Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 23

Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 23
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 23 FUNDUR í sambandslaganefnd. Sitjandi frá vinstri J. C. Christensen, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Bjarni frá Vogi, Chr. Hage, Erik I. Arup og F. H. J. Borgbjerg. Standandi eru ritarar nefndanna, Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli ísleifsson, Magnús Jónsson og Svend A. Funder. Þegar á fyrstu fundunum varð Ijóst, að hugmyndir manna um væntanlegt samkomulag og eðli þess voru harla ólíkar. UNDIRSKRIFT Kristjáns konungs X. og Jóns Magnússonar forsætisráðherra undir sambandslögin. í framhaldi af þessu lögðu íslend- ingar fram uppkast að samningi um uppsegjanleg mál á fundi 4. júlí, en Danir gátu ekki fellt sig við hug- myndir um samning eða sáttmála og vildu sem fyrr gera lögbundið samkomulag. Jafnframt deildu menn um einstök atriði í tillögum Islendinga. Þegar fundi lauk hinn 4. júlí, gat svo virst sem lítt hefði miðað í sam- komulagsátt og sitthvað benti til þess að viðræðurnar sigldu í strand. Þegar nánar er að gáð, kemur hins vegar í ljós að nokkuð hafði miðað og umfram allt var mönnum ljósara en fyrr hver væru helstu ágrein- ingsmálin. Þau voru á þessu stigi hvort væntanlegt samkomulag ætti að vera í formi laga eða sáttmála, hvort ríkin ættu að hafa með sér málefna- eða konungssamband og hvort samkomulagið ætti að vera ríkisréttarlegt eða þjóðréttarlegt. Samningaviðræður á bláþræði Með fundi samninganefndanna 6. júlí má segja, að önnur lota við- ræðnanna hafi hafist, og jafnframt sú viðkvæmasta. I þessari lotu, sem stóð til 9. júlí, héngu viðræðumar oft á bláþræði, samningamenn land- anna greindi á um flest meginatriði og fátt benti til þess að samningar myndu takast. Svo djúpur var ágreiningurinn að heimildir herma, að um tíma hafi J. C. Christensen og fleiri úr dönsku samninganefnd- inni íhugað í fullri alvöru að slíta viðræðunum og halda heim með fyrstu skipsferð. Viðræðulotan 6.-9. júlí hófst með því að dönsku samningamennimir lögðu fram tillögu að sambandslög- um. Samkvæmt henni skyldi sam- band landanna vera málefnalegt, þau vera í sambandi um sameigin- legan konung og ríkisborgararétt og gera með sér samkomulag um sameiginlega meðferð utanrílds- mála, landvarna, farfána, peninga- mála og æðsta dómsvalds. íslend- ingar héldu hins vegar fast við kröf- una um að löndin væru aðeins í kon- ungssambandi, en í uppkasti, sem íslensku samningamennirnir lögðu fram 9. júlí, var talað um „sam- bandsgjörð“. Þar með féllu Islend- ingar í raun frá kröfunni um að gerður yrði samningur eða sáttmáli, þótt þeir væru enn ófúsir að fallast á að samkomulagið yrði kallað sam- bandslög. Mun þessi tilslökun, ef svo má kalla orðalagsbreytinguna, hafa stafað af því að í uppkasti Dana frá 6. júlí kom fram, að þeir voru reiðubúnir að viðurkenna full- veldi Islands, a.m.k. óbeint. Hér er ekki tóm til að fjalla ýtar- lega um einstök atriði, sem menn greindi á um þessa daga, en þar var m.a. tekist á um lög og reglur varð- andi konungssambandið, um skil- greiningu sameiginlegs ríkisborg- araréttar, um fyrirkomulag á stjóm utanríkismála, um fjárhagsskil land- anna, skipan sameiginlegrar ráð- gjafanefndar og gerðardóms og loks um gildistíma samkomulagsins. Þar greindi menn m.a. á um hvemig ætti að slíta sambandinu þegar þar að kæmi og þótti Chr. Hage, formanni dönsku nefhdarinnar, sú umræða næsta ótímabær á meðan ekki hefði tekist að semja um sjálft sambandið! Að kvöldi 9. júlí var svo komið, að viðræðurnar virtust vera að sigla í strand. Þá tókst hins vegar að ná samkomulagi um skipan undir- nefndar er ræða ætti ágreiningsefni og fara yfir tillögur og gagntillögur beggja aðila. Undirnefndin Fjórir menn voru valdir í undir- nefndina, Einar Arnórsson og Bjarni Jónsson frá Yogi af hálfu ís- lendinga og Chr. Hage og Erik Ar- up af hálfu Dana. Nefndin fundaði dagana 9.-11. júlí og ræddi öll ágreiningsefni með tilliti til tillagna beggja aðila. I fyrstu virtist svo sem starfið í undimefndinni myndi litl- um árangri skila, en síðan „mjókk- aði bilið afgerandi", eins og segir í tmnaðarskýrslu um störf nefndar- innar. Getur það trauðla merkt ann- að en að þá hafi menn náð saman um veigamikil atriði, eða a.m.k. nálgast sjónarmið hvor annars svo að hillt hafi undir samkomulag. Undirnefndin skilaði engum til- lögum, svo séð verði, en er þriðji hluti viðræðnanna hófst, er samn- inganefndirnar komu aftur saman fullskipaðar hinn 12. júlí, báru Dan- ir fram nýja tillögu og má sjá af henni og viðbrögðum íslendinga hvað fulltrúarnir í undimefndinni höfðu orðið sammála um, eða töldu að samkomulag gæti náðst um. Þar er þá fyrst til að taka, að í hinu nýja uppkasti til sambands- laga, sem danska samninganeíndin lagði fram 12. júlí, sagði, að Dan- mörk og ísland væm frjáls og sjálf- stæð ríki „í sambandi um sama kon- ung og það, sem felst í sambands- lagasamkomulagi þessu“. Litlu síð- ar var í tillögunni talað um „ís- lenska ríkisborgara" og er ljóst af þessum tveimur greinum, að Danir höfðu fallist á kröfu íslendinga um konungssamband og gagnkvæman ríkisborgararétt, en kröfðust þess ekki lengur, að ríkisborgararéttur- inn yrði sameiginlegur. A móti féllust Islendingar á að samkomu- lagið yrði lögformlegt, sambands- lög, en ekki sambandssáttmáli eða - samningur. Jafnframt féllust þeir á orðalagið um konungssambandið og að löndin væm í sambandi um sam- komulagið, sem fælist í sambands- lögunum. Um utanríkismál íslands lögðu Danir til, að þeir færu með stjórn þeirra í umboði Islendinga, en Is- lendingar mættu skipa viðskipta- fulltrúa við þau sendiráð Danmerk- ur, sem þegar væra fyrir hendi, og gætu sent sendifulltrúa til eigin við- ræðna samkvæmt samkomulagi við utanríkisráðherra Danmerkur. Jafnframt féllust þeir á að setja í lagafrumvarpið ákvæði um að þeir tilkynntu öðram ríkjum formlega, að þeir hefðu viðurkennt Island sem sjálfstætt ríki. í undimefndinni náðist fullt sam- komulag um landhelgisgæslu og æðsta dómstól og var það í báðum tilvikum með þeim hætti, að Danir skyldu annast þau mál, uns íslend- ingar afréðu að taka þau í sínar hendur. Loks náðu menn samkomu- lagi í undirnefndinni um fulltrúa þjóðanna hvorrar hjá annarri og sömuleiðis um ráðgjafanefndina. Lokaspretturinn Störf undirnefndarinnar má kalla þriðja hluta viðræðnanna. Þegar þeim lauk vora mál komin á góðan skrið og öllum var ljóst, að sam- komulag var í augsýn. Hinn 12. júlí hófst fjórða og síðasta lotan og á fundi þann dag óskuðu íslendingar eftir því að Island yrði viðurkennt sem fullvalda ríki, en ekki aðeins sjálfstætt. Jafnframt fóra þeir fram á, að geta sent sendifulltrúa til ann- arra ríkja án sérstaks samkomulags við utanríkisráðherrann. Danir féllust á fullveldisákvæðið, en ekki kröfuna um sendifulltrúann og varð við það að sitja. A þessum fundi höfðu íslendingar þannig náð fram meginmarkmiði sínu, að Island yrði viðurkennt sem fullvalda ríki, og segir Erik Arap í grein um viðræð- urnar, sem birtist í danska blaðinu Magasin fra Det Kongelige Biblio- tek, í desember árið 1995, að Bjarni frá Vogi hafi tárast er Chr. Hage lýsti því yfir fyrir hönd dönsku samninganefndarinnar, að Danir myndu fallast á að orðið fullvalda yrði sett í lögin. Fleiri mál voru rædd á fundinum 12. júlí, en ekki náðist um þau fullt samkomulag. Næsti dagur, 13. júlí, var laugar- dagur og bauð Jón Magnússon, for- sætisráðherra, þá samningamönn- unum í skemmtiferð austur yfir fjall. Á sunnudag settust svo dönsku samningamennimir niður og sömdu nýtt uppkast til sambandslaga í samræmi við það samkomulag, er þegar hafði náðst. Var það sent ís- lensku landsstjórninni, Alþingi og íslensku samninganefndinni og ræddu þessir aðilar það næstu tvo daga. Samninganefndirnar komu næst saman til fundar hinn 16. júlí og þar vora Dönum kynntar niðurstöður íslendinga. Þeir vora í meginatrið- um sáttir við uppkast Dananna, en óskuðu eftir orðalagsbreytingum í nokkram greinum og náðist sam- komulag um þær. Síðasti fundur samninganefnd- anna var haldinn 17. júlí og er hann hófst hafði samkomulag tekist um öll atriði nema gildistíma samkomu- lagsins og ákvæði um uppsögn þess. Danir vildu að samkomulagið gilti í 25 ár og að greiða mætti atkvæði um uppsögn þess þremur áram síð- ar, en íslendingar vildu að gildis- tíminn yrði styttri og alls ekki lengri en 25 ár alls. Niðurstaðan varð sú, að taka mætti sambands- lögin til endurskoðunar eftir árslok 1940 og segja þeim upp að þremur áram liðnum. Samkomulag ( höfn Þar með var samkomulag í höfn og á fundi síðla dags 17. júlí sam- þykkti Aiþingi sambandslögin nær samhljóða, eins og áður sagði. I þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór hér á landi 19. október 1918, voru lögin samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta, 90,9% atkvæðis- bærra íslendinga greiddu atkvæði með þeim, en aðeins 7,3% voru á móti. Á danska ríkisþinginu vora lögin rædd dagana 13.-18. nóvem- ber. Þjóðþingið samþykkti þau með 100 atkvæðum gegn 20 hinn 22. nóv- ember og landsþingið sex dögum síðar með 42 atkvæðum gegn 15. Kristján konungur X. undirritaði lögin 30. nóvember og daginn eftir, 1. desember 1918, öðluðust þau gildi. Þá hlutu íslendingar fullveldi og um leið hófst saga konungsríkis- ins Islands. Lokaorð Ekki leikur á tveim tungum, að íslensku og dönsku samningamenn- irnir, sem sátu á rökstólum í Reykjavík sautján júlídaga sumarið 1918, unnu pólitískt þrekvirki. Þeg- ar danska samninganefndin kom til íslands var allsendis óljóst, hvort samkomulag gæti tekist og þegar á iyrstu fundunum varð ljóst, að hug- myndir manna um væntanlegt sam- komulag og eðli þess voru harla ólíkar. Smám saman þokaðist þó í samkomulagsátt og engum getur dulist, að á fundum undimefndar- innar, 9.-11. júlí, náðist sá árangur, sem dugði til að skila viðræðunum farsællega í höfn. I upphafi viðræðnanna sumarið 1918 munu margir Danir hafa verið þess minnugir, að aðeins var ára- tugur liðinn frá því íslendingar felldu „Uppkastið". Það fjallaði um samband landanna og svipaði að ýmsu leyti til samkomulagsins, sem náðist 1918. En hvers vegna náðist samkomulag 1918? Við þeirri spurningu er erfitt að gefa einhlítt svar en víst er að tíminn var Islend- ingum að mörgu leyti hallkvæmur og að margir ráðamenn í Dan- mörku, þ.á m. konungur, vildu mik- ið til vinna að samskipti landanna gætu orðið sem best og Islendingar unað sáttir við stöðu sína. Með því töldu þeir einingu ríkisheildarinnar best tryggða. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, virðist þó ljóst, að það sem úrslitum réð í samningavið- ræðunum var lipurð, hugkvæmni og samningsvilji samningamann- anna sjálfra, jafnt íslenskra sem danskra. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.