Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 21 Atta sækja um stöðu framkvæmda- stjóra SÍ MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað stjóm Sinfóníuhljómsveitar Islands til næstu ijögurra ára frá og með 1. júlí 1998. Nýr formaður stjóm- ar er Þorkeli Helgason orkumála- stjóri og tekur hann við af Herði Sig- urgestssyni, forstjóra Eimskips, sem gegnt hefur formennsku í stjóminni í fjögur ár en lætur nú af störfom. I stjóminni eiga sæti auk for- manns, sem skipaður er án tilnefning- ar, Dóra Ingvadóttir framkvæmda- stjóri, tilnefnd af Ríkisútvarpinu, Jón Þórarinsson tónskáld, tilnefndur af fjármálai’áðherra, Rósa Hrund Guð- mundsdóttir hljóðfæraleikari, til- nefnd af hljóðfæraleikumm hljóm- sveitarinnar, Hákon Leifsson tón- skáld, tilnefndur af Reykjavíkurborg. Stjómin hélt sinn fyrsta stjómar- fund í síðustu viku og vom þar lagð- ar- fram umsóknir um stöðu fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Arn- þór Jónsson, Ármann Örn Ármanns- son, Ásgeir Eiríksson, Brjánn Inga- son, Haukur H. Gröndal, Jóhanna E. Sveinsdóttir; Sigurður Gústavsson og Þröstur Ólafsson. Stjórnin mun á næstu dögum fara yfir umsóknirnar og er gert ráð fyrir að taka afstöðu til þeirra innan tíðar. ------------------ „Bossa-nouve- au“ í Kaffí- leikhúsinu FJÓRÐU tónleikarnir í Sumartón- leikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 9. júh' kl. 21. Þá munu kanadíska djasssöngkon- an Tena Palmer og hljómsveit henn- ar, Joao, flytja brasilíska samba og bossa-nova tónlist. Joao skipa, auk Tenu Palmer, Hilmar Jensson á acoustic gítar, Jóel Pálsson á saxó- fón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. I kynningu segir: „Undanfarin ár hefur svonefnd „latin“tónlist notið mikilla vinsælda á Islandi, og nú er tækifæri til að dansa við flutning slíkrar tónlistar. Á efnisskrá Joao era m.a. lög eftir Antonio Carlos Jobim, Caetano Veloso, Dory Ca- yimi, Ary Barroso, Geraldo Pereira og Nelson Trigueira.“ Miðasala er allan sólarhringinn í síma Kaffileikhússins og við inn- ganginn. ------------------ * VIS gerir sam- starfssamning við I.C. Art I.C. ART, umboðsskrifstofa ís- lenskra listamanna hefur undirritað samstarfssamning við VIS. Þetta er þriðji samningurinn sem I.C. AiT gerir við fyrirtæld hérlendis en áður höfðu TVG-Zimsen og Is- lenska útvarpsfélagið gengið til sam- starfs við umboðsskrifstofuna um markaðssetningu íslenskrar myndlist- ar erlendis. Við undirritun styrkir VÍS íslenska listamenn á sölusýningum í Bandaríkjunum en iyrsta sýningin þarlendis á vegum I.C. Art verður opnuð í Los Angeles snemma í haust. ------♦-♦-♦--- Orgeltónleikar í Dómkirkj- unni MARTEINN H. Friðriksson leikur í dag, miðvikudag kl. 11.30 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Á efnisskrá verða orgelverk eftir Bach og Mendelssohn. Aðgangur er ókeypis. Að loknum tónleikum verða há- degisbænir kl. 12.10. LISTIR Alþjóðleg skáldahátíð í Reykjavík árið 2000 Raddir án landamæra Birgitta Jónsdóttir MARGMIÐLUNARSTOFA íslands mun standa að alþjóðlegri skáldahá- tíð í Reykjavík árið 2000 undir kjör- orðunum, „Raddir án landamæra“, í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki og samtök. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði haldin í júlí og standi í eina viku, frá laugardegi til laugardags. Hátíðin verður helguð ljóðinu og mun hver dagur hafa ákveðið þema. Margmiðlunarstofan er þegar komin í samstarf við erlenda aðila um þátt- töku og má þar helst nefna Ron Whitehead sem skipuleggur þátt- töku Bandaríkjamanna í hátíðinni. Whitehead er skáld og skipuleggj- andi sem hefur áralanga reynslu í uppsetningu svipaðra hátíða í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Birgitta Jónsdóttir skáld og verk- efnisstjóri Ásgerður Jóhannsdóttir. Birgitta sagði í samtali við Morgun- blaðið að markmið hátíðarinnar verði að skapa alþjóðlegan vettvang Ijóðsins hér í Reykjavík og opna nýj- ar víddir í nálgun almennings við ljóðlistina. „Lögð verður áhersla á „performans" ljóð, uppákomur, tón- list, margmiðlun og lifandi framsetn- ingu orðsins. Reynt verður að fá skáld og listamenn hvaðanæva til samstarfs og þátttöku og settir verða upp mismunandi dagskrárliðir sem sýna sem mesta breidd í ljóð- list.“ Á vefnum og í margmiðlun Eitt af þemum hátíðarinnar segir Birgitta að verði ljóðið í umhverfinu þar sem ljóð verða sett upp víðsveg- ar um borgina. Einnig verður rekin stefnumótalína þar sem ‘dial-a- poem’-konseptið er soðið saman við vettvang símatorganna. Þar verður hægt að hringja inn og heyra ljóð og lesa sín eigin ljóð inn á talhólf sem verður aðgengilegt öllum sem hringja inn. „Margmiðlunarstofa íslands mun setja upp vef sem verður þunga- miðja hátíðarinnar," segir Birgitta. „Vefurinn verður settur upp einu ári áður en hátíðin hefst. Hann mun verða alþjóðlegur samstarfsvett- vangur fyrir skáld sem senda inn ljóð sín og taka þannig þátt í hátíð- inni. Hluti vefjarins mun innihalda samstarfsverkefni skálda frá hinum níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Svo verður gefinn út marg- miðlunardiskur með efni hátíðarinn- ar. Diskurinn verðui' nokkurs konar yfirlitsverk þar sem listamennimir og verk þeirra era kynnt.“ Öllum aðgengileg Vettvangur skáldahátíðarinnar verður í Reykjavík árið 2000. Leit- ast verður við að hafa sem mesta breidd í staðsetningu viðburða. Dag- skráratriði verða sett upp í stórum sölum og á minni stöðum eins og kaffihúsum, klúbbum og veitinga- stöðum. Einnig verður leitað eftir samstarfi við söfn og hverfamið- stöðvar um vettvang fyrir atriði á hátíðinni. ,Að lokum,“ segir Birgitta, „vilj- um við leggja áherslu á að með því að setja upp vef- og símaljóð munu dagskrárliðir hátíðarinnar ekki tak- markast af landfræðilegri staðsetn- ingu hennar. Þannig mun hluti henn- ar verða aðgengilegur öllum Islend- ingum sem og útlendingum." Umfang hátíðarinnar er mikið og er stefnan sú að samstarfsaðilar okk- ar sjái um ákveðna þætti hennar undir stjóra Margmiðlunarstofunn- ar. Er þá verið að vísa í ákveðna dag- skrárliði. Eðli samstarfsins markast af áhuga og sérsviði viðkomandi samstarfsaðila. Margmiðlunarstofa Islands er nú þegar komin í samstarf við nokkra aðila, Christopher Felver frá Banda- ríkjunum, Meer dan Woorden Festi- val í Hollandi, Ron Whitehead frá Bandaríkjunum, alþjóðafélagsskaj)- inn Telepoetics og Tjáskipti ehf. á Is- landi. Verið er að vinna að samstarfi við fjölmargar stofnanir, samtök og fyrirtæki bæði heima og erlendis. mGHT :qur með mikið pláss. Allirgeta notað þennann. 5.380:- Bestur fyrir nauðsynjar. 4.390:- Frábær fyrir dagsferðina. TIGHT bakpokarnir eru með mest seldu bakpokum í Evrópu. VINTERSPORT ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG BlLDSHOFÐA - Bíldshöfða 20 - Slmi: S10 8020 Morgunblaðið/Þorkell Dansinn stiginn NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót „Isleik 98“ stendur nú yfír í Reykjavík og eru danssýningar, danskenn- sla, samspil, söngkvöld og rirlestrar á dagskránni. sunnudaginn gengu dans- arar og hljóðfæraleikarar klæddir þjóðbúningum frá Mjódd að Árbæjarsafni, þar sem gestum og gangandi var gefínn kostur á þjóðdansasýningu og hljóð- færaleik. ana Toppurinn íþeim amerísku! Sérkannaáir eftir jiínum ]iörfum Amana er í fremstu röá framleiðemla frysti- og kæliskápa í Bandaríkjunum. Otal innréttingar kjóðast, val er um stál-, spegil- og viáaráferá ecía næstum kvaáa lit sem er. I Amana er sérstakt kólf jtar sem mjólkin kelst ísköld. M /flfli ana 30 ara reynsia a la á íslandi! A«taö onOOOVtf* 30*;„arats'ú«ur'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.