Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM EINN FREMSTI FRAMLEIÐANDI HOLLYWOOD Armageddon kostaði um 10 milljarða króna í framleiðslu og er ein dýrasta kvikmynd sögunnar. Pétur Blöndal talaði við manninn sem hélt um pyngjuna - Jerry Bruckheimer og Liv Tyler sem hefor leikið í hátt á annan tug mynda síðan leikferilhnn hófst fyrir 5 árum. Þá var hún 17 ára. ÁRNI Samúelsson, eigandi Sambíóanna, Mark Zoradi, for- stjóri alþjóðadeildar Disney, og Þoi’valdur Árnason í forsýning- arpartýi Armageddon í Cannes. ÞAÐ virtist ekki vera alveg óhætt að leggja í bflastæðin framan við Armageddon-partýið. / EG FANN brosið hennar í buxnavasanum,“ muldr- aði Robert Mitchum fyrir 22 árum. Hann var í hlut- verki einkaspæjarans Philips Mar- lowe og myndin nefndist „Farewell My Lovely". Hún er merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það var fyrsta mynd ungs framleiðanda í Hollywood, - Jerry Bruckheimer. Síðan þá hefur hann ekki aðeins bætt á sig árum, tapað hárum á hvirflinum og komið sér upp skeggi heldur státar hann einnig af fleiri vinsælum myndum en flestir aðrir í höfuðborg kvikmyndanna. Þær eru komnar á þriðja tuginn og til marks um velgengnina nægir að nefna American Gigolo frá 1980, Cat People frá 1982, Flashdance frá 1983, Beverly Hills Cop frá 1984, Top Gun frá 1986, Days of Thunder frá 1990, Bad Boys frá 1995, The Rock frá 1996, Con Air frá 1997 og nú síðast Armageddon sem var frumsýnd hérlendis um síðustu helgi. París jöfnuð við jörðu Armageddon er dýrasta kvik- mynd Disney og fjallar um tilraunir hins harðgeðja Bruce Willis til að hindra að loftsteinn lendi á jörðinni. Honum tekst ekld að koma í veg fyrir að nokkur stórgrýti lendi á jörðinni og hefur áreiðanlega farið um margan Fransmanninn þegar París er nánast jöfnuð við jörðu af einum slíkum loftsteini. Þrátt fyrir að Jerry Bruckheimer hafl mörg mannslíf og jafnvel heilu borgirnar á samviskunni lítur hann út fyrir að vera geðfelldur náungi. Var hann ekkert hikandi við að koma til Frakklands á Kvikmynda- hátíðina í Cannes eftir að hafa lagt París í rúst? „Við verðum að dreifa hörmung- unum aðeins,“ svarar hann og bros- ir prakkaralega. „Við erum ný- komnir frá New York og Shanghai og reynum að finna lönd með fræg kennileiti. Ástæðan fyrir því að París varð fyrir valinu er sú að þeg- ar maður sér Eiffel-tuminn veit maður nákvæmlega hvar maður er í heiminum en í öðrum borgum hefur maður oft enga hugmynd." Hvernig tilfínning er það að geta sprengt upp hvaða borg sem er í heiminum? „Þetta er mjög skemmtilegt," sem bj argar heiminum segir hann og brosir. „Við reynum að líta á það sem skemmtun og taka það ekki alvarlega. Það er einmitt það sem er svo frábært við þessa mynd að hún er fyrst og fremst skemmtun. Við erum ekki að reyna að koma neinum boðskap á fram- færi - aðeins að fylgja persónunum í gegnum erfiða þolraun." Þurfti ungan leiksfjóra Hvers vegna fékkstu Michael Bay til samstarfs við þig? Þetta er stærsta kvikmynd sem ég hef framleitt hvað kostnað áhrærir og alla umgjörðina. Það þarf ungan leikstjóra til að halda ut- an um svona fyrirtæki, sem hefur bæði kraft og úthald, og tímasetn- ingin gæti ekki verið betri fyrir Michael. Hann hefur reynsluna eftir að hafa leikstýrt tveimur vinsælum myndum og veit hvað þarf til að búa til kvikmynd og hvemig að því er staðið. Svo kann hann að koma sög- unni til skila til áhorfenda sem er þekking sem tekur langan tíma að komast yfir.“ Yfírleitt færðu unga leikstjóra til liðs við þig. Er það í og með til þess að þú getir haft meiri áhrif á gerð myndarinnar eða til þess að læra eitthvað nýtt? „Allt byggist þetta á samvinnu þar sem hver hefur sitt til málanna að leggja. Eg reyni að fá hæfileika- ríkt fólk til samstarfs við mig vegna þess að þá er líklegast að ég komi vel út úr ævintýrinu. Eg nýt þess einnig að gefa ungum leikstjórum tældfæri til að sanna getu sínu. Þá leita ég eftir leikstjórum sem hafa reynslu af auglýsingagerð vegna þess að ég veit hversu krefjandi það er. Við getum nefnt Michael sem dæmi. Þegar hann bjó til auglýsing- ar var hann í upptökum þrjá daga í viku. Hann var kannski í upptökum 150 daga á ári. Hversu margir leik- stjórar geta státað af því? Hann hefur því fullt vald á tæknilegri hlið kvikmyndagerðarinnar og skilur hvernig á að koma tökuliðinu á milli staða og hvernig best er að vinna með leikurum og fást við utanað- komandi áhrif eins og auglýsinga- stofur sem setja spurningarmerki við allt. Þá hefur hann þegar unnið marg- ar [auglýsingajmyndir og maður getur því metið stílbrögðin, t.d. hvort hann hefur skopskyn. Ef ég réði hins vegar rithöfund þyrfti að byrja á að kenna honum allt sem er mikill ókostur. Því annars lendir hann í þeirri aðstöðu að 60 til 70 manns horfa á hann spurnaraugum og hann hefur ekki hugmynd um af hverju. Þá spyrja þau: „Hvar á myndavélin að vera? Hvað eigum við að gera?“ Og svo rignir yfir hann spumingum." Hvað þá? ISumir þola ekki álagið sem þessu fylgir og vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka. Um leið og tökuliðið finnur það missir það endanlega stjórnina. Það þarf reynslu og hæfi- leika til að leikstýra kvikmyndum og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim leikstjórum sem ég vel til sam- starfs." Engar blóðsúthellingar Hvaða myndir eru í uppáhaldi hjá þér? „Það eru myndir á borð við Brúna yfir Kwai-fljótið, Arabíu- Lawrence, Guðföðurinn, French Connection eða jafnvel Driving Miss Daisy. En ég hef mjög fjöl- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins STEVE Buscemi, framleiðand- inn Jerry Bruckheimer, Liv Tyler, Bruce Willis og leikstjór- inn Michael Bay. breytilegan kvikmyndasmekk; mér finnst gaman að fara í kvikmynda- hús og hlýða á sögu.“ Sjálfur gerir þú hasarmyndir þar sem sprengingar, spenna og skot- bardagar eru í öndvegi... „Engir skotbardagar -það eru engir skotbardagar í þessari mynd. Ég er lítið gefinn fyrir þá.“ Hann hugsar sig örlítið um og bætir við brosandi: „Bara rétt í byrjuninni." Hvað finnst þér um byssur og blóðsúthellingar? „Mér finnst það allt í lagi ef það þjónar sögunni. Hvað blóðsúthell- ingar varðar reynir maður að hafa þær í lágmarki. Það er ekkert slíkt í þessari mynd.“ Hvað finnst þér um ofbeldi í kvik- myndum? „Við getum ekki komist hjá of- beldi í lífi okkar. í hvert sinn sem við kveikjum á sjónvarpinu þá er verið að sýna myndir af hörmung- um, hvort sem það er strið eða nátt- úruhamfarir. Við verðum bara að reyna að lifa með því.“ Ameríski draumurinn Andstaða við yfirvöld er áberandi í myndum þínum, t.d. í Bad Boys, og svo aftur í Armageddon. Hvers vegna? „Ég hef gaman af goðsögninni um hversdagsmanninn sem bjargar heiminum. Foreldrar mínir voru innflytjendur frá Þýskalandi sem fluttu fyrir kreppu til Bandaríkj- anna og byrjuðu með báðar hendur tómar. Þau lifðu dæmigerðu milli- stéttarlífí og gátu veitt mér tæki- færi til að ganga menntaveginn. Ég nýtti það og það rættist betur úr mér en nokkur þorði að vona. Þess vegna vil ég koma þeim skilaboðum áleiðis til annarra að í Bandaríkjun- um er mögulegt að sigrast á að- stæðum og ná langt.“ Þessi ameríski draumur er einmitt dálítið einkennandi fyrir myndir þínar þar sem Bandaríkja- menn bjarga heiminum á svo ýktan hátt að það jaðrar við þjóðernis- hyggju. Það getur orðið dálítið yfír- þyrmandi fyrir Evrópubúa. Er þetta þinn draumur? „Já, vissulega. Við erum talandi dæmi um það. Ég er hérna vegna þess að ég trúði á hann, tók þátt í honum og náði árangri. Annars væri ég ekki hérna. Ef ég hefði ver- ið alinn upp í þeirri trú að ég yrði aldrei annað en sölumaður vegna þess að pabbi var sölumaður þá sæti ég ekki hérna.“ Hvað einkennir myndir þínar? „Ég er farinn að eyða alltof mikl- um peningum!" hrópar hann og hlær. „En það er ekki það sem skiptir máh heldur veltur allt á per- sónusköpun og sögunni sem ef vel tekst til getur skemmt áhorfendum um allan heim, ekki aðeins Banda- ríkjamönnum. Ég hef gert nokkrar myndir sem hafa verið vinsælli í Evrópu en Bandaríkjunum svo ég hlýt að gera eitthvað rétt. Danger- ous Minds með Miehelle Pfeiffer var til dæmis mun vinsælli í Evrópu þótt hún fjallaði um kennara sem var að glíma við bandarískan veru- leika.“ Og góðu mennirnir vinna alltaf að lokum í myndum þínum. Þú endar alltaf á að bjarga heiminum. „Þú heldur það,“ svarar hann og hlær glaðhlakkalega. Óttast þú heimsendi? „Vísindamenn segja okkur að það eigi eftir að verða heimsendir. Hvort það gerist meðan við erum uppi er engin leið að spá um. En loftsteinn rekst á jörðina einu sinni á 10 milijón ára fresti, samkvæmt rannsóknum vísindamanna. Og það eru 65 milljón á síðan það gerðist síðast. Fyrir þremur árum fór loft- steinn á milli jarðarinnar og tungls- ins sem hefði eytt öllu lífi á jörðinni ef hann hefði rekist á jörðina. Og vísindamenn komust ekki að því fyrr en þremur dögum eftir að hann varfarinn framhjá jörðinni." Small saman á réttum tíma Hvemig velurðu þær myndir sem þú vilt framleiða? „Maður verður að fylgja eðlisá- vísuninni. Ég verð að hafa trú á verkefninu og áhuga á að sjá mynd- ina fullgerða. Ég er ekki ólíkur þér. Þú opnar dagblaðið, skoðar bíóaug- lýsingamar og ákveður að horfa á eina af þeim myndum sem eru í boði. Ég geri það sama nema hvað ég vel úr handritum." Kanntu einhverju skýringu á vel- gengni Titanic? „Það small allt saman á réttum tíma. James Cameron gerði mjög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.