Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ar ættíræðiupplýsingum." Einmitt þá stefnu hefur Islensk erfðagreining. Riis bendir á að sá skilningur ríki almennt á Norðurlöndunum að upplýsingar og sýni, sem sjúklingur láti lækni í té, sé til rannsókna á sjúklingnum, en síðan sé með leyfi hægt að nota það til rannsókna. „Það sem sjúklingur- inn afhendir ókeypis í þessu skyni getur því aldrei orðið verslunarvara. Þetta er forsenda í danska heilbrigðiskerfinu og almennt á Norð- urlöndum. íslenska frumvarpið væri því af þessum ástæðum einum óhugsandi í Dan- mörku. Þar fengist heldur tæplega leyfi til að gera svo víðtækan gagnagrunn sem frum- varpið stefnir að.“ Þegar danskir læknar sækja um leyfi til að nýta ákveðnar upplýsingar í rannsóknaskyni er þess gætt að efni, sem fengið er erlendis frá sé fengið á sömu forsendum og danskt efni. Ri- is nefnir sem dæmi umsókn frá dönskum lækn- um um rannsóknir á heilavef, sem meðal ann- ars átti að framkvæma á vefsýnum frá hol- lenskum lífsýnabanka. „Leyfið var ekld veitt íyrr en við í leyfisnefndinni höfðum gengið úr skugga um að hollenski banltínn starfaði á for- sendum, sem þættu viðunandi í Danmörku. Þar sem íslenska frumvarpið byggir á forsend- um, sem ekki teldust ásættanlegar í Dan- mörku, gæti svo farið að danskir læknar, sem ætluðu að nota efni frá íslenska einkaleyfishaf- anum, fengju rannsóknir sínar ekki samþykkt- ar heima fyrir. Það er óviðunandi að danskir læknar sæki til útlanda til að fá efni, sem ekki þætti forsvaranlegt á dönskum forsendum." Frumvarpið kynnt á norrænum vettvangi Islenska umræðan um frumvarpið barst nýlega út á norrænan vísindavettvang er frumvarpið var kynnt á fundi í norrænni siða- nefnd í líftækni. Eins og Dag Helland prófess- or í líftækni í Bergen og formaður nefndar- innar benti á er nefndin ekki ákvörðunaraðili. „Við leitum fremur spuminga en svara,“ sagði hann er hann útskýrði að nefndinni væri ætl- að að vera vettvangur skoðanaskipta og upp- lýsingamiðlunar. Þar voru mættir íslensku fulltrúarnir í nefndinni, þau Jórunn Erla Eyfjörð og Er- lendur Jónsson dósent í heimspeki, en auk þeirra voru boðaðir á fundinn þeir Þórir Har- aldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Tómas Zoéga sem fulltrúi siðanefndar lækna og Karl G. Kristinsson dósent og sýklafræð- ingur, varaformaður Vísindasiðanefndar. Kári Stefánsson mætti einnig að frumkvæði Þóris til að kynna sin sjónarmið. Eins og Helland benti á í upphafi myndi það eitt að setja saman gagnagrunn af þessu tagi vekja mikla tortryggni í Noregi, hvað þá að einkafyrirtæki fengi á honum einkarétt. „í Noregi væru svona lög óhugsandi, því bæði almenningur og stjórnmálamenn myndu aldrei taka slíkt í mál. Frá vísindalegu sjónar- miði skil ég heldur ekki þörfina á honum,“ sagði Helland. Aðrir bentu á að til að fá fulla yfirsýn væri nauðsynlegt að ræða bæði gagnagrunnsfrumvarpið og frumvarp um líf- sýni saman, svo hægt væri að meta samhengi þeirra og samverkan. Ekki væri hægt að taka vitlega afstöðu nema að hafa þau bæði. Gen: byggingarefni lífsins og efnahagslegrar velgengni Umfjöllun um íslenska erfðagreiningu hef- ur skilað sér í fjármálablöð eins og Financial Times og Wall Street Journal, enda hafa líf- tæknifyrirtæki með góðar hugmyndir verið eftirsótt af fjárfestum. í umfjöllun í tímarit- unum Cash og Nature Biotechnology frá því eftir að samningur íslenskrar erfðagreiningar og Hoffmann-La Roche var gerður er talað um að gagnagrunnurinn sé forsenda samn- ingsins. Það þvertaka forsvarsmenn íslenskr- ar erfðagreiningar fyrir og það sama gerir Peter Wullschleger talsmaður Roche í samtali við Morgunblaðið, en enginn þeirra á skýr- ingu á hvernig standi á þessum skilningi. Hver hin endanlega upphæð til íslenskrar erfðagreiningar verður er erfitt að segja því þótt samningurinn hljóði upp á allt að 200 milljónum Bandaríkjadala, þá er hann meðal annars bundinn skilyrðum um að meingen þau, sem leitað er að finnist. Wullschleger segir að vegna keppinauta sinna veiti Roche engar nákvæmar upplýsingar um greiðslu. „Gen eru ekki aðeins byggingarefni lífsins, heldur í vaxandi mæli einnig byggingarefni efnahagslegrar velgengni, „ segir í upphafí gréinar Cash, þar sem því er haldið fram að Roche hafi „tryggt sér réttinn á einstæðum genaarfi Islendinga. En kapphlaupið um gen einstakra þjóða hefur í íör með sér nýjar hættur." Svigrúm fyrir mörg fyrirtæki en einka- leyfi hindrar stofnun þeirra „ísland býður upp á einstætt tækifæri í mannerfðafræðirannsóknum og það er áhrifa- mikið að sjá vöxt og viðgang Islenskrar erfða- greiningar. Fyrirtækið er vonandi bara fyrsta fyrirtækið af mörgum," segir Bernharður Pálsson, sem auk þess að vera prófessor í líf- PPI riStíH * , ...Í.ÍV, ■— f LÍFTÆKNI og þeir möguleikar, sem hún felur í sér í mun á næstu árum breyta og bylta skoðunum og sjónarmiðum, ekki siður en tölvutækni hefur gert undanfarið. Umfjöllun VÍSINDARITIÐ Nature Biotechnology er eitt helsta ritið á sviði líftækni og birtir bæði vísindagreinar á sviði líftækni og greinar um li'ftækniiðnaðinn. Þar hefur fjallað töluvert um íslenska erfðagrein- ingu undanfarið. í marsheftinu segir frá samningi fyrirtækisins við Roche. Sam- kvæmt blaðinu segir Elizabeth Silverman hjá BancAmerica Robertson Stephens í New York að samningurinn sé „frábær“ fyrir Roche, sem fái með samningnum að- gang að tölvuskrám og lífsýnum næstum allra hinna 270 þúsund íslendinga, en eins og kemur fram annars staðar hafna bæði Roche og Kári Stefánsson þeim skilningi að samningurinn hafi eitthvað með gagna- grunninn og lífsýni að gera. „Verðmæt þjóð“ „Þjóðin er mjög verðmæt," er haft eftir Silverman, sem einnig metur það sem svo að Roche virðist hafa fengið magnafslátt. Verð genasamninga hafi verið fallandi svo kaupendur eigi markaðinn um þessar mundir, nema fyrirtækin hafi þróaða vöru, sem þau geti boðið lyfjafyrirtækjum. Til að setja verðið í samhengi má nefna að Roche hefur gert samning við annað erfðamengisfyrirtæki um að finna gen er valdi beinþynningu og hljóðar sá samning- ur upp á um 50 milljónir Bandaríkjadala. Það er vísast með þennan samning í huga og fleiri hliðstæða að Silverman ályktar sem svo að samningur upp á 200 milljónir dala fyrir meingen er orsakar tólf sjúk- dóma hljóti að fela í sér magnafslátt. í aprflhefti Nature Biotechnology er fjallað um útgerðina á genaauðlindir mannkyns, þar sem sagt er frá hvernig einangraðir, litlir hópar geti verið verð- mæt auðlind fyrir líftækni- og lyfjafyrir- tæki og sagt frá íslenskri erfðagreiningu, sem vakið hafi athygli nýlega. Sagt er að fyrirtækið, undir sfjórn Kára Stefánsson- ar, hafi „með fullu samþykki fslensku verkfræði og læknisfræði við Kalifomíuhá- skóla San Diego hefur reynslu af líftækniiðn- aði. „Þetta er bara fyrsta skrefið í langri þró- un, sem gæti skapað þúsundir starfa. Það er svigrúm fyrir að minnsta kosti tíu hátækni- fyrirtæki í líkingu við Islenska erfðagrein- ingu, þó ekki væri nákvæmlega á sama sviði,“ bætir hann við. Það þurfa ekki að vera neinar hillingar að Island gæti verið ákjósanlegur starfsvett- vangur fyrir mörg líftæknifyrirtæki. Morgun- blaðið hefur haft fregnir af öðrum aðilum með erlent fjármagn í bakhöndinni, er hafi kannað aðstæður á íslandi fyrir líftæknifyrirtæki, en sem bíði átekta til að sjá hvernig frumvarpinu reiði af. Einkaleyfi hindrar frjálsa rannsóknarstarfsemi „Með einkaleyfi til eins fyrirtækis á sviði nýtingar íslenskra heilbrigðisupplýsinga eru í Nature stjórnarinnar í raun komið á einokun erfðafræðirannsókna á íslensku þjóðinni". Að sögn ti'maritsins svarar Kári „allri gagnrýni með því að segja að ósk hans sé að varðveita „einstakan genaarf" lands síns - erfðafræðilega einsleitni gegn ófyrirleitnum erfðafræðirannsóknum, en dæmi eru um slíkt meðal ýmissa frum- stæðra þjóða eins og Tristan da Cunha og á Tasmaníu, sem sagt er frá í fréttinni. Um samninginn við Roche, sem auk fjár muni láta Islendingum í té ókeypis lyf, sem þróuð verði fyrir upplýsingar frá íslenskri erfðagreiningu, segir: „Sumir vísindamenn álíta að þetta sé þó fremur í eiginhags- munaskyni en af göfugmennsku og að Is- lensk erfðagreining fái óréttlátt forskot um leið og það haldi öðrum frá að nota erfða- upplýsingar við lyfjauppfinningar." íslensk gagnrýni á erlendum vettvangi í júníhefti Nature Biotechnology er fs- lensk erfðagreining nefnd í leiðara ritsins sem dæmi um líftæknifyrirtæki, er ekki sé að fullu hreinskilið um starfsemina. Kári Stefánsson framkvæmdasljóri fyrirtækis- ins hafi staðið á bak við lagafrumvarp, en þó ekki sagt neinum frá fyrr en það var lagt fram. í leiðaranum er vísað í bréf í sama hefti frá þeim Jórunni Erlu Eyljörð á Rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, Helgu M. Ögmundsdóttur yfirlækni í ónæmisfræði, Guðmundi Eggertssyni pró- fessor í erfðafræði og Tómasi Zoega geð- lækni, sem vekja athygli á að frumvarpið hafi valdið deilum meðal í'slenskra lækna og afgreiðslu þess hafí verið frestað. Nat- ure er á alnetinu: www.natur.com og þar er hægt að kynna sér þessar greinar eða útdrátt þeirra. Kári Stefánsson segist ósáttur við þenn- an skilning tímaritsins. Það geti vart verið í verkahring Islenskrar erfðagreiningar að kynna frumvarp heilbrigðisráðherra og gagnrýnin því óréttmæt. íslendingar að selja sál sína - og leggja stein í götu frjálsrar rannsóknastarfsemi/ segir Stefán Karlsson læknir í Lundi. „Ahyggjur vísindamanna eru skiljanlegar," segir Krist- leifur Kristjánsson einn eigenda Islenskrar erfðagreiningar, „en þær eru byggðar á mis- skilningi og eru einnig okkur að kenna, því það hefur verið notað óvarlegt orðalag um gagnagrunninn. Allir fá að skrá upplýsingar úr honum áfram. Orðalagið í frumvarpinu er óheppilegt. Það þarf að skýra frumvarpið bet- ur. Við erum einungis að sækjast eftir við- skiptafræðilegri notkun gagnagrunnsins, sem við viljum einkaleyfi á. Allir geta notað upp- lýsingamar en hömlurnar eru á viðskipta- fræðilegri notkun. Þetta hefur ekki verið nógu vel útfært í frumvarpinu, eins og það var lagt fram.“ Eins og Kristleifur nefnir er frumvarpið ekltí mjög nákvæmt í orðalagi og reyndar hafa skýringar á því verið á reiki. Ein afleið- ing einkaleyfis á „viðskiptafræðilegri notkun“ er að margra mati sú að noti til dæmis læknir upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu, sem síðan leiði til uppgötvunar eða niðurstöðu, er hann gæti til dæmis selt lyfjafyrirtæki, þá má hann það ekki. Kristleifur segir að í slíku tilfelli hafi Islensk erfðagreining forkaupsrétt, en að fyr- irtækið myndi ekki eitt ákveða verðið, heldur yrði það gert af nefnd, skipaðri fulltrúa Há- skóla íslands, landlæknis og annarra sérfræð- inga. Þessi hugmynd, sem Kristleifur reifar hér, kemur ekki fram í frumvarpinu. „Sú auðlind, sem liggur í heilbrigðiskerfinu er þjóðareign, sem Háskólinn ætti til dæmis að njóta góðs af,“ segir Bogi Andersen. „Það hefði aldrei verið hægt að stofna íslenska erfðagreiningu á íslandi nema af því að þar er háskóli, sem menntar starfsfólk fyrir fyrir- tækið og skapar þvi umhverfi. Það skýtur því skökku við að nú ætlar fyrirtækið að kæfa þá hópa, sem sjá því fyrir þessari menntun og sem eru í raun undirstaða fyrirtækisins.“ Konungar og betlarar í áðurnefndri grein í Cash er bent á að ýmsir vísindamenn hafi áhyggjur af mark- aðseinokun og vitnað í Winfried Henke pró- fessor í mannfræði við háskólann í Mainz, sem segir: „Sá sem á (erfða)efnið er konungur, en sá sem á það ekki verður að betla.“ Síðan seg- ir í greininni: „í framtíðinni verður það ekki áhugi einstakra vísindamanna, sem ræður því hver fær aðgang að upplýsingum, heldur ís- lensk erfðagreining." Þetta er í hnotskurn sú niðurstaða, sem veldur ugg meðal vísinda- manna. Að mati margra þeirra yrði fyrirtækið konungur í upplýsingaríkinu, en allir aðrir betlarar þess. Slík einokun getur einnig haft áhrif á rann- sóknir og þá um leið á hagnýtingu þeirra, til dæmis til lyfjaframleiðslu. „Siðferðilega séð skiptir miklu máli að greiður aðgangur sé að rannsóknarniðurstöðum. Það er einstaklega fjarstæðukennt að loka einstaka sjúklinga- hópa inni í rannsóknum eins fyrirtækis, í stað þess að upplýsingarnar liggi á lausu og hæf- asti hópurinn geti unnið með þær. Slíkt getur kannski tafið rannsóknir um mörg ár,“ segir Bogi Andersen. I Morgunblaðinu 28. apríl bendir Sigurður Björnsson læknir á að frumvarpið brjóti grundvallarreglur lagasetningar, því lög eigi að vera einföld og skýr, ekki innihalda of mik- ið af varasömum túlkunaratriðum og þau ættu að þjóna hagsmunum fjöldans en ekki sérhagsmunum. Hraðinn við frumvarpsgerð- ina virðist ekki hafa bætt úr skák, en það er spurning hvort yfirleitt er nokkur þörf á gagnagrunnsfrumvarpinu, því gildandi lög vh’ðast ekki takmarka vísindastarf yfirleitt og eru í samræmi við lög nágrannalandanna eftir viðleitni í þá átt undanfarin ár. Frumvarp um gagnagrunna gengur þvert á þá viðleitni og er einstakt miðað við nágrannalöndin. Einka- leyfið veitir einkaleyfishafa aðgang og yfir- ráðarétt jrfir auðlind, sem spurning er hvort ekki væri eðlilegra að sem flestir fengju að nýta líkt og verið hefur hingað til. Það er eng- inn vafi á að ásókn í gagnagrunn af þessu tagi vex með tímanum, en þó tíminn líði hratt í líf- tækni er engin ástæða til að fara offari við fyrirhugaða lagasetningu, því miklir hags- munir eru í húfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.