Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 5 FRÉTTIR Esja sækir Esju heim ÞEGAR danska landhclgis- gæsluskipið „Hvidbjernen" lá við bryggju í Reykjavík fyrir tæpum sextíu árum fékk skip- stjórinn Christian Ries þær fréttir að kona hans heima í Kaupmannahöfn hefði alið hon- um dóttur. Skipstjórinn var að vonum glaður með fréttirnar og hljóp upp á dekk til að fagna hinni nýju dóttur sinni. Þar blasti Esjan við honum, svo ákaflega falleg böðuð í geislum sólarinnar, að hann ákvað sam- stundis að dóttir sín skyldi bera nafn fjallsins. Esja hin danska fagnar nú sextíu ára afmælisdegi sínum og er af því tilefni komin til íslands í fyrsta sinn. „Það var kominn tími til að Esja fyndi rætur sín- ar og fengi að sjá með eigin augum hvaðan hún fékk nafnið sitt,“ sagði Annette Just frænka Esju, sem gaf Esju ferðina í sex- tugsafmælisgjöf. „Hvað annað getur maður gert fyrir frænku sína sem ber nafnið Esja en að bjóða henni til íslands!“ bætti hún við. Eina Esjan í Danmörku Við komuna til landsins á sunnudag var það fyrsta sem þær frænkur gerðu að virða Esj- una vel fyrir sér, keyra í kring- um hana og ganga upp á hana. „Mig hefur alltaf langað til að sjá fjallið sem ég er skírð eftir og það er yndislega fallegt," sagði Esja eftir komuna til Reykjavíkur. „Esja er mjög óal- gengt nafn í Danmörku og ég held að ég sé sú eina. Sumir spyrja mig hvort ég sé íslensk Morgunblaðið/Jim Smart ESJA Ries, til vinstri, og Annette Just frænka hennar voru ánægðar með að hafa séð Esjuna í sól og blfðu. Á myndinni er hún hins vegar sveipuð skýjahulu í baksýn. þegar ég segi til nafns. Þeir hljóta að hafa komið hingað,“ sagði hún. Faðir Esju dó í seinni heims- styrjöldinni þegar hún var rúm- lega tveggja ára. Hún á litlar minningar um hann aðrar en þá að hann gaf henni nafnið henn- ar. Þær frænkur voru hinar ánægðustu með að vera komnar hingað. Just hefur tvisvar áður komið til íslands, en aldrei áður séð Esjuna fyrir rigningu og þoku. Nú höfðu þær hins vegar heppnina með sér því sól og blíða gáfu Esjunni líklega svip- aðan blæ og þegar Christian Ries leit hana augum fyrir sextíu árum. CHRISTIAN Ries í Reykjavíkurhöfn fyrir framan danska skipið „Hvidbjornen" fyrir sextíu árum. Geysissvæðið Reynt að fylgja tillög- um nefndar GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverflsráðherra segist bíða eftir til- lögum nefndar, sem skipuð var fyrir ári tU að kanna mál Geysissvæðisins. „Sérstök nefnd hefur verið að vinna í málum Geysissvæðisins af hálfu ráðuneytisins og ég hef nýlega beðið þá nefnd um hugmyndir og tillögur. Eg mun auðvitað reyna að fylgja eft- ir þeim hugmyndum eða tillögum sem ég fæ, en það er ekki í hendi ennþá en gæti orðið síðar í sumar eða í haust.“ I nefndinni eiga m.a. sæti fulltrúar umhverfis- og landbúnaðarráðu- neyta, sveitarfélaga og alþingis. Fyrir um viku gagnrýndi Helgi Torfason, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun, það í samtali við Morgun- blaðið að Geysissvæðið hefði verið svelt um fjárframlög tU rannsókna og úrbóta á sama tíma og um 22 milljón- um hefði verið varið til að gera eftir- lUdngu af hver í Öskjuhlíð, sem sé meira fé en varið hefur verið tU Geys- issvæðisins frá upphafi. Guðmundur Bjarnason sagðist ekki hafa yfir því fé sem sett var í hverinn í Öskjuhlíð að ráða, því þar hefði verið um fjármuni borgarinnar að ræða. Hann kvaðst heldur ekki geta dæmt um hvort menn hefðu kastað krónunni en geymt eyrinn með því að draga við sig rannsóknir og aðgerðir á Geysissvæðinu. Nefnd- inni, sem var skipuð fyrir um ári, hefði verið ætlað að fá fram sjónar- miðum allra aðila sem málið varðaði, en skiptar skoðanir hefðu verið um hverinn og hvort eigi að hjálpa hon- um til að gjósa, eða láta hann eiga sig og láta náttúruna fara sínu fram. Utvarp og segulband Veltí oo Rafdnfiur Rafdnfnar Samlitir veiu-og hbðarspeglar níður , ,•«samllI1lr vokvastýri , ruour hliðarspeglar og ' hurðahandföng Litaó Stillanlegir höfuðpúðar á aftursætum Líknarbelgir fyrir farþega og ökumann Kraftmikil 1600 vél, 16 ventla, 116 hestöfl Samlitir stuðarar Niðurfellanleg aftursæti Samlæsingar ------Vindskeið Sparneytinn Góðurá íslandi Nú er tækifæri til að gera reyfarakaup á ríkulega búnum Hyundai Elantra því sölumenn okkar eru í einstaklega góðu samningsskapi þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.