Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 19 ERLENT 14 fórust þegar brú hrundi AÐ MINNSTA kosti fjórtán manns biðu bana þegar brú hrundi í Suður-Afríku í gær. Talið var í fyrstu að ellefu til viðbótar væru enn í rústunum en samkvæmt síðustu fréttum mun það ekki hafa verið rétt. Fimm slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús. Verið var að smíða brúna yfir stíflu í Mpumalanga-hér- aði þegar stólpi gaf sig af ókunnum ástæðum. Stjórn landsins fyrirskipaði rann- sókn á orsök slyssins. Israelar andvígir auknum réttindum PLO hjá SÞ Sameinuðu þjóðunum. Reuters. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að styrkja stöðu Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og veita þeim ýmis réttindi, sem fullgildir aðilar SÞ hafa, þrátt fyrir andstöðu Banda- ríkjamanna og Israela. Alyktunin var samþykkt með 124 atkvæðum gegn fjórum og tíu ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auk Bandaríkjanna og Israels voru Míkronesía og Marshall-eyjar á móti ályktuninni. Stjórnarerindrekar segja ástæð- una fyrir þessum mikla stuðningi þá að mörg ríki séu óánægð með tregðu stjórnar Benjamins Netanyahus, forsætisráðhen-a Israels, til að greiða fyrir friðarviðræðum við Palstinumenn. Samkvæmt ályktuninni heldur PLO stöðu sinni sem áheyrnaraðili að Sameinuðu þjóðunum en fær ýmis réttindi sem eru svipuð þeim sem fullgildh' aðilar að samtökunum hafa. PLO á t.a.m. að geta tekið þátt í um- ræðum á allsherjarþinginu og fær rétt til að bera fram tillögur með öðrum og leggja fram fyrirspurnir um fundarsköp þegar fjallað er um málefni Palestínumanna og Miðaust- urlanda. PLO fær hins vegar ekki at- kvæðisrétt og fulltrúar samtakanna eru ekki kjörgengir í hin ýmsu emb- ætti Sameinuðu þjóðanna. Palestínska sendinefndin á að fá sex sæti á allsherjarþinginu og hún á að sitja fyrir framan fulltrúa annarra áheyrnaraðila. Sagt brot á stofnskránni Dore Gold, sendiherra Israels hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í bréfi til fulltrúa allra aðildarríkjanna í liðnum mánuði að samkvæmt Ósló- arsamningunum frá 1993 yrði staða Vesturbakkans og Gaza-svæðisins útkljáð í sérstökum samningavið- ræðum Palestínumanna og Israela. Með því að styrkja stöðu PLO væri verið að grafa undan þeim viðræð- um, auk þess sem það gengi í ber- högg við stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna að þjóð, sem ekki er fullvalda, fái réttindi fuilgildra aðila. PLO fékk fyrst áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum 1974. Aheyrn- araðildin var styrkt 1988, eftir að Þjóðarráð Palestínu lýsti yfir stofn- un palestínsks ríkis, þegar samþykkt var á allsherjarþinginu að nota heitið „Palestína" í stað PLO. Miklar tafir í Hong Kong MORG hundruð leigubílstjórar biðu þolinmöðir í ökutækjum sínum á nýja alþjóðaflugvellinum í Hong Kong í gær, en miklar taílr urðu þar af völdum tölvubilana og annarra vandræða, annan daginn í röð. Farangursafgreiðsla gekk erfiðlega vegna bilana, raf- og vatnskerfi fór úr skorðum og urðu margir farþegar að bíða klukkustundum saman, annaðhvort í flugstöðinni eða um borð í flugvélum sem voru lentar en komust ekki að landgangi. Nýi flugvöllurinn var tekinn í notkun á mánudag og þá þegar urðu miklar tafir vegna bilana. Tölvufræðingum tókst ekki að vinna bug á vandanum í gær. Eitt stærsta fraktfyrirtækið á vellinum tilkynnti að vörur yrðu fluttar aftur tii gamla flugvallarins og afgreiddar þar. Ekki er hægt að nota þann völl lengur fyrir flugvélar. Sumir leigubflstjóranna urðu af þessum sökum að bíða allt að þrjár klukkustundir eftir því að næsti viðskiptavinur léti sjá sig. Auk þess kostar ferðin frá nýja flugvellinum inn í miðborgina sem svarar 2.800 ísl. krónum, sem er helmingi meira en farið frá gamla flugvellinum kostaði. Hefur þetta orðið til þess að margir farþegar kjósa að ferðast með almenningsfarartækjum, en fargjaldið þar er innan við þúsund krónur fyrir far inn í miðborgina. 250 konur hljóta skaðabætur UM 250 konur, sem biðu heilsutjón vegna rangrar geislameðferðar við brjóstakrabbameini á árunum 1975 til 1986, munu hljóta skaðabætur frá norska ríkinu, samkvæmt fréttum norska ríkissjónvarpsins. Nær 1.500 konur sem gengust undir meðferð við brjóstaki’abba- meini á Radium-sjúkrahúsinu í Nor- egi urðu fyrir of mikilli geislun, eftir að þar var farið að beita fáum stór- um geislaskömmtum í stað margra lítilla skammta, í því skyni að anna fleiri sjúklingum. Flestar kvennanna eru nú látnar. Þær konur sem gengust undir meðferð á árunum 1975 til 1982 hljóta 250.000 norskar ki'ónur í bæt- ur, sem nemur um tveimur og hálfri milljón íslenskra króna. Konur sem gengust undir meðferð síðar fá bæt- ur í hlutfalli við heilsutjón sitt. Dagfinn Hoybráten, heilbrigðis- ráðherra Noregs, sagði í samtali við norska sjónvarpið að stjórnvöld væru öll af vilja gerð að bæta fyrir mistökin. Ákveðið hafi verið að bjóða öllum konunum bætur, svo þær þyrftu ekki hver fyrir sig að höfða skaðabótamál gegn ríkinu. Evró-mynt í bræðslu MILLJÓNIR nýslegínna Evró-pen- inga verða bræddar og hannaðar að nýju í kjölfar kvartana um að blint fólk gæti ekki þekkt pening- ana í sundur. Fjármálaráðherrar Evrópusambandslandanna tóku ákvörðun um þetta á mánudag. Ákveðið var að stöðva fram- leiðslu á tveim af átta peningum sem fara eiga í umferð árið 2002, tíu og fimmtíu senta peningunum. Frakkar urðu fyrstir til að hefja myntsláttu og eru nú framleiddar um átta milljónir peninga á dag. Af þeim sem þegar hafa verið slegnir eru um níu milljónir tíu senta peninga sem verða bræddir. Kostnaðurinn er áætlaður sem *★★★* EVRÓPA^ svarar um tuttugu milljónum ís- lenskra króna. Áður en sláttan hófst höfðu hönnuðirnir verið gagnrýndir fyr- ir útlit og innihald peninganna. í fyrra sögðu sænsk stjórnvöld að hátt nikkelinnhald í málminum gæti valdið útbrotum og rekendur sjálfsala kvörtuðu yfir að salarnir gætu ekki gert greinarmun á sum- um peninganna. Hörð gagnrýni frá Samtökum blindra í Evrópu gerði svo útslag- ið. Samtökin sögðu að breyta þyrfti brúnum 10 og 50 senta pen- inganna til að blint fólk gæti þekkt þá í sundur. ST0RUTSALA í Kópavogi hefst í daq kl. 10.00 Dömuskór Herraskór Barnaskór Auk þess mikið úrval af íþróttaskóm atsláttuv Lanersala á fatnaði Bolir, skyrtui*. peysur og vinnufatnadur á heildsöluverdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.