Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 36

Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 36
36 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BALDUR BJARNASON + Baldur Bjarna- son fæddist í Vigur hinn 9. nóv- ember 1918. Hann lést hinn 8. júlí síð- astliðinn og fór út- fijr hans fram frá Ogurkirkju 18. júlí. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sérgóðan getur. (Ur Hávamálum) Fallinn er frá góður vinur okkar, Balli í Vigur. Baldurs minnumst við sem glæsimennis. Hann var afburða mælskur og skemmtilegur. Við vorum hjá þeim heiðurshjónum sem kaupakonur á unglingsárum og höfum heimsótt eyjuna alla tíð síðan. Balli var mjög sérstakur maður. Hann fór með okkur á sveitaböll, dansaði við okkur og saman skemmtum við okkur kon- unglega. Hann var ungur í anda og okkur er sérstakiega minnistætt hve vel hann skemmti sér í brúðkaupi Gunnu Sollu í fyrra. Par tók hann til máls og þakkaði fyrir sig eins og honum einum var lagið. Balli bar virðingu fyrir höfuð- borginni. Pegar Ina hitti hann á Ing- ólfstorgi 1. maí í fyrra var hann kominn í kaupstaðinn, prúðbúinn með hatt, í frakka og með staf, að bíða eftir Siggu sinni. Hann bar af öðrum mönnum í klæðaburði og virðuleika. Hann spjallaði við stóra sem smáa sem jafningja sína og þeg- ar ína kinkaði kolli til félaganna, sem gengu framhjá, hafði Balli orð á því hve vel Ina væri kynnt í Reykja- vík. Mörg atriði eru okkur minni- ■V stæð úr kaupamennskunni, Sjóar- húsið, Hjallurinn, Viktoríuhúsið, Breiður, dúnninn, handsnúni heimil- issíminn, grautarpottar og allar skemmtilegur samverustundirnar yfir borðhaldinu í eldhúsinu. Elsku Sigga, Ragga, Salli, Böddi, Baddi, Begga og fjölskyldur. Við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Guðrún Sólveig og ína Edda. Mig setti hljóða þeg- ar ég frétti lát Baldurs, en svo er það ætíð þeg- ar dauðann ber brátt að og þannig var það í þetta sinn. Baldur var fæddur í Vigur og ólst þar upp í glöðum systkinahópi. Vigur er fastmótað menningarheimili og hefur verið það ianga tíð. Vigursystkinin gengu öllu menntaveginn en þess áttu sveitabörn ekki almennt kost á hér á þessum tíma. Ég kynntist Vigur- heimilinu fyrst 1949 er ég var feng- in til að vera þar vetrartíma í veik- indum foreldra Baldurs, Bjarna og Bjargar. Ég tók fljótt eftir þeirri reglusemi er þar ríkti, hver hlutur á sínum stað og allt heimilishaldið í fostum skorðum. Ég var ung að ár- um og ég tel uppá að það hafi verið þroskandi fyrir ungt fólk að kynn- ast þessu heimili eins og öðrum heimilum af svipaðri gerð. Vigur hefur alltaf haft talsverða sérstöðu fram yfir önnur heimili og heimilið mótar manninn. Þarna sleit Baldur barnsskónum og þarna var hann bóndi ásamt Birni bróður sínum en þeir voru mjög samrýndir. Björn dó fyrir nokkrum árum. I Vigur voru mörg ungmenni árum saman og ég er viss um að þessu fólki hefur alltaf þótt vænt um þetta heimili og sína hús- bændur. Parna dvaldi líka margt eldra fólk sem ekki átti í mörg skjól að leita. Það gefur manni vísbend- ingu um að þarna ríkti kærleikur og virðing fyrir manneskjunni. Baldur var sérstakt prúðmenni og höfðingsbragur yfir honum, kát- t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, BERGS HALLGRÍMSSONAR frá Fáskrúðsfirði. Heiga Bjarnadóttir, Vatgerður Sigurðardóttir, Hallgrímur Bergsson, Ásta Mikkaelsdóttir, Bjarni Sigurður Bergsson, Fjóla Hreinsdóttir, Salome Bergsdóttir, Bergur Bergsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÚLFARS GUÐJÓNSSONAR, Bláhömrum 19. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Jónína Jóhannsdóttir, Jóhann Úlfarsson, Halldóra Viðarsdóttir, Logi Úlfarsson, Brynja Vermundsdóttir, ingibjörg Úlfarsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURBERGS PÁLSSONAR, verður fyrirtækið lokað á morgun, mánudaginn 20. júlí frá kl. 13.00. Bílavörubúðin Fjöðrin ehf., Skeifunni 2 og Grensásvegi 5. MINNINGAR ur og glettinn gat hann verið, en líka fastur fyrir ef svo bar undir. Hann tók að sér mörg trúnaðar- störf, var bæði oddviti, forðagæslu- maður og gegndi ótal ábyrgðar- störfum fyrir sveit sína og hérað. Hann unni sínu heimili og heima- byggð og sýndi það í verki. Baldur átti þvi láni að fagna að eignast dugnaðar- og myndarkonu, hana Siggu sína (Sigríði Salvars- dóttur). Þau eignuðust fimm börn, myndar- og dugnaðarfólk. Synh- þeirra tveir, Björn og Salvar, ásamt eiginkonum þeirra, hafa tekið við búi í Vigur af foreldrum sínum. það er fjórði ættliðurinn sem nú býr í Vigur. Það er mikil gæfa þegar börn taka við í marga ættliði. Bald- ur og Sigga komu hér til mín í end- aðan júní sl. Þau færðu mér innram- mað áletrað viðurkenningarskjal og peningagjöf úr minningarsjóði séra Sigurðar og Þórunnar í Vigur. Ég átti ekki von á slíkri viðurkenningu fyrir búskag minn en þetta gladdi mig mjög. Ég sat og horfði á inn- rammaða myndina þar sem gamla myllan í Vigur blasir við. Þetta sýndi mér hjartahlýjuna sem alltof lítið er viðhöfð nú til dags. Baldur hafði alltaf langað til að koma fram í Efstadal. Það hafðist í þessari ferð, sem var sú síðasta hans upp á land. Hann var svo glaður yfir að hafa séð þennan dal, svo fallegan í sumar- skrúða. Það gladdi þau Vigurhjón líka mikið þegar ég sagði þeim að peningunum sem þau færðu mér, yrði varið til að ljúka við að gera minningarreit um þau börnin mín sem látin eru. Þessi dagur hér inn á milli kjarri vaxinna hlíða var okkur öllum mjög dýrmætur. Nú er Baldur horfinn en eftir lifa minningar og góðar myndir úr þessari ferð. Ég á einnig bréf sem ég mun varðveita vel, sem Baldur skrifaði mér 13 dögum áður en hann lést. Baldur var trygglynd- ur og einlægur maður. Hann var að eðlisfari hjartahlýr og barngóður og mátti ekkert aumt sjá. Astvinir hans munu sakna hans sárt svo og samferðamenn hans allir. Það er varla hægt að hugsa sér betra hlutskipti en það að fá að dvelja meðal sinna nánustu fram á síðasta dag. Ég er fegin að Baldur þurfti ekki að eyða ævikvöldinu inni á einhverri stofnun. Hann kvaddi með reisn þegar sólin skein skærast og sveitin var í blóma. Þannig kvaddi hann náttúruperluna Vigur, hreppinn sinn Ögurhrepp og sveit- unga sína. Baldurs verður sárt saknað og hans lengi minnst. Lát akker falla, ég er í höfn, ég er með frelsara mínum. Farvel, þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. V. Snævarr.) Ég votta ástvinum Baldurs dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning hans. Ragna á Laugabóli. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta, varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. Þessi heilræðavísa Hallgríms Pét- urssonar kemur ósjálfrátt upp í hug- ann, þegar minnst er Baldurs Bjarnasonar í Vigur, en með honum er sannur öðlingur fallinn frá.. Bald- ur var gegnheill mannkostamaður, sem af eðlislægri einlægni lifði eftir heilræðum góðskáldsins; í hjarta lít- illátur, tilgerðarlaus, greindur, góð- gjam og glaðsinna. Honum voru í blóð borin blíða og ljúfmennska gagnvart öllu í tilverunni, svo að bæði menn og skepnur og landið sjálft nutu góðs af. Það var líka sér- stök ánægja og tilhlökkun tengd því að sækja hann og fólkið hans heim á litla óðalinu, eyjunni giænu við djúp- ið mikla og bláa. Að koma siglandi í átt að Vigur og sjá falleg og reisuleg bæjarhúsin nálgast minnir á ævin- týr. Allt er svo undur fínlegt og snyrtilegt. Svo kemur þessi snagg- ai-alegi, bjartleiti maður og hleypur við fót niður á biyggjusporðinn, ljómandi af gleði og gestrisni að fagna komumönnum opnum örmum. Þarna er Baldur lifandi kominn, og þessa mynd munum við ætíð varð- veita í huga okkar. I samvistum við Baldur, þennan fróða og andríka sagnaþul fékk maður nýja og ferska sýn á allt umhverfið. Fjöll, dalir og fimindi öðluðust líf og lit við frásögn hans af baráttu mannsins við mein- leg örlög og grimmlynd náttúraöfl. Glettni hans og fullkomlega græsku- laus gamansemi bragðu skemmti- legu ljósi á samferðamenn hans, bæði lífs og liðna, og lét hann þá stundum fljúka í spaugilegum kvið- lingum, svo skemmtun var að. Eins var gaman að fræðast hjá Baldri um hin margvíslegustu heiti tengd veðri, sjó og vindum, sem hann, að hætti margra eldri Vestfirðinga, hafði stöðugt á takteinum. Þar hafði hvert heiti og hugtak sitt nákvæma um- dæmi, svo að engu mátti skeika, og af því tilefni tók hann eitt sinn fram bók, sem hafði að geyma kafla eftir föður hans, Bjama heitinn Sigurðs- son, fyrrum bónda í Vigur, en hann hafði safnað saman miklum orða- forða á þessu sviði og gert um það greinargóða lýsingu, sem Baldur las nú fyrir okkur íbygginn á svip. Þess- ar minningar og margar fleiri streyma nú fram í hugann, þegar við kveðjum þennan öðlingsmann, Bald- ur Bjarnason í Vigur, eftir elskuleg, en alltof stutt kynni eða aðeins frá því fyrir nokkrum árum, þegar Ing- unn, dóttir okkar, trúlofaðist Birni, yngsta syni þeirra Sigríðar, en þeim hefur nú nýlega fæðst yndislegur drengur, sem bera mun nafn afa síns. Margar ánægjustundir áttum við hjónin með þeim Baldri og Sigríði, þessari góðu og vel gefnu konu, bæði heima í Vigur og eins hér í Reykja- vík. Nú verður Baldur ekki lengur með okkur, en minningin um sam- verustundirnar lifir áfram í hjörtum okkar. Mikill söknuður íylgir fráfalli Baldurs í Vigur. Með honum er genginn góður maður og gegn. Við sendum Sigríði, bömum þeirra og öðram aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Solveig og Sturla. Það mun hafa verið vorið 1981 þegar Þröstur, sá elsti okkar bræðra, kom fyrst í Vigur til sæmd- arhjónanna Sigríðar Salvarsdóttur og Baldurs Bjarnasonar, sem þá stjórnuðu Vigurbúinu ásamt Bimi bróður Baldurs. Kynni okkar fjöl- skyldu við Vigurfólkið ná þó aftur tii ársins 1953 þegar faðir okkar var þar í sveit einmitt þegar Sigríður og Baldur voru að hefja sinn búskap. Dvöl okkar bræðra hjá Siggu og Baldri, bömum þeirra og tengda- börnum í Vigur, átti eftir að spanna 15 ár er sá yngsti okkar, Hannes, lauk sumardvöl sinni þar 15 ára gamall og þótti orðinn nægilega þroskaður og fóstraður í Vigur til þess að hægt væri að senda hann á annan vinnumarkað. En þannig var það einmit, að unglingar sem vora svo heppnir að komast vestur, lærðu ýmislegt um fjölþætt sveitastörf, ekki eingöngu þessi hefðbundnu og nutu þar að auki aga og ástríkis hús- bændanna. Vigur var engin venjuleg sveit! Þar var aldeilis ekki lykmökkurinn af þjóðvegunum og bílaskarkalinn. Fjölþætt störf er snertu fuglinn í eyjunni, svo sem lundaveiðar, eggja- tínsla og túntekja, bættust við hin hefðbundnu störf sem lutu að mjólk- urbúskap og sauðfjárrækt. Náttúrafegurðin í Vigur við Isa- fjarðardjúp var oft ólýsanleg og helst rofin (ef rof skyldi kalla) af mildu ú-i æðarfugls og tísti teistu. Þessi heimur var ævintýri líkastur enda sóttust menn mjög eftir því að fá að fara sem íyrst vestur í Vigur eftir að skóla lauk á vorin. Baldur var yfirleitt afar góðlegur og brosmildur húsbóndi og með mikla og þægilega útgeislun. Hann var mjög vandvirkur og vildi að við gerð- um hluti „verulega vel“ og legðum verkfæri og tól „kirfilega" frá okkur. Við voram alltaf miklir lundaveiði- menn í hans augum og fengum hrós fyrir hvort svo sem við komum heim með 6 eða 600 lunda. Gestagangur var óhemjumikill í eyjunni og kunni Baldur svo sannarlega að taka á móti fólki og naut þess að segja ókunnum sögu eyjarinnar og þeirra bygginga sem þar eru frægar orðn- ar. Bæði vora þau Sigríður afar gest- risin enda leið varla sá dagur að sumri til að ekki bættist einhver í hópinn við matarborðið. Það þótti ekki tiltökumál að yfir 20 manns settust að snæðingi dag eftir dag. Með Baldri er genginn afar vandað- ur maður sem í engu mátti vamm sitt vita. Við bræðurnir ásamt for- eldram okkar færam Sigríði Salvars- dóttur og öðram aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu Baldurs Bjarna- sonar. Þröstur, Jón Ólafur og Hannes Sigurjónssynir. + Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðár- króki 9. júlí 1901. Hún lést á Skjóli í Reykjavfk 2. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 16. júlí. Elsku amma Sigríð- ur, mikið verður skrýtið að koma heim og geta ekki komið að spjalla við þig eins og alltaf áð- ur. Það var einhvers konar fastur punktur að koma til þín og segja þér frá öllu sem hafði gerst þann tíma sem ég var í burtu. Ég man þegar ég kom til þín í septem- ber og sagði þér að ég væri að fara til Edinborgar með vinkonu minni í nokkra daga og þú sagðir mér að ég yrði endilega að fara og skoða kastalann og labba niður Princes Street, því þú hefðir nefnilega komið þarna og fundist þetta svo ansi skemmtileg borg. Þú hafðir farið þarna með afa Maggu árið 1953. Þó að árin hafi verið farin að segja til sín að þá mundir þú alltaf allt sem að ég sagði þér og spurðir mig alltaf hvernig skól- inn gengi og hvort ég væri nú ekki öragglega dugleg að læra. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku amma. Oft lít ég upp til þín augum grátandi. Líttu því ljúft til mín, svoleysistvandi. Þegar að ég skrifa þetta bréf þá koma upp í huga mínum óteljandi minningar, þegar ég kom með pabba að setja upp jólaljósin á Lauf- ásveginum og þú gafst okkur súkkulaði og kökur, sumrin í garðin- um á Laufásvegi í rólunni á svölun- um, þegar að þú komst í mat til okk- ar á Grandó og ég sýndi þér stolt nýjustu handavinnuna og fékk ráð- leggingar, þegar við pabbi komum til þín á Skjól og gáfum þér ís, þegar að ég kom til þín í síðasta skiptið á jólunum og þú varst svo fín með perlur í hárinu. Mikið er ég fegin að ég sagði þér þá hvað mér þykir vænt um þig. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér, en ég segi þér það bara í bænunum mínum. Elsku amma, takk fyrir öll heilræðin og hvatningarorðin. Takk fyrir allt og allt. Svo fmni ég hæga hvfld í þér, hvfldu, Jesú, í bijósti mér. Innsigli heilagur andi nú með ást og trú hjartað mitt, svo þar hvílist þú. Laura Sigríður. SIGRIÐUR BRIEM THORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.