Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 18
18 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Eínokun vísínda-
starfs flió ekhi
eiga sér stað
Kári Stefánsson segir að endurskoða verði frumvarpið
um gagnagrunna, svo það útiloki ekki aðra vísinda-
menn frá rannsóknum. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við
Kára og bar undir hann gagnrýni á frumvarpið bæði
heima og erlendis.
■
11 i \ i
„HUGMYND okkar er að þróa erfðafræði sem stýritæki í heilbrigðisþjónustunni, en ekki
bara nota hana til að finna erfðavísa," segir Kári Stefánsson í fslenskri erfðagreiningu.
FRUMVARP UM GAGNAGRUNNA
Á HEILBRIGÐISSVIÐI SÉÐ AÐ UTAN
Eru bkndingar oi
selja sdl sína?
✓
I upplýsingaþjóðfélagi nútímans og við upphaf líf-
tæknialdarinnar eru íslenskar heilbrigðisupplýsingar
dýrmæt auðlind, segir Sigrún Davíðsdóttir, eftir að
hafa kannað umfjöllun erlendis. Breytingar verða
gerðar á frumvarpinu, en spurningin er hvort það sé í
þágu þjóðarhagsmuna að þessi auðlind sé nýtt með
einkaleyfí eins aðila á henni allri.
ÞVÍ FER fjarri að við höfum áhuga
á einokun rannsókna. Það er mis-
skilningur, sem að hluta er okkur
að kenna, en stafar einnig af því
að frumvarpið er ekki nógu
skýrt,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Is-
lenskrar erfðagreiningar, þegar bornar eru
undir hann áhyggjuraddir íslenskra og er-
lendra sérfræðinga. Hann hnykkir líka á að
brýnt sé að hafa í huga að verið sé að vinna
að endurskoðun frumvarpsins, svo endanleg
umræða geti fyrst farið fram, þegar þeirri
vinnu sé lokið.
Einkaleyfi forsenda fyrir gerð
gagnagrunnsins
íslensk erfðagreining fæst eins og er við
leit erfðavísa er valda sjúkdómum. Kári seg-
ist sjá einkaleyfið og þá möguleika, sem það
veiti, sem aðferð til að starfrækja öflugt íyr-
irtæki á íslandi. „Staðreyndin er sú, að leitin
að erfðavísum er takmörkuð að umfangi.
Vinnan endist í mesta lagi í 6-10 ár, því það
er unnið hratt í þessari grein. Ef halda á
uppi atvinnustarfsemi til langs tíma er nauð-
synlegt að hafa áætlun til langs tíma. Hug-
mynd okkar er að þróa erfðafræði sem stýri-
tæki í heilbrigðisþjónustunni, en ekki bara
nota hana til að fínna erfðavísa.“
Kári segir að ein leiðin til að byggja upp
atvinnustarfsemi til langs tíma sé gagna-
grunnur, en undirstrikar jafnframt að af-
koma Islenskrar erfðagreiningar sé ekki
háð einkaleyfí til gagnagrunna. „Hugmynd-
in er ein af tilraunum mínum til að tryggja
starfsemi fyrirtækisins og flest bendir til að
við fáum þetta tækifæri. Ég kom með
grundvallarhugmyndina og sannfærði ríkis-
stjórnina og íslensku þjóðina um ágæti
hennar.“
Einkaleyfið er hins vegar að hans mati
forsenda þess að hægt sé að byggja upp
gagnagrunninn. „Einkaleyfíð er forsenda
þess að fá nauðsynlegt fé til uppbyggingar-
innar. Ef við réðumst í gerð gagnagrunnsins
án einkaleyfis gæti svo farið að við hefðum
fjárfest milljónir í gerð hans, en hugsanlegir
viðskiptavinir vildu síðan ekki greiða fyrir
upplýsingamar því þeir gætu orðið sér úti
um þær annars staðar. Einkaleyfið er bara
til þess að láta dæmið ganga upp viðskipta-
lega, því þótt það sé enginn vafi á gagnsemi
gagnagrunnsins felst fjárhagsleg áhætta í
gerð hans. Einkaleyfinu er ætlað til að draga
úr þeirri áhættu.“
Starfsemi íslenskrar erfðagreiningar á
ekki að takmarka rannsóknir annarra
„Svona einokun eins og menn eru að tala
um má ekki eiga sér stað,“ segir Kári með
þungri áherslu. „Það vinnur gegn vísinda-
starfi, en frumvarpið á ekki að letja vfsinda-
starf, heldur þvert á móti að efla það. I frum-
varpinu er einmitt talað um að engar tak-
markanir eigi að vera á aðgangi vísinda-
manna að upplýsingum."
Það er þó ekki aðeins aðgangur vísinda-
manna að upplýsingum, sem vekur áhyggjur
vísindamanna, heldur halda margir þeirra
því fram að með frumvarpinu sé engum
nema sérleyfishafa heimilt að nýta sér upp-
lýsingar í viðskiptalegum tilgangi, en þessari
skoðun hafnar Kári alfarið. „Taktu eftir að
okkar hörðustu gagnrýnendur er fólk í sömu
rannsóknum og við. Við höfum á stuttum
tíma byggt upp atvinnustarfsemi, sem er
ekki aðeins stór í íslensku samhengi, heldur
einnig stór á heimsmælikvarða. Við vörpum
skugga á aðra og enginn vill vera skugga-
blóm. Ef hægt er að misskilja frumvarpið á
þennan hátt verður að breyta því, svo það
verði Ijóst, því þetta má ekki gerast og það
var aUs ekki hugsun þeirra, sem sömdu
frumvarpið.“
Kári tekur sem dæmi að geri íslenskir
læknar til dæmis rannsókn á miðeyrna-
bólgu í börnum og noti til þess upplýsingar
úr íslenska heilbrigðiskerfinu geti þeir selt
erlendu lyfjafyrirtæki þær niðurstöður eftir
sem áður, þrátt fyrir einkaleyfi íslenskrar
erfðagreiningar. „Við getum ekki markaðs-
sett verk annarra. Það væri glæpur."
íslensk erfðagreining stefnír
ekki á að nota Iffsýni
Lífsýni, svo sem blóð- og vefjasýni, eru
nefnd í frumvarpinu, en sagt að lífsýni eigi
að vera undanskilin ákvæðum laganna. Kári
segir að samkvæmt núgildandi lögum gæti
fyrirtækið ekki á óheftan hátt nýtt lífsýni,
því til þess þurfi upplýst samþykki þeirra,
sem sýnin séu úr. „Til þess þurfum við að
nálgast viðkomandi einstakling og það meg-
um við ekki gera út frá gagnagrunninum.
Eldri lífsýni getum við heldur ekki notað án
upplýsts samþykkis.“
I skrifum erlendis um samning íslenskrar
erfðagreiningar og svissneska lyfjafyrirtæk-
isins Hoffmann-La Roche hefur komið fram
að einkaleyfið sé forsenda samningsins.
Þessari skoðun vísar Kári á bug og hann á
enga skýringu á hvers vegna þetta hafi kom-
ið upp, nema ef vera skyldi að hún væri kom-
in frá keppinautum.
Ýmsir hafa gert þvi skóna að einkaleyfið
muni mjög auka verðgildi fyrirtækisins á
hlutabréfamarkaði. Kári vill ekki taka undir
þær vangaveltur og segist ekki geta metið
gildi gagnagrunnsins.
Trúir ekkl að einkaleyfið
útiloki aðra
Gagnrýni á frumvarpi byggir einnig á því
að einkaleyfl útiloki önnur fyrirtæki í að
koma upp á sama eða skyldum sviðum, en
því mati er Kári ekki sammála. „Það eru
sex eða sjö fyrirtæki í öllum heiminum, sem
starfa á sama sviði og við, svo ég trúi ekki
að einkaleyfí okkar minnki möguleika ann-
arra. Ég held líka að starfsemi okkar muni
laða að önnur fyrirtæki og leiða til stofnun-
ar fyrirtækja. Éf við verðum veikt fyrirtæki
gæti það hrakið aðra í burtu. Það er þvæla
að við hindrum aðra í að starfa.“
MEÐ einkaleyfi til eins fyrir-
tækis á sviði nýtingar ís-
lenskra heilbrigðisupplýsinga
eru íslendingar að selja sál
sína - og leggja stein í götu
frjálsrar rannsóknastarfsemi," segir Stefán
Karlsson prófessor í sameindaerfðafræði við
Háskólann í Lundi. og forstöðumaður erfða-
fræðistofnunarinnar þar. „Það boðar gott fyr-
ir Islendinga að ísígnskar heilbrigðisupplýs-
ingar verði nýttar. Vonandi er íslensk erfða-
greining bara hið fyrsta af mörgum fyrirtækj-
um í þessari grein, en ef fyrirtækið fær einka-
leyfi verður ekki rúm fyrir fleiri fyrirtæki og
það væri miður,“ segir Bernharður Pálsson
prófessor í lífverkfræði og læknisfræði við
Kalifomíuháskóla í San Diego. „Frumvarpið
er fáránlegt út frá mörgum sjónarmiðum,“
segir Bogi Andersen sérfræðingur í lyflækn-
ingum og sameindafræði við sama háskóla.
„Það er óhugsandi að hægt sé að setja einka-
leyfi á þessar upplýsingar. Eigi hins vegar að
setja saman svona gagnagrunn í viðskiptaleg-
um tilgangi, sem er auðvitað sjónarmið út af
fyrir sig, þá gengur það ekki upp fyrir íslend-
inga að veita á honum einkaleyfi, því verð-
mætin eru mun meiri en einkaleyfi skilar.“
Farlð verr með fólk en fiska
Þetta eru nokkur þeirra viðbragða, sem
fengust þegar leitað var álits vítt og breitt
meðal vísindamanna á lagafrumvarpi um
gagnabanka á sviði heilbrigðismála og einka-
leyfi eins aðila til að nýta og veita aðgang að
þeim. Frumvarpið er nú til meðferðar í heil-
brigðisráðuneytinu og gert ráð fyrir að það
verði lagt fyrir að nýju i haust.
Á tímum upplýsingatækni eru upplýsingar
verðmæt vara engu síður en áþreifanlegri
vara eins og fiskur. Og með fiskinn í huga
áfram þá dytti víst fæstum í hug að veita ein-
um aðila einkaleyfi með lögum til að veiða,
nýta og selja allan íslenskan veiðiafla, jafnvel
þó segja mætti að slík sókn veitti tækifæri til
ákveðinnar hagræðingar. „Frumvarpið um
gagnagrunna fjallar um fólk og ekki fiska,“
segir Bogi Andersen „en með frumvarpinu er
farið mun verr með okkur mannfólkið en fisk-
ana.“
En það er einnig fyrirsjáanlegt að líf-
tækniöld er í uppsiglingu. Líftækni og þeir
möguleikar, sem hún felur í sér mun á næstu
árum breyta og bylta skoðunum og sjónar-
miðum, ekki síður en tölvutækni hefur gert
undanfarið. Upplýsingar af því tagi, sem
lagafrumvarp um gagnabanka á sviði heil-
brigðismála tekur til, eru af fjölbreyttum
toga og sú nýting, sem einum aðila hug-
kvæmist er ekki nauðsynlega sú einasta,
besta og hagkvæmasta. Það er umdeilanlegt
hvort gagnagrunnur af þessu tagi sé nauð-
synlegur vísindarannsóknum, en hins vegar