Morgunblaðið - 19.07.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 43
I DAG
Árnað heilla
(\/\ÁRA afmæli. Níræð
í/Uer í dag, sunnudag-
inn 19. júlí, Jóhanna Ólafs-
dóttir, nú til heimilis í
Sunnuhlíð, Kópavogi, áðui’
til heimilis í Löngubrekku
7, Kópavogi.
BRIDS
Umsjón OuðiniiiMlur
Páll Arnarson
Sú var tíðin að menn opnuðu
á tveimur með góð spil! Hér
opnar suður á Acol hálf-
kröfu og síðan liggur leiðin
upp í slemmu. Þú ert í aust-
ur og færð það hlutverk að
finna lykilvörnina:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
A 542
¥ K8
♦ 10642
♦ ÁKG3
Austur
A 10
¥Á4
♦ DG95
* D108742
Vestur Noiður Austur Suður
— — — 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar
Pass 4 lauf Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Allir pass
Bæði þrír spaðar og fjög-
ur lauf voru fyrirstöðusagn-
ir, en fjögur grönd ása-
spurning. Makker spilar út
spaðadrottningu, sem suður
tekur og spilar trompi á
kónginn. Þú drepur, en
hverju spilarðu til baka?
Fyrst er að reyna að átta
sig á spilum suðurs. Hann á
greinilega ÁK í spaða, en í
trompið vantar hann tvo
hæstu, svo hann hlýtur að
vera með ÁK í tígli til að
eiga fyrir sterkri opnun. Ef
sagnhafi er með sjölit í
hjarta á hann örugga tólf
slagi, svo þú verður að vona
að hann sé aðeins með sex
tromp. Þá eru slagir hans
ellefu og sá tólfti kemur
sjálfkrafa með þvingun ef
þú spilar hugsunarlaust
spaða eða trompi til baka:
Norður
A 542
¥ K8
♦ 10642
AÁKG3
Vestur Austur
* DG9763 A 10
¥ 532 ¥ Á4
♦ 73 ♦ DG95
*95 AD108742
Suður
AÁK8
¥ DG10976
♦ ÁK8
♦ 6
Með þeirri vörn tekur
sagnhafi ÁK í tígli og öll
trompin. Síðasta trompið
þvingar þig í láglitunum.
Sagnhafi þarf ekki að hafa
fyrir þvi að giska á hvorum
megin laufdrottningin er,
því vestur neyðist til að
hanga á hæsta spaða og
getur þvi ekki verið með
fleiri en tvö lauf í lokastöð-
unni.
Eina vörnin við þessari
ógnun er rjúfa sambandið
við blindan með þvi að spila
laufi upp í ginið á ÁKG.
Reyni sagnhafi að taka þrjá
slagi á litinn, þá trompar
makker.
(\/AÁRA afmæli. Níræð
i/vfverður á morgun,
mánudaginn 20. júlí, fröken
Ólöf K. Sigurðardóttir,
kjólameistari frá Görðum
við Skerjafjörð. Hún tekur
á móti gestum á heimili
sínu, Ægisíðu 52, eftir kl. 16
á afmælisdaginn.
O pTÁRA afmæli. Áttatíu
O t/ og fimm ára verður á
morgun, mánudaginn 20.
júlí, Rósa B. Blöndals, skáld,
Grænumörk 1, Selfossi.
Hún tekur á móti gestum í
Fóstbræðraheimilinu, Lang-
holtsvegi 109-111 í Reykja-
vík frá kl. 15-19 á aftnælis-
daginn, og býður alla vini og
vandamenn velkomna.
Með
morgunkaffinu
Ljósmyndarinn Lára Long.
BRÚÐKAUP Gefín voru
saman 20. júní sl. af sr.
Pálma Matthíassyni Svandís
Kristinsdóttir og Sveinn
Bragason. Heimili þein-a er
í Kópavogi.
HOGNI HREKKVISI
er ek/u, tunpitpressix, efcMi enn?
SKAK
IJmsjón Maijicii'
Pétursson
Staðan kom upp á Politiken
Cup mótinu í Kaupmanna-
höfn sem lauk á fimmtudag-
inn var. Danski alþjóðlegi
meistarinn Ole Jakobsen
(2.390) var með hvítt, en Kri-
slján Eðvarðsson (2.210)
hafði svart og átti leik. Langi-
ÓU, eins og þessi reyndi
danski meistari er stundum
kallaður, var að gleypa ban-
eitrað peð á b7, lék 33.
Db8xb7?? Hann hefði í
staðinn átt að fara í
drottningakaup. Krist-
ján fann vinningsleik-
inn:
33. - f2! (Nú gengur
34. Hxf2 ekki vegna
34. - Bd5+) 34. Db4+
- Kg8 35. Hxf2 -
Bd5+ 36. He4 - fxe4
37. Dd4 - Hh5 38. f5 -
Dc6 39. Hg2 - Dxcl +
og hvitur gafst upp.
Glöggur lesandi hef-
ur vakið athygli skákhoms-
ins á því að hvítur vinni
næstum allar skákimar sem
hér em bii-tar. Að jafnaði fái
svartur aðeins rúman vinn-
ing á viku. Telur hann að erf-
iðara sé að vinna á svart en
hvitt og sigrar með svörtu
mættu birtast mun oftar.
Skýring undirritaðs á
þessum mikla og athyglis-
verða mun er sú að hvítur
vinnur oftar með beinni at-
lögu en margir svartir sigr-
ar nást með gagnsókn eða
em varnarsigrar. Til að fá
skák í dálkinn þarf að flétta
eða fórna og það heppnast
gi-einilega mun oftar á hvítt.
SVARTUR leikur og vinnur
STJÖRNUSPA
cftir FTances Urake
KRABBI
Aímælisbarn dagsins: Pú
ert fróðleiksfus og leitandi
einstaklingur, hlýr við aðra
en vilt hafa þitt á hreinu.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Ýmsir möguleikar standa
þér nú opnir. Gaumgæfðu
val þitt vel og ekki síst með
hverjum þú ætlar að vinna.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Gættu þess að ganga ekki of
nærri vinum þínum. Leggðu
þig fram í félagsmálum og
þú munt uppskera ríkulega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júm) oA
Óvænt atvik setur allar
áætlanir þínar úr skorðum.
Nú ríður á að halda haus og
leysa málin vafningalaust.
Hmbbi
(21. júní-22. júlí)
Þú hefur í mörg horn að líta
þessa dagana. Gefðu þér
samt tíma til að njóta sam-
vista við þína nánustu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mundu að það em jafnan
fleiri en ein hlið á hverju
máli. Sýndu sanngimi og þá
fer allt vel.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (Bu»
Þú lætur mótlætið draga þig
of mikið niður. Nú er nauð-
synlegt að taka á málum af
festu og ryðja öllum hindr-
unum úg,vegi.
(23. sept. - 22. október) m
Sköpunargleði þín er mikil
og þú átt að notfæra þér
það til hins ítrasta. Gættu
þess að fá nægan nætur-
svefn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Farðu varlega að vinum þín-
um sem sýna vonbrigði sín í
verki. Leggðu þitt af mörk-
um til þess að sárin grói.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) SiX
Sumar hugmyndir reynast
betur en virðist við fyrstu
sýn. Láttu því ekkert draga
úr framkvæmdagleði þinni.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4V
Það er auðvelt að setja allt
úr skorðum með tillitsleysi
og yfirgangi. Taktu þér tak
og sýndu öðmm tillitssemi.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Þér gengur allt i haginn nú
um stundir og átt sannar-
lega skilið að svo sé. Gættu
þess samt að ofmetnast
ekki.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Mörg verkefni bíða þín en
það er ástæðulaust að láta
hugfallast. Brettu bara upp
ermarnar og komdu þér að
verki.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Einkaþjálfari
leitar að fólki í átak til
grenningar og heilsueflingar.
Búseta engin fyrirstaða.
Uppl. í síma 562 7673
sunnudaga
14:00 - 16:
TM - HÚSGÖGN
Sí&umúla 30 -Sfmi 568 6822
Vatnsliítarar
fyrir sumarbústaði
Enginn bið eftir heitu vatni.
Hentugir bæði í sturtur og vaska.
Einföld og orkusparandi lausn,
bar sem rafmagn er til staðar.
rj
\ferkfræðingar
Stangarhyl la, 110 Reykjavík
sími 567-8030 -fax 567-8015
HAGÆÐA
SteiningaHím
r"~—
/ ’ BETOKEM
25 kg
DEKG
/
X
• Til filtunar, kústunar
og sem þéttimúr.
• Gufuopið, vatnsþétt
og frostþolið.
• Tryggir góða áferð.
• 15. ára reynsla
á Islandi.
OPTIBOC
Gólflaenir
IÐNASÁHQÖLF
Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
f TT, 1 T^T g 1 1
Uts sala — VtSi ala
Gluovinn
oo Laugavegi 60. S. 551 2854
Meðgöngu-
undirfatnaður
Stuðningsbelti, sokkabuxur,
brjóstahaldarar fyrir brjóstagjöf.
Póstsendum
• Æ' *
Laugavegi 4, sími 551 4473.
LAGliftSALA 1
Á SKÓN >
VERÐ FIIÁ Kit. 500 TIL IÍR. 2.000 J
Skómarkaður Ármúla 23, I
vesturenda |
Opið mán.-föst. kl. 11-18.
ElNSTÖK STEMNING - LIFANDI TÓNLIST
Kaffihlaðborð frá 14-17 og matarhlaðborð frá 18:30
Hlaðborðin á sunnudögum henta sérstaklega vel fyrir fjölskylduna
í sunnudagsbfltúr eða sem áfangastaður á ferðalagi. Vandað
hándbrágð, fáguð framsetning og fjölbreytnt f réttum,
Úlafur B. Úlafssan
leikur á píanó og
harmónikku fyrir gesti.
Skíðaskálinn Hveradölum
Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935
Hveradölunt, 110 Reykjarfk, borðapantanir 5B7-2020