Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Mikils virði að geta sinnt myndlistinni“ Undanfarið ár hefur í senn verið annasamur og ánægjulegur tími hjá myndlistarmannin- um Bjama Þór Bjarnasyni sem valinn var bæjarlistamaður Akraness 1997. Hulda Stefánsdóttir og Amaldur Halldórsson ljósmyndari brugðu sér undir Hvalfjörð og heimsóttu Skagann þar sem listamaðurinn opnaði nýverið vinnustofu og gallerí í ný- uppgerðu húsi sínu í miðbænum. BJARNI Þór lauk námi frá kenn- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1980 og hefur starfað sem mynd- og handmennta- kennari í heimabæ sínum, Akranesi, síðan. Síðastliðið ár gafst honum tækifæri til að helga sig listinni ein- göngu sem bæjarlistamaður en sýn- ing hans sem nó er nýlokið í lista- safninu Kirkjuhvoli á Akranesi var sú níunda á fimmtán árum auk þess sem hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Bjarni Þór málar með olíu og vatnslitum og vinnur svokölluð einþrykk. Þá hefur Bjarni fengist við gerð útilistaverka og á síðasta ári sigraði hann í sam- keppni um minnismerkið Brákina sem stendur í Borgamesi. Hafmeyj- an er annað slíkt verk eftir Bjama sem afhjúpuð var við gamla vitann í Akranesfjöra $ síðasta mánuði. Staðsetning verksins er vel við hæfi því fjaran er Bjarna Þór hugleikin um þessar mundir. „Það er kannski ekki um auðugan garð að gresja hvað viðkemur mó- tífum hér á Akranesi, raunar vær- um við illa sett ef við hefðum ekki blessað Akrafjallið," segir Bjami Þór og hlær. „En þá fer maður nið- ur í fjöra og gaumgæfir allt það sem hún hefur upp á að bjóða.“ Kuðung- ar, krabbar og krossfiskar leysast upp í ótal litbrigði sem iða á mynd- fletinum og Bjami Þór lýsir sér sem hálf abstrakt-expressíónískum í stíl. Hugur hans leitar í ýmsar áttir; einnig til hins fígúratífa, bæði menn og hestar, og landslagsins. Og skop- myndteiknari þykir hann góður og vinsæll sem slíkur á staðnum, upp- lýsir eiginkonan. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt og tekur við af öðra,“ segir Bjarni. „Eg hef gaman af að teikna og mála og þá er eins og hitt komi af sjálfu sér.“ Hann þarf ekki að kvarta undan viðtökunum. Talið er að um 600 manns hafi sótt sýningu hans í Kirkjuhvoli sem er metaðsókn á þeim bæ. Ekki vora viðtökumar heldur lakar þegar hann opnaði dymar á galleríi sínu og vinnustofu á Skólabraut 22 sama dag og lang- þráðum Hvalfjarðargöngum var upp lukið laugardaginn 11. júlí sl. „Við sendum engin boðskort heldur opnuðum bara dyrnar og fólkið streymdi inn,“ segir Bjami. „Ég þarf ekki að kvarta undan því hvemig hefur gengið og það er mér mjög mikils virði að geta sinnt því sem ég hef svo mikinn áhuga á. Þó er ég ekki tilbúinn til að sleppa höndum af kennslunni, að minnsta kosti ekki enn um sinn.“ MYNDLISTARMAÐURINN Bjarni Þór hefur verið atorkusamur síð- asta árið. Hér er hann f nýju galleríi sínu og vinnustofu. HAFMEYJAN eftir Bjarna Þór sem stendur f fjörunni við gamla vitann á Akranesi. Chicken Ranch í Gall- eríi Fiskinum NÝTT gallerí í Reykjavík, Fiskur- inn, að Skólavörðustíg 22 c, gengst fyrir sýningum heimildarmynda í innra rými sýningarsalarins sam- hliða myndlistarsýningum en næstu tvær vikurnar verða til sýnis verk eftir Helgu Þórsdóttur og Daníel Magnússon. Myndimar verða sýndar á klukku- tíma fresti alla daga frá 14 til 18, sú fyrsta í dag, sunnudaginn 19. júlí. Það er myndin Chicken Ranch eftir Nick Broowfield og Sandy Sissel. Fjallar hún um líf kvenna sem starfa í vændishúsi í Nevada eyðimörkinni skammt fyrir utan Las Vegas í Bandaríkjunum. Sýningartími er 84 mínútur. ---------------- Sigurrós sýnir í Galleríi Sölva Helgasonar MYNDLISTARKONAN Sigurrós Stefánsdóttir sem er búsett á Sauð- árkróki opnaði myndlistarsýningu í Galleríi Sölva Helgasonar, Lónkoti í Skagafirði, laugardaginn 18. júlí og stendur sýningin til 17. ágúst. A sýningunni verða olíu- og vatns- litamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sigurrós er fædd á Ólafsfirði og stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1994-1997. Sigurrós hefur tekið þátt í nokkram samsýningum og einnig verið með einkasýningar. .-.---------- Auður sýnir í Galleríi Listakoti NÚ stendur yfir sýning Auðar Jónsdóttur í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Auður útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1997. Verkin á þessari sýn- ingu era unnin í sílikon. Sýningin stendur til 26. júlí og er opið frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. mm Morgunblaðið/Arnaldur FRÁ sýningu Daða Guðbjörnssonar sem stendur yfír í Safnahúsi BorgarQarðar. MÁLVERKIÐ „íslensk myndlist" I og II. Ævintýra- heimur Daða í Borgarnesi SUMARSÝNING Safnahúss Borg- arfjarðar í Borgamesi þetta árið er sýning á málverkum og handlituð- um ætingum eftir Daða Guðbjöms- son. Það fer vel á að sýna verk sem era sannkallaður gleðióður til lífsins á björtum dögum líkt og þeim sem nú hafa ríkt en sýningunni lýkur 16. ágúst nk. Titlar verkanna era jafn litskrúð- ugir og innihald þeirra, á stundum sykursætir, eins og „Ó, ljúfa líf‘ og „Vor í lofti“, en írónían er skammt undan og oft býr tvíræð merking á bak við misvísandi nöfnin. I mál- verkinu „íslensk myndlist" I og II hafa blaðsíður í samnefndri bók sveigt upp á sig í hjartalaga form. Hamar slær við penslinum, tákni Daða fyrir listamanninn, sem fengið hefur á sig sveig svo hann minnir á sigð. Gróðahyggjan leynist þó í kommúnísku hjarta listamannsins því um hamarsskaftið sveigir sig dollaramerkið. Verldn 30 á sýningunni veita gestum innsýn í sértækan táknheim listamannsins sem heldur áfram að feta lendur samtímaævintýra og furðusagna í skreytikenndu mynd- máli sem á engan sinn líka. Þrjátíu ára mál- verka- þjófnaður upplýstur New York. The Daily Telegraph. FUNDIST hafa Qögur miðalda- verk í Bandaríkjunum, þijátíu árum eftir að þeim var stolið úr kastala í Transylvaníu í Rúmen- íu. Reyndust verkin vera í fórum Rúmena, Michaels Oprisi, sem býr nú á Flórída, en hann flýði kommúnistastjórnina 1 Rúmeniu um ári eftir að verkunum var stolið. Eitt þeirra er metið á um 1,2 milljónir Bandaríkjadala, um 80 milljónir ísl. kr. Oprisi hafði samband við lista- verkasala í New York fyrir tveimur árum og spurðist fyrir um miða aftan á einni myndinni. Þar stóð að hún væri eign Hohenzollern-íjölskyldunnar, en einn afkomenda hennar var síð- asti konungur Rúmeníu. Listaverkasalinn hafði sam- band við alþjóðalögregluna Interpol, sem sá þegar að um verkið „Mann með hauskúpu" eftir Dieric Bouts var að ræða, en hann var hollenskur og uppi á fímmtándu öld. Er lögreglan ræddi við Oprisi, kvaðst hann eiga þijú verk til viðbótar, sem hann hefði keypt af gamalli sígaunakonu í Vín fyrir 1.200 dali, um 130.000 ísl. kr. Bouts-verkið er metið á um 80 milljónir ísl. kr. og hin verkin reyndust vera eftir Frans van Mieris eldri, hollenskan lista- mann sem var uppi á 17. öld, Rosalba Carriera, frá Feneyjum sem var uppi á 18. öld og að lok- um verk sem hefur verið eignað Titian eða einhveijum læri- sveina hans. Verkin voru gerð upptæk og verða afhent rúmenskum yfir- völdum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.