Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI / 59 milljóna króna tap hjá Islenska fjársjóðnum á síðasta reikningsári I takt við daufa tíð á hlutabréfamarkaði REKSTRARTAP íslenska fjársjóðsins hf. nam tæpum 59 milljónum króna á síðasta ári. Hluta- fé félagsins var tæpar 634 milljónir króna í lok reikningsárs en eigið fé nam tæpum 1,1 millj- arði króna samanborið við 1,5 milljarða í lok reikningsársins á undan. Hluthafar Islenska fjársjóðsins hf. voru yfir 4.600 talsins í lok reikningsárs og hefur fjölgað um tæp 6% á und- angengnu rekstrarári. I frétt frá íslenska fjársjóðnum, sem Lands- bréf hf. reka, segir að hann fjárfesti í íslensk- um fyrirtækjum sem eigi mikla vaxtarmögu- leika, mest í sjávarútvegi og tengdum greinum. Það sé stefna íslenska fjársjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfi í atvinnugreinum þar sem Islendingar hafi náð framúrskarandi ár- angi-i og íslenskt hugvit gegni lykilhlutverki í velgengni. Auk þess að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um hefur sjóðurinn keypt hlut í tölvu- og hug- búnaðarfyrirtækjum, fyrirtækjum í lyfjafram- leiðslu og iðnaði. Góður árangur miðað við aðstæður Að sögn Guðmundar Þórðarsonar sjóðstjóra er mikilvægt að bera Islenska fjársjóðinn og samkeppnissjóði hans, Vaxtarsjóðinn og Sjávar- útvegssjóð íslands, ekki saman við hina hefð- bundnu hlutabréfasjóði. „Flestir hlutabréfasjóð- ir á Islandi eru með fjárfestingarstefnu þar sem hluti eigna er í hlutabréfum, hluti í skuldabréf- um og hluti í erlendum eignum. Hins vegar er Islenski fjársjóðurinn með allar eignir sínar í hlutabréfum, fyrir utan tilfallandi skammtíma- stöður. Það gerir honum erfitt um vik að breyta eignasamsetningu sinni þegar hlutabréfaverð fer lækkandi eins og raunin varð á síðasta ári,“ segir hann. Guðmundur segir að Islenska fjársjóðnum hafi tekist mjög vel að verjast þeim miklu lækk- unum hlutabréfa sem urðu á síðasta ári. „Sjóð- urinn gerði mun betur en þingvísitala hluta- bréfa, þingvísitala sjávarátvegs og báðir keppi- nautarnir," segir hann. Stjórn sjóðsins mun, á aðalfundinum sem haldinn verður í dag, gera að tillögu sinni að ekki verði greiddur arður til hluthafa. LHtækni í samstarf við framsækið byggingarfyrirtæki í Danmörku Stór samningur um notkun Byggingas tjóra ÍSLENSKA verkfræði- og hugbún- aðaríyrirtækið LHtækni hefur skrif- að undir víðtækan þróunarsamning við byggingaríyrirtækið IKAST Byggeindustri A/S í Danmörku. IKAST var nýlega kosið annað fram- sæknasta fyrirtæld Danmerkur und- anfarin þrjú ár, þar sem mælikvarði var vöxtur í veltu. Fyrirtækið sér- hæfir sig í heildarlausnum fyrir byggingariðnað og starfar nú víða á Norðurlöndum. LHtækni sérhæfir sig m.a. í hugbúnaðarlausnum fyrir alhliða eignaumsýslu og hefur Bygg- ingastjóri, sem er staðlaður hugbún- aðarpakld þróaður af LHtækni ehf., náð góðri stöðu á dönskum markaði á undanfómum misserum. Samningur fyrirtækjanna felur í sér að LHtækni ehf. mun þróa hug- búnaðarlausnir fyrir uppbyggingu gæða- og framleiðsluferla fyrirtæk- isins við byggingu nýrra mann- virkja. Settur verður upp gagna- banki fyrir ýmsar framleiðsluein- ingar mannvirkisins ásamt verklýs- ingum, efnis- og gæðalýsingu. Stór samningur Anna Haraldsdóttir hjá LHtækni segir samninginn vera stóran og því mikilvægan fyrirtækinu. „Samning- urinn er eitt skref í markaðssetn- ingu Byggingastjóra í Danmörku. IKAST er eitt þeirra fyrirtækja sem skoðað hafa forritið og nú var semsagt ákveðið að ganga til sam- starfs við það.“ Hugbúnaðinum er ætlað að halda utan um þá byggingarhluta sem valdir em í mannvirki og gefur síðan kost á prentun gæða- og viðhalds- bóka og verklýsinga. Hugmyndin er einnig að öll gögn verði afhent verk- kaupa í Byggingastjóra, sem hefur verið markaðsfærður í Danmörku undir nafninu DriftsChefen. Forritið verður á vefnum í framhaldi af þessu er áætlað að viðskiptavinir í öðram löndum geti nálgast nýjustu teikningar, verklýs- ingar og aðrar upplýsingar úr fram- leiðslukerfi fyrirtækisins á vefnum með notkun vefútgáfu Bygginga- stjóra. Hjá LHtækni ehf. starfa 9 manns við þróun og viðhald hugbúnaðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1990 og er hluti af LH-fyrirtækjahópnum ásamt verkfræðistofunum Línu- hönnun hf. og Forverki ehf. og ráð- gjafafyrirtækinu Rekstri og ráðgjöf ehf. GENGIÐ frá samningnum, f.v.: Júlíus Guðmundsson, verslunarsljóri KEA-Nettó í Mjódd, Hannes Karlsson, aðstoðarframkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, og Magnús Asgeirsson, sölustjóri verslunarkerfa hjá Opnum kerfum hf. VW með í sameign- arfyrir- tæki í Sarajevo Frankfurt. Reuters. VOLKSWAGEN AG hefur undimtað samning við ríkis- rekna fyrirtækið UNIS Hold- ing í Bosníu um stofnun sam- eignarfyrirtækis til að setja saman Skoda-bíla í Sarajevo. Nýja fyrirtækið, Volks- wagen Sarajevo d.o.o., hefur framleiðslu Skoda Felicia-bíla í Vogosca skammt frá Sara- jevo í þessum mánuði. VW mun eiga 58% í sam- eignarfyrirtækinu, en UNIS Holding 42%. Fyrirtækið hyggst framleiða 5-10.000 bíla á ári og geta aukið framleiðsl- una í 35.000 bíla á ári eftir ár- ið 2000 ef næg eftirspurn verður í ríkjum fyrrum Jú- góslavíu og annars staðar í Suður-Evrópu. Þjálfaðir hjá Skoda Starfsmenn fyrirtækisins verða um 1.200 og fá nokk- urra mánaða þjálfun í Skoda- deild VW í Tékklandi. VW á 70% í Skoda. VW varð að hætta sam- vinnu við UNIS í Sarajevo þegar Bosníustríðið hófst í apríl 1992. Hjá fyrrverandi Tvornica Automobila Sarajevo, sam- eignarfyrirtæki VW og UNIS, störfuðu 3.500 manns, sem framleiddu um 350.000 bíla af gerðunum Golf, Caddy og Jetta 1972-1992. A verksmiðjunni varð 300 milljóna marka tjón í stríðinu. KEA kaupir Fujitsu ICL verslunarkerfí KAUPFÉLAG Eyfirðinga (KEA) og Opin kerfi hf. hafa undirritað samning um kaup á Fujitsu ICL verslunarkerfi fyrir KEA-Nettó verslunina sem opnuð verður í Mjóddinni í Reykjavík innan skamms. í kjölfarið munu öll nú- verandi afgreiðslukerfí í verslunum KEA verða leyst af hólmi með Fu- jitsu ICL verslunarkerfum, að því er fram kemur í frétt frá Opnum kerfum. Akvörðun KEA um kaupin á Fujitsu ICL verslunarkerfunum frá Opnum kerfum er tvíþætt, seg- ir ennfremur í fréttinni. Annars vegar hafi Fujitsu ICL um langt árabil verið í fararbroddi við hönn- un og framleiðslu verslunarkerfa sem þróuð hafa verið í nánu sam- starfí við verslunareigendur víða um heim. Sem notandi Fujitsu ICL búnað- ar muni KEA því eiga greiðan að- gang að dýrmætum upplýsingum er varða upplýsingatækni fyrir verslun sem mun koma kaupfélag- inu að góðum notum í harðnandi samkeppni. Hins vegar sé ákvörðun KEA um kaupin á Fujitsu ICL verslun- arkerfunum byggð á reynslu KEA af traustri og vandaðri þjónustu Opinna kerfa í tengslum við HP töivubúnaðinn sem þar hefur verið í notkun um árabil. Álverð hefur ekki verið lægra í fjögur ár Gæti haft áhrif á afkomu íslensku álveranna VERÐLÆKKUN á áli á alþjóðleg- um mörkuðum að undanfömu á m.a. rót sína að rekja til minnkandi eftirspumar vegna efnahagserfið- leikanna í Asíu. Ef hið lága verð festist í sessi má búast við því að það hafi áhrif á afkomu íslensku ál- veranna, álver Islenska álfélagsins í Straumsvík, og Norðuráls á Grundartanga. Tonnið af áli seldist á 1.291 Bandaríkjadal á álmarkaðnum í Lundúnum fyrir helgi og hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Fin- ancial Times greindi frá því að blikur væri á lofti um enn frekari verðlækkanir. Þessar lækkanir eru einkum raktar til efnahagsþreng- inganna í Asíu en fyrir þær notaði asískur iðnaður um 30% af álfram- leiðslu heimsins, að frátöldum ál- iðnaði í Austur-Evrópu. Afkoma Alusuisse og dótturfyrirtækis þess, íslenska álfélagsins í Straumsvík, tengist beint við þróun álverðs. Peter Held, blaðafulltrái AIusu- isse, segir að að samdráttur í ál- notkun i Asíu hafí líklega orðið meiri en gert var ráð fyrir í upp- hafí. Önnur atriði hafi einnig haft áhrif til verðlækkunar eins og venjubundinn samdráttur í vissum iðngreinum vegna sumarleyfa, óvissa um þróun mála í Rússlandi og Asíu og merki um veikingu efnahagslífs í Bandaríkjunum. Blaðafulltráinn telur að vegna samverkandi áhrifa þessara atriða megi búast við að áhrifin til lækk- unar álverðs hafi orðið meiri en annars hefði orðið. Hann bendir þó á að þegar til KREPPAN í Asíu hefur haft áhrif til lækkunar álverðs. lengri tíma sé litið hafi forsendur áliðnaðarins ekki breyst og séu til- tölulega jákvæðar. „Einkum er rétt að hafa í huga að viðskiptaum- hverfið í Evrópu er jákvætt og bjart virðist yfir því á næstunni. Þá er efnahagslíf Rómönsku Ameríku almennt mjög heilbrigt og virðist það hafa orðið fyrir litlum áhrifum frá kreppunni í Asíu. ► t l I > i \ i i i \ í i i \ i i I i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.