Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVTKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerd Papríka Ekkert hefí ég gróðurhúsið segir Kristín Gestsdóttir sem ræktar papríku í vestur- glugga stofu sinnar. PAPRÍKAN þrífst vel í glugg- anum og uppskera er mikil af stórum og fínum papríkum allt sumarið og fram eftir hausti. Plantan er blaðfalleg, aldinin stór og fögur einkum þegar þau roðna. Fræið tek ég ekki innan úr papríku heldur kaupi úrvals fræ sem er nokkuð dýrt og sái um mánaðamótin febr/mars. Eg hefi 3 plöntur í hverjum stórum potti, sem settar eru ofan í gaml- fjarlægið steina og hvitar himnur, skerið í ræmur. Setjið á pönnuna og sjóðið með þvi sem þar er í 10 mínútur. Hafið mjög hægan hita og lok á pönnunni. Setjið síðan ofan á bökubotninn. 3. Fletjið út það sem þið tókuð frá af deiginu, skerið í ræmur og leggið yfir bökuna. Sjá meðf. teikn- ingu. Áukið hitann á bakaraofnin- um um 10 gráður, setjið bökuna í ofninn og bakið í 10-12 mínútur. ar, fallegar, stórar leirkrakkur; sem móðir mín geymdi sultu í. I byrjun era plönturnar vökvaðar með vatni, en þegar þær stækka Papríkukjúklingur 2 stórir kjúklingar fá þær blómaáburð eins og önn- ur stofublóm. Strax og paprík- umar eru orðnar nokkuð stórar 1 tsk. Season All (meira eða minna) 5 dl vatn til að sjóða bein og húð í sækjast bamaböm mín eftir að 'h lítill laukur + 'h gulrót í sneiðum tína þær af plöntunum og stýfa úr hnefa eins og epli. Það er ágætt þar sem papríka er mjög auðug af bæði A- og C-vítamíni. 1 tsk. salt, 8 piparkorn og 1 lárviðarlauf 2 meðalstórir laukar 1 dl matarolía 40 g smjör Papríkubaka 2 stórar rauðar papríkur 1 dós sýrður rjómi Botnlnn: 1 dl rjómi 3 dl hveiti sósuiafnari er vkkur sýnist svo 1 tsk. milt papríkuduft 1. Skerið bringur frá beimun og 'h tsk. salt takið húðina af. Geymið lærin til síðari nota. Skerið kjötið í ræmur og takið frá, klippið bein og sjóðið ásamt húðinni með salti, kryddi, 100 g rifinn ostur, sú tegund sem ykkur hentar 'h dl matarolía lauk og gulrótarsneiðum í 30 mín- útur. 2. Raðið kjúklingaræmunum á fat, stráið Season All yfir alla kanta og látið bíða í nokkrar mínútur. 3. Takið steina og stilk af papr- íkum og skerið í ræmur. 4. Saxið laukana tvo frekar smátt. Hitið olíu og smjör á pönnu, hafið hægan hita og sjóðið laukinn í feitinni í 5 mínútur. Hellið þá á sigti, fleygið lauknum en setjið feit- ina aftur á pönnuna. Aukið hitann og steikið kjötræmurnar á öllum 3 msk. kalt vatn 1. Setjið allt í skál og hnoðið sam- an. Smyrjið bökumót eða álmót. Þrýstið tæpl. 2/3 deigsins á botninn og örlítið upp með börmunum á bökumóti. 2. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180°C, bakið í 12 mínútur. Fyllingin: 'h dl matarolía 1 meðalstór laukur hliðum. Setjið síðan á heitt fat og leggið álpappir yfír. 5. Síið soðið af beinum eg húð. Setjið í pott, sjóðið papríkusneið- 2 hvítlauksgeirar 2 stórar papríkur, sá litur sem ykkur hentar amar við hægan hita í soðinu í 10 mínútur. Takið af hellunni og hrær- ið sýrðan rjóma og rjóma út í. Ef þið viljið þykkari sósu, má hræra 1 msk. tómatmauk (purée) % tsk. sykur 2 msk. vatn sósujafnara út í en sósan má ekki 1. Setjið matarolíuna á pönnu, hafið lágan hita, saxið lauk og hvít- lauk og sjóðið í olíunni í 5 mínútur. Athugið að hvítlaukurinn má alls ekki brúnast. Hrærið tómatmauk með vatni og sykri og setjið síðan út í. 2. Kljúfið papríkurnar langsum, sjóða eftir að sýrði rjóminn er kom- inn út í, þá skilur hann sig. 6. HelHð sósunni með papr- íkunni yfír kjúklingræmurnar og berið á borð. Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða heitt brauð. Athugið: Allt kjöt af beinum er sjálfsagt að nýta t.d. í salat. í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Keikó og umhverfíð MARGIR spyrja hvort eitthvað sé betra fyrir Keiko að vera innilokaður í sjókví í köldum sjó við ís- land heldur en í sjókví i heitari sjó sem hann hefur vanist frá þriggja ára aldri. Viðbrigðin hljóta að vera mikil þrátt fyrir að- lögun. Mér finnst ekki hafa komið nógu vel fram í fréttum að einungis sé ætl- unin að hafa hann í sjó- kvinni í Vestmannaeyjum meðan verið sé að sann- reyna hvort hann geti bjargað sér af sjálfsdáðum en síðan eigi að sleppa honum lausum ef hann stenst prófið. Var það ann- ars ekki ætlunin með öllu þessu brambolti? Annars er fróðlegt að lesa í bókinni Félagsfræði eftir Garðar Gíslason (bls. 69) um prinsinn Kaspar Hauser sem bjó í Þýska- landi á 19. öld. Hann fannst fyrir tilviljun í Niirnberg árið 1828. Hann var þá 16 ára og hafði ver- ið innilokaður nær allt sitt líf í myrkvuðu herbergi og var ótalandi og gat varla gengið og réð ekki við ein- fóldustu borðsiði. Keiko er víst 20 ára og hefur verið innilokaður mest allt sitt líf í sundlaugum þar sem frelsi til hreyfings hefur verið takmarkað miðað við heilt hafsvæði sem bíður hans við íslandsstrendur. En hvemig fór með ves- aling Kaspar? Ekki tókst að kenna honum að segja nema örfá orð og borðsiðir hans voru þannig að eng- inn hefði viljað sitja við sama borð og hann. Enda- lok hans urðu þau að hann fannst myrtur. Nokkurra ára þjálfun hafði hvorki gert hann mennskan né sjálfbjarga í samfélaginu. I sömu bók er sagt frá smá- börnum sem borin hafa verið út í skóg til að deyja en dýrahópar (oftast apar eða úlfar, sbr. Mógli) taka börnin að sér og „ala“ þau upp. Þegar börnin finnast hegða þau sér „eins og dýr“, þau kunna ekki að tala, eru hrædd við fólk, urra og klóra. Er þetta brambolt með Keiko ekki hálfgert sjónar- spil og auglýsingabrella sem gerir dýrinu sjálfu ekkert gott nema síður sé? Dýravinur. Til athug'unar ALLTAF slær það mig þegar fólk í fjölmiðlum, hvort sem það eru spyrj- endur eða svarendur, notar það sem ég tel lítilsvirðandi orðaval. Þama sér maður á skjánum bændur og búalið smala fé af fjalli, til slátrun- ar daginn eftir, síðan beint í Hagkaup og með tilheyr- andi fýlu sem leggur um nágrennið þegar náungi vor fer að grilla. Ef bændur þiggja björg af búfénaði sínum sem gegnum tíðina hefur fætt okkur og klætt er lágmark að þeir notið virðingaverðara heiti en rolluskjátur og beljur. Guðrún Jacobsen. Þakkir til Elínar á Vogi MIG langar til að koma þökkum á framfæri til Elínar sem svarar síman- um á Sjúkrahúsinu Vogi. Hún veitti mér þvílíka kurteisi, hlýju og hjálp- semi á erfíðri stundu. Kærar þakkir til þín, Elín. Þakklát móðir. Að fæða kýrnar upp á nýtt MÉR datt í hug hvort ekki væri hægt að fæða kýrnar upp á nýtt með nýrri fóð- urblöndu t.d. gulrótum eða linsubaunum og lauk. Það væri þá hægt að steyta það en sjálfsagt era fleiri með hugmyndir tengdar því. Svo er líka hægt að steyta grasið. Erla Hauksdóttir, Iðufelli. Tapað/fundið Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR, hringur, frekar þykkur, tapaðist 30. júní sl. í Reykjavík. Finnandi vin- samlegast hafið samband í síma 553-3698 Hildur. Blá kaðlapeysa BLA handprjónuð kaðla- peysa á 3ja ára tapaðist í Eiliðaárdalnum á móts við Fáksheimilið milli 17-17.30 á sunnudag. Skil- vís finnandi vinsamlega hringi í síma 555-2208, hennar er sárt saknað. Farsími týndist PANASONIC farsími í leðurhulstri tapaðist sl. fostudag. Finnandi vin- samlegast hafið samband í síma 552-6664. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR hálfstálpaðir fal- legir kettlingar fást gefins á gott heimili. Uppl. í síma 561-6304. Fugl týndist SUNNUDAGINN 5. júlí týndist dísarfugl frá Garð- húsum 41. Hann er hvítur og gulur á litinn með rauð- ar kinnar og gulan kamb. Best er að ná fugHnum á prik, ekki að reyna að ná honum á putta því honum er ekki vel við alla putta. Ef einhver hefur orðið var við fúglinn má hann hringja í síma 587-4333. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afrnæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. OKKUR langar svo að vera ein í bátnum en getur þú ekki samt haldið áfram að syngja fyrir okkur Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Ingólfí Hann- essyni, íþróttadeild Ríkisútvarps- ins: „Víkverji þriðjudagsins fer nokkrum orðum um nýlega áhorfskönnun vegna opnunarleiks HM í knattspymu og dregur þar nokkuð undarlegar ályktanir. Hið rétta í þessu máli er að um 26% landsmanna á aldrinum 16-75 ára horfðu á umrædda útsendingu, ann- aðhvort allan leikinn eða hluta hans. Nú er það svo að leikurinn var á miðjum miðvikudegi 10. júní sl. (15.30-17.39). Hér eram við að tala um ríflega 50 þúsund manns og hef- ur sjaldan annað eins áhorf mælst á dagskrárlið sem er á miðjum degi, utan sk. kjörtíma í sjónvarpi (19-23) þegar fólk flest er heimavið. Það þurfti því ekki að koma á óvart að flestir sem horfðu voru í hópi sér- fræðinga, sjómanna, bænda og nema, sem ráða eigin vinnutíma fremur en aðrir landsmenn. Víkverji kemst síðan að þeirri fráleitu niðurstöðu, að þar sem „75% landsmanna" horfðu ekki á leikinn væri verið að þjóna hávær- um minnihluta með því að færa til fréttatíma vegna leikjanna. Nú er það svo að í tvígang hafa áhorfend- ur sjálfír verið spurðir álits á slíkum færslum. Eftir HM 1990 sögðu um 55% aðspurða að slíkt væri í lagi og eftir úrslitaleik EM 1992 voru um 77% aðspurðra á sama máli. Þeir sem vildu ekki færa til fréttir voru ríflega 30% í fyrra skiptið og um 20% í hið síðara. Það er því lítill, en hávær, minnihluti sem situr fastur við sinn keip og heimtar fréttatíma kl. 20 hvað sem tautar og raular. Með knattspyrnukveðju, Ingólfur Hannesson, íþróttadeild RÚV.“ XXX OFT er talað um miskunnarleysi fjölmiðla í garð þeirra sem um er fjallað, a.m.k. í ákveðnum tilvik- um, og sennilega á slík gagnrýni í einhverjum tilvikum við rök að styðjast. Víkverji telur að íslenskir fjölmiðlar, flestir hverjir, fari alla jafna nærfærnari höndum um þá sem fjallað er um en margir erlend- ir fjölmiðlar. Þessar hugrenningar sóttu á Víkverja í liðinni viku eftir að landslið Argentínumanna í knatt- spyrnu hafði unnið sigur á landsliði Englendinga á HM í knattspymu, í vítaspymukeppni sem há þurfti eft- ir að staðan var jöfn að lokinni framlengingu. Englendingar léku með tíu liðsmenn gegn ellefu frá því á 47. mínútu, þ.e. í 73 mínútur, og héldu jöfnu allan tímann, sem hlýt- ur að teljast afrek út af fyrir sig. XXX ASTÆÐA þess að Víkverji fór að hugsa um miskunnarleysi fjölmiðla var þau tök sem breska pressan tók David Beckham, leik- manninn breska, sem fékk rauða spjaldið í upphafí seinni hálfleiks, þegar hún fjallaði um leikinn. Hon- um var einfaldlega kennt um það að heimsmeistaradraumur Breta varð að engu og þeir vora sendir heim úr 16 liða keppninni. Hann var sagður gjörspilltur, fordekraður, veikur á geði og sitthvað fleira kræsilegt í svipuðum dúr. Það voru ekki bara götublöðin bresku sem létu Beck- ham fínna til tevatnsins, heldur hin virðulegri blöð einnig, þannig að líkast til hefur drengurinn blessað- ur þurft að fara með veggjum við heimkomuna til Bretlands. Hann gerði enda stuttan stans þar í landi og flúði í fang kærustunnar, Kryddpíunnar Viktoríu, sem var ásamt stöllum sínum í New York. Hitt er svo annað mál, að fram- koma hans í leiknum var með öllu ófyrirgefanleg, því Argentínumað- urinn sem braut á honum hafði þeg- ar fengið gula spjaldið þegar Beck- ham hagaði sér eins og smákrakki, stjórnlaus af frekju, og sparkaði til hans þar sem hann lá í grasinu. Danski dómarinn átti engan kost annan en vísa honum af leikvelli, sem varð jú til þess að gangur leiksins breyttist algjörlega og Englendingar máttu loks bíta í það súra, að þurfa að pakka saman og fara heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.