Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Almenningshlutafélag um rekstrarfélagið - Margir telja að það sé ekki holit fyrir iítið samfélag eins og Skagafjörð að eitt fyrirtæki hafi þá yfirburðarstöðu sem kaupfélagið hefur. Hver er þín skoðun á því? „Með því fyrirkomulagi að dreifa stjórnun og ábyrgð er hægt að laða fram frumkvæði og ábyrgð ein- staklinganna í fyrirtækinu. Með því móti komum við í veg fyrir að- alhættuna sem því fylgir að vera með eitt stórt og miðstýrt fyrir- tæki. Hættuna af því að stjórnun- arleg mistök leiði til stöðnunar hjá fyrirtækinu sjálfu og umhverfínu. Auk þess má nefna að nokkrar rekstrareiningar kaupfélagsins eru í hlutafélagsformi og þar eiga aðrir hlut að máli. Og þeim hefur fjölgað. Nefna má að sjávarútvegurinn, vöruflutningarnir og hátæknifyrir- tækið eru hlutafélög eða einka- hlutafélög.“ - Einstaklingum fínnst kaupfé- lagið þrengja að sér. Væri ekki skynsamlegt að skipta því upp? „Ég hef ekki talið það góða leið að skipta fyrirtækinu upp í sjálf- stæð hlutafélög og fá fjárfesta að hinum ýmsu rekstrareiningum. Að mínu mati væri það skynsamlegra að stofna hlutafélag um rekstrarfé- lagið sjálft og fá að því fjárfesta á móti samvinnufélaginu sem áfram gæti starfað sem eignarhaldsfélag. Eg tel að í þessu felist ákveðnir möguleikar í framtíðinni. Ég er ekki að tala um B-deild samvinnufélaga í þessu sambandi. Reynslan sýnir að það gengur ekki, heldur þarf til að koma raunveru- legt almenningshlutafélag um rekstur kaupfélagsins í heild. Raunar sé ég fyrir mér að rekstur blönduðu kaupfélaganna geti þró- ast út í almenningshlutafélög með dreifðri eignaðaraðild.“ Fjárfesting í sjávarútvegi Rekstur Kaupfélags Skagfírð- inga skiptist í nokkrar einingar. Hér verður greint frá þeim helstu. Um helmingur af veltu kaupfé- lagsins, samkvæmt samstæðu- reikningi, er hjá Fiskiðjunni Skag- firðingi hf. sem það á að tveimur þriðju hlutum. Fyrir áratug rak kaupfélagið frystihús og átti hlut í útgerðarfélagi sem svaraði til eins togara. Velta sjávarútvegsins var um 10% af veltu kaupfélagssam- stæðunnar. Kaupfélagið fjárfesti verulega í sjávarútveginum á erfið- leikatímum fyrirtækjanna og eftir sameiningu við önnui' félög og kaup á skipum og kvóta er hlutfall sjávarútvegsins nú um helmingur af veltu samstæðunnar, eins og fyrr segir, þrátt fyrir nokkum vöxt í öðrum greinum. Fiskiðjan Skagfirðingur hefur gengið í gegn um rekstrarerfið- leika og hefur kaupfélagið ekki notið arðs af þeim miklu fjármun- um sem það hefur lagt í fyrirtækið. Nú virðist hins vegar vera að birta til því útlit er fyrir verulegan hagn- að af rekstrinum á því rekstrarári sem lýkur með kvótaárinu, í lok ágúst. Þórólfur segir að þær að- gerðir sem ráðist var í hjá Fiskiðj- unni fyrir tveimur áram, þegar landvinnslan var dregin verulega saman, sé lykillinn að því að rekst- urinn hafi rétt svona fljótt úr kútn- um en vissulega hjálpi ytri aðstæð- ur einnig til. Hann segir að störf- um hafi verið að fjölga á nýjan leik og betri tímar séu framundan. Fóðurframleiðsla byggð upp Kaupfélag Skagfirðinga er með fjölbreytta starfsemi í landbúnaði, það rekur mjólkursamlag, slátur- hús og kjötvinnslu og fóðurfram- leiðslu fyrii' hefðbundinn búskap og loðdýr. Kjötframleiðslan hefur nokkum veginn staðið í stað á und- angengnum áratug en hún hafði þá minnkað um helming á áranum þar á undan. Þórólfur bindur vonir við nokkra aukningu í sauðfjárslátran í haust og tilsvarandi hagræðingu með fækkun sláturhúsa í héraðinu. Hann telur einnig mikilvægt að tekið verði upp frjálst framsal kindakjötskvóta til þess að stuðla Morgunblaðið/Ásdís KAUPFÉLAG Skagfirðinga rekur stórt útgerðarfyrirtæki. Á bak við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra sjást tvö skip félagsins. SJÁLFSTÆÐIÍSTAÐ MIÐSTÝRINGAR eftir Helga Bjarnason FLEST samvinnufélög landsins lentu í miklum þrengingum á níunda ára- tugnum og sum urðu gjaldþrota. Flest stærri kaupfélög- in hafa farið þá leið að fækka rekstrareiningum með því að stofna um þær hlutafélög eða selja og einbeitt sér að því að ná árangri á færri sviðum en áður. Eina stóra blandaða samvinnufélagið sem ekki fór þessa leið, Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki, hefur þó komið vel út úr umróti síðustu ára. Undir forystu Þórólfs Gísla- sonar sem tók við starfi kaupfé- lagsstjóra á erfiðleikatimuín hefur kaupfélagið haldið öllum fyrri rekstrarsviðum og smám saman bætt við nýjum. Á þessum tíma hefur árleg velta félagsins tvöfald- ast að raungildi óg það er nú annað stærsta kaupfélag landsins. Þegar Þórólfur var ráðinn kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki árið 1988 fólst reksturinn í verslunar- og þjónustustarfsemi annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar. Auk þess átti félagið 'hlut í frystihúsi sem -vann afla af einum togara. „Staðan hjá samvinnufélög- um var mjög erfið og var Kaupfé- lag Skagfirðinga engin undantekn- ing frá því. Mjög mikið tap var á rekstri þess á árinu 1987 og vera- legt tap einnig 1988. Fyrir utan al- mennar aðstæður í efnahagslífinu og háa vexti stafaði slök afkoma einkum af miklum samdrætti í landbúnaði. Þannig minnkaði sauð- fjárframleiðsla félagsins um helm- ing á örfáum áram, úr 60 þúsund- um fjár í tæplega 30 þúsund. Lausafjárstaðan var orðin erfið en efnahagur félagsins var eigi að síð- ur nokkuð traustur," segir Þórólf- ur þegar hann er spurður um að- stæður á þeim tíma sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra. árangri og aðrir telja sig ná með því að fækka rekstrareiningum sín- um, höfum náð að gera fyrirtækið arðbært þótt það sé með fjöl- breytta starfsemi. Til að leggja áherslu á þetta era skipaðar rekstrarstjórnir fyrir all- ar okkar rekstrareiningar. I þeim eiga sæti forstöðumaður viðkom- andi deildar, kaupfélagsstjóri og tveir aðrir starfsmenn kaupfélags- ins. í stjórnum landbúnaðardeild- anna eiga auk þess sæti fulltrúar framleiðenda. Þótt félagið sé eitt virka stjórnirnar að hluta til eins og stjórnir sjálfstæðra hlutafé- laga. Á sama tíma höfum við verið að einfalda skipurit og draga úr mið- drægni í fyrirtækinu. Verkefni hafa verið færð frá skrifstofu út í rekstrareiningarnar sjálfar og starfsfólki á skrifstofu hefur fækk- að um helming á þessum tíu áram. Á skrifstofunni er nú aðeins unnið að sameiginlegum fjánnálum og bókhaldi." - Hvernig hefur gengið að fá for- stöðumenn, sem margir hafa alist upp í öðru umhverfí, til að axla þessa ábyrgð? „Jú, vissulega voru margir vanir gömlu miðstýringunni, en það hef- ur gengið vonum framar. Við höf- um verið ánægðir með þetta fyrir- komulag. Það hefur eflt frumkvæði og ábyrgð hjá forstöðumönnum rekstrareininganna. Ég tel að við getum útfært þessa stefnu frekar. Það á til dæmis að vera hægt að ná fram framkvæði og rekstrarábyrgð um leið og nýtt- ur er sá sameiginlegi rekstrar- styrkur sem felst í einu fyrirtæki. Við getum með öðram orðum náð fram því besta úr formi einkarek- inna fyrirtækja og félagslega rek- inna fyrirtækja eins og kaupfélagið í raun er.“ VOSKIFTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki er fæddur á Eskifirði 19. mars 1952 og ólst upp á Reyðarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst vorið 1976 og tók þá þegar við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Lang- nesinga á Þórshöfn. Frá árinu 1988 hefur Þórólfur verið kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Eigin- kona hans er Andrea Dögg Björnsdóttir kennari. SKAGFIRÐINGABÚÐ, aðalverslun Kaupfélags Skagfirðinga, er í ný- legu og stóru verslunarhúsi á Sauðárkróki. Sjálfstæðar rekstrareiningar - Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því að KS kemur betur út úr þessu umróti en mörg önnur sam- vinnufélög? „Við völdum þá leið að breyta uppbyggingu kaupfélagsins. Áhersla hefur verið lögð á að gera rekstrareiningarnar sem allra sjálfstæðastar í stað þess að byggja á miðstýrðri starfsemi alls fyrirtækisins. Éorstöðumenn hafa ákvörðunarvald og stjóma sínum rekstrareiningum og bera jafn- framt á þeim ábyrgð. Með þessu fyrirkomulagi höfum við náð sama

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.