Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 47
FÓLK í FRÉTTUM
Nýjung! Þýsk gæðavara
Grizzly
Kr. 17.454
Fullt verð kr. 20.534
Strákahjól fyrir 5 - 8 ára
LílFoot
Strákahjól fyrir 2 - 4 ára
Kr. 7.775
Fulltverðkr. 9.147
MítyGoose
Strákahjólfyrir 4-6ára
Kr. 10.619
Fullt verð kr. 12.492
BELL DISNEY
Hjálmur fylgir hverju hjóli
Gildir á meðan birgðir endast!
Kr. 9.587
Fulltverðkr. 11.278
Mity Goose Mini
Smaerri útgáfa fyrir 3 - 5 ára
IriHÉBWriMMÍH
SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 og 897 3317
Minningar
meistarans
Stöð 2 ►15.40 í einni af eftir-
lætismyndum fjölmargra kvik-
myndaaðdáenda, Eg man
Amarcord, rifjar meistari Fellini
upp æsku sína í Rimini, einsog
honum er einum lagið. Myndin
er full af gullkomum, stuttum
sögubútum af fyrstu skrefum
ungra pilta til móts við leyndar-
dóma mannlífsins. Þessir bútar
fléttast saman í ógleymanlega
heild, sagða af einstökum sögu-
manni með mikið skopskyn.
Myndin gerist á fjórða áratugn-
um, minningamar draga því
dám af uppgangi fasista, auk sí-
gildra bollalegginga og tilburða
til að komast yfir „veikara kyn-
ið“, sem er öfugmæli hér sem
oftar. Útistöður félaganna við
fjölskyldur sínar, ekki hvað síst
heimilisfeðurna, er skemmtileg-
asti þátturinn af mörgum góð-
um. Fellini dregur upp ljóslif-
andi og meinfyndna mynd af
hinu hávaðasama og tilfinninga-
þrungna, suðræna heimilislífi,
með sínu endalausa þvargi og
hávaða útaf öllum mögulegum
og ómögulegum hlutum á svo
sannan og eftirminnilegan hátt
að mörg atriðin standa manni
enn fyrir hugskotssjónum eftir
hartnær aldarfjóorðung. Mynd-
in er ekki allra, þó ættu flestir
að hafa mikla ánægju af sýning-
unni - ef þeir gefa sig meistar-
anum fullkomlega á vald og láta
hann leiða sig óhindrað um lit-
ríkar slóðir minninganna. Mynd-
in er stórkostlega kvikmynduð
af Giuseppe Rottuno og tónlistin
hans Nino Rota í sama gæða-
flokki.
Stöð 2 ►13.10 Söngleikurinn Hello
Dolly, (‘69), gekk fimavel á fjölunum
víða um heim, og leikkonan Carol
Channing rómuð fyrir túlkun sína á
Dolly á Broadway og í West End.
Streisand passar síður í hlutverldð,
of ung og aðgerðarlítil. Myndin var
ógnarlöng er hún var sýnd hér í bíó,
þessi útgáfa er mun styttri, það er til
bóta. Walther Matthau er kostulegur
og sjálfur Louis Armstrong hressir
uppá skemmtunina með stuttri en
stórkostlegri innkomu. Leikstjóri St-
anley Donen. ★★'/2
Stöð 2 ►15.40 Ég man
(Amarcord, ‘74). Sjá umsögn í
ramma.
Sýn ► 21.00 Það er þó nokkur
töggur í vestranum Síðustu harð-
jaxlarnir (The Last Hard Men, ‘76),
enda einvalalið á ferðinni; Charlton
Heston, James Coburn og Barbara
Hershey, auk ágætra leikara í smá-
hlutverkum. Andrew McLaglen
leikstýrir, hann var á sínum tíma
einn frambærilegastur vestraleik-
stjóra. Því miður dregur slaklegt
handrit um lestarræningja sem
brýst úr fangelsi og hyggur á
hefndir, úr ánægjunni, en stjörnu-
rnar láta engan bilbug á sér finna.
Stöð 2 ►21.05 Við höfum fengið
nokkrar myndir um lögmanninn
kunna, Clarende Darrow. Sú lang-
frægasta er tvímælalaust (Inherit
the Wind, ‘60), þar sem Spencer
Tracy lék lögfræðinginn í sögu-
frægu máli gegn kennara sem boð-
aði kenningar Darwins. í sjón-
varpsmyndinni Darrow, ‘91), fer
annar stórleikari með titilhlutverk-
ið; Kevin Spacey, sem er að verða
leikara bestur. Myndin fjallar um
málaferli þar sem Darrow varði
morðingja borgarstjóra Chicago,
tapaði máliinu og varð æ síðan
svarinn andstæðingur dauðarefs-
ingar. Forvitnileg mynd,sem fer þó
grunsamlega lítið fyrir.
Sjónvarpið ► 22.45 Hún er bæði
framandi og forvitnileg lífsreynslu-
myndin Blæjan (Halfaouine, ‘90),
enda frá Túnis. Gefur áhorfandan-
um innsýn í umhverfi múslima, en
söguhetjan er ungur piltur sem fær
að fylgja móðir sinni í baðhús og
segir félögunum frá því hvað sé
undir blæjunni. Forvitnileg mynd
sem óhætt er að hvetja fólk til að
sjá. Boxoffíce gefur ★ ★★
Stöð 2 ►23.40 Það eftirminnileg-
asta við Eldur og blóð (The Burn-
iriff Season, '94), er styrkur leikur
stórleikarans Raul Julia í sinni síð-
ustu mynd, sem fjallar um baráttu
Chico Mendes gegn eyðingu regna-
skóga Amazon. Með Edward James
Olmos og Soniu Braga. ★★'/2
Sýn ► 0.15 Önnur hryllingsópera
(Shock Treatment, ‘81), er mislukk-
að framhald „cult“-myndarinnar sí-
vinsælu, The Rocky Horror Picture
Show. Þrátt fyrir að Jim Sherman
leikstýri þeim báðum, þá vantar hér
allan kraft og skemmtilegheit. Tón-
listin lítt eftirminnileg og leikhóp-
urinn bragðlaus. ★
Sæbjörn Valdimarsson
kte I
- 108 Reykjavil.
30 - Ftx. 568*7447
' ■ :
XSJ'
SPECTHOMIC
TS-400
Handsími
Bílasími
Festing [ bíl
með 12V
hleðslutæki,
handfrjálsri
notkun,
tengingu f.
loftnet og
loftnetskapli.
Hleðslutæki f.
230V, 120 klst.
NiMH rafhlaða.
VONDUÐ HJÁLPARDEKK
FYLGJA MEÐ
HVERJU HJÓLI
15% afslattur
SUMARTILBOÐ
Melody
Stelpuhjól fyrir 4 - 6 ára
Kr. 10.619
Fullt verð kr. 12.492
Kf
6!
V
THJWIKJU UDŒJAMJJ^
Omissandi í ferðalaginu!
Setjum boxin á toppinn á staðnum!
Ekta augnahára- og augna-
brúnalitur sem samanstendur af
litakremi og geli sem blandast
saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun, fæst í
þremur litum og gefur frábæran
árangur.
Útsölustaðir snyrtivöruverslanir og apótek:
Nana Lóuhólum, Libia Mjódd, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Snyrtivöruversl.
Gullbrá, Spes Háaleitisbraut, Sandra Smáratorgi, Ingólfs Apótek, Apótekið Skeifan, Holtsapótek,
Vesturbaejar Apótek, Borgar Apótek, Lyfjakaup Mosfellsbæ, Hringbrautar Apótek, Austurbæjar
Apótek, Árbæjar Apótek, Snyrtivöruverslunin Sigurboginn, Breiðholtsapótek, Apótek Garðabæjar,
Fjarðarkaups Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkur Apótek, Stjörnu Apótek Akureyri,
Dalvíkur Apótek, Akranes Apótek, Borgarness Apótek, ísafjaröar Apótek, Kaupfélag Hvammstanga,
Hafnarapótek Höfn, Selfoss Apótek, Stykkishólmsapótek, Patreks Apótek.
Mikið úrval og gott verð!!
Sími 535 9000