Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 15

Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 15 GOLF er meira en að segja það. Þetta er ótrúlega harður skóli og menn þurfa að leika vel í hvert sinn - ekki eiga einn og einn góðan hring. Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara að nefna nein nöfn, en það er sjálfsagt að nefna Örn Ævar [Hjartarson, GS] vegna þess að hann er þegar búinn að vinna afrek sumarsins [vallarmet á nýja vellinum á St. Andrews, 60 högg]. Það er ótrúlegt afrek og hlýtur að opna honum dyr í nánast hvaða skóla sem er í Banda- ríkjunum," segir Hannes. íslenskur kylfingur í Ryder-lið Evrópu? Er talið barst að undankeppni Birgis Leifs um sæti í Opna breska meistaramótinu fyrir viku, varð mönnum tíðrætt um að fyrrverandi kylfíngar sem léku í Ryder-keppn- inni urðu að sætta sig við að komast ekki áfram - rétt eins og Birgir Leifur. Þá sagði Hannes: „Af hverju eigum við ekki að geta átt þátttak- anda í Ryder-keppninni eins og Danir? Það mælir ekkert gegn því.“ Hvíið um fólksfjölda? „Nei, nei! Hann hefur ekkert að segja. Við þurfum bara einn. Við þurfum hins vegar að geta hjálpað þeim sem þykja mjög efnilegir enn frekar. Það gæti verið eitthvað svip- að og hlutafélagið er að gera fyrir Birgi Leif. Við þurfum að gera mönnum kleift að helga sig íþrótt- inni í tvö til þrjú ár - þurfum að geta séð hvort menn standist prófið og nái árangri. Það verður stórverk- efni sambandsins í framtíðinni. En þá verða þeir að njóta þess allt árið um kring.“ Þá komum við að Afreksmanna- sjóði ÍSÍ. „Hann er náttúrlega ótrúlega veikburða. Ég sit nú í stjórn þessa sjóðs og vandamálið er að kylfingar eiga nánast enga möguleika á að fá styrki úr honum, ef marka má skil- greiningu sjóðsins. Þar segir að menn þurfi að vera á meðal tuttugu bestu í heiminum í sinni grein til að fá A-styrk, fjörutíu bestu til að fá B- styrk og ég hef gjarnan sagt við stjórn sjóðsins, að ef einhver kylfinga okkar er kominn á meðal fjörutíu bestu gæti hann styrkt sjóðinn, ef hann hefði áhuga á því(!) Afreksmannasjóðurinn nær því ekki að hjálpa kylfingum, nema að hann getur styrk efnilega kylfinga um nokkur hundruð þúsund krónur. Ómar Halldórsson fékk þrjú hund- ruð þúsund krónur í fyrra og það skiptir máli fyrir þessa stráka. Við munum aldrei fá styrk allt árið, því þá yrði sjóðurinn gjaldþrota." Já, og stúlkur líka. Við höfum verið að berjast við að fjölga stúlkum í íþróttinni. Það er búið að vera markmið sambandsins og það hefur tekist í yngri flokkunum. Nú eru komnir einhverjir tugir stúlkna, sem eru að keppa í flokki fimmtán ára og yngri. Þær eru samt enn að- eins fjórar um hituna á hæsta stigi. Það styttist þó í að fleiri blandi sér í baráttuna. Það verður líklega á næsta ári eða þarnæsta. Til þess að við fáum unga kylfinga, sem eiga möguleika á að gerast atvinnumenn, þarf að vinna markvisst að því. Við verðum fyrst og fremst að hafa góða kennara. Það er ákveðið vandamál eins og við töluðum um áðan. Það er því ekkert til fyrir- stöðu að við getum eignast kylfinga í fremstu röð, ef við vinnum nógu markvisst að því og byrjum nógu snemma að kenna þeim. Svíamir byrja að kenna þriggja eða fjögurra ára börnum, leyfa þeim bara að leika sér með kylfu og einhverja plastbolta. Áhersla er lögð á að þau hafi gaman af þessu, „golf og gam- an“ er þeirra meginmarkmið. Við erum að gera okkur grein fyrir því að það er hægt að byrja miklu fyrr með krakkana. Ég held að okkar vandamál liggi ekki í því að fá börn út á golfvöllinn. Þau hafa gaman af því að leika sér í golfi, en hvað tekur við hjá dreng sem er orðinn sautján eða átján ára, sem er kominn með einn í forgjöf og hefur mikla tækni? Það þarf að koma í veg fyrir að hann staðni. Því þarf að lengja tímabilið. Þá er ekki nóg að vera sex eða sjö mánuði á hverju ári í þessu. Þá verða menn að geta stunda íþróttina allt árið. Það er, eins og ég sagði áðan, framtíðarverkefni hjá sambandinu. Vantar peninga Kemur til greina að senda fleiri unga kylfínga á einstaklingsmót er- lendis í stað þess að senda ávallt landsliðin í keppnisferðir? „Já, já. Menn hafa verið að breyta stefnu sinni í þessum málum, að senda menn frekar á einstak- lingsmót til þess að veita mönnum reynslu og einnig til þess að fleiri kylfingar fái smjörþefinn af keppni erlendis. Segjum að við séum með tuttugu manna hóp og allir innan hans séu með forgjöf frá tveimur og upp í fjóra. Maður veit ekkert hver þeirra komi til með að skara framúr - það gæti alveg eins verið sá sem er með fjóra í forgjöf. Þannig að við þurfum að gefa fleirum tækifæri en við erum að gera núna. Okkur vant- ar bara peninga, það er stærsta vandamálið. Golfsambönd á Norð- urlöndum, t.d. Svíarnir, hafa verið að senda kylfinga niður á Spán og okkur stendur þetta allt til boða. En þetta kostar auðvitað peninga. Norðmenn er til dæmis nokkuð aftarlega á merinni í golfi, en þeir eiga nokkra kylfinga sem hafa verið að leika á stærstu atvinnumanna- mótunum. Ég veit ekki betur en að það séu drengir sem hafa leikið á Norðurlandamótum og tapað fyrir okkur. Hvað þykir þér um frammistöðu bestu kylfínga okkar nú í sumar? „Það sem ég hef séð hefur verið mjög gott. Ég fór á Hellu og fylgd- ist með Björgvini Sigurberssyni, Sigupáli [Geir Sveinssyni] og Þórði [Emil Ólafssyni] - og þeir voru að leika mjög vel allan tímann. Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim. Þegar þessir strákar eru í þessum ham eru þeir að gera mjög góða hluti og leika alveg frábært golf. Aftur á móti virðist sem leikur þeirra sé ekki nógu jafn. Það virðist hrjá okkur mest. Ef til vill er það al- þjóðlegt vandamál, ég veit það ekki. En það sést á árangrí okkar í Evr- ópukeppni áhugamanna og fleiri mótum að bestu kylfingar okkar eru á réttri leið.“ Við sjáum á fjölda þeirra sem eru með núll í forgjöf eðajafnvel lægra, að við erum í stöðugri framfór? „Já, maður heyrir samt að vell- irnir hér á landi séu ekki metnir nægilega erfiðir - að þeir ættu að teljast erfiðari. Menn hafa verið að lækka sig í forgjöf erlendis, en ekki heima hjá sér. Það er ekki sam- kvæmt því sem maður skyldi ætla. Það er náttúrulega eilífðar þrætu- efni.“ Er hægt að lagfæra slíkt? „Nei, þetta er allt saman gert eft- ir alþjóðlegum reglum, þannig að menn verða bara að gera vellina erfiðari og fá þannig vallarmetið hækkað, þar sem það er hægt.“ Allir á Stiö 9 Fyrsta deild karla sunnudag kl. 20 í Garðabæ V Stjarnan BH Víkingur Olís er styrktaraðili Stjörnunnar UTSf' ÍJ'f'Q UTSALA Íjjf'v UTSAL4 Oáuntu.,, v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680 IJTSALA Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks f fastejgnaleit /*, mbl.is/fasteignir Kæru viðskiptavinir Ég er komin til landsins á ný og hef hafið störf í Klipphúsinu, Bíldshöfða 18, sími 567 2044. Ingibjörg Helgadóttir hársnyrtir Verið velkomin Helgarferð tn Prag 2. okt. frá kr. 29.960 Föstudagsmorgunn til sunnudagskvölds Beint leiguflug Borg hinna þúsund tuma, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, gullna borgin. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. Borgin var stærsta og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, ‘ menningarhjarta Evrópu, og hún er ótrúlegur minnisvarði um stórkost- lega byggingarlist og kúltúr. Hér frumflutti Mozart Don Giovanny ópemna, hér hélt Beethoven reglulega tónleika, hér samdi Mahler tónlist og Kafka og Einstein sátu við skriftir. Hradcany kastalinn gnæfir yfir borgina, hið gamla stjómarsetur konunga allt frá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrifstofu Havels. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, föstudaginn 16. október. í boði em góð 3ja og 4ra stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendan- lega ranghala gamla bæjarins með íslensk- um fararstjómm Heimsferða. Aðeins 50 sæti á sértilboði Tónleikar ♦ Glæsilegir veitingastaðir Næturlíf ♦ Kynnisferðir ♦ íslenskir fararstjórar Hótei Quality Eitt besta þriggja stjömu hótel í Prag, 240 herbergi. í 10 mínútna fjarlægð frá gamla bænum, öll herbergi með sjónvarpi, síma, minibar, baðherbergi. Veit- ingastaður, bar, stór móttaka. Mjög snyrtileg herbergi. Don Giovanni Líklega besta 4ra stjörnu hótel í Prag. Staðsett rétt hjá Quality-hótelinu. Öll herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, baðherbergi, minibar, öryggishólfi. Herbergisþjónusta. Góður veitingastaður, píanóbar, skemmtistaður. Topphótel. Hilton Prag Topphótel í hinum fræga hótelhring. Skammt frá gamla bænum. Stærsta hótelið í Prag, öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði, minibar, loftkælingu, baði. Veitingastað- ir, barir, ráðstefnuaðstaða. Verð kr. 29.960 Verð kr. 39.960 Flugsæti til Prag fyrir fullorðinn með sköttum. M.v. 2 í herbergi Quality Hotel, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, ís- lensk fararstjóm, skattar. Verð kr. 43.860 M.v. 2 í herbergi, Don Giovanni, flug, gisting m. morgunverði, fararstjóm, ferðir til og frá flugvelli, skattar. U_l X ISFE RÐIR \ y Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.