Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 25
Hills segir líklegast að menn myndu
þreifa sig áfram til að kanna hve
stóra sprengju pyrfti að nota, gera
mætti nokkrar tilraunir.
'Ljsjá^id
York
TÆKNIBRELLUR voru notaðar í kvikmyndunum Deep Impact og
Armageddon til að Ifkja eftir hamförunum. Á stóru myndinni sést
flóðbylgja, tsunami, f fyrrnefndu kvikmyndinni.
Skelfd kona með
flaksandi hár
LANGFLESTIR loftsteinar sem
rekast á jörðina brenna upp
vegna núningsins við efnin sem
mynda gufuhvolfið, þá sjáum við
stjörnuhrap. Hinir lenda oft í
sjónum sem þekur meirihluta
hnattarins og valda því ekki
fjóni. Einstöku dæmi eru frá síð-
ari tfmum um Ijón og jafnvel
manntjón en líkurnar eru ekki
miklar, tryggingafélög hafa
a.m.k. ekki gert út á loftsteina-
hættuna.
Spárnar um heimsenda eru
margar og oft hafa halasfjörnur
og önnur fyrirbæri í geimnum
tengst þeim. Menn reiknuðu
snemma út brautir fastastjama
sem voru tryggir heimilisvinir .
eins og máninn en halastjörnur
voru flestar óútreiknanlegar og
kenjóttar. f útliti þóttu þær
minna á skelfda konu sem
hleypur ( ofboði með sítt hárið
flaksandi, erlenda heitið, comet,
er dregið af gríska orðinu um
hár.
Jarðarbúar voru í fyrra
minntir óþyrmilega á varnar-
leysi sitt gagnvart hættum utan
úr geimnum. Stjörnufræðingar í
Bandaríkjunum skýrðu frá þvf
að stór loftsteinn, smástirni sem
nýlega hafði verið uppgötvað og
reyndist vera um 1,6 km að
þvermáli, stefndi í átt til jarðar
á 60.000 km hraða á klukku-
stund og gæti ef illa færi rekist
á hana árið 2028.
Milljónir af kjarnorku-
sprengjum
Minnsta tjarlægð yrði 48.000
kilómetrar sem ekki er mikið í
þessu samhengi. Sem dæmi má
nefna að meðalfjarlægð milli
jarðarinnar og tunglsins er rúm-
lega 300.000 km. Arekstur myndi
valda sprengingu á við 20 millj-
ónir kjamorkusprengna í líkingu
við þá sem eyddi Hiroshima.
í sólarhring biðu margir milli
vonar og ótta en þá rakst annar
stjörnufræðingur á mynd sem
tekin hafði verið nokkrum árum
fyrr af sama smástirni. Hægt
var að reikna vandlegar út
brautina og í ljós kom að gijót-
klumpurinn færi fram hjá f
milljón km fjarlægð. Menn önd-
uðu léttar.
En ummerki eftir smástimi
finnast á um 150 stöðum á hnett-
inum, oft á hafsbotni og þá aðeins
sjáanleg úr gervihnöttum. Sagn-
fræðingar rifjuðu upp að árið
1908 féll smástimi eða hluti úr
halastjömu á svæði við Tungu-
skafljót í Sfberíu. Krafturinn var
jafn mikill og f öflugri kjamorku-
sprengju, á við tugmilljónir tonna
af TNT-sprengiefni. Álitið er að
smástirnið hafi verið innan við 60
metrar að þvermáli.
Sprengingin varð svo mikil að
nokkur hundmð ferkílómetra
svæði var Iagt í auðn, tré féllu
eða brunnu og dýralíf varð fyrir
miklum spjöllum. Óljóst er hvort
menn fórust enda svæðið að
mestu óbyggt um þær mundir.
Fyrir tveim ámm fór talsvert
stærra smástimi fram hjá jörðu í■>
um 450.000 km fjarhegð og upp-
götvaðist aðeins fjórum dögum
áður en það fór þjá. Ef það hefði
hafnað á jörðunni hefði orkan í
sprengingunni jafnast á við að
öll kjamorkuvopn í heiminum
hefðu spmngið í einu.
„Við vitum að afleiðingamar
af árekstri við stórt smástirni
myndu meðal annars verða ryk-
og gígmyndun, jarðhræringar og
ekki síst miklar flóðbylgjur sem
ganga undir japanska heitinu
tsunami,“ segir stjarneðlisfræð-
ingurinn Jack Hills. „Ásamt að-
stoðarmanni mfnum og fyrrver-
andi nemanda, Patrick Goda, rit-
aði ég langa grein í vfsindatfma-
rit um rannsóknir okkar og mat
á áhrifúnum og hún vakti vem-
lega athygli. Niðurstaða okkar
var að mesta fjónið yrði af völd-
um flóðbylgjunnar og þetta kom
mönnum á óvart, einnig okkur.
Ef smástirni sem væri t.d. 5
km að þvermáli hafnaði í miðju
Norður-Atlantshafínu myndi
það koma af stað feiknamikilli
flóðbylgju. Hæðin gæti orðið
nokkur hundmð metrar. Hún
myndi skella á austurströnd
Bandaríkjanna með svo miklu
afli að sjórinn skolaði hlfðar
Appalachia-íjalla. Hún myndi
samkvæmt útreikningum okkar
ná upp í allt að 500 metra hæð
yfir sjávarmál í fjöllum Spánar
og Iangt inn í Frakkland."
Saltmengaður jarðvegur
Hann segir að tjónið verði að-
allega af völdum gtjóts og braks
sem berist með vatninu. „Árið
1960 skall tsunami á Hawaii,
hæð bylgjunnar var ekki nema
Qórir eða fimm metrar en um 60
manns fómst. Stóm hótelin á
svæðinu era flest byggð á sterk-
um súlum en neðsta hæðin að
mikiu leyti úr gleri. Menn vona
að húsin sjálf geti staðið af sér
allstóran tsunami þótt rúður og
ýmislegt annað láti undan."
Þéttasta byggðin f flestum
löndum við Norður-Atlantshafið
er í strandhéruðum og efna-
hagslegu áhrifin af svo mikilli
flóðbylgju því skelfileg auk þess
sem fyrirvarinn yrði varla nógu
mikill til að forðast mannfjón.
Gmnnvatn og jarðvegur yrði
mengað salti úr sjónum, liðið
gætu aldir áður en umrædd
landsvæði yrðu aftur hæf til
ræktunar.
Ef smástirnið lenti í miðju
Kyrrahafinu yrðu afleiðingarn-
ar hlutfallslega enn meira tjón á
vesturströnd Bandaríkjanna en
austurströndinni. Ástæðan er sú
að landgrunniö, sem dregur
nokkuð úr afli bylgjunnar, er
þar miklu minna.
Morgunblaðlð/Ásdfs
GÍSLI Hlöðver Pálsson/Jack Hills á átta hálfsystkin hér á landi og hitti þau í liðinni viku. Frá vinstri: Signý
framkvæmdastjóri, Þórunn, kennari og leikari, Stefán hæstaréttarlögmaður, fvar forstjóri, Jack Hills, Páil
hæstaréttarlögmaður, sitjandi er Sigþrúður (Sissú) myndlistarmaður, þá Sesselja verkefnastjóri og
leikskáld og loks Anna Heiða rithöfundur. Myndin var tekin á heimili ívars í Skildinganesi í Reykjavík.
versta falli birst eins og þruma úr
heiðskíru lofti.“
Hann segir að ekki starfi nema
örfáir menn að þessum rannsókn-
um núna og það sé bagalegt. „Um
flestar miklar náttúruhamfarir eins
og jarðskjálfta og eldgos á það við
að ekki er hægt að afstýra þeim,
aðeins hægt að reyna að draga úr
tjóni eða fyrirbyggja það. Um
árekstur við loftsteina, smástirni
og halastjörnur gildir öðru máli.
Smástirni og loftsteinar eru yfir-
leitt úr grjóti, stundum að nokkru
leyti úr eitilhörðu titani og nikkeli.
Það er hægt, a.m.k. fræðilega, að
senda eldflaugar með kjarnorku-
sprengjur út í geiminn og nota þær
til að breyta stefnu aðvífandi smá-
stirnis.
Halastjömur em mun erfiðari
viðfangs, hraði þeirra er margfalt
meiri og þær eru mýkri, að mestu
leyti úr ryki og snjókristöllum. Þær
em stundum kallaðar „skítugir
snjóboltar" en einnig mætti nefna
þær „frosna leðjubolta".
Fyrir nokkram áratugum var
samt kynnt tillaga að því hvernig
nota mætti ákveðna gerð af eld-
flaugum til að sveigja halastjömu af
leið sinni með sprengjum. Hún virð-
ist geta gagnast en vafalaust tæki
nokkur ár að þróa hugmyndina með
tilraunum.“
Hills segir líklegast að menn
myndu þreifa sig áfram til að
kanna hve stóra sprengju þyrfti að
nota, gera mætti nokkrar tilraunir.
Sprengjan þurfi að vera hæfilega
öflug. Ekki væri heppilegt að
sprengja smástirni í tætlur, þá
gætu hlutar úr því lent á jörðunni
og valdið þar skaða. Líklega yrði
fyrst reynt að sprengja kjarnorku-
sprengju í nokkurri fjarlægð frá
smástirninu.
„En grundvallaratriðið er að við
verðum að hafa tíma til undirbún-
ings, þurfum að geta bragðist hratt
við. Fyrsta skrefið er að vita af til-
vist hlutarins og vita hver stefna
hans er, hvort hann stefnir á jörð-
ina. Þess vegna er að mínu mati svo
brýnt að efla kannanir á geimnum
með tilliti til þessa, við þurfum lang-
tímarannsóknir."
Unaðshrollur
og skáldaleyfi
Er ekki erfitt að fá meira fé til að
fyrirbyggja hættu sem virðist vera
svo fjarlæg vegna þess hve langt er
á milli „slysa“? Hann viðurkennir að
það hljóti að vera snúið, stjórnmála-
menn hugsi yfirleitt ekki í árþús-
undum en nokkur hreyfing sé þó á
málinu. Veitt hafi verið aukið fé til
rannsókna á hugsanlegum afleiðing-
um flóðbylgna.
Nú er verið að sýna í kvikmynda-
húsum hér myndina Armageddon
um smástimi er ógnar jörðunni.
Fyrir skömmu var sýnd hér önnur
mynd, Deep Impaet, þar er óvinur-
inn halastjama. Hills er spurður
hvort afþreying af þessu tagi, þar
sem gert er út á unaðshroll dóms-
dagsspánna, gagnist vísindamönnum
sem vilja vekja athygli á hættunni,
hvort þeim gangi betur að afla fjái-
til rannsókna.
„Ég veit það nú ekki en auðvitað
vekur þetta athygli fleira fólks en
ella á vandanum," svarar hann, íhug-
ull í bragði. „Ég hef ekki séð fyrr-
nefndu myndina en veit að þeir sem
stóðu að hinni leituðu ráða hjá vís-
indamönnum, m.a. tvisvar hjá mér.
Hvort þeir fóra að ráðunum er önn-
ur saga! En þótt þama sé talsvert
um skáldaleyfi er myndin í aðalatrið-
um nokkuð sannferðug. Flóðbylgjan
sem sýnd er myndi jafnvel valda enn
meira tjóni en fullyrt er. Hins vegar
er alveg ljóst að ekki er nauðsynlegt
að senda fólk út í geiminn til að
sprengja. Ef til vill er það óhjá-
kvæmilegur hluti af myndunum sem
slíkum en menn myndu nota ómann-
aðar flaugar, það er ódýrara og
hampaminna.“
lengri tíma. Áður hafði verið upp-
götvað að um alla jörðina er að
finna nokkurra sentimetra þykkt
lag af leir sem hefur að geyma
óvenju mikið af platínusamböndum
er finnast einkum í loftsteinum.
Skýringin er talin vera að leirinn sé
umrætt ryk sem hafi fallið nokkuð
jafnt um alla jörðina. Tímasetning
leirlagsins, sem hægt er að reikna
út, fellur vel að því sem vitað er um
endalok risaeðlanna.
Hills segir að vitað sé um nálægt
2.000 loftsteina eða smástimi meira
en kílómetra að þvermáli, flest í
belti eða þyrpingu á milli Mars og
Júpíters. Þeir stærstu era um 10
km að þvermáli. Gera megi ráð fýrir
að smástirni af þessari stærð,
nokkrir km að þvermáli, lendi að
jafnaði á jörðunni á 100.000 ára
fresti og minni en hættulegir stein-
ar að sjálfsögðu mun tíðar.
Smástirnin snúast að jafnaði á
braut umhverfis sólu eins og jörðin
og hinar pláneturnar. Ekki er þó
hægt að útiloka að leiðir jarðar og
smástirnis skerist eins og ummerk-
in sanna að gerst hefur. Mest hætta
stafar af smástimum sem fara eftir
braut með aðra afstöðu gagnvart
sólunni en jörðinni, snúast á öðra
„plani“ ef nota má slettu.
Aðeins 7% hafa verið
uppgötvuð
„Við höfum aðeins uppgötvað um
7% af þeim fjölda smástirna sem
gera má ráð fyrir í sólkerfinu.
Helsti vandinn er sá að við höfum
einbeitt okkur að því að kanna
þann hluta geimsins sem snýr und-
an sólu, séð frá okkur. Það er auð-
veldara en veldur því um leið að við
vitum í reynd ekkert um smástirni
sem gæti verið á braut nær sól-
unni. Ekki bætir úr skák að braut-
in getur verið þannig í laginu að
smástirnið birtist aðeins stöku
sinnum innan sjónvíddar okkar.
Hættulegt smástirni gæti því í