Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Tvenns konar af- mæli á Siglufirði FRÁ Siglufírði. Roaldsbrakki hýsir nú Sfldarminjasafnið. HÁTÍÐARHÖLD hefjast á morgun á Siglufírði og munu standa alla helgina. Tilefnið er 80 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar og 180 ára verslunarafmæli. Að sögn Guðmundar Guðlaugs- sonar, bæjarstjóra á Siglufirði, hefur undirbúningur gengið vel og er mikil stemmning hjá bæjarbú- um fyrir helgina. „Við sendum út bréf til brottfluttra Siglfirðinga og höfum fengið góð viðbrögð frá þeim en vitum þó ekkert hvað margir gestir munu sækja okkur heim. Hátíðarhöldin eru líka hugs- uð sem afmælisveisla bæjarbúanna sjálfra en við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna að koma og taka þátt í henni.“ Vísnaglaðir alþingismenn Hátíðahöldin hefjast annað kvöld með fjölskylduskemmtun undir stjórn Stuðmanna. „Það er mikill áhugi fyrir þessari skemmtan og fólk sýnir líka mikinn áhuga á hag- yrðingakvöldi sem haldið verður á laugardagskvöldi. Þar munu vísnaglaðir alþingismenn láta gamminn geisa en gestir okkar verða þeir Hjálmar Jónsson, sem hefur staðið að undirbúningi kvöldsins, Jón Kristjánsson, Sig- hvatur Björgvinsson, hugsanlega Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur G. Einarsson sem mun stýra skemmtuninni en Ólafur er brott- fluttur Siglfírðingur," segir Guð- mundur. Margt fleira er á boðstólum um helgina og segir Theódór Júlíusson leikari sem hefur haft umsjón með skemmtiatriðum helgarinnar að haft hafi verið til hliðsjónar að nýta krafta bæjarbúa sjálfra sem mest. „Við hugsum okkur að hafa afþrey- ingu og skemmtan utan dyra sem innan frá fimmtudegi til sunnu- dags. Það eru að langmestu leyti Siglfírðingar sem sjá um að skemmta sér og öðrum og við reyn- um að höfða til allra aldurshópa. Við erum t.d. með alls konar skemmtileg tæki fyrir börn, svo eru böll og sitthvað fleira. Af áhuga- verðum atriðum má benda á sýn- ingu Þórs, félags safnara á Siglu- firði, þar er til sýnis allt frá spilum til eldspýtnastokka." Siglfirðingar í hátíðarskapi 1 sumar Auk ofantalins verður t.d. grill- veisla á sunnudeginum og síldar- ævintýrið kemur líka við sögu þessa helgi en fluttir verða síldar- söngvar á laugardeginum. Theódór þekkir vel til þeirra en hann sá um hátíðahöld um verslunarmanna- helgina, síldarævintýrið svokallaða, í sex ár. „Eg er fæddur og uppalinn á Siglufirði, hef verið mikið hér á sumrin og tekið að mér þessi verk- efni.“ Hátíðahöldin um helgina eru ekki það eina sem Siglfirðingar gera til að halda upp á afmælin tvö. Þann 20. maí síðastliðinn var eiginlegt af- mæli kaupstaðarins og þá um kvöld- ið var vegleg dagskrá í Siglufjarðar- kirkju. Daginn eftir var málverka- sýning með verkum úr eigu Siglu- fjarðarkaupstaðar opnuð. „Þessi sýning er enn í gangi en þess má geta að bærinn á t.d. verk eftir Kjarval og Svavar Guðnason," segir Guðmundur. bæjarstjóri. „Verslun- armannahelgin er svo innan skamms og því óhætt að segja að við Siglfirðingar séum í hátíðar- skapi nú í sumar.“ Þrítugur lögmaður hefur öðlast lögmannsréttindi í Grímsá VEL GENGUR í Grímsá þessa dagana og í gær var útlendinga- holl á næstsíðasta degi og voru komnir um 160 laxar á land efth- tæpa viku. Alls höfðu þá veiðst tæplega 270 laxar. Hinh- erlendu veiðimenn slepptu flestum löxun- um aftur í ána. Það er ekki lögboð- ið í Grímsá, en þessi hópur Breta hefur lengi veitt í ánni og haft þennan háttinn á. Miklar göngur hafa verið í Grímsá síðustu daga og mikil ferð á laxinum, þannig að hann hefði getað tekið betur á stundum. Stærstu laxar úr Grímsá það sem af er voru 16 punda. „Þokkalega viðunandi“ Veiði hófst í Hofsá í Vopnafirði 27. júní og voru í gærdag komnir 67 laxar á land, að sögn Þórðar Þor- steinssonar, veiðivarðar við ána. „Þetta er alveg þokkalegt og viðun- andi,“ sagði Þórður. Hann sagði einnig að tveir 20 punda laxar hefðu veiðst til þessa og auk þess einn sem var 19 pund. „Það er fisk- ur að ganga núna, bæði stór og smár. Smálaxinn er nýfarinn að sýna sig,“ bætti Þórður við. Á sil- ungasvæði árinnar hefur lítið veiðst enn sem komið er. Fiskur er þó kominn á svæðið en það hefur lítið verið stundað. Stendur það til bóta. Ýmsar tölur og fregnir... Svalbarðsá í Þistilfirði var opn- uð á mánudaginn og veiddist strax lax. Síðan fylgdu fleiri í kjöl- IVAR Páll Jónsson með smá- lax úr Vatnamótum Svartár og Blöndu. farið í gær og var að heyra að líf væri í ánni. Mest urðu menn laxa varir ofarlega í ánni. Skot kom í Sogið í vikubyrjun, en þá veiddust fimm laxar einn og sama daginn í Alviðru. Rauk heildarveiðin þar því úr 3 í 8 laxa. Það er einmitt um þetta leyti sem veiðin glæðist venjulega í ánni. Silungsveiðin gengur enn að ósk- um, sérstaklega á silungasvæðinu í Ásgarði. í Frakklandi fyrstur Islendinga Alþjóða- lögmennska EIÐURINN svarinn, Baldvin Björn við hlið Maístre Guillaume Margais sem sljórnaði athöfninni við áfrýjunarréttinn í París á miðvikudaginn í síðustu viku. ÍSLENSKUR lögmaður, Baldvin Björn Haraldsson, sór eið fyrir áfrýjunarrétti í París 1. júlí og öðl- aðist þar með lögmannsréttindi í Frakklandi, fyrstur íslendinga. Baldvin er þrítugur og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Islands 1993. Hann telur íslensku lögmannastétt- ina þurfa að endurskoða ímynd sína og sækja á ný mið. Áhugi Baldvins á alþjóðaviðskipt- um kviknaði þegar hann stjórnaði íslandsdeild Alþjóðaverslunarráðs- ins á árunum 1993-1995 en aðsetur verslunan’áðsins er í París. „Þarna kynntist ég alþjóðaviðskiptum. Eftir því sem ég kynntist þessu betur fékk ég meiri áhuga bæði á alþjóða- lögum og -viðskiptum og frönsku og franskri menningu svo ég ákvað að reyna að komast í framhaldsnám í Frakklandi." Frakkar þekktu ekki EES Baldvin talaði enga frönsku en lét það ekki aftra sér, tók nokkra frönskuáfanga í MH og hélt svo í víking. „Meðan ég beið eftir inn- göngu í skóla starfaði ég sem bar- þjónn í París. Svo komst ég inn í skóla, ILERI, sem er í París. Þar hóf ég nám í alþjóðalögum annars vegar og í alþjóðaviðskiptum hins vegar og stundaði það nám í tvö ár. Eftir að hafa lokið þessum tveimur meistaragráðum um áramótin 1996/97 kom ég heim og stofnaði mína eigin lögmannsstofu. Á sama tíma var ég byrjaður að vinna að því að fá réttindi sem lögmaður í Frakk- landi.“ Umsóknarferlið tók langan tíma en Baldvin segir það hafa verið lær- dómsríkt og skemmtilegt á köflum. Það hafi t.d. verið merkileg reynsla að tala við franska lögmenn um Is; land og Evrópska efnahagssvæðið. I franska lögmannasambandinu virt- ust menn aldrei hafa heyrt um Evr- ópska efnahagssvæðið svo til að byrja með var honum vísað á dyr. „Þeir töldu mitt diplóma engin rétt- indi veita í Frakklandi.“ Baldvin kom þeim loks í skilning um rétt sinn á grundvelli þess að ís- land væri aðili að EES og þá hófst undirbúningur að því að fá að taka próf til þess að öðlast lögmannsrétt- indi i París. Franskir lögfræðingar þurfa líka að taka þessi próf og tekur það jafnan þrjú ár að fara í gegnum nám tengt því. Baldvin vildi hins veg- ar fá íslenska laganámið með viðbót- inni frá ILERI viðurkennt sem nægilegan grunn til að taka prófin. „Ég sendi þeim mikið af upplýsing- um um íslensk lög og löggjöf og upp- byggingu réttarkerfisins hér og svo tengsl Islands við Evrópusambandið. Loks viðurkenndu þeir að ég hefði rétt til að koma og taka próf og var þá tekinn í viðtal símleiðis hjá fulltrú- um franska lögmannasambandsins. Eftir það mátu þeir á hvaða sviðum mig vantaði þekkingu til að fá lög- mannsréttindi í Frakklandi. Farið var fram á að ég tæki próf í vinnu- rétti, stjómsýslurétti og siðareglum. Ég fór til Frakklands og var þar í einn og hálfan mánuð að lesa undir próf og undirbúa mig. Prófin voru öll munnleg og miklar yfirheyrslur, ég stóðst þau og innritaði mig í lög- mannasambandið í París. Með því að sverja eið fyrir dómstólum hef ég svo öðlast formleg lögmannsréttindi. Slíkur eiður er lögbundinn í Frakk- landi en felst einfaldlega í því að mað- ur heitir því að inna lögmannsstörfin af hendi af heiðarleika og háttvísi." Lögmannsréttindi í tveimur ríkjum Baldvin er að því er best er vitað fyrsti íslenski lögmaðurinn sem fær einnig rétt til málflutnings í öðm ríki. Réttindi Baldvins hljóta því að marka viss spor í íslenskri lögmennsku. Baldvin telur íslenska lögmenn heldur værukæra og þeir hafi ekki fylgt alþjóðavæðingunni nógu vel eft- ir. „íslenskir lögmenn hafa ekki velt þessum möguleikum mikið fyrir sér en með afnámi viðskiptalegra landamæra og stækkun markaða skapast nýtt verkefnasvið fyrh- lög- fræðinga. Möguleikar fyrirtækja til að eiga viðskipti á erlendri grundu og til að stofna þar útibú hafa stóraukist á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eiga lögfræðingar að nýta sér í meira mæli en nú er. Margir fara utan í framhaldsnám núorðið en sjaldgæft er að menn lærLsérstaklega um rétt ákveðins ríkis. Ég held að lögmenn séu að lenda aftarlega á merinni því þeir hafa ekki fylgt þróuninni, ekki fylgt því að þetta er orðinn einn markaður, þeir eru dálítið værukær- ir. Lögmenn hafa réttindi til að starfa tímabundið að einstökum mál- um í öðrum ríkjum EES, en mögu- leikar þeirra til að geta raunverulega aðstoðað viðskiptavini sína erlendis eru háðir þekkingu þeirra á rétti við- komandi ríkis. Nýlega var reyndar lögð fram ný reglugerð hjá Evrópu- sambandinu um aukið frelsi fyiTr lög- fræðinga til að starfa í öðrum löndum en enn erfiðara verðui- að komast inn í lögmannasamband annars ríkis.“ Lögmenn vandamála- sérfræðingar Baldvin telur lögfræðinga ekki hafa markaðssett sig rétt og ýmsar stéttir, t.d. viðskiptafræðingar, hafí orðið eftirsóttari starfskraftar fyi’h' vikið. „ímynd lögfræðinga er að þeh' leysi vandamál. Einstaklingar og fyr- irtæki Ieita oft ekki til þehra fyrr en til vandræða horfir, á meðan litið er á viðskiptafræðinga sem fólk sem geti bætt afkomu fyrirtækja. Lögmenn eiga að gefa sig út fyrir að sinna fyr- h'byggjandi aðgerðum. Þeir eiga að mínu mati að markaðssetja sig í meh-a mæli sem sérfræðingar í því að koma í veg fyrir vandræði, en ekki einungis sejn sérfræðingar í að leysa úr þeim. Álit mitt er að fyrirtæki ættu ekki að gera samninga nema leita til lögmanna fyrst. Þau spara peninga með því, en fyrirtæki gera sér ekki alltaf grein fyi'h' þessu og vandamálin verða til og lögmenn fá svo það verkefni að leysa úr þeim í stað þess að koma í veg fyrir þau. Það getur hins vegar verið mun kostnaðarsamari og óhagstæðari leið. Þegar gerðir eru alþjóðasamningar era menn oft of uppteknir af peninga- hliðinni og ganga ekki frá því hvaða lög eigi að gilda komi upp deilur eða árekstrar og/eða það í hvaða landi höfða skuli mál komi upp ágreining- ur. Lögfræðingar ættu að sinna þess- ari hlið við samningsgerðina." Baldvin mun starfrækja lög- mannsstofu sína á íslandi en hefur gert samning við lögmannsstofu í París svo þar getur hann unnið ef hann þarf að fara utan til að sinna verkefnum. Með nútímasamskipta- tækni býst hann við að geta sinnt er- indum í Frakklandi að mestu leyti frá lögmannsstofu sinni hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.