Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI1998 Sjmímu Mmtm* .««^1 R HASKOLABIO TILBOÐ KR. 400 A ALLAR MYNDIR KL. 5 OG 7 20 ARA Af=IML4EK_A ENDURHLJÓÐ- BLÖNDUÐí D I G I T A L S T E B E O Frábærlega vel leikin spennu- mynd í Film Noir stíl. JKN.NTFÍCH \MSl|\ I' Hagatorgi, sími 552 2140 Sjáið seinni leikinn í 4liða úrslitum, á stóru tjaldi, í beinni. t t' l'l.'l Takið þátt i HM getraun. Glæsileg verðlaun; HM bolti, skór o.fl. www .samfilm.is LESLIE MIELSEN iHHgrer -a*', .-.t- {m Sýnd kl. 7. Sýnd kl.5. Isl. tal. Best geymda leyndarmálið í heiminum Aðilar frá bandaríska tímaritinu Harper’s * Bazaar voru staddir á Islandi á dögunum við myndatökur í Vestmannaeyjum fyrir tískuþátt blaðsins. Rakel Þorbergsdóttir mælti sér mót við stílistann Jennifer Tzar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson JENNIFER Tzar JENNIFER Tzar starfar sem stílisti fyrir hin ýmsu blöð og tíma- rit víðs vegar um heiminn. Hún hefur áður unnið fyrir Harper’s Bazaar en kýs að starfa sjálfstætt fremur en binda sig við eitt tímarit. Petta er ekki fyrsta heimsókn hennar til Islands því í febrúar á þessu ári kom hún til landsins “vegna myndatöku fyrir tímarit í Los Angeles. Jennifer kynntist tískuiðnaðin- um í gegnum fyrrverandi eigin- mann sinn sem er fatahönnuður. Að hennar sögn er mikil sam- vöriimar frá Karin Hcrzog • endurupiíbjggja liiiðina • vinna á unglingabóÍuni • viðlieldur ierskleika liúð- arinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Worid Class í kvöld kl. 19-21, fimmtudaa kl 11-13. HÓPURINN á vegum tímaritsins Harper’s Bazaar var mjög ánægður með móttökurnar í Vestmannaeyjum. keppni meðal stílista en hún segist ekki kvarta vegna ónógra atvinnu- tilboða. Jennifer hefur til dæmis þrisvar sinnum unnið með Björk Guðmundsdóttur vegna viðtala við hana í tímaritum auk þess sem hún hefur unnið sem stílisti fyrir nokk- ur af helstu tískutímaritum heims. - Af hverju valdir þú Island fyrir myndatökumar? „Eg valdi það vegna þess að ég hafði heyrt mikið um landið og heillast af því. Sjálf er ég frá Minnesota sem er norðarlega í Bandaríkjunum og einn kaldasti staðurinn. ísland er mjög sérstakt land og ég féll strax fyrir því þegar ég kom í febrúar. -Hvað gerir stílisti nákvæm- lega? „Það felst fyrst og fremst í því að velja fótin sem fyrirsætumar klæðast á myndunum. Það er hins vegar víðtækara og venjulega vinn ég mjög náið með ljósmyndaran- um. I þessu tilfelli talaði ég við Ranjit ljósmyndara og sagði hon- um frá hugmyndinni að myndaser- íu. Honum leist vel á hugmyndina og sömuleiðis tímaritinu og við ákváðum að Vestmanna- eyjar yrðu tilvalinn stað- ur fyrir tökumar.“ - Hver er „sag- an“ í myndatökunni? „Hún er hvít og hentar mjög vel við hina fjöl- breyttu náttúru landsins. Við not- um landslagið til að leggja áherslu á fótin og hvítar flíkumar koma mjög vel út. Fyrirsætan sem við notuðum er sænsk og mjög eftir- sótt um þessar mundir og heitir Anna Karen. - Var bara notuð ein fyrirsæta? „Já, í þessari myndaseríu en við tókum aðra seríu í Bláa lóninu og þá notuðum við aðra fyrirsætu. Ein af þeim myndum verður notuð á forsíðu blaðsins í haust eða vetur.“ - Hvað eruð þið mörg sem vinn- iðíkringum svona myndatöku? „Núna eram við sex fyrir utan fyrirsætuna. Ljósmyndari og að- stoðarmaður hans, stflisti og aðstoðarmað- ur, hárgreiðsludama og förðunardama." -Hverjir eru vinsæl- ustu staðirnir fyrir tísku- ijósmyndun? „Eg held að flestir ljósmyndarar velji staði þar sem loftslag er heitt. Ég var einmitt að koma úr tökum í Cannes. Indland er til dæmis vin- sæll tökustaður um þessar mund- ir.“ - Gæti Island orðið einn af þess- um vinsæiu stöðum? „Já, því miður. Ég held að æ fleiri eigi eftir að „uppgötva" Island og muni leggja leið sína hingað." -Finnst þér það slæm tilhugs- un? „Já, ég myndi helst vilja eiga það ein. Að mínu mati er Island eitt best geymda leyndarmálið í heim- inum og eftir því sem fleiri ferða- menn koma hingað aukast líkurnar á að það spillist með tímanum." - Er það eitthvað sér- stakt sem heiliar þig við Island? „Landið er mjög sérstakt og landslagið er eins og á annarri plánetu. Það er ennþá virkt og er sífellt að breytast. Það er engu öðru líkt.“ - Er fóikið að ein- hverju ieyti öðruvísi en þú átt- ir von á? „Það vakti athygli mína að unga fólkið er sérstaklega smart og fylgist greinilega vel með tískunni. Það kom mér mjög á óvart og land- ið er mun tæknivæddara en ég hafði heyrt um. Island er mun nú- tímaiegra en ég bjóst við.“ Landslagið eins og á annarri plánetu Madonna ávallt um- deild MADONNA hefur iðulega vakið hneykslan manna með hinum ýmsu uppátækjum sínum og skoð- unum. Nýjustu fregnir herma að í myndbandi við lagið „(Drowned World) Substitute for Love“ minni söguþráðurinn mjög á síðustu stundir Díönu prinsessu þar sem hún var elt af fjölmiðlum til hinstu stundar. Myndbandið var tekið upp í London á dögunum og 1 byrjunaratriðinu er Madonna með nýja hárgreiðslu að horfa á jarð- arför Díönu prinsessu. Dagblaðið JVew York Daily News segir frá því að skilaboð myndbandsins séu skýr; athygli fjölmiðla getur verið hættuleg. Dagblaðið „The Mirror" segir frá því að í einu atriði mynd- bandsins fari Madonna 1 gegnum rennihurð í fylgd lífvarðar og flýti sér upp í glæsivagn til að forðast myndavélar ljósmyndara. Atriðið þykir minna á upptöku af Díönu og Dodi þar sem þau yfirgefa Ritz hótelið í París. Kynningarfulltrúi Madonnu vís- ar þessum getgátum blaðanna al- farið á bug og segir að ekkert í myndbandinu vísi til prinsessunn- ar. „Það er um samskipti Ma- donnu sjálfrar við fjölmiðla og frægðina. Það eru blaðasnápar í myndbandinu en það er ekki eins og Madonna kannist ekki við þá ágengni sjálf. Þetta er dagur í lífi Madonnu," sagði kynningarfull- trúinn Liz Rosenberg. „Madonna er eina stórstjarnan sem talaði ekki gegn fjölmiðlum eða sagði þá hafa valdið dauða prinsessunnar." Madonna, sem verður fertug í næsta mánuði, er á fullu þessa dagana og herma fregnir að hún muni leika í leikriti Tennessee Williams „Cat on a Hot Tin Roof“ í London næsta sumar. Hún mun að sjálfsögðu leika Suðurríkjatál- kvendið Maggie sem Elizabeth Ta- ylor gerði ódauðlegt á hvíta Ijald- inu árið 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.