Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 11 FRETTIR Ráðstefna um Norðurlöndin og kalda stríðið Island fyrirmyndarland í sovéskum bókmenntum ISKRIFUM sovéskra rithöf- unda eftir dauða Stalíns 1953 varð ísland á suman hátt fyrir- mynd hvað varðaði þjóðfélags- skipan og varðveislu þjóðmenningar, þrátt fyrir að landið væri eitt hinna kapítalísku vesturvelda. Þeir dáðust að stéttleysi íslensks samfélags, lífs- gæðum almennings og opnu stjórn- kerfí. Þetta kom fram í fyrirlestri Áma Bergmanns bókmenntafræð- ings á ráðstefnunni á laugardag. A valdatíma Stalíns ríkti mikil tor- tryggni gagnvart öllum erlendum menningaráhrifum. Eftir að „þíðan“ tók við í Sovétríkjunum var faiið að þýða ýmsar samtímabókmenntir á rússnesku, en það hafði áður verið einkar sjaldgæft. Meðal erlendra höf- unda sem nú hlutu náð í augum sov- éskra yfirvalda vai- Halldór Laxness. Árni segir að rússneskir bók- menntagagnrýnendur hafi ekki ein- göngu metið hann út frá mælikvarða pólitíski-ar rétthugsunar heldur var ft'umleiki einnig talinn honum til tekna og í máli þeirra brá fyrir gam- alli rómantískri hefð frá því fyrir daga byltingarinnar um gefandi bar- áttu manns og náttúru á norðurslóð- um og lærdóma sótta í hetjuskáld- skap fortíðar. Jafnframt var á þessum tíma tekið til við að þýða íslenskar miðaldabók- menntir, og segir Ami að þær hafi jafnvel haft meiri áhrif en bækur Halldórs. Gagnrýnendur sögðu að þar væru komnar jarðbundnar og raunverulega raunsæjar bókmennt- ir, ólíkt stefnu hugmyndafræðilegrar rétthugsunar. Ami segir að hugmyndir Sovét- manna um íslenskar miðaldabók- menntir sem ein- stakt fyrirbæri hafi smám saman færst yfir á Ísland samtím- ans. Fræðimenn sem heimsóttu landið á sjöunda áratugnum skrifuðu að þar væri lifandi þjóðannenn- ing ' varðveitt sem næði tO allrar alþýðu manna. Þeir töldu að Sovétmenn gætu dregið lærdóma af Islendingum, en sú hugsun var mjög óvenjuleg í skrifum þess tíma. Algengast var að blaðamenn og aðrir þeir sem fóru til vesturlanda gæfu þá mynd af vesturlöndum að þar væri þjóðfélögin á hverfandi hveli vegna arðráns kapítalismans. Fleira sameinaði en aðgreindi Finnski sagnfræðingurinn Jussi M. Hahnimáki fjallaði um menning- arárekstra milli Norðurlandabúa og Bandaríkjamanna í kalda stríðinu. Meginniðurstöður hans eru þó að í huga beggja hafi það verið fleira sem sameinaði en aðgreindi. Helstu sam- eiginlegu gildi voru vinnusemi, trú á lýðræðishugsjón og réttindi einstak- lingsins. Norðurlandabúai’ gagnrýndu hins vegar það sem þeir sáu sem óhefta einstaklingshyggju Bandaríkjamanna og mismunum kynþátta. Bandaríkja- menn litu mikil ríkisafskipti á Norð- urlöndunum óhýru auga. I kjölfai- stríðsins voru viðhorf Norðurlandabúa til Bandaríkjanna yfirleitt jákvæð, en í byrjun 6. áratug- ai'ins jókst torti’yggni þeirra í kjölfar baráttu öldungadeildarþingmannsins McCarthy gegn kommúnískum áhrif- um í bandarísku þjóðfélagi. McCarthy líkt við Goebbels Hahnimáki segir meðal annars frá skýrslum sem sendiherrar í Nator- íkjum voru beðnir að skila til utan- ríkisráðuneytisins um vaxandi efa- íslenskar miðaldabókmenntír og rit Hall- dórs Laxness vöktu aðdáun sovéskra fræði- manna á íslenskri menningu og þjóðfélagi, þrátt fyrir kapítalískt þjóðskipulag. Heigi Þorsteinsson og Kristján Jónsson segja frá fyrirlestrum Arna Bergmanns og nokkurra útlendra fræðimanna á síðasta degi ráð- stefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið. RUSSNESKI sellóleikarinn Rostropovitch, sem hér heilsar Halldóri Laxness, var ásamt öðrum sovéskum menningarfrömuðum sendur til Islands til að vinna hugi íslendinga í kalda stríðinu. Áhrifin voru gagn- kvæm, því skáldverk Halldórs heilluðu sovéska bókmenntaunnendur. þess lýstu þeir fjöldamenningu sem mótaði alla í sömu mynd. Jafnframt töldu þeir að of mikið væri af lögum og að lögreglan hefði afskipti af of mörgum þáttum einkalífsins. Ríkisforsjá frá vöggu til grafar Samkvæmt Hahnimaki eru mun færri heimildir til um viðhorf Banda- ríkjamanna til Norðurlandabúa en öfugt, enda urðu íbúar stórveldisins ekki svo mjög varir þessara friðsælu smáríkja í Norður-Evrópu. Neikvæð viðhorf sem fram komu voru helst á þann veg að Norðurlandabúar væru þröngsýnir, einlitir tækniveldissinnar. Viðhorf Bandaríkjamanna gagn- vart Svíum komu skýrar fram en gagnvart öðrum Norðurlöndum. Ár- ið 1951 birtist til dæmis gi'ein í tíma- ritinu Time þar sem gagnrýnd var ofverndun þegnanna í Svíþjóð, þar sem séð væri fyrir hverjum einstak- lingi frá vöggu til grafar. Þetta ylli ólgandi óánægju undir yfirborðinu sem kæmi fram í aukinni tíðni skiln- aða, fjölda óskilgetinna bama, áfeng- issýki, afbrotum unglinga og skorti á trúaráhuga. Balkanskagi og Skandinavía herfræðilegir útjaðrar Búlgarinn Jordan Baev sagði frá rannsóknum sínum en áður hefur verið rakið hér í blaðinu hvað hann sagði um samskipti íslenskra komm- únista við þekktasta leiðtoga búlgar- skra kommúnista og yfirmann Kom- intern, Georgí Dimitrov. Dimifrov var mikill áhrifamaður í alþjóða- hreyfingu kommúnista og heims- frægur fyrir vörn sína í réttarhöld- um í Þýskalandi eftir að ríkisþing- húsið brann. Nasistar kenndu vinstrimönnum um brunann. Baev fjallaði um Skandinavíu og Balkanskaga, tvo útjaðra í herfræði og áætlunum bandalaganna beggja, Atlantshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins, í kalda sfríðinu. Hugs- anleg átök milli heraflanna í Mið- og Vestur-Evrópu voru þungamiðjan í öllum vangaveltum um heimsstyij- öld milli austurs og vesturs. Ólafur K. Magnússon SAMSKIPTI Svía og Bandarikjamanna hafa aldrei verið stirðari en á tímum Víetnamstríðs- ins, sem Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, barðist ákaft gegn. semdir Evrópumanna í garð Banda- ríkjamanna sem forystuafls í álfunni. I samantekt var sagt um niðurstöð- urnar að McCarthyisminn hefði „gert meira til að veikja stöðu Bandaríkjamanna og spilla fyrfr for- ystuhlutverki þeirra en nokkur ann- ar einstakur þáttur“. Borgaralegt sænskt tímarit skrifaði árið 1953 að „Goebbels hefði öfundað McCarthy af aðferðum hans“, og að þingmaður- inn hefði valdið ímynd Bandaríkja- manna ómældum skaða. Fullbrightáætlunin svonefnda, sem komið var í framkvæmd í lok 5. áratugarins og fól í sér nemenda- bmpti milli Bandaríkjanna og ann- arra landa, hafði að áliti Hahnimakis þau áhrif að auka skilning milli Norðurlandabúa og Bandaríkjanna. Jafnframt kom þó í ljós ýmis menn- ingarmunur. í rannsókn sem gerð var 1954 sögðust Norðurlandabúarn- fr margir í upphafí dvalar sinnar vera ánægðir með hvað Bandaríkja- menn væru opnir og einlægir, en eft- ir nokkra mánuði kvörtuðu þeir yfir því að vinsemdin væri yfirborðsleg. Þeim fannst líka nóg um hversu stórt hlutverk trúin lék í lífí fólks og hversu mikil togstreita var milli fólks vegna kynþáttar og þjóðernis- uppruna. Sú ímynd einstaklings- hyggju sem gestirnir höfðu fyrir- fram gefið sér breyttist og í stað Seint á sjötta áratugnum fóru búlgarskir kommúnistar að huga að hlutleysisstefnu Svía, sem þeim hafði áður þótt mefri í orði en á borði og jafnframt var reynt að efla tengsl við ýmis samtök og flokka í NATO-ríkj- um á Norðurlöndum í von um að ýta undir sjálfstæða stefnu ríkjanna inn- an bandalagsins og gagnvart Banda- ríkjunum. Möguleikar á ósætti og klofningi voru kannaðir og reynt að nýta þá. Bændasamband Búlgaríu og Framsóknarflokkurinn Baev ræddi um Bændasamband Búlgaríu, sem var sérstakur stjórn- málaflokkur, algerlega undir hand- arjaðri kommúnistaflokksins. Þess má geta að Framsóknarflokkurinn íslenski átti vinsamleg samskipti við Bændasambandið og einnig Ihalds- flokkurinn danski, að sögn Baevs. Víða í V-Evrópu og ekki síst á Norðurlöndum fannst miðjuflokkum og hófsömum hægriflokkum auð- veldara að taka þátt í ráðstefnum um „slökun, frið og alþjóðleg samskipti" og kjarnorkuvopnalaus svæði ef full- trúar kommúnistaríkjanna voru und- ir sakleysislegri fána en þeim rauða. Rússnesku fræðimennirnir Maxím Korobotsjkín og Alexei Komarov ræddu einkum í erindum sínum stefnu Sovétmanna gagnvart Finn- um á fimmta og sjötta áratugnum og Svíinn Sune Persson um hlutleysis- stefnu Svía og þátttöku þeirra I frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna. Korobotsjkín sagði að smáþjóðir hefðu ekki ávallt orðið að sitja og standa í kalda stríðinu eins og risa- veldin fyrirskipuðu. Hann sagði sam- skipti Sovétríkjanna við Norðmenn og Finna fyrstu ár kalda stríðsins vera gott dæmi um þetta. Sovétstjóminni hefði þó tekist að tryggja sér áhrif á stefnu Finna. Þannig hættu Finnar við að þiggja Marshallhjálp vegna þrýstings frá Moskvu og Mauno Pekkala, félagi í samfylkingu kommúnista og Sovét- vina, varð forsætisráðherra 1947. Að áliti Korobotsjkíns fékk hann „nauð- synlegar leiðbeiningar" frá Moskvu- mönnum er gerður var samningur milli ríkjanna um gagnkvæma að- stoð. Vegna kænsku Juhos Paasikiv- is forseta hafi lokaniðurstaðan 1948 ekki orðið Finnum óhagstæðari en svo að þeir héldu nokkurn veginn sjálfstæði í varnarmálum. Slæm reynsla af Vetrarstríðinu Ákvæði var í samningnum er skilja mátti sem yfirlýsingu um hlutleysi Finna í kalda stríðinu. Korobotsjkín sagði Urho Kekkonen, síðar forseta, hafa getað sannfært Molotov um sál- fræðilega nauðsyn ákvæðisins. Á hinn bóginn hafi sovétstjórnin aldrei velt fyrir sér að beita hervaldi til að tryggja stöðu sína í Finnlandi. Reynslan af stríðsrekstri gegn Finn- um í Vetrarstríðinu og síðar heims- styrjöldinni hafí verið slík að Stalín og Molotov hafi útilokað hernám Finnlands. Augljós þrýstingur Stalíns á Finna hafi valdið aukinni tortryggni á Vest- urlöndum í garð Sovétstjórnarinnar. Árið 1948 hafi Norðmenn óttast að næst fengju þeir samningstilboð um gagnkvæma aðstoð, Korobotsjkín segir þó engin skjöl benda til að hætta hafi verið á því. En valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu sama ár fyllti mælinn og ári síðar urðu þrjú Norðurlandanna stofnaðilar NATO. Athyglisvert sé að sovétstjórnin hafi eftir kosningaósigur kommún- ista I Finnlandi sætt sig við að þeir hyrfu úr ríkisstjórn. Tekin hafi verið sú grundvallarákvörðun að efla sam- skiptin við Kekkonen og borgaralega stuðningsmenn hans, útiloka þannig eftir fongum áhrif jafnaðarmanna, sem voru harðfr andkommúnistar og láta kommúnista í reynd róa. Þessi stefna varð síðan leiðaríjós Moskvu- manna næstu áratugina þegar feng- ist var við Finna. Sérlilboð ui Barcelona 22. og 29. júlí frá kr. 29.532 Flugsæti Flug og bill Flug og hótel Tryggðu þér nú sfðustu sætin til Barcelona í júlí á hreint frábæru til- boðsverði og kynnstu þessari heill- andi borg sem á ekki sinn líka í allri Evrópu. Hér getur þú notið þess að búa í borginni sjálfri, eða farið til strandbæjarins Sitges, þar sem þú finnur fallega strönd og ein- stakt mannlíf yfir sumartímann. Við bjóðum nú sértilboð á Adagio hótelinu, einföldu en góðu hóteli í hjarta Barcelona, rétt við Römbluna. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og loftkælingu. Einnig getur þú valið um að kaupa eingöngu flugsæti, flug og bíl, eða flug og hótel. Yerð kr. 29.532 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug- sæti eingöngu. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í herbergi, Adagio hótelið, 1 vika, 22. eða 29. júlí. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sfmi 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.