Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 39
v*
FRÁ úthlutun námsstyrkja SPRON 1998.
SPRON úthlutar
10 námsstyrkjum
NÁMSSTYRKIR SPRON voru af-
hentir fyrir nokkru í höfuðstöðv-
um SPRON á Skólavörðustíg.
Veittir voru 10 styrkir, hver að
upphæð 50 þúsund krónur.
Markmið SPRON með þessum
styrkjum er að veita námsmönn-
um viðurkenningu fyrir frábæran
árangur og ennfremur að veita
þeim stuðning í náminu. Fjöldinn
allur af umsóknum barst að þessu
sinni en þetta er í annað sinn sem
SPRON úthlutar styrkjum til
námsmanna.
Við úthlutun var reynt að velja
námsmenn af sem flestum sviðum
og voru þessir styrktir í ár: Mar-
lín Birna Haraldsdóttir, nemandi
í fatahönnun og verklegri tækni
við London College of Fashion;
Einar Páll Guðlaugsson, nemandi
í rafeindavirlyun við Iðnskólann í
Reykjavik; Birgir Andri Briem,
nemandi í læknisfræði við Há-
skóla íslands; Bjarni Hauksson
lögfræðingur, nemandi í meist-
aranámi við lagadeild
Cambridgeháskóla i Englandi; Sif
Einarsdóttir sálfræðingur, nem-
andi i doktorsnámi i ráðgefandi
sálfræði við University of Illinois;
Eva Hlín Dereksdóttir, nemandi í
verkfræði við Háskóla íslands;
Sesselja Kristjánsdóttir, söng-
nemi við Tónlistarháskólann í
Berlín; Hlín Helga Guðlaugsdótt-
ir heimspekingur, nemandi í Evr-
ópufræði við Institut des Hautes
Etudes Européennes Strasbourg
Frakklandi; Jón Valgeirsson í
meistaranámi í lyQafræði við Há-
skóla íslands og Margrót B. Jó-
hannsdóttir í iðnrekstrarfræði
við Tækniskóla fslands.
Kúariðan
kostar 400
milljarða
London. Reuters.
ÚTGJÖLD Breta vegna
kúariðunnar stefna í að verða
um 400 milljarðar ísl. kr.
Kemur þetta fram í skýrslu
óháðrar endurskoðunarstofn-
unar, nokkurs konar ríkis-
endurskoðunar í Bretlandi.
Kúariðukreppan kom upp í
mars 1996 þegar vísindamenn
tilkynntu, að samband gæti
verið milli kúariðunnar og
nýs afbrigðis af Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdómi í mönnum.
Evrópusambandið bannaði þá
útflutning á bresku nauta-
kjöti og krafðist þess, að öll-
um nautgripum í sýktum
hjörðum yrði slátrað. Þeir eru
nú orðnir 1,35 milljónir tals-
ins.
Nautsskrokkunum verður
að brenna en stöðvarnar, sem
annast það, afkasta ekki
nema 10-20.000 tonnum á ári.
Birgðirnar hlaðast því upp,
aukast um 65.000 tonn á ári,
og hugsanlegt, að ekki verði
búið að eyða þeim fyrr en árið
2003. Það getur þó breyst ná-
ist samningar við nokkrar
kolakyntar raforkustöðvar
um að brenna skrokkunum.
UMSJÓNARMAÐUR TÖLVUKERFIS
Tölvu- og upplýsingasvið Kaupþings hf. vinnur að uppbyggingu og
viðhaldi á upplýsingakerfi fyrirtækisins. Upplýsingakerfið er byggt á
nýjustu tækni frá Microsoft og felur m.a. í sér beinlínutengingar við alla
helstu markaði heims og upplýsingaflæði frá viðskiptagólfi til bókhalds.
Byggt er á skilgreindu verkflæði sem vinnur í Microsoft BackOffice
umhverfi og NT-stýrikerfi. Nú leitar Kaupþing hf. að umsjónarmanni á
Tölvu- og upplýsingasviðið.
Um er að ræða starf þar sem miklar kröfur eru gerðar um áhuga á að
nota nýjustu tækni frá Microsoft við upplýsingamiðlun. Starfið felur í
sér forritun á COM-hlutum sem vistaðir eru undir MTS og notaðir með
aðstoð DCOM fyrir viðmótslag sem getur verið vefskoðari jafnt sem
Microsoft Outlook Form, ásamt gagnavinnslu í gegnum SQL-fyrirspurnir
með hjálp forritunar/ADO, Access eða Crystal Reports.
Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi sem vill starfa á reyklausum
vinnustað, hefur metnað í starfi og mikinn áhuga á nýjustu tækni.
Menntun: Tæknifræði, verkfræði, tölvunarfræði eða kerfisfræði TVÍ.
Við bjóðum tæknilegt umhverfi með NT-stýrikerfi fyrir þjóna (Server)
og vinnustöðvar. Gagnagrunnar eru SQL Server - NT Enterprise Cluster
„Wolfpack" útgáfa, Exchange Server. Aðrir þjónar eru IIS (Internet
Information Server), MTS (Microsoft Transaction Server) og MSSQL
(Microsoft Messagequeue Server). Verkfæri eru Visual Studio, Visual
Basic, Office PRO, Crystal Reports og FrontPage. Tækni: COM/DCOM,
ASP, MTS og MSSQL ADO/OLEDB.
Umsóknir berist til Ásgríms Skarphéðinssonar, forstöðumanns Tækni-
og upplýsingasviðs, fyrir 4. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað
og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Kaupþing hf.
Ármúla 13A, Reykjavík
sími 515 1500
fax 515 1509
www.kaupthing.is
KAUPÞING HF
Fyrirtæki í Mosfellsbæ
Til sölu er gott fyrirtæki með góða veltu og mikla möguleika.
Langtíma leigusamningur á besta stað í bænum.
Frekari uppl. veittar í síma 586 8080.
TJHKICHJHHL41 [flOiUttiMJflji
Kjarna Pverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ,
FASTEIGNAMIDSTOÐIN
SKIPHOUISOB - SÍMI552 6000 - FAX 552 6005
Opið hús
Kambsvegur 16 — bílskúr
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli asamt rúm-
góðum bílskúr. Geymsla á götuhæð sem hefur verið nýtt
sem herbergi. Frábær staðsetning. Hús byggt 1980. Góð
sameign. Áhvílandi veðdeild 3,5 millj. Verð 9,3 millj.
Sigurjón og Magnea sýna á milli kl. 14 og 18 í dag. Verið
velkomin. 2950.
Hverfisgata 14
" glæsihús
Vorum að fá í sölu þetta glæsilega steinhús sem er u.þ.b. 400 fm
og er tvær hæðir, risloft og kjallari. Húsið hefur allt verið standsett
og málað að utan og er tilbúið undir tréverk að innan. Hentar vel
undir ýmiskonar atvinnustarfsemi eða íbúðir. Góð baklóð með
bílastæðum. Eigandi eignarinnar hefur falið þessum fasteignasölum
að annast sölu hennar.
M EIGNAMBÐIXMN
(ph FASTEIGNA if
IP MARKAÐURINN
ÓOWSOÓTUi 4. SlMAR 561-1640, 862-1700, FAX 862-0640
Ármúli
í þessu mjög vel staðsetta húsi á
horni Vegmúla og Ármúla er til leigu
eða sölu 380 fm skrifstofuhæð, 2.
hæð. Mjög vel hönnuð hæð sem gef-
um möguleika á allt að 17 stórum
skrifstofuherbergjum. Til afhendingar
nú þegar. Einnig kemur til greina að
húsnæðið verði sérhannað og inn-
réttað fyrir tilvonandi starfsemi.
Kringlan
í aðalbyggingu Kringlunnar er til sölu mjög vel staðsett 200 fm húsnæði sem
skiptistí 120fm jarðhæð og 80 fm milliloft. Húsnæðið ertil afhendingar mjög
fljótlega en einnig kemur til greina að núverandi starfsemi verði áfram í
leigu. Hagstæð áhvílandi lán.
Hverfisgata
Tll sölu er mjög gott verslunarpláss
sem skiptist í tvö bil hlið við hlið,
annað 118,6 fm og hitt 92,1 fm bæði
með rými aðhluta í kjallara. Ágæt
vörumóttaka og bílastæði á bakvið.
Hagstæð lán og greiðslumöguleikar.
Smiðjuvegur
Tll sölu eða leigu mjög áhugavert 560 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð sem
hægt er að nýta sem verslunarhúsnæði eða undir annars konar atvinnu-
starfsemi, 200 fm á 2. hæð. Auðvelt að skipta í minni einingar. Góð aðkoma
og góðir merkingarmöguleikar út að Breiðholtsbrautinni.
Húsakaup
Suðurlandsbraut 52
Súni 5682800