Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Pfe>rgnwl>llai>lí>
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329
Vilja flestir sam-
eiginlegt framboð?
Frá Gunnlaugi Júlíussyni:
í BYRJUN næsta mánaðar verður
haldinn aukalandsfundur Alþýðu-
bandalagsins þar sem á að taka
ákvörðun um framtíðarskipan fram-
boðsmála Alþýðubandalagsins í kosn-
ingum til Alþingis á ári komanda.
Miðstjómarfundur Abl. fjallaði ný-
lega um málið en tók í sjálfu sér ekki
afstöðu til þess, a.m.k. ekki í augum
þess sem fylgist með þróun mála í
gegnum fjölmiðla.
Nokkurs taugatitrings er þegar
farið að gæta vegna málsins og sér
þess merki á ýmsan hátt. Fyrir mið-
stjómarfundinn sendi rúmlega fimm-
tíu manna hópur út dreifibréf til full-
trúa fundarins þar sem tekin var
mjög eindregin afstaða til þessarar
umræðu. Þar á meðal vora margir af
helstu forystumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Virðing fyrir skoðunum annarra
Ari Skúlason framkvæmdastjóri
ASÍ birtir grein í Mbl. hinn 23. júní
þar sem hann fjallar um ffamboðs-
málin út frá sínu sjónarhomi. í grein
Ara er sá tónn sleginn sterkt að bera
skuli hóflega virðingu fyrir skoðunum
þeirra sem hann fullyrðir að séu í
minnihluta og þá á öndverðri skoðun
við hann sjálfan. Hann talar t.d. um
minnihluta sem hafi tekið síðastliðinn
landsfund Abl. í gíslingu og hafi kom-
ið í veg fyrir að niðurstaða fengist um
sameiningarmál A-flokkanna. Það er
síðan tilhlökkunarefni í hans huga að
ná afgerandi niðurstöðu á komandi
landsfundi um málið þar sem hún skal
fengin með afdráttarlausri atkvæða-
greiðslu. í máli þeirra sem hafa tafað
fyrir stofhun stóra jafnaðarmanna-
flokksins er jafnan rætt um að þar
eigi að ríkja víðsýni, umburðarlyndi
og breið samstaða. Eitthvað virðist
Ari hafa aðrar skoóanir í þessu efni
þar sem hann hefur þá framtíðarsýn
að einfaldara sé að láta málum ljúka
með atkvæðagreiðslu í stóram flokki
heldur en í litlum flokki eins og Abl.
er að hans mati. Sem sagt, mál skulu
hveiju sinni knúin í gegn með valdi
atkvæða en málamiðlanir og sameig-
inleg niðurstaða heyra sögunni til.
Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn hafa
haldið núverandi stærð sinni ef for-
ystumenn á hverjum tíma hefðu haft
þann háttinn á? Hvar er víðsýnin,
hvar er umburðarlyndið, hvar er sam-
staðan? Spyr sá sem ekki veit?
Persónulegt hnútukast
Hnútukast i garð þeirra sem eru
á öndverðum meiði við talsmenn
sameiningar hefur gegnum tíðina
verið einkennandi fyrir málflutning
þeirra sem keyra fast á sameiningu
A-flokkanna. Grein Ara er þar engin
undantekning. Klifað er á í henni
sem svo oft áður að Steingrímur
Sigfússon alþingísmaður sé tals-
maður núverandi kvótakerfis í sjáv-
arútvegi í einu og öllu með öllum
þeim göllum sem því fylgja. Þannig
er reynt að leggja honum orð í munn
á mjög óskammfeilinn hátt. Á þann
hátt á að reyna að gera málflutning
hans í framboðsmálum Abl. ótrúverð-
ugan og áhrif hans minni í þeirri um-
ræðu allri. Skipta þar engu máli stað-
reyndir um að Steingrímur er sá
þingmaður Abl. sem ásamt Kristni
H. Gunnarssyni hefur lagt fram rót-
tækastar tillögur um breytingar á
kvótakerfinu og síðan endanlegt af-
nám þess. Þessir menn ásamt öðram
þingmönnum flokksins hafa einnig
um áraraðir barist fyrir upptöku
byggðakvóta. Slíkt skiptir ekki máli í
huga þeirra sem vilja fylkja sér með
Alþýðuflokksmönnum um upptöku
auðlindaskatts á sjávarútveginn sem
er í raun ekkert annað en lands-
nfflLmwiiwww BIÖ11011113ítSBkí
Eins handfangs blöndunartæki
Mora Mega ern lipur og létt í
notkun. Fást bæði í handlaugar
og eldhús, króm eða króm/gull.
Mora sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
— Smiðjuvegill.Kópavogi
TtllGlehf. Sími564 1088.fax564 1089
Fæst í byogingavöruuerslunum um land allt.
ouisrLOP
LÍM
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
Spurning 15
Hverjar eru í
hlutverki Rizzo í
söngleiknum og
myndinni?
Svaraiu á netinu
957 og
mei.