Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Pfe>rgnwl>llai>lí> BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vilja flestir sam- eiginlegt framboð? Frá Gunnlaugi Júlíussyni: í BYRJUN næsta mánaðar verður haldinn aukalandsfundur Alþýðu- bandalagsins þar sem á að taka ákvörðun um framtíðarskipan fram- boðsmála Alþýðubandalagsins í kosn- ingum til Alþingis á ári komanda. Miðstjómarfundur Abl. fjallaði ný- lega um málið en tók í sjálfu sér ekki afstöðu til þess, a.m.k. ekki í augum þess sem fylgist með þróun mála í gegnum fjölmiðla. Nokkurs taugatitrings er þegar farið að gæta vegna málsins og sér þess merki á ýmsan hátt. Fyrir mið- stjómarfundinn sendi rúmlega fimm- tíu manna hópur út dreifibréf til full- trúa fundarins þar sem tekin var mjög eindregin afstaða til þessarar umræðu. Þar á meðal vora margir af helstu forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Virðing fyrir skoðunum annarra Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ birtir grein í Mbl. hinn 23. júní þar sem hann fjallar um ffamboðs- málin út frá sínu sjónarhomi. í grein Ara er sá tónn sleginn sterkt að bera skuli hóflega virðingu fyrir skoðunum þeirra sem hann fullyrðir að séu í minnihluta og þá á öndverðri skoðun við hann sjálfan. Hann talar t.d. um minnihluta sem hafi tekið síðastliðinn landsfund Abl. í gíslingu og hafi kom- ið í veg fyrir að niðurstaða fengist um sameiningarmál A-flokkanna. Það er síðan tilhlökkunarefni í hans huga að ná afgerandi niðurstöðu á komandi landsfundi um málið þar sem hún skal fengin með afdráttarlausri atkvæða- greiðslu. í máli þeirra sem hafa tafað fyrir stofhun stóra jafnaðarmanna- flokksins er jafnan rætt um að þar eigi að ríkja víðsýni, umburðarlyndi og breið samstaða. Eitthvað virðist Ari hafa aðrar skoóanir í þessu efni þar sem hann hefur þá framtíðarsýn að einfaldara sé að láta málum ljúka með atkvæðagreiðslu í stóram flokki heldur en í litlum flokki eins og Abl. er að hans mati. Sem sagt, mál skulu hveiju sinni knúin í gegn með valdi atkvæða en málamiðlanir og sameig- inleg niðurstaða heyra sögunni til. Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn hafa haldið núverandi stærð sinni ef for- ystumenn á hverjum tíma hefðu haft þann háttinn á? Hvar er víðsýnin, hvar er umburðarlyndið, hvar er sam- staðan? Spyr sá sem ekki veit? Persónulegt hnútukast Hnútukast i garð þeirra sem eru á öndverðum meiði við talsmenn sameiningar hefur gegnum tíðina verið einkennandi fyrir málflutning þeirra sem keyra fast á sameiningu A-flokkanna. Grein Ara er þar engin undantekning. Klifað er á í henni sem svo oft áður að Steingrímur Sigfússon alþingísmaður sé tals- maður núverandi kvótakerfis í sjáv- arútvegi í einu og öllu með öllum þeim göllum sem því fylgja. Þannig er reynt að leggja honum orð í munn á mjög óskammfeilinn hátt. Á þann hátt á að reyna að gera málflutning hans í framboðsmálum Abl. ótrúverð- ugan og áhrif hans minni í þeirri um- ræðu allri. Skipta þar engu máli stað- reyndir um að Steingrímur er sá þingmaður Abl. sem ásamt Kristni H. Gunnarssyni hefur lagt fram rót- tækastar tillögur um breytingar á kvótakerfinu og síðan endanlegt af- nám þess. Þessir menn ásamt öðram þingmönnum flokksins hafa einnig um áraraðir barist fyrir upptöku byggðakvóta. Slíkt skiptir ekki máli í huga þeirra sem vilja fylkja sér með Alþýðuflokksmönnum um upptöku auðlindaskatts á sjávarútveginn sem er í raun ekkert annað en lands- nfflLmwiiwww BIÖ11011113ítSBkí Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega ern lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: — Smiðjuvegill.Kópavogi TtllGlehf. Sími564 1088.fax564 1089 Fæst í byogingavöruuerslunum um land allt. ouisrLOP LÍM ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Spurning 15 Hverjar eru í hlutverki Rizzo í söngleiknum og myndinni? Svaraiu á netinu 957 og mei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.