Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1998 27
„Rekstrarleg markmið fyrir-
tækisins gera ráð fyrir aukn-
ingu á sviði iðnaðar, þannig
að sjávarútvegurinn verði með
um 40% veltunnar, verslun,
landbúnaður og þjónusta með
um 40% og iðnaður og há-
tækni með um 20%. Þetta
teljum við nauðsynlegt til að
byggja upp rekstrarlega traust
og fjölbreytt fyrirtæki.“
að stækkun fjárbúa og aukinni arð-
semi í greininni, á svipaðan hátt og
gerst hefur í mjólkurframleiðsl-
unni.
Mjólkurframleiðslan hefur auk-
ist um 20% á síðustu þremur árum
og nemur nú 9,3 milljónum lítra.
Tókst að auka kvóta héraðsins með
átaki þar sem kaupfélagið beitti
sér í kaupum á framleiðslurétti og
dreifði síðan út til kúabænda. Við
það hefur meðalframleiðsluréttur
skagfirsku kúabúanna aukist úr
65-70 þúsund lítrum í nærri 100
þúsund lítra. Segir Þórólfur að
þetta hafi tekist að gera án teljandi
fjárfestinga, fyrir utan kaupin á
kvótanum sjálfum.
Kaupfélagið keypti grasköggla-
verksmiðjuna i Vallhólmi fyrir
nokkrum árum. A síðasta ári var
þar bætt við fóðurblöndun. Eru nú
framleiddar fóðurblöndur fyrir kýr
og önnur húsdýr og er markaðs-
svæðið Skagafjörður og aðliggj-
andi héruð. Þórólfur segir að starf-
semi Fóðursmiðjunnar í Vallhólmi
hafi farið mjög vel af stað. Bendir
hann á þá miklu möguleika sem fel-
ast í staðsetningu verksmiðjunnar.
Hún eigi 350 hektara ræktaðs
lands og nú sé ræktað kom fyrir
verksmiðjuna á um 70 hekturum.
„Við teljum að notkun á innlendu
hráefni geti skapað þessari verk-
smiðju sérstöðu,“ segir kaupfélags-
stjórinn.
A Sauðárkróki er kaupfélagið
með fóðurstöð fyrir loðdýrarækt.
Sú starfsemi hefur farið vaxandi í
takt við loðdýraræktina enda er
Skagafjörður helsta loðdýrarækt-
arhérað landsins. Þórólfur segir að
árangur Skagfirðinga og góð af-
koma í loðdýraræktinni sé ekki síst
því að þakka hvað fóðrið hafi
reynst gott. Loðdýrabændur í
Eyjafirði og Austur-Húnavatns-
sýslu hafa einnig keypt fóður frá
Sauðárkróki og nú er fyrirhugað að
dreifa því til bænda í Þingeyjar-
sýslu þannig að framundan er
veruleg aukning á framleiðslu fóð-
urstöðvarinnar.
Beinn innflutningur
Kaupfélagið rekur stórmarkað
sem nefnist Skagfirðingabúð í
stóru og glæsilegu vöruhúsi á
Sauðárkróki, útibú og ferðamanna-
verslun í Varmahlíð, á Hofsósi og í
Ketilási í Fljótum og bygginga-
vöraverslun á Sauðárkróki.
Á sínum tíma annaðist SÍS inn-
flutning fyrir KS eins og önnur
kaupfélög en fyrir nokkram áram
hóf kaupfélagið samstarf við inn-
kaupa- og dreifingarmiðstöð
danskra kaupmanna. Hefur félagið
síðan staðið að innflutningi þaðan,
bæði fyrir eigin matvöruverslanir
og kaupmenn og kaupfélög í öðrum
héraðum, meðal annars á höfuð-
borgarsvæðinu. Þessi þáttur hefur
farið vaxandi. Innflutningurinn
byggist á því að unnt er að fá í ein-
um gámi fjölbreytt úrval vara og
flytja beint á viðkomandi stað
þannig að munurinn á innkaupum
stórmarkaða og minni verslana
hefur minnkað. Starfsemi þessi fer
nú fram á nýstofnaðri viðskipta-
stofu KS sem hefur það hlutverk
að sjá um innflutning og viðskipta-
samninga fyrir kaupfélagið og fyr-
irtæki þess.
„Þetta hefur bætt samkeppnis-
stöðu okkar og möguleika á að geta
boðið viðskiptavinum samkeppnis-
hæft verð,“ segir Þórólfur kaupfé-
lagsstjóri. Kaupfélagið er nokkuð
einrátt á matvöramarkaðnum í
Skagafirði, þótt tvær minni versl-
anir séu á Sauðárkróki. Þórólfur
neitar því þó að fyrirtækið hafi ein-
okunaraðstöðu á þessum markaði.
„Við eram þannig í sveit settir að
við eram í samkeppni við verslanir
á höfuðborgarsvæðinu og Akur-
eyri. Fólk er mikið á ferðinni og á
kost á að gera sín innkaup á þess-
um stöðum og við verðum því að
bjóða samkeppnisfært vöraverð og
þjónustu. Við teljum okkur hafa
náð góðum árangri og hefur beinn
innflutningur á matvöram verið
mikilvægasti þátturinn í því.“
Þjónusta á almennum markaði
Til viðbótar þeirri starfsemi sem
þegar hefur verið nefnd rekur
Kaupfélag Skagfirðinga nokkur
þjónustu- og framleiðslufyrirtæki.
Þórólfur segir að þótt þjónustufyr-
irtækin vinni mikið fyrir kaupfé-
lagið og fyrirtæki þess, allt frá
helmingi og niður í fjórðung af
veltu sinni, sæki þau öll verkefni á
almennan markað og séu rekin á
markaðslegum forsendum. Nefna
má í þessu sambandi RKS-Raf-
tækni/tölvutækni, Vélaverkstæði
KS, Bifreiðaverkstæði KS og
Skipaafgreiðslu KS.
Á árinu 1996 sameinuðust Flutn-
ingadeild KS og Vöruflutningar
Magnúsar Svavarssonar í Vöra-
miðlun ehf. Fyrirtækið annast dag-
lega flutninga til og frá Reykjavík,
auk annarra flutninga, svo sem
bensín- og olíudreifingu fyrir Olíu-
dreifingu ehf.
Otalið er þá hátæknifyrirtækið
Element-Skynjaratækni ehf. sem
stofnað var út úr RKS-Raftækni
um hönnun á skynjuram. KS á lið-
lega helming hlutafjár í félaginu.
Aðilar að undirbúningi
virkjunar
- Hver er framtíðarsýn kaupfé-
lagsstjórans?
„Veruleg aukning hefur orðið á
sjávarútvegssviðinu og þar verður
nú til helmingur veltu fyrirtækisins
á móti landbúnaði, verslun og þjón-
ustu. Rekstrarleg markmið fyrir-
tækisins gera ráð fyrir aukningu á
sviði iðnaðar, þannig að sjávarút-
vegurinn verði með um 40%
veltunnar, verslun, landbúnaður og
þjónusta með um 40% og iðnaður
og hátækni með um 20%. Þetta
teijum við nauðsynlegt til að
byggja upp rekstrarlega traust og
fjölbreytt fyrirtæki."
- Hvaða leiðir sérð þú til þess?
„Kaupfélag Skagfirðinga er þátt-
takandi í undirbúningi Villinganes-
virkjunar með bæjarfélaginu og
Raftnagnsveitum ríkisins. Margt
er að breytast í orkugeiranum og
það er spennandi að vinnu að und-
irbúningi fyrsta hlutafélagsins í
mörg ár, sem stofnað hefur verið
til að vinna að virkjun.
Við teljum að með þátttöku í
virkjanaframkvæmdum getum við í
framtíðinni orðið aðilar að fyrir-
tæki sem nýtir orkuna til iðnaðar-
framleiðslu,“ segir Þórólfur Gísla-
son.
Alla MÁNUDAGA í ALLT SUAAAR
1 vika á Les Dunes Suits
Afsláttur kr. 5000ver®s*<;r°
pr. mann - Aðeins 2 íbúðir í boði
Öll verð eru staðar.verð m/flugvallarsköttum
Innifalið: Flug, gisting flutningur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
24. og 31 ágúst
2 vikur
Gisting á Gemelos II
íEÍWmé JjínLÆKKARyerðið umkr. 4,0001
Hafið samband við okkur -
pantið tímanlega
552 3200
2 fullorðnir og
2 börn í íbúð
kr.
cfraA/seM
i sima
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJA VÍK UR
Aðaístræti 9 - sími 552-3200
MJÚKUR SÓLI
FÓTLAGA 80TN SEM
VERNDAR BAKIÐ
LEÐURINNLEGG
0G YFIRLAG
Helstu útsölustaðir:
Intersport - Sportkringlan - Lyfja Lágmúla - Lyfja Setbergi - K.Á. Selfossi - K.Á. Hellu
K.Á. Hvolsvelli - Apótek Vestmannaeyja - Siglufjarðarapótek - Fríhöfnin Keflavík
2^1:nunnöH