-
ur myndu óska eftir að koma þar að enda hefði
verið meirihluti fyrir sameiningu í nýja sveitarfé-
laginu ef atkvæðin úr báðum hreppum hefðu verið
talin saman en ekki í sitt hvora lagi.
Afgerandi afstaða
Sveinn Ingvarsson, oddviti Skeiðahrepps, segir
að ekki sé búið að ákveða hvað taki við eftir að
meirihluti kjósenda felldi sameininguna við hin
sveitarfélögin fjögur en í vor þegar kosið var um
sameiningu átta sveitarfélaga var meirihluti fyrir
sameiningu í hreppnum. „Við höldum auðvitað
áfram samvinnu við nágrannasveitarfélögin og þá
sérstaklega við Gnúpverjahrepp. Þetta er afger-
andi afstaða sem fólk tekur gegn sameiningu og
það er sterkt fyrir þá sem eiga að ráða,“ sagði
hann. „Það sem fyrst og fremst hefur valdið þess-
ari breytingu er að ekki er verið að kjósa um sam-
bærilega sameiningu miðað við fyrri kosningu.
Þar munar miklu. Gnúpverjar, sem eru okkar
næstu nágrannar era dottnir út og það sem
breytir þessari mynd er að kosið var í átta sveit-
arfélögum í maí en nú vora þau fímm og af þess-
um fimm eru tvö afgerandi stærst. Það breytir
hlutföllunum milli sveitarfélaganna og ég held að
Skeiðamenn hafi alltaf horft til þess að fylgja
Gnúpverjum.“
Sameining við
Árborgarsvæðið
Sveinn sagði að vafalaust yrðu margir mögu-
leikar kannaðir á næstunni. „Eg veit að hér á
Skeiðum horfa margir til þess að sameinast Sel-
fossi eða Árborgarsvæðinu," sagði hann. „Þangað
sækjum við mikið okkar þjónustu og þar er mikill
styrkur. Aðrir horfa til þess að sameina jafnvel
alla sýsluna í eitt sveitarfélag en þetta eru ómót-
aðar hugmyndir hjá fólki,“ sagði hann.
Hentugri
tímasetn-
ingar og
stærri vélar
SUMARÁÆTLUN íslands-
flugs hefur tekið gildi og gildir
til ágústloka. Félagið hefur yf-
ir fímm flugvélum að ráða í
sumar, tveimur 46 sæta ATR
vélum og þremur 19 sæta
Dornier vélum. I sumar verð-
ur lögð megináhersla á hent-
ugri tímasetningar sem og
stærri vélar til að svara kröfu
markaðarins, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
félaginu.
Helstu breytingar á flugá-
ætlun félagsins era að sæta-
framboð til Vestmannaeyja
eykst til muna og þjónusta við
Akureyringa er aukin með
aukavélum á föstudögum og
sunnudögum. Að auki hefur
brottfarai’tímum til og frá
Egilsstöðum verið breytt og
mun það gefa Austfix-ðingum
aukið svigrúm til styttri ferða
á höfuðborgarsvæðið, segir í
tilkynningunni.
í baði með
sædýrum
LÖGREGLAN í Reykjavík
hafði afskipti af ungum pilti
sem farið hafði í bað í keri á
Miðbakka í Reykjavík. Með
piltinum í baðinu vora krabb-
ar, skeljar og önnur sædýr.
Bílvelta
á Kili
FJÓRIR erlendir ferðamenn
urðu fyrir því að bílaleigubill
þeirra valt á Kjalvegi sl. sunnu-
dag, og lenti með þeim liætti
ofan á þessum hnuliungi.
Sjúkrabíll var sendur á vett-
vang og var einn fluttur með
honum á sjúkrahús vegna
eymsla í hálsi. Fjórmenning-
arnir sluppu með skrámur og
fengu að fara heim að lokinni
skoðun.
Morgunblaðið/Margrét Björnsdóttir
Byrjar vel á norðausturhorninu
ÞAÐ er ekki hægt að segja að veiðin
fari illa af stað á norðausturhorninu.
Veiði er þar hafin í Sandá í Þistilfirði
og Selá í Vopnafirði og veiddist vel á
báðum stöðum miðað við aðstæðui'
og menn sáu talsvert af laxi.
Sextán laxar veiddust í Selá er hún
var opnuð á laugardaginn og er það
með bestu opnunum á þeim bæ. Þar
töldu menn það hafa hrifið vel, að
það hlýnaði vel daginn sem opnunin
var og laxinn tók þá svona vel. Dag-
inn eftir var orðið svínkalt og það
blés hraustlega úr norðaustri. Féll
þá öll taka niður og aðeins einn lax
bættist í kælinn á sunnudaginn.
Menn hafa séð talsvert af laxi, m.a. á
Sundlaugarsvæðinu, í Djúpubotnum
og Fossinum. Þá er margt laxa neð-
an laxastigans I Selárfossi og menn
hafa séð til fiska i stiganum.
Varla sumar í Þistilfirði
Slæmt tíðarfar hefur verið í
Þistilfirði lengst af í sumar og
GUÐMUNDUR Már Stefánsson
með fyrsta laxinn af norðaust-
urhorninu, 13 punda hrygnu á
maðk úr Hæðarþúfuhylí Sandá.
var þokusúld og fjögurra stiga
hiti þegar áin var opnuð í síðustu
viku. Þó veiddust strax þrír laxar
og fleiri sáust. Kalt árvatnið
veldur hins vegar tregum tökum.
Þetta þykir þó lofa góðu, Þistil-
fjarðarárnar hafa ekki sýnt sínar
bestu hliðar síðustu sumur, en nú
þykjast menn sjá teikn á lofti um
að betri tímar séu framundan.
Reyta úr Laxá á Ásum
I gærdag voru komnir 60 laxar úr
Laxá á Ásum og er reytingsveiði
þessa dagana. Stærsti lax sumarsins
veiddist á sunnudaginn og var hann
17 pund.
Tölur úr ýmsum áttum
í gær voru komnir 5 laxar úr Hít-
ará sem er ekki gott. Menn sjá þó
slatta af laxi, en hann tekur illa í
bjartviðrinu. Rúmlega 50 bleikjur
eru og komnar í bók.
Rúmlega 30 laxar eru komnir úr
Rangánum, 7 úr Eystri Rangá, en
um 25 úr Ytri Rangá. Menn sjá þar
æ meira af smálaxi.
Níu laxar veiddust í Leii-vogsá um
helgina, en þá var áin opnuð. Sjö
veiddust fyiri daginn, en tveir þann
síðari. Lítið vatn og bjart veður
stendur veiðiskap fyrir þrifum eins
og víðar, því menn sjá talsvert af laxi
í ánni.
Hollin eru nú að fá um 50 laxa í
Norðurá og mest er það smálax
þessa dagana.
Átta laxar vora komnir af efsta
svæði Stóru Laxár í gærdag, en
rangt var í veiðipistli okkar um helg-
ina að nokkiir væru komnir af
neðstu svæðunum. Það var á mis-
skilningi byggt.
Breytt viðhorf til kuðungsígræðslu
Tæki sem á að
nota en kemur ekki
í stað táknmáls
BERGLIND Stefánsdóttir, formaður
Félags heyrnarlausra og skólastjóri
Vesturhlíðarskóla, telur jákvæða við-
hoxfsbreytingu hafa orðið meðal
heymarsérfræðinga gagnvart kuð-
ungsígræðslu. Það hafi komið fram á
norrænni ráðstefnu heymarfræðinga
fyrir viku. Nú sé viðurkennt að
ígræðslan veiti ekki fulla heyi'n og að
táknmálið sé enn nauðsynlegt. Hún
segh’ Vesturhlíðarskólann sinna
kennslu bama sem gengist hafa undir
kuðungsígræðslu en það sé heilbrigð-
isyftrvalda að sinna eftirmeðferð í
kjölfar læknisaðgerðarinnai’.
Ábyrgð
heilbrigðisyfírvalda
Berglind segh’ Vesturhlíðarskólann
taka við börnum sem gengist hafa
undir kuðungsígræðslu, eins og öðr-
um heymarskertum og heymarlaus-
um börnum, til að kenna þeim tákn-
mál, talmál og hefðbundnar greinai’.
„Mikil áhei’sla er lögð á íslensku í
skólanum og ég er ósamþykk þeim
sjónarmiðum að ekki þurfi að kenna í
skólanum það sem mælt er fyrir um í
aðalnámskrá. Heymarlaus og heym-
arskert böm eiga sama rétt á mennt-
un og aðrír og þau þai’f að búa undir
lífið og langskólanám." Berglind telur
eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld sinni
eftirmeðferð eftir kuðungsígræðslu,
þ.e. heymar- og talþjálfun. „Það er
læknisfræðileg aðgerð og kennarar
era ekki réttu aðilarnir til að veita
meðferð eftir slíkar aðgerðir.“
Börnin ná mestum
þroska tvítyngd
Bei’glind hefur fylgst gi’annt með
umræðum um kuðungsígræðslu á
Norðurlöndunum og 1 Evrópu og
segir umræðuna hafa breyst síðustu
árin. „Skoðun heyrnarlausra á kuð-
ungsígræðslunni hefur breyst mikið
og helst það í hendur við bi-eytt við-
horf þeiri’a sem staðið hafa að
ígræðslunni. Upphaflega var talað
um að þetta myndi veita góða heyrn
og börnin þyrftu ekki að nota tákn-
mál. En nú er viðurkennt eða ljóst að
þetta veith’ ekki fulla heyrn heldur
má noþa þetta svipað og heyrnar-
tæki. Áður vorum við hrædd um að
táknmálið yrði lagt til hliðar og
börnin misstu það sem móðurmál
sitt en næðu svo aldrei fullum tökum
á talmáli þar sem þau era enn mjög
heyrnarskei’t.
Rannsóknir sem staðið hafa allt
frá 1980 sýna fram á að börnin ná
mestum þroska með því að vera tví-
tyngd, þ.e. læra bæði táknmál og
svo þjóðartunguna. Við viljum auð-
vitað að kuðungsígi-æðsla sé notuð
eins og önnur tækni sem hjálpar
heyrnarlausum og heymarskertum
en það má ekki gei’a sér óraunhæfar
væntingar um árangur eða nota
rangar aðferðir í kjölfarið. Þetta er
eins og menn segja enn meiri bylt-
ing fyrir þá sem hafa haft heyrn en
misst hana og kunna því málið fyr-
ir.“
Bei’glind segir þá umræðu sem nú
eigi sér stað hér um hvemig sinna
eigi börnum eftir kuðungsígræðslu í
samræmi við það sem gerst hafi ann-
ars staðar. Deilt sé um hvar hlut-
verki heilbi’igðisyfírvalda sleppi og
skólakerfíð eigi að taka við. Þetta sé
mál sem þurfi að ræða og finna lausn
á. „Vonandi verður hægt að ná góðri
samvinnu hér og mér sýnist fagaðil-
ar hér hafa sameiginlegan skilning
á því að kuðungsígræðslan sé hjálp-
artæki en komi ekki í stað tákn-
máls.“