Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Augu æ fleiri eru að opnast fyrir því að full ástæða er til að huga í tíma að sérstökum sparnaði til elliáranna. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að 2% aukaafsláttur af lífeyris- greiðslum eigi án efa eftir að ýta við ýmsum um næstu áramót. Annars er af ýmsu að taka og getur valið meðal annars farið eftir því á hvaða aldri ákvörðun um sparnað er tekin. EKKI er óalgengt að séreignarsjóðurinn sé hugsaður til ferðalaga. ti' • • B. \ 1 O llVI N / 1 / gí. 1 nrwÆ \ ff / fjj JH I /t\ f [\ \ 7 <. a SH Með fynrhyggjuna A í farteskinu IBLÓMA lífsins gefa sér fæstir tíma til að velta því fyrir sér hvað taki við þegar starfsævinni lýkur. Ekki er heldur órökrétt að álykta sem svo að sum- ir ýti hugsuninni frá sér á meðan fjárhagslegar skuldbindingar fjölskyldunnar eru í hámarki og oft er verið að standa straum af farartæki, húsnæði og barnauppeldi á sama tíma. Aðrir draga í efa að ástæða sé tii að gera sérstakar ráðstafanir vegna elliár- anna í velferðarsamfélaginu Islandi. Svarið hlýtur að grundvallast á hug- myndum hvers og eins um fullnægj- andi aðbúnað aldraðra svo ekki sé talað um hvemig þjóðfélagið verði í stakk búið til að sinna heildinni. Ef litið er til hins fyrra er eðlilegt að byrja á því að vekja athygli á því hvaða kynslóð fyllir hóp eftirlauna- þega í dag. Þar er fyrst og fremst um að ræða kreppukynslóðina, þ.e. fólk sem man tímana tvenna. Ellilífeyris- þegar eru því ekki nándar nærri eins kröfuharðir og gera verður ráð fyrir að „bamasprengjukynslóðin" svo- kallaða verði þegar hún fer að grána í vöngum. Þjóðfélagið á því eftir að standa frammi fyrir talsverðum kostnaði vegna bætts aðbúnaðar við aldraða á næstu árum. Þar við bætist að ríki heims sjá fram á að hlutfall eldri borgara á kostnað vinnuafls á eftir að hækka umtalsvert á næstu árum. Ekki aðeins eiga fjölmennari árgangar eftir að komast á eftir- launaaldur heldur verður bætt heil- brigði til að lengja meðalævilíkur. Nú em íslendingar, ásamt Japön- um og Svisslendingum, í fararbroddi á því sviði og geta 65 ára íslenskir karlar búist við að verða rúmlega 81 árs og konur 84 ára (Skýrsla forsæt- isráðherra um stöðu eldri borgara hérlendis og erlendis). Við starfslok mega íslendingar því eiga von á því að lifa, og oft við ágæta heilsu, á bil- inu 14 til 17 ár til viðbótar. Hugað að sparnaði uppúr þrítugu Páll Gíslason, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir reynsluna sýna að fuli ástæða sé tdl að huga sérstaklega að spamaði til elli- áranna og jafnvel þegar uppúr þrí- tugu. „Ég leyni því ekki að með stofn- un lífeyrissjóðanna hefur orðið breyt- ing til hins betra hér á landi og verð- ur enn meira áberandi í framtíðinni. Nú em sífellt fleiri að komast á eftir- launaaldur eftir að hafa borgað ára- tugum saman í lífeyrissjóð. Sá hópur hópur fær allt að 80% af heildarlaun- um, á meðan iðgjöld voru greidd í líf- eyrissjóði, í mánaðargreiðslur. Aðrir em ekki jafnvel settir og þó svo talað sé um að meðalgreiðslur séu 85.000 kr. á mánuði þarf alltof stór hópur að draga fram lífíð á innan við 60.000 kr. á mánuði. Aðiir fá uppundir milljón úr ýmsum sjóðum og draga þar með upp meðaltalið." Sárast segir Páll að horfa upp á gamalt fólk missa húsnæðið eftir að hafa skrifað upp á lán fyrir vini og ættingja. „AHtof oft hringir hingað gamalt fólk og segist vera að flytja inn á dívan hjá vini eftir að hafa misst húsnæðið í hendur kröfuhafa. Við stöndum því miður algjörlega ráða- laus frammi fyrir vandanum. Aðeins með því að setja í lög að ekki megi taka húsnæði ábyrgðarmanna upp í skuldir væri hægt að koma í veg fýrir að gamalt fólk lenti á götunni,“ segir hann og tekur fram að núverandi þriggja þrepa trygging með greiðsl- um frá Tryggingastofnun (grunnlíf- eyri og tekjutryggingu), lífeyrissjóð- um og séreignarsjóðum, sé ákjósan- leg, enda til þess fallin að koma til móts við tekjulægri og hærri. Almannatryggmgar Greiðslur Tryggingastofnunar til ellilífeyrisþega eru helstar grunnlíf- eyrir og tekjutrygging. Rétt til grunnlífeyris (fullur grunnlífeyrir nemur 15.123 kr. á mánuði) eiga 67 ára og eldri eftir að hafa átt lögheim- ili á Islandi eða starfað í öðru EES- landi í minnst þrjú almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Ef laun og helm- ingur fjármagnstekna fara yfír 87.546 kr. skerðist grunnlífeyrinn um 30% af mismuninum. Grunnlíf- eyririnn fellur niður við 137.956 kr. mánaðarlegar telgur eða hærri. Ef tekjur ellilífeyrisþega fara ekki, að undanskildum greiðslum frá Tryggingastofnun, húsaleigubótum og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, yfu- ákveðna upphæð, fær ellilífeyrisþegi óskerta teýutryggingu, eða 27.824 kr. á mánuði. Ef ellilífeyrisþegar búa ein- ir og eru innan ákveðinna tekjumarka geta þeir átt rétt á heimilisuppbót (allt að 13.304 kr.) og/eða sérstakri heimilisuppbót (allt að 6.507) ofan á grunnlífeyri og tekjutryggingu. Yfirgripsmikil lífeyrissjóðs- trygging Stærsti hluti alls vinnuafls í land- inu fór að greiða mánaðarlegt iðgjald í lífeyrissjóði við stofnun lífeyris- sjóða verkalýðsfélaganna á fyrstu árum áttunda áratugarins. Allii' launamenn voru svo skyldaðir til að greiða lágmarksiðgjald í samtrygg- ingarsjóð með nýjum lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda 1. júlí sl. Lögin gera ráð fyrir að lág- marksiðgjald sé minnst 10% af ið- gjaldastofni. Algengasta mynsti-ið er að atvinnurekandi standi skil á 6% og starfsmaður 4% og er iðgjaldið skattfrjálst. Lágmarkstrygginga- vernd miðað við 40 ára inngreiðslu- tímabil felur í sér ekki lægra hlutfall en 56% mánaðartekna á meðan ið- gjald er greitt í sjóðinn. Ellilífeyrir er greiddur í réttu hlutfalli við upp- hæð inngreiðslna frá 67 eða 70 ára aldri allt til æviloka. Með iðgjaldinu tryggir sjóðsfélag- inn sér ekki aðeins ellilífeyri, því við skerta stai-fgetu vegna slyss eða sjúkdóms er greiddur sérstakur ör- orkulífeyrir í samræmi við inn- greiðslur í sjóðinn. Ef um varanlega skerðingu er að ræða er greiddur ör- orkulífeyrir þar til ellilífeyrir tekur við. Ef sjóðsfélagi fellur skyndilega frá greiðfr lífeyrissjóðm-inn maka að lágmarki 50% örorkulífeyrisins. Barnalífeyi'ir er greiddur börnum öryrkja eða látins sjóðsfélaga allt til 18 ára aldurs. Almannatryggingakerfið gi'eiðir elli-, örorku-, maka- og barnalífeyi’i eins og lífeyrissjóðirnir. Þó er sá munur á að lífeyrir almannatrygg- inga er ekki háður tekjum á starfsævinni heldur eingöngu búsetu í landinu og ekki eru greidd iðgjöld beint til almannatrygginga heldur eru lífeyrisgreiðslur þeirra fjár- magnaðar af ríkinu. Rýmri fjárráð við starfslok Lengi vel heyrðu aðeins sam- tryggingasjóðir til lífeyrissjóða stétt- arfélaganna. Smám saman hafa sér- eignardeildir verið byggðar upp inn- an lífeyrissjóðanna. Jóhannes Sig- geirsson, framkvæmdastjóri Sam- einaða lífeyrissjóðsins, segir að sjóðsfélagar hafí átt hugmyndina að þvi að stofnuð var séreignardeild innan lífeyrissjóðsins. „Eins og nafn- ið gefur til kynna er með reglulegum mánaðarlegum greiðslum til viðbótar við greiðslur til samtryggingarinnar hægt að safna séreign í séreignar- deildinni. Séreignin getur hjálpað starfsmönnum í ei-fíðri vinnu við að minnka við sig vinnuna smám sam- an. Aðrir velja að leysa út sjóðinn fyrstu árin eftir að starfsævinni lýk- ur. Með því móti eru fjárráðin rýmri þegar heilsan er best og þar af leið- andi bestu tækifærin til að njóta lífs- ins og fara t.a.m. í ferðalög. Ef sjóðs- félaginn fellur frá gengur sjóðurinn í erfðir eins og aðrar eignfr. Þar verð- ur munurinn á séreign og samtrygg- ingu augljós, því samtryggingin gengur út á að iðgjöld standi undfr meðalútgjöldum við hvern sjóðsfé- laga. Af eðlilegum ástæðum er afar misjafnt hvort sjóðsfélagar nýta ið- gjöldin eða ekki og skiptir þar lífald- ur mestu,“ segir Jóhannes og játar því að útlit sé fyrfr að séreignarsjóð- um eigi eftir að fjölga innan lífeyris- sjóðanna á næstu árum. „Aðalástæð- an felst í því að búist er við að al- menningur eigi eftir að nýta sér 2% viðbótar skattaafslátt vegna lífeyris- sjóðsgreiðslna um næstu áramót. Éin leið gæti verið að greiða hluta í séreignarsjóð og önnur að greiða meira til samtryggingarinnar." Fleiri útfærslur lágmarks- tryggingaverndar Fleiri breytingar eru á döfínni, því með nýju lífeyrissjóðslögunum er ekki lengur nóg að vera aðili að sér- eignarsjóðum verðbréfaíyrirtækj- anna. Verðbréfafyrirtækin hafa ár til að aðlagast breytingunum og bjóða upp á tryggingu af svipuðu tagi og samtryggingu lífeyrissjóðanna. Lög- gjöfin gefur verðbréfafyi-irtækjunum nokkm-t svigrúm um hvernig lág- mai-kstryggingaverndinni er skipt niður í samtryggingu og séreign og má búast við að í framtíðinni eigi eftir að gæta talsverðrar fjölbreytni á mai-kaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.