Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 42
42 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
EITRUÐ en falleg - haustlilja, Colchicum autumnale.
Eitraðar plöntur
og ofnæmisvaldandi
FÆSTUM dettur í hug að í ís-
lenskum görðum vaxi eitruð
garðblóm eða tré með eitraða
ávexti, en þegar grannt er skoð-
að eru þó nokkrar jurtir og tré
sem flokkaðar eru sem eitraðar í
ræktun. Margir hafa heyrt að
fjallagullregn sé eitrað,
venusvagn og fingurbjargar-
blóm. Misjafnt er
eftir bókum hvernig
fjallað er um eitrað-
ar plöntur og í sum-
um garðyrkjubókum
er talað um að fræ
gullregnsins séu
eitruð, blóm
venusvagnsins og
blöð fingurbjargar-
blómsins. Séu grasa-
fræðibækur skoðað-
ar kemur annað í
ljós. Allir plöntuhlut-
ar þessara þriggja
nefndu tegunda eru
eitraðir! En tilgang-
ur þessa pistils er
ekki að hræða fólk,
heldur leiðbeina um hvað sé eitr-
að og hvað ekki, því eitrun er
misalvarleg; allt frá vægum of-
næmisviðbrögðum til banvænnar
eitrunnar.
Þær plöntur sem taldar eru
eitraðar innihalda venjulega
mörg eiturefni sem geta valdið
skaða eða jafnvel dauða sé þeirra
neytt í nægilega miklu magni.
Mörkin milli eitraðra efna og
efna sem ekki eru eitruð eru
frekar þröng, því sömu efni not-
uð í hæfilega litlu magni eru
heilsubætandi og plönturnar því
nefndar lækningaplöntur. Ekki
eru allir hlutar plöntunnar jafn-
eitraðir; sumar safna eitrinu í
rótina, aðrar í ávextina á meðan
aðrar safna eitrinu í alla plöntu-
hlutana (rót, stöngul, laufblöð og
blóm). Mennirnir hafa í aldanna
rás lært að þekkja hvaða plöntur
má nýta til matar og heilsubótar
og hverjar beri að varast vegna
eitrunar, en mikið af þessari
þekkingu hvarf við þróun nútíma
læknavísinda. Vegna þessarar
takmörkuðu þekkingar okkar
nútímamanna á efnainnihaldi
plantna eigum við að sýna plönt-
um virðingu og gæta varúðar
þegar við veljum plöntur í garð-
ana okkar.
Fæstir fullorðnir létu sér
detta í hug að bragða á skraut-
blómunum, en óvitamir, börnin
okkar, læra að þekkja heiminn
með þvi að smakka á honum.
Þess vegna er mikilvægt að við
þekkjum hvaða plöntur ber að
varast þegar gróðursetja á i
heimilisgarða og almennings-
garða þar sem böm em á ferð-
inni og aldrei ætti að gróðursetja
eitraðar plöntur í garða við leik-
skóla og á skólalóðir. Sumar
plöntur em miseitraðar; þ.e. em
eitraðar fyrir skordýr en ekki
fyrir spendýr (t.d. regnfang).
Aðrar era eitraðar fyrir hesta og
nautgripi en ekki menn (t.d.
laukur). Sumt eitur verður
óskaðlegt við suðu, eins og eitur-
efni það sem er í ilmbaunum og
efni sem era í sveppum.
Þær plöntur sem við ættum að
vita að séu eitraðar eru gullregn,
töfratré, alparósir, fingurbjarg-
arblóm, kartöflugrös, lilja vallar-
ins, venusvagn, bjarnarkló,
dverghjarta, brúðarauga, maí-
epli, lífviður, heggur,
haustkrókus og tó-
baksjurt, en allir
hlutar þessara
plantna innihalda
eitrað efni. Þær teg-
undir sem eru með
eitraða ávexti og fræ
eru m.a. blátoppur,
rauðtoppur og skóg-
artoppur. Svo og úlf-
arunni, ilmbaunir,
geislasópur, lúpína,
lambarunni, rauðyll-
ir, snjóber, bóndarós
og sverðlilja. Þetta
er ekki tæmandi
listi, en áhugasöm-
um er bent á ýmis
fræðirit um eitraðar plöntur og
iækningaplöntur.
En plöntur eru ekki bara eitr-
aðar. Þær geta valdið ofnæmi og
exemi. Þekktast ofnæmið er lík-
lega frjókornanæmið, en það er
vegna fjölda frjókorna sem teg-
undir með vindfrævun framleiða
og gefa frá sér. Til að minnka
frjókornanæmi í görðum er
hægt að velja tegundir sem eru
skordýrafrævaðar, eru kven-
kyns og sérbýla (eingöngu
kvenplöntur) eða eru með fyllt-
um blómum. Ofnæmi getur
einnig orsakast af efnum sem
plönturnar gefa frá sér út í and-
rúmsloftið og við öndum að okk-
ur. Ofnæmi er þó algengara við
snertingu plantnanna og er
helsta orsökin efni sem eru í
kirtilhárum á laufblöðum og
stönglum plöntunnar. Stundum
kemur ofnæmið fram strax, en
algengara er að það komi fram
eftir nokkrar klukkustundir.
Einkennin geta verið roði á húð,
kláði eða vökvafylltar blöðrur
sem springa þegar maður klórar
sér. Algengar plöntur sem gefa
frá sér efni sem valda ofnæmi
eru brenninetla, helsijurt, sói-
eyjar og munkahetta. Exem er
annar kvilli sem plöntur geta
valdið, en algengast er að það
komi fram á höndum og í andliti
og á hálsi. Sú planta sem vara-
sömust er í sambandi við exem
er hin geysivinsæla bjarnarkló
(Heracleum sp.), en aðrar eru
lífviður (Thuja sp.) og mjólkur-
jurt (Euphorbia sp.). Þessum
plöntum ætti aldrei að planta
þar sem börn eða aðrir með við-
kvæma húð eru á ferðinni.
Heimildir:
Den nyttigste hageboka, Det Norske
hageselskap 1998.
Lademanns Have- og Planteleksikon.
Lademann Forlagaktieselskab 1978-80.
Stern, Kingsley R., Wm. C. Brown Publ-
ishers 1994.
Samantekt: Heiðrún Guðmundsdóttir,
lífíræðingur.
BLOM
VIKLNMR
387. þáttur
(Imsjon Ágnsta
B jiirnsdóttir
VELVAKAJXPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Skattalækkun
eykur ójöfnuð!
ÆTLAR stjórnmálamönn-
um virkilega að takast að
villa svo um fyrir almenn-
ingi að skattalækkunin
verði tekin eins og launa-
uppbót eða kauphækkun?
Ef betur er að gáð eru það
hátekjumennirnir sem
njóta þess auðvitað en ekki
láglaunafólkið. Biðjið held-
ur um skattahækkunar-
þrep fyrir hátekjufólk
helst 25% aukalega (áður
en staðgreiðsla skatta kom
til, var hæsta skattþrep
60%). Auðvitað á iáglauna-
fólk með iægri tekjur en
100.000 krónur að vera
skattlaust.
Það gefur að skilja og
við vitum öll að auðkýfing-
arnir eru komnir með
alltof stóran bita af kök-
unni, þessari margumtöl-
uðu þjóðarköku, og eiga í
vandræðum með að fela
auðinn. Með því að bjóða
þjóðinni skattalækkun, er
verið að móðga almenn-
ing, sem þeir vona að
skilji ekki, að þeir sem eru
auðugastir hagnast mest,
og þeir fátækustu fá
minnst, sem sagt skatta-
lækkun eykur ójöfnuð!
Þetta gera stjórnmála-
menn sér meðvitandi, svo
eru skuldir, sukk og van-
ræksla strikuð út með
einu pennastriki ef þeir
aðeins standa stjórnmála-
mönnum Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks nærai.
Þetta er fólk ríkisstjórn-
arinnar.
Eg vil benda lesendum
á að lesa grein Kristins H.
Gunnarssonar alþingis-
manns í Morgunblaðinu 3.
júlí sl. sem fjallar um
þessi mál og Guðrúnar
Guðlaugsdóttur blaða-
manns í Þjóðlífsþönkum í
Morgunblaðinu. Fyrir-
sögn á grein hennar er
„Svelt heilbrigðiskerfi".
Svo spyr hún einfaldlega:
Má ekki stytta biðlista
eftir aðgerðum í góðær-
inu!
Borgari.
Öryrkjum og ellilíf-
eyrisþegum
mismunað
EG er 75% öryrki og fór
um daginn í góða veðrinu í
Húsdýragarðinn og
greiddi fullt gjald en mað-
urinn minn sem er ellilíf-
eyrisþegi fékk frían að-
gang. Nú á dögunum fór
ég og fékk endurnýjað
vegabréf hjá sýslumanni.
Þurfti ég að borga fullt
verð, meðan maðurinn
minn þarf ekki að borga
nema 1/3 af fullu verði. Eg
er afskaplega óánægð með
þessa mismunun.
Oryrki.
Tjaldstæðið á
Kirkjubæjarklaustri
til fyrirmyndar
KONA sem var á ferðalagi
nýverið hringdi og vili
koma þvi á framfæri að
tjaldstæðið á Kirkjubæjar-
klaustri er eitt það allra
besta sem hún hefur gist.
Þar segir hún að sé mjög
góð og snyrtileg hreinlæt-
isaðstaða sem er alveg til
fyrirmyndar.
En þegar haldið er
áfram austur er bráða-
birgðavegurinn á Skeiðar-
ársandi óskaplega léiegur
og þyrfti betra viðhald.
Gleymdist að gefa
Drottni dýrðina?
ÞEGAR hin glæsilegu
mannvirki Hvalfjarðar-
göng voru tekin í notkun
um síðustu helgi með
pomp og prakt, saknaði ég
þess að Guði hafi ekki ver-
ið gefín dýrðin, en það er
algengt þegar ný mann-
virki eru tekin í notkun að
það sé gert.
Jóhann Friðfinnsson,
Vestmannaeyjum.
Tapað/fundið
Lyklaveski
BRÚN lyklabudda úr
dökkbrúnu skinni, henni er
lokað með tveimur smell-
um, tapaðist sl. miðviku-
dag, finnandi hringi vin-
samlega í síma 552 0732
eða 553 9303.
Dýrahald
Kettlingar fást
gefins
ÞRIR gi-ábröndóttir átta
vikna kettlingar fást gef-
ins. Kassavanir. Upplýs-
ingar í síma 567 3623.
Brúnbröndóttur
fress tapaðist
BRÚNBRÖNDÓTTUR
fress með rauða ól týndist
sl. sunnudag í Seljahverf-
inu. Hann er merktur: Há-
kon Svanþórsson, sími
565 7145. Ef einhver finn-
ur köttinn er hann vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band við Frey Geirdal í
síma 557 1873.
Læða í
óskilum
LÆÐA fannst við Dal-
braut 12 í Reykjavík sl.
miðvikudag, en hún hafði
verið að þvælast þar í
rúma viku. Læðan er
brúnbröndótt, fuilvaxin og
mjög gæf, greinilega heim-
ilisköttur. Læðan er ekki
með neina ól, en ef einhver
saknar kisu með þessari
lýsingu þá er síminn
557 9033.
Kettlingur fæst
gefins
GRÁBRÖNDÓTTAN,
gullfallegan og kelinn 12
vikna kettling (læða) vant-
ar gott heimili. Upplýsing-
ar í síma 551 8458.
Dúfa í
reiðileysi
HVÍT og brún dúfa með
merkinguna A-0070 96.1s
um fótinn hefur haidið sig
við hús í Kópavoginum síð-
an á mánudag. Dúfan er
mjög spök. Eigendur geta
fengið uppiýsingar í síma-
númerinu 564 2835.
Læðan Ugla er týnd!
HÚN Ugla týndist í Grafarvogi aðfaranótt 13. júlí. Ugla
er móbrán með hvíta bringu. Hún er mjög loðin og er
inniköttur sem ratar alls ekki heim.
Ef einhver verður hennar var þá vinsamlega láti sá
hinn sami vita í síma 567 5731 eða 567 7137 eða til Katta-
vinafélagsins í Reykjavík í síma 567 2909. Fundarlaun.
Vrkveiji skrifar...
SUNNUDAGUR 19. júli, Skál-
holtshátíð, stendur í dagatali
Víkverja. Þennan dag skartar Skál-
holtsstaður menningar- og listvið-
burðum. Það fer vel á því. Kirkjan
hefur í þúsund ár verið skjól og
uppspretta menningar og lista með
þjóðinni.
Fyrsti íslenzki biskupinn, Isleifur
Gissurarson (ins hvíta), sem vígður
var í Brimum árið 1055, settist að á
föðurleifð sinni, Skálholti í Biskups-
tungum. Sonur hans, ísleifur, sem
vígður var biskup árið 1082, gaf síð-
an Skálholt til biskupsseturs, og
kvað svo á, að þar skyldi biskup
sitja meðan kristni væri í landinu.
Það er því við hæfi að vígslubiskup-
ar sitji á hinum fornu biskupssetr-
um, Hólum í Hjaltadal og Skálholti.
XXX
ISKUPSSETRIN og kaþólsk
klaustur vora nánast einu
mennta- og menningarsetur lands-
ins iengst af Islands sögu. A bisk-
upssetram vora skólar, fyrst og
fremst til menntunar prestsefna.
Þar og í klaustram voru fræðasetur
og skráð á skinn margt það sem upp
úr stendur í menningararfleið okk-
ar.
Ekki má gleyma í þessu sam-
hengi tveimur stórviðburðum, sem
eiga hvað drýgstan þátt í þvi að ís-
lenzk tunga hefur verðveitzt lítið
breytt fram á okkar daga. Hið fyrra
er þýðing Odds Gottskálkssonar á
Nýja testamentinu, sem var fyrsta
bókin prentuð á íslenzku, árið 1580.
Það síðara var Guðbrandarbiblía
[heildarútgáfa helgrar bókar],
kennd við Guðbrand biskup Þor-
láksson, sem gefin var út á íslenzku
fjórum árum síðar, 1584.
Talið er að þessi texti, sem var
nánast eina lesefni iandsmanna
kynslóð eftir kynslóð, hafi öðru
fremur varðveitt móðurmálið, það
sem gerir þjóð að þjóð, lítt breytt
fram á okkar dag. Tungan og menn-
ingarverðmæti skráð á íslenzku era
hornsteinar íslenzks þjóðemis og
fullveldis.
xxx
UPPSVEIFLAN í íslenzku at-
vinnulífi segir til sín með marg-
víslegum hætti. Þannig hefur gjald-
þrotum íslenzkra fyrirtækja snar-
fækkað. í fyrra urðu 243 félög
gjaldþrota og hafa gjaldþrotaúr-
skurðir ekki verið færri frá árinu
1988, las Víkverji í Viðskiptablað-
inu.
Blaðið segir að frá árinu 1985 til
og með árinu 1997 hafi 3.515 félög
verið úrskurðuð gjaldþrota, eða 270
að meðaltali á ári. Langflest voru
gjaldþrotin árið 1993 eða 446, en frá
þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt
og þétt, sem betur fer.
Höfuðborgin á gjaldþrotametið.
Þar urðu 2.700 gjaldþrot á átta ár-
um, frá 1985 talið. Það þýðir 57%
heildargjaldþrota á 40% íbúa lands-
ins (1966). Gjaldþrot voru og hlut-
fallslega mörg á Vestfjörðum á
þessu árabil, eða 4,4% í samanburði
við 3,3% íbúatölu.
Fyrirhyggja er góður eiginleiki í
atvinnurekstri. Enginn atvinnurek-
andi kemst þó hjá því að taka
áhættu. Stundum gengur dæmið
upp og stundum ekki. En stöðug-
leikinn, sem tekist hefur að varð-
veita hin síðari árin, treystir bæði
rekstraröryggi atvinnurekstrar og
atvinnuöryggi almennings.
x x x
KARLMAÐURINN á rétt á
fæðingarorlofi, ekkert síður en
kvenmaðurinn, strax og hann fæðir
barn! Þannig komst kona ein að orði
í jafnréttisumræðu, sem heyrir til
okkar dögum. Veraleikinn hefur þó
betur gert en felst í þessum orðum.
Með breytingu á lögum um fæðing-
arorlof, sem gildi tóku við næstliðin
áramót, öðluðust feður sjálfstæðan
rétt til tveggja vikna fæðingaror-
lofs.
Þetta er vel. Og mætti lengra
vera, fríið atama. En hvað skyldu
afar okkar hafa sagt í „den tid“, ef
þeim hefðu verið bornar þær fréttir
á útengið eða á hákarlaslóðina að
mál væri að halda heimleiðis í fæð-
ingarorlofið? Víkverji bara spyr
sisvona.