Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Marg’ir ílmga úrsögn úr Alþýðubandalag’inu Mikil fundahöld verða á vegum alþýðu- bandalagsfólks víða um land á næstu dögum í kjölfar aukalandsfundar flokksins, sem samþykkti að ganga til samstarfs við aðra vinstrimenn. Margir eru að íhuga úrsögn úr flokknum, þótt enn hafí fáar úrsagnir borist flokksskrifstofunni. FUNDIR eru ráðgerðir í kjördæm- isráðum Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Norðurlandi eystra og Austurlandi á næstu dögum þar sem farið verður yfu- niðurstöðu auka- landsfundar flokksins. Enn sem komið er hafa ekki margir tilkynnt um úi-sögn sína úr flokknum, en greinilegt er á viðtölum við fólk sem lengi hefur tekið virkan þátt í störf- um flokksins, að margir eru að íhuga úrsögn. Stjórn fulltrúaráðs alþýðubanda- lagsfélaganna í Reykjavík kemur saman til fundar á morgun og sagði Haukur Már Haraldsson, formaður kjördæmisráðsins, að á fundinum yrði farið yfir framboðsmál flokksins í Reykjavík. Þetta væri einungis íyrsta umræða og ekki væri að vænta neinnar ákvörðunar. Haukur var einn þeirra sem skrif- uðu undir tillögu Steingríms J. Sig- fússonar um samstarf vinstriflokk- anna. Hann sagðist ekki vera á leið úr flokknum heldur ætlaði hann að sjá hvað kæmi út úr málefnavinn- unni. Fundir fyrirhugaðir á Norðurlandi Stjóm fulltrúaráðs alþýðubanda- lagsfélaganna á Norðurlandi eystra kemur saman til fundar um næstu helgi. Aðalsteinn Baldursson, for- maður kjördæmisráðsins, sagði að á fundinum yrði farið yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar landsfundar- ins. Hann sagðist telja að skiptar skoðanir væru í kjördæminu um nið- urstöður landsfundarins. Hann sagði það sitt mat að forysta flokksins hefði ekki staðið nægilega vel að undirbúningi málsins. Formaður flokksins hefði átt að fara um landið fyrir fundinn og heyra í flokksmönn- um og kanna betur jarðveginn. Ef þetta hefði verið gert hefði forystan áttað sig betur á þvi hvort grundvöll- Höfum ekki færst til hægri ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins, segist vera mjög ánægður með niðurstöðu aukalandsfundarins í samfylkingarmálum. Hann segir það fjarstæðu sem fram hafi komið í fjöl- miðlum og málflutningi andstæðinga sameiginlegs framboðs, að Alþýðu- bandalagið hafi færst til hægri með samþykktinni á landsfundinum um helgina. „Ég veit ekki hvað er vinstri hóp- ur og hvað_ hægri hópur í þessu samhengi. Ég sé til dæmis ekkert vinstrisinnað við Hjörleif Guttorms- son. Hann er einfaldlega umhverfis- sinni og ég veit ekki hvort umhverf- issinnar eru til hægri eða vinstri. Ég man hins vegar til dæmis aldrei til þess að hann hafi látið sig mál- efni verkafólks varða. Alþýðubanda- lagið hreyfðist ekki neitt á lands- fundinum vegna þess að ég á mjög bágt með að ímynda mér að stór hluti flokksmanna hafi skipt um skoðun þar eða á síðustu dögum fyr- ir fundinn. Þetta fólk hefur alltaf haft þessar skoðanir lengi en það hefur aldrei fengið tækifæri til að sýna þær.“ Ari bendir á að ágreiningur þeirra sem vildu ganga til sameiginlegs framboðs með öðrum félagshyggju- flokkum, og þeirra sem voru því and- vígir, hafi fyrst og fremst snúist um Evrópusambandið og herstöð Bandaríkjamanna. „Hvað er hægri og vinstri í þeim málum? Ef það er vinstrisinnað að vera á móti Evrópu- sambandinu, þá er Davíð Oddsson vinstrisinni," segir Ari. ur væri fyrir því að leggja fram tO- lögu um sameiginlegt framboð. Aðalsteinn sagði að Steingrímur J. Sigfússon væri mjög öflugur þing- maður og nyti virðingai- langt út fyr- ir flokkinn. Það væri ljóst að mjög margir myndu fylgja honum úr flokknum, en engu að síður væru skiptar skoðanir um hver næstu skref ættu að verða. Á Raufarhöfn verður fundur í flokksfélaginu annað kvöld, en Al- þýðubandalagið bauð fram lista í eig- in nafni í sveitarstjómarkosningun- um í vor og vann hreinan meirihluta. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sagði að Steingrímur nyti mikils stuðnings á Raufarhöfn og mikil óánægja væri með þá ákvörðun sem landsfundur Alþýðubandalagsins tók í samfylkingamiálum. Skiptar skoðanir á Austurlandi Ámi Steinar Jóhannsson er vara- þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, en hann bauð sig fram fyrir hönd óháðra og er því ekki félagi í Alþýðubandalaginu. Hann sagði ekkert ákveðið með næstu skref sín í pólitíkinni, en sagð- ist vera þeirrar skoðunar að vinstri- menn ættu að fara varlega í samfylk- ingarmálum. ÞAD mun skýrast eftir nokkra daga hvort hafinn verður undirbúningur að stofnun nýrra stjómmálasamtaka á vinstri væng stjórnmálanna. Þing- mennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Hjörleifur Guttormsson ætla sér nokkra daga í að ræða við fólk og kanna jarðveg- inn. Steingrímur segir ekki tíma- bært að kveða upp úr með það að til sé að verða nýtt stjórnmálaafl. Margir óska eftir fundi með Steingrími Steingrímur J. sagðist ætla að nota næstu 2-3 daga til að ræða við fólk á Reykjavíkursvæðinu um þá stöðu sem upp er komin. Hann sagð- ist ætla m.a. að ræða betur við aðra þingmenn Al- þýðubandalagsins sem lýst hafa yfir andstöðu við þá leið sem flokkur- inn hefur nú ákveðið að fara. Ekki síst þyrfti hann að bera sig saman við Ögmund Jón- asson um næstu skref. Kjósendur úr sínu kjördæmi og víðar af lands- byggðinni hefðu óskað eftir því að hann kæmi og ræddi við þá á fund- um og hann myndi reyna að verða við því. „Fólk er spennt fyrir því sem er að gerast og vill fá að vera þátttak- endur í því og fylgjast með. Að sjálfsögðu eiga margir af mínum fé- lögum og vinum erfitt með að sætta sig við niðurstöðuna og það skil ég vel. Menn vilja gjarnan fá að ræða hlutina og fara yfir þá. Ég er boðinn Sigurjón Bjamason, formaður kjördæmisráðs alþýðubandalagsfé- laganna á Austm-landi, sagði að stjóm kjördæmisráðsins yrði fijót- lega boðuð til fundar til að ræða stöð- una sem upp er komin. Hann sagði að skiptar skoðanir væra meðal flokksmanna á ágreiningsmálunum. Sín tilfinning væri að á Austfjörðum skiptust menn til helminga í afstöðu til sameiginlegs framboðs. Hann sagðist telja að Margrét Frímanns- dóttir, formaður flokksins, hefði und- irbúið málið eins vel og hægt var að gera fyrir landsfundinn og henni yi-ði ekki kennt um hvemig fór. Þuríður Backman, varaþingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sagðist sterklega vera að íhuga úr- sögn úr flokknum. Hún sagði að sú leið sem samþykkt var á aukalands- fundinum passaði sér ekki og hún myndi ekki taka þátt í sameiginlegu framboði. Ef hún vildi halda áfram í pólitík yrði hún því að finna sér nýj- an vettvang. Þuríður sagðist hafa það á tilfinn- ingunni eins og Sigurjón að alþýðu- bandalagsmenn á Austurlandi skipt- ust til helminga í afstöðu til sameig- inlegs framboðs. Mikil andstaða væri við þá sjávarútvegsstefnu sem Al- þýðuflokkurinn hefði stutt og margir alþýðubandalagsmenn gætu ekki og búinn að gera það,“ sagði Stein- grímur. Steingrímur sagði að fólk þyrfti nokkurn tíma til að átta sig á stöð- unni og það myndi ekki skýrast fyrr en að nokkrum tíma liðnum hver þróunin yrði. Þó að sú ákvörð- un að segja sig úr flokknum væri persónuleg væri hún einnig félags- leg í þeim skilningi að fólk vildi vita hvað samherjar þess væru að hugsa og gera. Steingrímur sagði að það væri ekki tímabært að slá því föstu að hann væri að hefja undirbúning að stofnun nýrra stjórnmálasam- taka. „Það er mikil gerjun í pólitíkinni núna og þungir straumar á ferðinni, sérstaklega á vinstri kantinum. Ég held að það sé ekki víst að menn sjái fyrir það landslag sem þar getur ver- ið að skapast og eigi eftir að byrja að birtast mönnum þegar h'ður á haust- ið,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að sá málefna- legi ágreiningur sem væri milli Al- þýðubandalagsins og Alþýðuflokks- ins væri enn greinilegri á lands- byggðinni en í Reykjavík. Á lands- byggðinni væri mikil andstaða við stefnu Alþýðuflokksins í sjávarút- vegs-, landbúnaðar- og byggðamál- um og ætti hún mikinn þátt í and- stöðu fólks við áform um sameigin- legt framboð þessara flokka. Uppstokkunin mun ná inn í aðra flokka Ögmundur Jónasson alþingismað- ur sagði að það myndi skýrast eftir nokkra daga hvaða stefnu framboðs- mál á vinstri kanti stjórnmálanna myndu taka. „Það er geysileg upp- hugsað sér að styðja framboðslista sem styddi auðlindagjald. Skorti undirbúning af hálfu forystunnar Guðrún Helgadóttir, varaþing- maður í Reykjavík, sagðist vera að íhuga sína stöðu innan Alþýðubanda- lagsins. Hún segist ekki ætla að segja sig úr flokknum á næstu dög- um, en útilokaði ekki að gera það síð- ar. Hún sagði að sér sýndist flest benda til þess að fram kæmi nýtt vinstraframboð. Það versta við þetta væri að svona hefði ekki þurft að fara ef forysta flokksins hefði stýrt honum af meiri mildi. Það væri aug- ljóst að formaður flokksins hefði ekki verið búinn að kanna jarðveginn nægilega vel áður en landsfundurinn hófst. Það væri þyngra en tárum tæki að þegar kona veitir Alþýðu- bandalaginu í fyrsta skipti forystu skuli hún stýra málum með þeim hætti að flokkurinn klofnaði. Guðmundur Lárasson, varaþing- maður Alþýðubandalagsins á Suður- landi, sagðist ekki ætla að segja sig úr flokknum. Hann myndi hins vegar ekki ætla að taka þátt í undirbúningi að sameiginlegu framboði og ekki taka sæti á slíkum lista. Ekki á leið til hægri Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi sendi í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem mótmælt er „yfirlýsingum ein- stakra manna um að verið sé að færa Alþýðubandalagið til hægri í ís- lenskri pólitík" þar sem ekkert styðji þær fullyrðingar. „Skorar stjórnin á alla alþýðubandalagsmenn að fylkja sér á bak við forystu flokksins í vinnu við væntanlega málefnastefnu- skrá Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista og koma þannig í veg fyrir áframhaldandi íhaldsstefnu fram í næstu öld,“ segir þai-. stokkun í gangi í pólitíkinni. Ég held að það væri mjög rangt að einskorða þá uppstokkun við Alþýðubandalagið eitt. Ég held að það þyrfti að stokka alla þessa flokka upp. Þessi gerjun mun ekki láta staðar numið við Alþýðubanda- lagið heldur mun hún ná inn í aðra flokka einnig.“ Ogmundur sagðist ekki vera ósátt- ur við þá þróun sem orðið hefði í kjölfar samþykktar landsfundar Al- þýðubandalagsins. Hann sagðist hafa varað við sameiginlegu fram- boði vegna þess að í slíku framboði væri hættan sú að menn þurrkuðu út alla pólitík. Það sem nú væri að ger- ast væri fallið til að skerpa á mál- efnalegri umræðu. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagði eins og Ögmundur og Steingrímur að það myndi skýrast á næstu dögum hver þróunin yrði. Hann sagðist vera að ræða við fólk og myndi halda því áfram næstu daga. Hjörleifur sagði að ekkert væri ákveðið um hvort breyting yrði á veru sinni innan þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Hann ætti eftir að ræða það betur við félags sína í þing- flokknum. Ögmundur sagði að hann hefði ekki uppi áform um að yfirgefa þingflokkinn. Sama á við um Stein- grím J. Sigfússon. Svavar Gestsson Ætla að sjá hvað kemur út úr sam- fylkingar- málum SVAVAR Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, segir að úrsögn Steingríms Sigfússonar úr Alþýðubandalag- inu sé mikið áfall fyrh’ flokkinn. Svavar óttast með- al annars að hún verði til þess að málefnaleg upp- skera flokksins verði minni í fyrir- hugðum samfylk- ingartilraunum en ella. Sjálfur kveðst Svavar þó ekki ætla að taka þátt í hugsanlegri stofnun nýrra stjórnmálasamtaka með Steingrími heldur þrauka fyrst um sinn og sjá hver framvinda samfylkingai-tilrauna verður og hvað kemur út úi’ þeim. „Ég tel það mikið áfall fyrfr Al- þýðubandalagið að missa Steingrím því hann er afburðamaður. Bæði öfl- ugur stjórnmálamaður og auk þess góður félagi. Þannig að ég tel það af- ar alvarlegt mál og niðurstaðan af þessum átökum hjá okkur, að hún skuli enda í þessu, er þyngi’i en tár- um taki,“ segir Svavar. Svavar segist hafa rætt við bæði Steingrím og Hjörleif Guttormsson og vona að þeir muni báðir starfa áfram með þingflokki Alþýðubanda- lagsins og óháðra. „Þingflokkur hefui’ tvíþætttu hlutverki að gegna. Annars vegar er hann samráðsvettvangur um tæknilega vinnu í þinginu og um kosningu á mönnum í ráð og nefndir og trúnaðarstörf á vegum þingsins. Hins vegar er hann pólitískur sam- ráðsvettvangur og það er náttúrulega við því að búast að segi menn skilið við Álþýðubandalagið verði minna um þetta pólitíska samráð en verið hefur. Þó útiloka ég það ekki og mér fyndist beinlínis vænt um það að menn gætu starfað þar eitthvað áfram.“ Ottast að málefnauppskeran verði minni en ella - Nú ýjar Steingrímur jafnvel að stofnun nýrra stjórnmálasamtaka og virðist höfða til Ögmundar og Hjör- leifs. Hvemig blasa þau mál við þér og íhugar þú ef til vill að ganga til liðs við hann? „Ég geri það nú ekki, ég hef hugs- að mér að reyna sjá hvað kemur út úr þessum samfylkingarmálum. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það kæmi til greina að láta reyna á það hvort hægt væri að efna til sam- eiginlegs framboðs félagshyggju- fólks. Eg hefði auðvitað talið betra að Alþýðubandalagið hefði verið al- gjörlega heilt í þeim efnum og satt að segja óttast ég að þessi niður- staða og úrsagnir síðustu daga verði til þess að málefnaleg uppskera okk- ar verði minni í þessari samfylkingu en ella hefði verið. En ég hef ákveðið að þrauka og fylgjast með fyrst um sinn og sjá hverju fram vindur." Kveðst dapur yfir málalokum - Af lestri netblaðs þíns, Hug- myndar, virðist þú vera nokkuð dap- ur yfii’ þróun mála síðustu daga? „Ég get ekki sagt að ég sé ánægð- ur, það er svo langt í frá því Alþýðu- bandalagið er svo dýrmætt. Ég end- urtek það sem mætur kunningi úi’ þingliði Sjálfstæðisflokksins sagði við mig í dag; að Alþýðubandlagið hefur, hvað sem mönnum finnst um stefnu þess, verið einn af máttar- stólpum lýðræðisins á íslandi. Og það er áfall fyrir lýðræðið ef þar hriktir svo í að þessi máttarstólpi standi ekki uppi lengur. Efnalítið al- þýðufólk á íslandi hefur oft á tíðum bundið vonir sínar við Alþýðubanda- lagið og mér finnst það sorglegt ef vonir þess fólks bresta með einhverj- um hætti. Þannig að ég get ekki sagt annað en ég sé heldur dapur yfir þessari niðurstöðu. En ég er ekki að segja að hún sé endanleg. Lífið held- ur áfram,“ sagði Svavar. Skýrist bráðlega hvort nýtt stjórnmálaafl verður stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.