Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 35
vanheilsu að stríða síðustu æviárin.
Það vai' alltaf margt um mann-
inn hjá frænku minni og stundum
engu líkara en þar væri umferðar-
miðstöðin. En hún tók öllum sem
heim til hennar komu af gestrisni
og höfðingsskap. Við systkinin
minnumst Guggu með hlýhug, því
hjá henni voru vinir og vandamenn
alltaf velkomnir. Þótt líf hennar
hafí með köflum verið ei-fitt var
hún alltaf glaðlynd og bar sig vel.
Mumma, Ola, Stínu og fjölskyldum
þeirra vottum við innilega samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Anna Guðiiin Sigurðardóttir.
Elsku Gugga frænka. Það er
skrítin tilhugsun að þú sért nú
horfín svo skömmu á eftir Dóru
systur þinni. Þegar komið er að
kveðjustund hrannast upp hafsjór
minninga um þig hlæjandi og glaða
alltaf varstu glöð og í góðu skapi
hvemig sem heilsan plagaði þig og
píndi. A æsku- og unglingsárum
þínum vestur á Rauðasandi hjálp-
uðust þið systkinin og amma að við
það að sjá ykkur farborða eftir
ótímabært andlát afa og þið börnin
fenguð það veganesti úr móður-
garði að nægjusemi og umhyggja
ykkar fyrir velferð hvors annars og
fjölskyldna ykkar væri það mikil-
vægasta í lífinu. Samband ykkar
systkinanna hefur alla tíð verið
óvenjulega náið. Þið hafíð dyggi-
lega miðlað okkur afkomendunum
ykkar af þeim lífsskoðunum, sem
amma lagði rækt við að innræta
ykkur og kennt okkur að taka þátt
í sorgum og gleði hvers annars.
Þú hefur verið hluti af lífínu og
fastur punktur í tilveranni sem
elsta móðursystir okkar
frændsystkina þinna í meira en
fjörutíu ár og alltaf verið til staðar
tilbúin að gera allt sem þú hefur
getað til að létta okkur lund með
lífsgleði þinni hvað sem á bjátaði.
Þín mesta gleði í lífinu var að
gera eitthvað fyrir aðra og alltaf
varstu tilbúnin að hjálpa þeim sem
bágt eða erfítt áttu á lífsgöngunni
og miðla öðrum af þvi sem þú áttir.
Þú hafðir svo stórt hjarta og sást
alltaf björtu hliðamar á lífinu,
þrátt íyrir það að lífið hafí ekki far-
ið mildum höndum um þig sem
fékkst á barnsaldri staurfót og
þurftir í mörg ár að berjast við
heilsuleysi.
Það hafa verið margar ánægju-
stundir sém við höfum átt með þér
í eldhúsinu á Skúlagötunni, þar
sem alltaf var jafngott að koma og
hitta þig, drekka með þér kaffisopa
og rabba um lífið og tilveruna.
Laugardagskvöld hjá þér með ykk-
ur Dóru frænku eru nú afar dýr-
mæt í minningunni þegar þið eru
báðar horfnar. Þú varst snillingur í
höndunum og saumaðir fallegustu
jólakjólana á Sigrúnu Maríu, Dóru
og Maríu Guðrúnu þegar þær voru
litlar. Þú framleiddir listilega út-
prjónaðar peysur og teppi af hinni
mestu snilld, enda fékkstu snemma
æfingu við að útbúa fínustu fót
handa yngri systrum þínum, sem
þú aðstoðaðir ömmu við uppeldið á
vestur í Stakkadal og ekki var úr
miklu að spila á þeim árum. Þú átt
dýrmætan fjársjóð þar sem eru
bömin þín þrjú, bamabörnin sex
og barnabamabömin tvö, sem þú
hefur alla tíð borið svo mikia um-
hyggju fyrir. Þitt hlutverk í lífinu
var að vera móðir með stórt hjarta,
en það er hlutverk sem nútímafólk-
ið gerir sér ekki alltaf grein fyrir
að er mikilvægasta hlutverkið í
hverri fjölskyldu.
Elsku frænka okkar við emm rík
að hafa átt þig fyrir frænku og
minningarnar um þig munum við
geyma eins og dýrmætan fjársjóð í
hugum okkar um ókomin ár. Við
sendum Mumma, Óla, Stínu og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúarkveðjur. Ástarþakkir fyrir
samfylgdina og allt það sem þú
gerðir fyrir okkur og okkar fjöl-
skyldur, vertu ætíð guði falin.
Guðrún, Anna og
Halldóra Guðmannsdætur.
+
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Skeljagranda 5,
Reykjavík.
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 15. júlí.
Lovísa Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn, tengdamóðir og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir,
tengdafaðir, tengdasonur og afi,
ÖRN INGÓLFSSON,
Grundarlandi 15,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 21. júlí kl. 13.30.
María Thoroddsen,
Björg Rúnarsdóttir, Sigurður Örn Hektorsson,
Þórður Örn Arnarson,
Ingunn Björg Arnardóttir, Goði Gunnarsson,
Vilhelm Ingólfsson, Auður Kristjánsdóttir,
Tómas Ingólfsson,
Björg Thoroddsen
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og
langalangafi,
SIGURBERGUR PÁLSSON
fyrrverandi kaupmaður,
áður til heimilis á Háteigsvegi 50,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
20. júlínk. kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem
vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir.
Sigríður Sigurbergsdóttir, Björn Pálsson,
Páfína Sigurbergsdóttir, Stefán Kjartansson,
Bára Sigurbergsdóttir, Ragnar Leví Jónsson,
Daníel Pálsson, Þóra Pálsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Útför
GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR
kennara,
sem lést á Landspítalanum hinn 14. júlí sl.,
fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. júlí
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsdeild Landspítalans.
Brynjólfur Sveinn Birgisson,
Sigurbjörg Helgadóttir,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir og börn,
Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Jón Gauti Jónsson,
Sigrún H. Guðjónsdóttir og börn.
+
Ástkær dóttir mín,
KOLBRÚN MARÍA EINARSDÓTTIR,
Furugerði 9,
Reykjavík,
lést laugardaginn 11. júlí. Hún verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
21. júlí kl. 3.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hólmfríður Gröndal.
+
Útför okkar elskulegu,
SVEINBJARGAR EDDU GUÐMUNDSDÓTTUR
GERBRACHT,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. júlí kl. 10.30.
Don Gerbracht
og fjölskylda.
+
Elskuieg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR,
Bóli í Biskupstungum,
sem lést þriðjudaginn 7. júlí, verður jarðsung-
in frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 22. júlí
kl. 14.00.
Hinrik Ó. Guðmundsson
og fjölskylda.
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem
auðsýnt hafa okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför okkar ástkæru móður, tengda-
móður, ömmu og systur,
JANE PETRU GUNNARSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og vinar-
hug til starfsfólks kvennadeildar Landspítalans og
Sjúkrahúss Suðurnesja.
Gunnar Þór Jónsson,
Theodór Guðjón Jónsson,
Guðbjörg Irmý Jónsdóttir,
Örn Stefán Jónsson,
Rúnar Már Jónsson,
Erna Gunnarsdóttir
Inga María Ingvarsdóttir,
Ragnheiður St. Thorarensen,
Róbert Þór Guðbjörnsson,
Ása Kristín Margeirsdóttir,
og barnabörn.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
JÓRUNNAR S. GRÖNDAL,
síðast til heimilis
í Hæðargarði 35.
Sigurlaug Gröndal, Hörður Arason,
Steingrímur Þ. Gröndal, Sigríður Ásgeirsdóttir,
Benedikt Þ. Gröndal, Drífa Björgvinsdóttir,
Ólafur Þ. Gröndal, Margrét Guðbjörnsdóttir
og barnabörn.
+
Við sendum hjartans þakkir og kveðjur til allra
vina okkar sem sýndu okkur ómetanlegan
hlýhug við fráfall
ÁSTU GUÐRÚNAR EYVINDARDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Sjöfn Halldórsdóttir, Eyvindur Eriendsson,
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir,
Reynir Þór Eyvindarson, Rún Halldórsdóttir,
Heimir Eyvindarson, Sólrún Auður Katarínusardóttir,
Erlendur Eyvindarson.
+
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
DAVÍÐS V. SIGURÐSSONAR
frá Miklaholti.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar,
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Presthvammi,
Aflagranda 40.
Björn, Friðgeir og Helga.
t*