Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 31

Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 31 FYRSTA LJOÐ HEIMSINS - í tilefni gagnrýni á þýðingu Gunnars Dal á söguljóðinu um Gilgamesh En ónákvæmni og Þetta er gömul saga, sem enn má segja, um mann sem elskaði og missti vin sinn í dauðann og fann vanmátt sinn til að vekja hann til lífsins á ný. Þetta er sagan um Gilgamesh og vin hans Enkidú. Gilgamesh var konungur í Urúk. Borg sem liggur milli fljótanna Efrat og Tígris í hinni fornu Babýlon. Enkidú var fæddur á sléttunni þar sem hann óx úr grasi meðal dýra. Gilgamesh var kallaður guð og maður. Enkidú var dýr og maður. Þetta er sagan um það hvernig þeir urðu mennskir menn saman. Þannig hefst söguljóðið um Gil- gamesh sem Gunnar Dal þýðir. Bók hans, Fyrsta ljóð heimsins kom út í byrjun sumars. Arið 1996 kom einnig út þýðing Gilgamesh kviðu eftir Stefán Steinsson. Það er óneitanlega mjög mikill fengur að báðum bókunum enda er hér um að ræða þýðingar á elsta bók- menntaverki sem varðveist hefur. Það rýrir ekki gildi þeirra í sam- anburði að þær eru byggðar á ólíkum þýðingum. í Evrópu er vart hægt að tala um menningarþjóð sem á nú ekki á eigin tungu fyrsta ljóð heimsins. Ekki aðeins vegna þess að það er fyrsta ljóð heimsins heldur miklu fremur vegna þess að í ljóðinu er að fínna fjölmörg minni heims- bókmenntanna eins og Gunnar Dal gerir ítarlega grein fyrir í for- mála og skýringum. Raunar má segja að ljóðið um Gilgamesh ætti að lesa í öllum skólum hér á landi sem hafa einhvern metnað líkt og í öðrum menningarlöndum. Söguljóðið um Gilgamesh gæti verið fimmtán hundruð árum eldra en Hómerskviður. Það er upprunnið í Mesópótamíu, land- inu milli fljótanna. Babýloníu- menn fengu ljóðið sem arfleifð og það varð víða vel þekkt um hinn gamla heim. En eftir að Gamla testamentið og Hómerskviður verða heimsbókmenntir virðist kvæðið falla í gleymsku og týnast. En það var endurfundið á 19. öld og er á ný að taka sinn sess, eink- um eftir að menn uppgötvuðu að hluti eða hlutar þessa ljóðs eru endursagðir í Gamla testament- inu. Ahugi manna á ljóðinu hefur farið vaxandi vegna hins sígilda yrkisefnis. í því er fjallað um ást- ina, dauðann og sorgina á ótrú- lega hrífandi hátt sem lætur eng- an mann ósnortinn. Þann 12. maí 1998 birtir gagn- rýnandi Morgunblaðsins, Skafti Þ. Halldórsson, ritdóm um bók Gunnars Dal. í dómnum ber hann mikið lof á texta Gunnars, sem hann segir oft glæsilegan og full- an af skáldlegri andagift. Síðan bætir hann við: „Þar sem Gunnar er frumtextanum trúr komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana. En ónákvæmni og ósam- kvæmni í þýðingunni gerir það að verkum að hún tekst ekki sem skyldi.“ Skafti gerir einnig mikið úr því að verki Gunnars sé ætlað að vera alþýðlegt rit fremur en fræðilegt og hann sé ekki trúr því sem hann kallar „staðalþýðingu“. Nefnir hann nokkur dæmi því til sönnunar. Þessi gagnrýni er góðra gjalda verð en virðist byggð á misskilningi og viðhorfum sem nauðsynlegt er að gera athuga- semdir við. Nú er það svo að Ijóð geta týnt ljórænu sinni á alda og árþúsunda ferðalagi. Eddukvæðin okkar eru vel heppnuð endursköpun eldri kvæða. Ljóðið um Gilgamesh hef- ur verið endurskapað af skáldum oftar en einu sinni. Stafrænar orðabók- arþýðingar eru ekki nóg þegar þýða þarf skáldskap. Það þarf skáld til að endur- skapa. Skáldið er að finna aftur þá ljóð- rænu sem fræðimenn- irnir sem Skafti er að vitna til týna í úpp- skriftum sínum. Með þeim hætti lifir ljóðið. Hvað á gagnrýn- andinn við með staðal- þýðingu á ljóði sem enginn þekkir í sinni Baldur upphaflegu mynd og Óskarsson oft er búið að endur- skapa og flytja milli ólíkustu dauðra tungumála eins og súm- ersku, babýlonsku, hittísku og akkadísku, svo nokkur séu nefnd? Og mér er spurn, þekkir einhver samþykkta staðalútgáfu af Biblí- unni? Sannleikurinn er sá að fyrsta heildarútgáfan af þá þekkt- um leirtöflufleygrúnum af sögu Gilgameshar var gefin út í tveim bindum 1884 og 1891 af Paul Haupt og tveggja binda uppskrift og þýðing á þýsku var gerð af Peter Jensen 1900 og 1901. Síðan þá hafa rannsóknir á söguljóðinu eflst svo mjög að meiriháttar út- gáfur á Gilgameshkviðu skipta nú mörgum hundruðum. Söguljóðið um Gilgamesh hefur þannig kom- ist aftur á sinn rétta bás meðal heimsbókmenntanna. Gunnar Dal er að þýða bók Her- bert Mason sem fýrst kom út árið 1970. Þýð- ingu sína kallar Her- bert söguljóð (a verse narrative). Herbert er fæddur árið 1932. Hann lauk doktors- prófi frá Harvard í tungumálum og bók- menntum austurlanda nær. En hann er betur þekktur sem skáld, rithöfundur og þýð- andi og var þegar bók hans kom út prófessor í sögu og trúarbrögð- um við Háskólann í Boston. Og það er auð- vitað hverjum manni ljóst að Mason er ekki að skrifa upp eldri þýðingar heldur að end- uryrkja söguljóðið og gerir það með svo meistaralegum hætti að þessi forni bókmenntafjársjóður verður að hstaverki sem snertir þegar í stað streng í hjarta hvers nútímamanns sem þýðinguna les. John H. Marks sem ritaði eftir- mála í bók Herberts, en John var þá prófessor við Háskólann í Pr- inceton, kallar þýðinguna: „Hríf- andi, persónulega, samt ótrúlega nákvæma - túlkun fyrir okkar tíma.“ Og Herbert Mason er ekki sá fyrsti sem þetta lék og vitna ég nú til eftirmála John H. Marks, en þar segir: „Fyrsta tilraun til frjálsrar þýðingar á Gilgamesh á ensku var gerð af William E. Leonard, pró- fessor í ensku. I samvinnu við MEINDYRAVARNIR Landsins mesta úrval forvarnarbúnaðar Stofnað 1938 .> mSECTOCUTOR Flugnabanar fyrir veitingahús, verslanir og matvælaiðnað. Fáanlegir rakavarðir. Munið græna Ijósið! Stofnað 1924 fcness Nagdýra- og rándýragildrur í miklu úrvali. FLY STOP Flugnalím-þráðurinn í fjósið, svína-, hesta-, refa, fuglabúið og víðar. Stofnað 1932 JEATON Fuglavarnir, beitustöðvar og límgildrurí miklu úrvali. SENDUM I P0STKR0FU Sjáum um uppsetningu forvarnarbúnaðar og bjóðum matvælafyrirtækjum upp á eitt besta forvarnareftirlit sem völ er á. Sérfræðiráðgjöf um rétta staðsetningu fylgir öllum forvarnarbúnaði. Önnumst einnig alla almenna meindýraeyðingu. Jlíeijidjb’avairnir .JRyp 1**2mtxíojn Yœl/mitd Sérfrœðiráðgjöf JSúnaður Sérfrœðiþjónusta Dugguvogur 10 • Sími: 568-7333 • Fax: 568-7335 Heimasíða: kompass.is/meindyr ósamkvæmni í þýðing- unni, segir Baldur Óskarsson, gerir það að verkum að hún tekst ekki sem skyldi. þýskan vin sinn, Hermann Ranke, snaraði hann þýskri þýðingu Ranke á Gilgamesh og kallaði hana „þýðingu með frjálsri hrynj- andi“. Gildi og fegurð þess verks kom strax í ljós enda óspart notuð af nemendum í bókmenntum. Hina nýju þýðingu Herberts Ma- son er rétt að kalla söguljóð. Það er næm, áreiðanleg endursögn hinnar gömlu sögu, tilraun til að tjá þá djúpu sálarkvöl sem heltók Gilgamesh eftir dauða Enkidu, hins trygga vinar og félaga. Höf- undurinn þykist á engan hátt bera fram nákvæma þýðingu á texta fleygrúnanna. Hann þekkir vel hina fornu sögu og segir hana á þann hátt sem honum þykir við hæfi. Þýðing hans ber með sér töfrandi mátt og kallar fram til- finningar og hugrenningar sem allir þekkja sem mist hafa ástvin. Hið einstæða afrek Masons er að framreiða þýðingu sína á Gil- gamesh á þann veg að það rang- færir hvergi frumgerðina, heldur varpar ljósi á grundvallarspurn- inguna um dauðann. Hver sem þekkir hina fornu sögu verður djúpt snortinn af þessari frásögn. Hinum sem ekki þekkja verður þýðingin hvatning til að lesa út- gáfur fræðimannanna með nýju hugarfari og skilningi. Albert Schott segir í formála af þýskri þýðingu sinni á Gilgamesh að það að vilja komast til botns í merkingu ljóðsins sé eins og að reyna að skilja heiminn. Við vitum ekki hvað hinir fornu sögumenn þessarar áhrifamiklu sögu höfðu í hyggju. Höfundar eins og Herbert Mason hjálpa okkur að komast að því.“ Bók Herbert Mason, Gilga- mesh, hef ég undir höndum. Eg hef borið hana saman við þýðingu Gunnars Dal. Eg sé ekki annað en Gunnar sé textanum trúr. Og ekki aðeins það. Þýðing Gunnars er af- bragðsgóð. Svo ég vitni nú aftur til orða Skafta Þ. Halldórssonar: „Texti Gunnars er oft mjög glæsi- legur og fullur af skáldlegri anda- gift. Þar sem Gunnar er frumtext- unum trúr komast fáir með tærn- ar þar sem hann hefur hælana.“ Það er einmitt þetta sem máli skiptir. Þýðing Gunnars höfðar til manns undir eins. Það hversu góð hún er verður til þess að sá fjöldi landsmanna sem hefur yndi af góðum skáldskap mun lesa sögu- ljóðið um Gilgamesh sér til óblandinnar gleði. Formáli og skýringar Gunnars auka mjög við gildi bókarinnar. Það er Gunnari Dal og Stefáni Steinssyni til mik- ils sóma að hafa kynnt íslenskri þjóð þessi ævafornu menningar- verðmæti. Höfundur er viðskiptafræðingur. Gæsluvellir Reykjavikurborgar eru 25 að tölu víðsvegar um borgina og eru fyrir 2-6 ára börn. Örugg útivera fyrir börnin. Frjáls leikur í skapandi umhverfi. Góður félagsskapur með jafnöldrum undir traustu eftirliti starfsfólks. Leiksýningar í sumar: Brúðubíllinn í júlí. Furðufjölskyldan i ágúst. ' BfjSÉr*... ÍÍBlÍ •:: y-ÉÆ- j: M ■ ■ « I •«K' m T ? Arnarbakki 8 nnninni mrðtaVh0GlM3nA Fannafold 56 BieikjuhvisMO Fffllsel38 BrekkuhusS Freyjugata 19 Dalaland 18 n * Fróöengi 2 Hlaðhamrar 52 Freyjugata 19 Frostaskjól 24 Njálsgata 89 Sæviðarsund Kambsvegur 18A Rauðilækur 21A Tunguvegur Ljósheimar 13 Malarás 17 Rofabær 13 Safamýri 30 Stakkahlíð 19 Vesturberg 76A Vesturgata-46 Yrsufell 44 I IfUjVÍí.i ] | 1)01 11<1 Upplýsingasími; 563 5809 ÞR0SKANDI 0G 0RUGG UTIVIST FYRIR B0RNIN OKKAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.