Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 11
I
25 ára
Mánaðariaun eru um 200 þús. kr.
að meðaltali á mánuði í 43 ár
Ellilífeyrir hans um
129 þús. krónur á
mánuði
43 ár
67 ára
Dæmi 1 Mánaðariaun eru um 200 þús. kr.
O að meðaltali á mánuði í 43 ár
r—
mánaðari. í séreignadeild.
25 ára
43 ár
í
67 ára
Greiðsla á núvirði,
miðað við 6%
áætlaða raunvexti,
eriim 83 þús. kr. á
mánuði í 13 ár eða
til 80 ára aldurs.
Svona gæti dæmið lítið út við 67 ára aldun
Lífeyrissjóður (samtrygging) 128.998
Lífeyrissp. (séreignadeild) 83.553
Samtals krónur 212.551
Einstaklingurinn í dæminu fengi því rúmar 212 þús. á mán. frá 67 ára til 80 ára
aldurs en eftir þann tíma fengi hann tæpar 129 þús. krónur sem eftir væri ólifað.
Mánaðariaun em um 200 þús. kr.
að meðaltali á mánuði í 35 ár
+ Greiðir 2% (4.000 kr.) af
mánaðari. í séreignadeild.
25 ára
60 ára
35 ár 50% starf
67 ára
Greiðsla á núvirði,
miðað við 6% áætlaða
raunvexti. Einstakl.
vinnur fullt starf til 60
ára aldurs en byrjar þá
í 50% starfi og lækka
launin í 100 þús. á mán.
Hann vinnur hlutastarfið til 67 ára aldurs en fær greitt meðan á því stendur
úr séreignadeild. Við 67 ára aldur hefur einstaklingurinn töku ellilífeyris úr
Iffeyrissjóði sem hann fær það sem hann á eftir ólifað.
Svona gæti dæmið tölulega litið út hjá einstaklingnum
Laun (samtrygging) 100.000
Lífeyrissp. (séreignadeild)_____ 82.838
Samtals krónur 182.838
Frá 60 ára til 67 ára fær einstaklingurinn greiddar um 182 þús. á mán. Þegar hann
er orðinn 67 ára fær hann greiddar 118 þús á mán. miðað við að hann greiði í
lífeyrissjóð af 100 þús. kr. í sjö ár, en annars af 200 þús. kr. á mán.
_____________________________________Dæmi tekin saman afSameinaða lifeyrissjóðinum.
Samsetning tekna ellilífeyrisþega 1996
3.000
I I Fjármagnstekjur
2.500 ®] Greiðslur úr lífeyrissjóði
þflffl Greiðslur frá Tryggingarstofnun
2.000 E53 Atvinnutekjur og aðrar tekjur
1.500
6
8
9
10
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Á TÖFLUNNI sést samsetning tekna ellilífeyrisþega árið 1996. Ellilíf-
eyrisþegum hefur verið raðað eftir tekjum frá þeim tekjulægstu til
þeirra tekjuhæstu og skipt í 10 jafnstóra hópa.
Hagstæð
aldurssamsetning
Gunnar Baldvinsson, forstöðumað-
ur ALVÍB, segir að sjóðurinn bjóði
upp á fimm útfærslur á lágmarks-
tryggingaverndinni. Fyrsta útfærsl-
an felist í því að greiða lágmarksið-
gjald (8,24%) til samtryggingar í
tryggingadeild ALVÍB. Trygginga-
deildin skuldbindur sig þar með til að
greiða ellilífeyri frá 70 ára aldri. Önn-
ur útfærslan felur í sér að greiða
2,17% til séreignardeildar ALVÍB og
6,35% til tryggingadeildarinnar.
ALVÍB skuldbindur sig þar með til
að greiða ellilífeyri til 75 ára aldurs
og ti'yggingadeildin til að taka við og
greiða ellilífeyri til æviloka. Eftir því
sem ALVÍB sér lengm- um greiðsl-
urnar hækkar hlutfall iðgjalda til sér-
eignarsjóðsins og lækkar að sama
skapi til tryggingadeildarinnar.
ALVÍB ábyrgist örorkulífeyri, maka-
og bamalífeyri samkvæmt kröfum
um lágmarkstryggingavemd í lögum
um starfsemi lífeyrissjóða. Til viðbót-
ar geta sjóðsfélagar bætt við sig ein-
stökum tryggingum að eigin vali.
Fyrir ungt fólk með börn á framfæri
og miklar fjárhagskuldbindingar get-
ur t.a.m. verið hentugt að bæta við
sig örorkulífeyristryggingu.
ALVÍB hefur sett saman þrjú
verðbréfasöfn með tilliti til aldurs
sjóðsfélaga og er gert ráð fyrir að
þeir geti valið að færast sjálfkrafa á
milli safna með aldrinum. „Verð-
bréfasafn með hátt hlutfall hluta-
bréfa hentar vel fyrir unga sjóðsfé-
laga af því að iðgjöld þeirra eiga eftir
að ávaxtast mjög lengi og þeir hafa
því tima til að sitja af sér tíma-
bundna lækkun á verði hlutabréfa.
Fyrir sjóðsfélaga, sem eru farnir að
nálgast eftirlaunaaldur eða byrjaðir
að taka lífeyri, er hins vegar skyn-
samlegt að hafa hátt vægi skulda-
bréfa sem gefa jafna og stöðuga
ávöxtun," segir Gunnar og tekur
fram að því til viðbótar sé hægt að
veija tvær aðrar leiðir. Annars vegar
að velja ekki verðbréfasafn, taka
meðaláhættu, og greiða í grunnsafn
ALVÍB og hins vegar að velja alfarið
eitt af verðbréfasöfnunum þremur.
Hjá Gunnari kom fram að góð
ávöxtun hefði fengist á verðbréfa-
söfnunum undanfarin ár, eða á bilinu
8,8%-10% að meðaltali.
Aldurinn skiptir máli
Gunnar segist mæla með því að
2% auka skattaafsláttur vegna líf-
eyrissjóðsgreiðslna sé nýttur vegna
skattalegrar hagkvæmni. „Spamað-
ur í gegnum lífeyrissjóði er án efa
hagkvæmasta leiðin til eftirlauna-
sparnaðar. Féð fer óskattað inn í
sjóðinn og hvorki er innheimtur
eignarskattur né fjármagnstekju-
skattur á meðan á ávöxtun fjármun-
anna í sjóðnum stendur. Við útborg-
un er dreginn tekjuskattur af upp-
hæðinni og er persónuafsláttur frá-
dráttarbær. Ef þú átt full lífeyris-
réttindi fyrir, þ.e. ert búinn að
byggja upp svo mikil eftirlaunarétt-
indi að þú sért kominn uppfyrir
skattleysismörk, liggur hagkvæmnin
fyrst og fremst í eignarskatts- og
fjármagnstekjuskattsfrelsinu," segir
Gunnar og tekur fram að dæmið eigi
fyrst og fremst við þegar nokkur
tími er til stefnu til að safna til eftir-
launaáranna.
Nokkru öðru máli gegni þegar
stutt sé í eftirlaunaárin. „Þar ruglar
tekjutryggingin dæmið,“ segir
Gunnar, „því í henni er falin inn-
byggður hvati tfi að spara ekki. Á
hinn bóginn verður ekki litið fram
hjá því að tekjutryggingin hefur ver-
ið að lækka og á eflaust eftir að
lækka enn frekar á næstu árum.
Þess vegna er full ástæða til að
hvetja fólk á miðjum aldri til að
reyna að tryggja fjárhagslegt sjálf-
stæði sitt sjálft. Ef ætlunin er t.d. að
hætta að vinna eftir 3 til 4 ár mæli ég
með því keypt séu verðbréf í áskrift
eða lagt reglulega fyrir inn á banka-
reikning, því aðeins vaxtatekjurnar
skerða tekjutrygginguna - ekki höf-
uðstólinn - eins og gildir með lífeyr-
issjóðsgreiðslur."
Áður en hugað er að sérstökum
spamaði vegna eftirlaunaáranna tel-
ur Gunnar nauðsynlegt að komið sé
upp varasjóði. „Við verðum að hafa í
huga að lífeyrissjóðsspamaður, t.d. í
séreignarsjóði, er alltaf bundinn fram
að ákveðnum aldri. Þess vegna ráð-
legg ég öllum að byggja upp varasjóð,
td. með verðbréfum í áskrift, áður en
hugað er að því að nýta aukaafslátt-
inn. Erfitt er að segja til um hvað
varasjóðurinn á að vera hár og getur
verið ágætt að miða við sex til níu
mánaða laun. Eftir að byggður hefur
verið upp varasjóður er sjálfsagt að
huga að því að nýta að fullu sérstakan
skattaafslátt vegna lífeyrissjóðs-
greiðslna og era séreignarsjóðimir
þar góður kostur. Þar á ofan getur
verið ágætt að huga að öðram sér-
stökum spamaði til elliáranna."
Sparnaður í gegnum trygginga-
félög og banka
Einn kosturinn er sparnaðarlíf-
trygging eins og Samlíf býður upp á.
Ólafur Haukur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samlífs, segir að gerð-
ur sé samningur um sparnað og líf-
tryggingu í tiltekinn árafjölda. „I
samningnum er innifalin ákveðin líf-
tryggingarapphæð og ef viðkomandi
fellur frá á samningstímanum, sem
oft er á bilinu 25 til 30 ár, er líftrygg-
ingarapphæðin greidd aðstandend-
um. Ef sparnaðurinn er orðinn hærri
er sá sjóður greiddur út. Sérstaka
tryggingu er svo hægt að kaupa fyrir
því að missa starfsorkuna," segir
Ólafur Haukur og bætir við að þegar
samningstímanum ljúki sé sparnað-
urinn greiddur út með eingreiðslu -
oft uppúr sextugu. „Við útborgunina
aukast möguleikar fólks á því að
minnka við sig vinnu, hætta fyrr eða
veita sér eitthvað sérstakt.“
Ólafrn- Haukm- segir að sparnað-
urinn sé í áhættu tryggingartakans
sjálfs. „Hann á val um 10 sjóði í
vörslu VIB, Búnaðarbankans og eins
stærsta fjárfestingarfyrirtækis Evr-
ópu, Henderson. Ávöxtunarreynsla
síðustu ára hefur verið hreint með
ágætum. Á hæstu sjóðunum hefui-
nafnávöxtun farið upp í 40% á þessu
ári. En auðvitað verður að hafa í
huga að þar sem ávöxtun er mest
eru sveiflurnar oft mestar.“
Ólafur Haukur tekur dæmi af því
að 32 ára gömul kona, líftryggð upp
á 4,5 milljónir, greiði 10.000 kr. á
mánuði í sparnaðarlíftryggingu í 30
ár. Miðað við 5% vexti yrði útborg-
unin 7.486.210 kr., miðað við 7,5%
færi upphæðin upp í 11.733.773 kr.
og miðað við 12% vexti væri upp-
hæðin orðin 27.576.729 kr. að samn-
ingstímanum loknum.
Ólafur Haukur sagði að félagið
legði áherslu á að halda kostnaði í
lágmarki og teldi sig vera vel sam-
keppnishæft á því sviði. Kostnaður-
inn væri að hluta til innheimtur í
upphafi og sparnaðurinn byrjaði að
safnast upp að meðaltali á sjötta
mánuði. Greiða þarf innheimtugjald
og gengismun, þ.e. 2% af hverri
greiðslu. Samkvæmt núgildandi lög-
um er ekki greiddur tekjuskattur,
aðeins fjármagnstekjuskattur, af út-
borguninni. í dæminu hér að ofan
væri um að ræða 10% skatt af mis-
muninum af 3,6 milljóna króna inn-
borgun og útborguninni.
Hilmar Gunnarsson, markaðs-
stjóri íslandsbanka, sagði að ýmsar
hreinar bankaleiðir væra til eftir-
launasparnaðar og fælist mismunur-
inn aðallega í lengd binditíma og því
hvort miðað væri við verðtryggingu
eða ekki. „Hér gæti einn kosturinn
falist í því að velja svokallaða spari-
leið. Viðskiptavinurinn getur valið
binditíma, þ.e. 36, 48 eða 60 mánuði,
á verðtryggðum reikningi. Ef við-
skiptavinur er í reglulegum spamaði
í bankanum og velur 60 mánaða
binditíma eru öll innleggin laus að 60
mánuðum liðnum. Þú ert ekki að
binda hvert innlegg í 60 mánuði
heldur er heildarfjárhæðin laus eftir
tímabilið. Svo eram við t.d. með
óbundinn reikning sem heitir Upp-
leið. Hann er óverðtryggður og virk-
ar þannig að þú byijar á ákveðnum
grunnvöxtum og svo hækka vextirn-
ir í ákveðnum þrepum með tímanum,
byrjunarvextir era 2,7%, eftir sex
mánuði verða vextirnir 4,95% og svo
halda vextirnir áfram að hækka al-
veg upp í 7,45%. Þessi leið er góð ef
ekki er vitað hvenær þarf að grípa til
fjárhæðarinnar."
OECD gerir ráð fyrir að hlutfall
aldraðra Islendinga hækki úr
11,5% í 18,8% frá árinu 1996 til
2030. Ef litið er til annarra
landa kemur í ljós að aldurssam-
setning þjóðarinnar er tiltölu-
lega hagstæð og er hlutfall aldr-
aðra aðeins lægra í írlandi.
Framreikningurinn sýnih að
hlutfall aldraðra verði hváð
hæst í Þýskalandi, Ítalíú og
Sviss árið 2030. Nú er hlutfall
aldraðra hæst í Svíþjóð. Upplýs-
ingarnar koma fram í skýrslu
forsætisráðherra um stöðu eldri
borgara hérlendis og erlendis.
Skýrslan var lögð fyrir síðasta
löggjafarþing.
Minni sprenging í
heilbrigðisútgjöldum
OECD gerir ráð fyrir að líf-
eyrisgreiðslur hins opinbera eigi
eftir að vaxa að meðaltali um
tæp 4% af landsframleiðslu frá
1995 til 2030. Nokkuð meiri
vöxtur eða 7% er fyrirsjáanleg-
ur í Finnlandi, Ítalíu og Japan.
Island er meðal ríkja þar sem
OECD telur minnstan vöxt
verða eða um 1,7%. Ekki er að-
eins hægt að rekja útgjalda-
aukninguna til fjölgunar ellilff-
eyrisþega því að fleira kemur til
og skiptir ekki síst máli aukning
lífeyrisréttinda í löndunum. At-
hyglisvert er að nýjustu upplýs-
ingar gefa til kynna að ekki
verði jafn mikil sprenging í heil-
brigðisútgjöldum og búist hafði
verið við. Nú eru heilbrigðisút-
gjöld 8-10% af landsframleiðslu
OECD ríkjanna og gerir stofn-
unin ráð fyrir að aukning heil-
brigðisútgjalda verði e.t.v. ekki
nema 10-20% á næstu 15 til 20
árum. OECD gerir ráð fyrir að
öldrun hafi neikvæð áhrif á
framleiðni vegna hærra hlutfalls
eldri launþega og þess að Qár-
festing í endurmenntun er minni
í eldra starfsfólki. Samandregið
hefur OECD áætlað að ef ekki
komi til aukin framleiðni í aðild-
arrfkjunum muni öldrun í aðild-
arríkjunum leiða til þess að
landsframleiðsla á mann verði
um 10% lægri í Bandaríkjunum
árið 2050 en nú, 18% lægri í
Evrópusambandinu og 23%
lægri í Japan.
OECD hefur sett fram yfirlit
yfír brýnustu verkefnin á sviði
öldrunar. Fernt er talið fram í
skýrslu forsætisráðherra. Hið
fyrsta er að gera þurfí kostnað
vegna öldrunar sýnilegan í ríkis-
útgjöldum. Annað er að styrkja
virkni fjármagns- og vinnu-
markaðar þannig að þeir geti
brugðist við þeim breytingum á
framboði og eftirspurn sem lík-
legt er að leiði af breytingum á
aldurssamsetningu þjóðarinnar.
Þriðja er að stuðla að því að
aldraðir verði virkir í samfélag-
inu og geti séð um sig sem best í
samfélaginu. Hið fjórða og síð-
asta er svo að jafnvægi verði á
milli ábyrgðar einstaklinga og
samfélags. Samdrætti í ríkisút-
gjöldum megi mæta með því að
auka ábyrgð einstaklinga á eig-
in lífi.
Algengt að vinna
til sjötugs
I skýrslunnj kemur m.a. fram
að meðalævi Islendinga hefur
lengst um 2,4 ár að jafnaði á
hveijum áratug frá árinu 1930.
Nú getur 65 ára íslenskur karl-
maður átt von á því að lifa 16,2
ár til viðbótar og kona á sama
aldri rúmlega 19 ár. Aðeins Jap-
anir og Svisslendingar eiga í
vændum lengri ævi en íslend-
ingar. íslendingar vinna mun
lengur en aðrar þjóðir og er at-
vinnuþátttaka 65 ára og eldri
víða meiri en í aldurshópnum 55
til 64 ára. Athuganir Þjóðhags-
stofnunar á skattaframtölum
sýna að langalgengast er að fólk
láti af störfum við 70 ára aldur.
Þessar staðreyndir eru mikil-
vægar til skýringar á því af op-
inber útgjöld til elli- og örorku-
lífeyrisþega eru lægri hér á
landi en annars staðar.
Stökktu til
Costa del Sol
5. ágúst
frá kr. 39.932
Nú seljum við síðustu sætin þann 5. ágúst til Costa del Sol og þú
getur nú nýtt þér einstakt tilboð okkar til að komast í sólina á þennan
vinsæla áfangastað. Þú bókar núna og staðfestir ferðina, og 4 dögum
fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir.
39.932
Verð kr.
Verð kr.
49.960
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
vika, 5. ágúst.
M.v. 2 í studio/íbúð, ( viku, 5. ágúst.
Verð kr.
59.960
M.v. 2 í studio/íbúð, í 2. vikur,
5. ágúst.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600