Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
viðbótarland og byggja frekar upp
1 húsakost býlisins, Rauðaberg á
I Mýrum. Síðar sá hann um að útvega
teikningar að nýjum fjárhúsum og
i sendi þær heim með þeim orðum að
panta ætti efnið í kaupfélaginu með
löngum fyiirvara. Kaupfélagsstjór-
inn neitaði með þeim orðum og þau
væru ekki borgunarfólk fyrir því.
En afí minn eyddi ekki fleiri orðum
að þessu heldur keypti efnið og
I sendi það austur. Ég man eftir því í
eitt skiptið að við vorum á ferðalagi
1 um Vestfirðina. Er við fórum um
( dalina barst talið að þeim dögum er
afi rak vörubíla. Vörubílarnir í þá
( daga voru heldur vélarvana og
þurfti að taka tilhlaup á bröttustu
brekkurnar. Stundum dugði það
ekki til og þá var bílnum þröngvað
upp með því að láta vélina fara á
fullan snúning og sleppa kúplingunni.
Þetta var ill meðferð á bílunum og
, bilanir tíðar. Vinnan kom oft í skorp-
um og ein þeirra var í sláturtíðinni að
I hausti. Þá var bfllinn hlaðinn að
( kveldi og hjálpaði bflstjórinn til. Síð-
an var keyrt með skrokkana suður
yfn- nóttina. Meðan verið var að af-
hlaða gat bflstjórinn kastað sér í 2 - 3
klukkutíma. Síðan var haldið af stað
að sækja næsta farm. Svona gekk
þetta meðan sláturtíðin varði því ekki
mátti slaka á og missa úr ferð.
Frásagnirnar hér að ofan eru lítil
, atvik í stórbrotinni ævi. Það lék
' aldrei vafi á því að maður sem byggi
I yfir slíkum krafti og árræði sem
( hann afi minn næði markmiðum sín-
um. Um tíma vann hann sem vega-
| vinnuverkstjóri og í framhaldi af því
hóf hann rekstur á vörubifreiðum.
Síðar rak hann áætlunarbifreiðar í
samvinnu við annan og loks sneri
hann sér að verslunar- og iðnrekstri,
en það var um það bil er ég fæddist.
Verslunin var rekin með sama
<
<
i
ki-afti, áhuga og áræði og allt sem
hann hafði áður komið að. Hún óx
frá því að vera rekin í litlu húsnæði
á Hverfisgötu í stærra húsnæði við
Laugaveg og endaði svo í stóru eigin
húsnæði á tveimur stöðum í Skeif-
unni og einnig á Grensásvegi er
hann hætti afskiptum af fyrirtæk-
inu. Fyrirtækið hafði þróast frá því
að vera lítil verslun í fjölþætta starf-
<
<
<
<
<
<
1
<
<
|
]
semi sem samanstóð af heildsölu,
smásölu, iðnaðarframleiðslu og
þjónustuverkstæði. Hann hafði brot-
ist frá sárri fátækt til efna af eigin
rammieik.
Ég var svo lánsamur að eiga mikii
og góð samskipti við hann og kynn-
ast honum vel. Afi hafði ekki mikla
menntun, einungis barnaskólapróf
en hann 'nam af farkennara er fór
um sveitina í æsku hans. Þetta stóð
honum ábyggilega fyrii' þrifum að
einhverju leyti. Afi var orðheldinn
maður með afbrigðum og helst vildi
hann efna loforðin áður en hann gaf
þau. Þegar hann tók ákvörðun stóð
hann við þær sem óbifanlegur klett-
ur. En hann var líka skapstór og gat
styggst við menn. Viðskipti hans við
fólk voru oft geymd en ekki gleymd.
Það átti ekki síður við um það sem
vel var við hann gert. Hann var
sjálfstæður og stoltur maður, sem
var tilbúinn að berjast fyrir sjálf-
stæði sínu í rauðan dauðann. Um
leið var hann hógvær maður, leit
aldrei stórt á sig og talaði lítið um
sjálfan sig og aldrei yfirlætislega um
eigin verk ef hann á annað borð tal-
aði um þau. Hann var maður verk-
anna og það ei-u fyrst og fremst
verkin sem bera honum vitni sem og
samferðamenn hans.
Ég er þakklátur fyrir þær stundir
sem við áttum saman og sakna þess
að þær urðu ekki fleiri. Blessuð sé
minning hans.
Sigurbergur.
Nú er hann Sigurbergur afi minn
dáinn. Mínar fyrstu minningar
< tengdar honum eru af Háteigsvegin-
um þar sem þau amma bjuggu. Ef
afi var heima lá hann iðulega í sófan-
um í stofunni og las eða svaf. Við
barnabörnin reyndum að taka tillit
til hans og láta fara lítið fyrir okkur
svo hann fengi frið. Hann átti það til
að stríða okkur og ef honum tókst
vel upp og við urðum reið þá dillaði
, hann allur af hlátri og skemmti sér
vel. Á aðfangadagskvöld voru öll
börn, tengdabörn og barnabörn sam-
| an komin hjá afa og ömmu og þá
sátu þau hvort í sínum stól með jóla-
tréð og jólapakkana á milli sín. Afi
fékk yfirleitt nokkrar bækur í jóla-
gjöf. Hann hafði mest gaman af ævi-
sögum „skrýtinna" manna og stjóm-
málamanna og hann var duglegur að
segja frá þeim vitleysum eða sniðug-
legheitum sem sagt var frá í bókun-
um. Þá neri hann saman höndum og
hló við á meðan hann sagði frá. Afi
hafði alla tíð gaman af sniðugum
uppátækjum manna og hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum eins og hann lét berlega í
ljós í fjölskylduboðum sem oft urðu
ansi hávaðasöm.
Það urðu kaflaskipti í lífi afa þegar
amma dó árið 1975. Þá vantaði hann
það lífsakkeri sem amma hafði verið
honum og hann varð óeirinn. Hann
bjó áfram á Háteigsveginum og hafði
ráðskonur sem reyndust honum vel.
Skömmu eftir að amma dó fluttist ég
í Hrútafjörð og bjó þar í nokkur ár
og þá kom afi stundum við hjá mér.
Afi vaknaði alltaf mjög snemma á
morgnana og fór þá gjarnan í Kaffi-
vagninn á Granda og fékk fréttir
næturinnai' hjá leigubílstjórunum og
keypti dagblöðin. Stundum um helg-
ar keyrði hann norður yfir Holta-
vörðuheiði í morgunkaffi til mín.
Það var alltaf jafnánægjulegt að
sjá hann sitja í Volvónum sínum og
lesa blöðin fyrir framan húsið og
bíða eftir að sjá hreyfingu svo hann
gæti bankað upp á. Stundum hélt
hann áfram og skrapp þá út í Skál-
holtsvík eða norður í Steingrímsfjörð
til að hitta ættingja ömmu. Eitt sinn
kom hann í skírnarveislu norður til
min. Það var í eina skiptið sem hann
þáði gistingu hjá mér. Morguninn
efth' vaknaði hann eldsnemma eins
og venjulega og hvarf á braut löngu
fyrir fótaferð okkar hinna. Hann
viidi ekki vera neinum háður og vildi
stjórna því sjálfur hvenær hann
kæmi og færi.
Eftir að ég fluttist suður aftur kom
afi yfirleitt ekki til mín nema ég byði
honum eða við hittumst í fjölskyldu-
boðum og ég saknaði þessara óvæntu
heimsókna hans. Smám saman fór
hann að verja meira af tíma sínum í
Danmörku þar til hann fluttist þang-
að og bjó þar í nokkur ár. Á þeim ár-
um kom hann mjög sjaldan til Islands
en við hi'ingdum stundum hvort til
annars. Hann bauð okkur hjónunum
að heimsækja sig vorið 1993. Þegar
við höfðum ákveðið að fai'a til hans
spurði hann hvort við kæmum nokk-
uð með börnin. Hann varð feginn
þegar hann heyrði að svo væri ekki
og sagðist ekki kunna neitt á börn.
Afi var ekki með látalæti heldur sagði
meiningu sína vafningalaust.
Afi skipulagði mjög vel vikuna
sem við dvöldum hjá honum. Hann
keyrði okkur um Danmörku þvera og
endilanga og sýndi okkur margt.
Hann bar velferð okkai' mjög fyrh'
brjósti og fannst hann bera mikla
ábyrgð á okkur. Þessi vika var lengsti
samfelldi tíminn sem ég átti með afa
mínum. Mér fannst hann ekki vera
sami harðjaxlinn og ég hafði borið
óttablandna virðingu fyrir í æsku og
við nutum samvistanna bæði.
Þegar afi var orðinn veikur og
ófær um að vera einn í íbúð þá flutti
hann heim til Islands. Hann eyddi
síðustu árunum á dvalarheimilinu
Kumbaravogi við Stokkseyri þai’ sem
öll umönnun var til fyrirmyndar og á
starfsfólk þar bestu þakkir skiiið.
Afi minn var að mörgu leyti
merkilegur maður. Hann fór ekki
alitaf troðnar slóðir og eru til marg-
ar sögur af uppátækjum hans. Hann
var harðduglegur og vinnusamur og
ætlaðist til þess að aðrir væru það
líka. Hann vildi ráða sér algjörlega
sjálfur og lét ekki aðra ráða yfir sér.
Stundum velti ég því fyrir mér af
hverju hann væri svona skapi farinn.
Nú er ég farin að skilja að hann var
mótaður af þeim aðstæðum og því
umhverfi sem hann ólst upp við.
Þegar ég kom að Rauðabergi á Mýr-
um í Austur-Skaftafellssýslu þar
sem hann ólst upp sá ég það um-
hverfi sem hefur meðal annars mót-
að hann. Fláajökull var svo að segja
rétt við bæjardyrnar og eflaust hef-
ur oft andað köldu frá honum þó
hann sé tilkomumikill og fallegur í
góðu veðri. Hann sagði mér frá mik-
illi fátækt á sínu æskuheimili i kjöl-
far Kötlugossins 1918 og þá var bara
að duga eða drepast. Hann var
óharðnaður unglingur þegar hann
gekk suður til Keflavíkur til að vinna
MINNINGAR
fyrir sér og hjálpa foreldrum sínum í
fátækt þeirra.
Afi var orðinn mikið veikur og
þreyttur í lokin og því kærkomið fyr-
ir hann að fá hvíldina. Ég þakka fyr-
ir þær samverustundir sem við átt-
um saman. Minningin um einstakan
mann mun lifa í sögunum um hann
afa minn. Hann hafði sérdeilis gam-
an af sögum um merkilega menn.
Birna.
Hann afi minn, hann Sigurbergur
Pálsson, er látinn 87 ára gamall. Mig
langar að kveðja hann með fáum orð-
um á síðum Morgunblaðsins vegna
þess að á síðustu 15 árum höfum við
lítið hist þar sem hann hefur búið
meira og minna í Danmörku og síðai'
á Kumbaravogi, og ég einnig meira
og minna erlendis, en síðustu tvö ár-
in hér heima.
Sú minning sem er efst í huga um
hann afa, er hvað hann var duglegur
maður. Krafturinn og orkan í karlin-
um var slík að stundum stóð manni
ógn af því. Hann var hamhleypa tii
allra verka. Hann var einnig með
óiíkindum ái’risull maður og hefur
máltækið „Morgunstund gefur gull í
mund“ ávallt verið tengt minningu
hans í huga mínum.
Ég minnist þess sérstaklega að þeg-
ar ég var unglingur og stundaði Éyr-
arvinnu um helgar að eitt sinn í
strætóverkfalli var það eðlilegasti
hlutur í heimi að biðja afa að sækja
mig og koma mér nógu snemma á eyr-
ina til að vera á undan öðrum. Hann
sótti mig klukkan fimm um morgun-
inn. Ég var auðvitað valinn af verk-
stjórum til vinnu við uppskipun þann
dag og næsta og fékk mikla yfirvinnu
vegna þess hve fáir komust til vinnu.
Ónnur minning sem þessu tengist
er þegar ég fór í mína aðra utan-
landsferð 16 ára gamall, í þetta sinn
með unglingalandsliðinu í körfu-
knattleik til Norðurlanda. Þetta var
um helgi og afi bauðst til að aka mér
eldsnemma á flugvöllinn. Er við
skildum á flugvellinum, þrýsti hann
500 kr. seðli í dönskum krónum í lófa
minn og sagði mér að eyða þessu nú í
ferðinni, og helst í Kakadu. Ég
spurði hvað það væri og sagði hann
mér að það væri veitingahús í Kaup-
mannahöfn. Þegar ég kom heim úr
ferðinni sagði ég honum að ég hefði
farið á þetta veitingahús og dregið
félaga mína með, en þar hefði ekkert
verið að fá nema mjög dýrt kampa-
vín. Hann hristist og skalf af hlátri
og útskýrði síðan fyrir mér hvað
hefði verið innifalið í kampavíninu.
Væntumþykja hans um vini og
vandamenn kom oft fram í svona
stríðni og lærði maður að meta það.
Afi ólst upp í sárafátækt. Fátækt-
in var slík að hann fann sig knúinn til
að fara að afla tekna fyrir æsku-
heimili sitt eins fljótt og hugsanlegt
var. Þrátt fyrir góðar gáfur gafst
honum aldrei tækifæri til að setjast á
skólabekk. Mamma, dóttir hans, hef-
ur sagt mér þá sögu þegar kaupfé-
lagsstjórinn í héraðinu kom heim á
bæinn til foreldra hans eftir erfið
áföll af náttúrunnar völdum og
þvingaði föður hans til að skrifa und-
ir veðsetningu á jörðinni til trygg-
ingar á fullnustu á skuld við Kaupfé-
lagið. Ljóst vai- að jörðin myndi ekki
standa undir því að fæða fjölskyld-
una og greiða skuldina við Kaupfé-
lagið. Þá tók afí þá ákvörðun korn-
ungur að taka málin í eigin hendur
og afla tekna til heimilisins þrátt fyr-
ir ungan aldur. Þetta varð til þess að
hann fór að vinna fyrir sér og fjöl-
skyldu sinni, fyi-st með vertíðar-
vinnu, en síðan við vegavinnu um
land allt. Hann megnaði síðan að
kaupa til baka hluta af jörðinni fyrii’
foreldra sína, þótt sjálfur kæmi hann
aldrei til baka. Ég er ekki frá því að
hin kröftuglega sjálfstæðiskennd
sem alltaf hefur einkennt hann, eigi
sér rætur í þessum atburðum. Ég er
ekki frá því heldur að þessi viðhorf
hans til vinnu og sjálfsöflunar hafi
haft með það að gera að hann arf-
leiddi ekki eða gaf fyrirtækið sem
hann hafði byggt upp til dætra sinna,
heldur seldi þeim fyi-h’tækið er hann
fluttist til Danmerkur. Hann seldi
skuldabréfin og gaf þar með enga
greiðslu eftir. Þetta hefur vafalaust
verið hans meining á því að ekkert í
þessum heimi er ókeypis eða auðvelt,
og er það í fullu samræmi við lífs-
reynslu hans.
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 33
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA OTTESEN,
Ásvallagötu 2,
lést 16. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 22. júlí kl. 15.00.
Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti
Krabbameinsfélagið njóta þess.
Erla Einarsdóttir,
Sigríður Gróa Einarsdóttir,
Þorgerður Einarsdóttir,
Einar Björnsson,
Karen Björnsdóttir,
Sveinbjörn Þór Jónsson,
Stefán Hjörleifsson,
Jón Þórhallsson,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Jóhannes Viðar Bjarnason,
Kjersti Lea
og langömmubörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN
fyrrv. forstjóri
Slysavarnafélags fslands,
Skeiðarvogi 113,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Slysavarnafélag íslands
njóta þess.
Sigrún S. Hafstein,
Stefán Jón Hafstein,
Þórunn Júníana Hafstein,
Sigrún Soffía Hafstein,
Hildur Björg Hafstein,
Hannes Júlíus Hafstein,
Guðrún K. Sigurðardóttir,
Snæbjörn Jónsson,
Stefán B. Mikaelsson,
Hrafnhildur Björg Haraldsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Skúlagötu 80,
Reykjavík,
verður jarðsungin mánudaginn 20. júlí kl.
13.30 frá Kristskirkju, Landakoti.
Guðmundur Benediktsson, Arndís Leifsdóttir,
Ólafur Benediktsson, Þuríður Halldórsdóttir,
Kristín Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona, móðir og amma,
JÓNA RUT ÞÓRÐARDÓTTIR,
Æsufelli 4,
lést 2. júlí. Útför hennar fór fram frá Foss-
vogskapellu föstudaginn 10. júlí.
Högni Jónsson,
Svanhildur Harrison og dætur,
Þórður Högnason, Olga Olgeirsdóttir
og dætur.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURLÍNAR GUNNARSDÓTTUR,
Árskógum 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Jóhanni Tómassyni
heimilislækni og Jóhönnu Björnsdóttur blóð-
meinafræðingi fyrir einstaka hjálp í veikindum
hennar svo og öðru starfsfólki Landspítalans.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Baldursson, Margrét Ólafsdóttir,
Sigurlín Gunnarsdóttir,
Heiðar Gunnarsson,
Ólafur Pétursson, Elín Birna Kristinsdóttir,
og barnabörn.
í
SJÁ NÆSTU SÍÐU