Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Grasiglufaraldur herjar á tún 1 Jökuldal Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson „TIL AÐ meta nokkurn veginn hve mikið væri í túnunum hjá mér, taldi ég fjölda maðka í 10X10 cm ferhyrn- ingi og margfaldaði með hundrað til að fá fjölda á fermetra," sagði Sigurður. 20 hektarar uppétnir GRASIGLAN hefur étið helming túnanna í Vaðbrekku, alls 20 ha, og milli 100 og 200 ha úthaga. GRASIGLUFARALDUR herjar nú á tún og úthaga Sigurðar Aðal- steinssonar, bónda á Vaðbrekku í Jökuldal. Túnin eru gul og hefur maðkurinn þegar étið um 20 hekt- ara. „Þetta byrjaði í lok maí, ég hélt þá að túnin væru kalin, en í byrjun júní sé ég að maðkar eru farnir að skríða upp á veginn sem liggur í gegnum túnin og þá áttaði ég mig á hvað var að gerast. Þá var orðið svo mikið af maðki í túnunum að það var ekkert við því að gera,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði ennfremur að til að eyða maðkinum hefði þurft að hefja aðgerðir strax, en þegar maðkurinn væri búinn að ná sér svo vel á strik væri lítið hægt að aðhaf- ast. Sigurður kvaðst verða fyrir miklu tjóni af völdum maðksins. Hann væri búinn að éta bróðurpart túnanna hans svo hann þyrfti að kaupa allt hey fyrir veturinn. Hins vegar hafí hann ekki verið búinn að bera áburð á túnin og það hafí komið sér vel. Rigningin slær af maðkinum „Þetta virðist hafa kviknað í út- haganum og svo skríður maðkurinn inn á túnin þegar hann er búinn að éta úthagann. Sagt er að allt að 3.500 maðkar séu á hverjum fer- metra, en samkvæmt mínum mæl- ingum voru milli 8.900-11.500 maðk- ar á túninu þar sem mest var, en 1.500-3.700 á öðrum túnum.“ Sigurður er með um 40 ha tún og hefur maðkurinn étið um 20 ha nú þegar, auk þess sem hann hefur étið milli 100 og 200 ha af úthaganum. Maðkurinn hefur einnig gert vart við sig á túnum bæjarins Brú í Jökuldal. Sigurður sagði að faraldrar sem þessir gengu yfir á tveimur til þremur árum og kæmu upp eftir snjóþunga vetur og þurr og köld vor. „Síðustu daga hefur ringt hérna fyrir austan og það slær nokkuð af maðkinum." Morgunblaðið/Anna Ingólfa. UNDIRRITUN viljayfirlýsingar um samstarf og stofnun Fræðslunets Austurlands. Efri röð frá vinstri: Óðinn Gunnar Óðinsson, Stefán Ólafsson, Einar Már Sigurðarson og Helga Hreinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Rögnvaldur Ólafsson HÍ, Þórir Ólafsson KHÍ, Bjarni Hjarðar HA og Emil Björnsson SSA. Viljayfírlýsing á málþingi um fjar- og símenntun á Egilsstöðum Háskólanám á Austurlandi Egilsstaðir - Málþing um fjar- og símenntun var haldið á Egilsstöð- um. Þingið var haldið í tengslum við fyrirhugaða stofnun Fræðslunets Austurlands, en starfandi hefur ver- ið háskólanefnd á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við að vinna að því að fá nám á háskóla- stigi á Austurland. I lok málþingsins var undirrituð viljayfirlýsing Háskóla Islands, Há- skólans á Akureyri, Kennarahá- skóla íslands og þess efnis að þessir skólar í samvinnu við háskólanefnd SSA væru reiðubúnir að vinna að þróun og standa að stofnun Fræðslunets Austurlands í sam- vinnu við aðila á Austurlandi. Starfsmaður ráðinn til að undirbúa samstarf Óðinn Gunnar Óðinsson hefur verið ráðinn starfsmaður til þess að vinna að þessum málum fram til áramóta. Hann segir stefnt að því að kennsla hefjist á háskólastigi hér austanlands næsta vetur. Hann seg- ir áhuga mikinn meðal einstaklinga og stjórnenda fyrirtækja enda sé fólk að átta sig á því að sí- og endur- menntun er nauðsynlegur þáttur í rekstri fyrirtækja. Óðinn Gunnar segir hlutverk fræðslunetsins vera að ná inn í fjórðunginn námi á há- skólastigi þannig að fólk geti stund- að nám, næst sinni heimabyggð og að netið verði tengiliður skóla og at- vinnulífs. Reykhólasveit Þurr tún farin að brenna Miðhúsum - Þar sem langvar- andi kuldar og þurrkar hafa verið má búast við að sláttur hefjist ekki að ráði fyrr en seinnihluta júlímánaðar. Gras- spretta stendur í stað og þurr tún eru farin að brenna sem kallað er, en það er þegar grös sölna á þurrustu svæðunum. Allgott útlit er fyrir berja- sprettu og blómgun lyngsins hefur tekist vel. Ef sumai- verður gott má búast við góðri sprettu á öllum þremur berja- tegundum, krækiberjum, blá- berjum og aðalbláberjum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRÁ afhendingu sjúkrarúmsins. Talið frá vinstri: Sólveig Kristinsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri Höfða, Margrét Guðmunsdóttir, deildarstjóri Höfða, Gestur Sveinbjörnsson, formaður líknarsjóðs og Benjamín Jós- efsson, formaður Lionsklúbbsins Akraness. Dvalarheimili færð gjöf Birki og gulvíðir gróðursett í minningu ábúenda á Neðra-Asi STEINN Kárason garðyrkjufræðingur og Svanhildur Steinsdóttir, fyrrum skólastjóri og húsfreyja f Neðra-Ási, í blíðviðri við lok gróðursetningarinnar. Akranesi - Lionsklúbbur Akra- ness hefur afhent Dvalarheimil- inu Höfða góða gjöf í tilefni af 20 ára afmæli heimilisins sem haldið var hátíðlegt fyrr á þessu ári. Um er að ræða rafdrifíð rúm ásamt náttborði sem kemur sér sérlega vel fyrir vistmenn heimilisins. Það var Sólveig Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri Höfða sem tók við gjöfinni frá formanni líknarsjóðs Lionsklúbbs Akra- ness, Gesti Sveinbjörnssyni, en afhendingin fór fram í húsakynn- um Höfða föstudaginn 17. apríl sl. NÝLEGA voru gróðursettar 1.200 birkiplöntur og 30 gulvíðiplöntur í landi Neðra-Áss í Hjaltadal til minn- ingar um Soffíu Jónsdóttur og Stein Stefánsson, fyrrum ábúendur í Neðra-Ási. Það eru afkomendur Soffíu og Steins sem að verkinu standa en sl. sumar var markað fyrsta skrefíð í tilurð skógarteigs til minningar um þau hjónin en þá voru gróðursettar 2.680 birkiplöntur. Hátt í 40 manns komu að verkinu að þessu sinni. Verðandi skógarteigur sem alls er rúmir 5 ha að stærð er í landi Erl- ings Garðarssonar, bónda í Neðra- Ási, sonar Svanhildar dóttur Steins og Soffíu. Nú hefur verið plantað alls í u.þ.b. einn hektara lands. Birkiplönturnar sem gróðursettar hafa verið eru skagfirskar að upp- runa en þær eiga rætur sínar að rekja til Austurdals í Skagafírði. Það var Steinn Kárason garðyrkjufræð- ingur sem safnaði fræi af 4 áhuga- verðustu birkitrjánum og tók græðlinga af 4 áhugaverðustu gul- víðiplöntunum í Fögruhlíð, þar i dalnum haustið 1995 en Steinn hefur haft umsjón með framkvæmdunum. Birkiplönturnar hafa verið fram- leiddar í Gróðrastöðinni Barra hf. á Egilsstöðum en auk þess gaf Garð- yrkjumeistarinn ehf. í Reykjavík 500 birkiplöntur að þessu sinni. Gulvíðigi'æðlingarnir voru geymd- ir í frysti fyrsta veturinn en fóru síð- an í sérræktun og eru móðurplönt- urnar nú í framhaldsræktun Reykja- vík. Fyrirhugað er að halda ræktunar- stai'fínu áfram að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.