Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 1

Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 1
166. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skotum hleypt af í bandaríska þinghúsimi Reuters LÖGREGLUÞYRLA flytur eitt fórnarlambanna á sjúkrahús. Fjármála- markaðir bíða með sinn dóm Obuchi verður forsætisráðherra Japans Washington, Trimdon í Englandi, Brussel, Peking, Tdkýd. Reuters. LEIÐTOGAR helstu ríkja kepptust í gær við að óska Keizo Obuchi, ut- amíkisráðherra Japans, til ham- ingju með sigurinn í leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins (LDP) í fyrrinótt. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkjastjórn þekkja Obuchi af góðu einu og sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, hvatti Obuchi til að grípa þegar til nauðsynlegra aðgerða til að létta á efnahagsvanda Japans. Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, ít- rekaði einnig mikilvægi þess að Obuchi léti hendur þegar standa fram úr ermum, efnahagsvandi Japans hefði áhrif á heiminn allan. Tang Guoqiang, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, tók sérstaklega fram að Obuchi hefði unnið gott starf í átt til þess að bæta samskipti Japans og Kína og sagðist vonast til þess að framhald yrði á. Nokkur óánægja ríkti í fyrstu á mörkuðum með kjör Obuchis og féll japanska jenið gagnvart bandaríska dollaranum en náði síðan fljótt fyrri stöðu á nýjan leik. Ljóst er hins vegar að aðilar á fjármálamörkuð- um fylgjast með hverju skrefi Obuchis og mun það reynast honum erfið prófraun að styrkja japanskan efnahag, sem er í sinni verstu lægð frá lokum seinni heimsstyrjaldar. ■ Obuchis bíða/18 Tveir lögreglu- menn létu lífíð Ung kona særðist alvarlega Washingfton. Reuters. Alexander Lebed hefur í hotunum við Moskvustjórnina Krasnojarsk verði „kj arnorku veldi “ Moskvu. Reuters. Stjörnur staðnar að geimáti Washington. The Daily Telegraph. STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa orðið vitni að svokölluðu geimáti í fyrsta sinn. Sást til tifstjörnu rífa í sig aðra slíka. „Þessi vitneskja fyllir upp í stórar eyður í kenningum um þróun tifstjarna,“ segir Nicholas White hjá NASA Goddard-geimferðamiðstöðinni í Maryland í Bandaríkjunum. Tifstjömur snúast um sjálfar sig og þær geta verið nokkrir kílómetrar í þvermál með massa á við sólina. Venjulega hægii' á ferð tifstjama á tugum milljóna ára en tifstjaman gráðuga virð- ist óvenjuleg að því leyti að hún snýst enn um sjálfa sig á fimmri ungi ijóshraðans á sekúndu. TVEIR lögreglumenn létu lífið þegar byssumaður hleypti af skot- um í bandaríska þinghúsinu í gær. Byssumaðurinn særðist og var fluttur á sjúkrahús. Ung kona, sem var í skoðunarferð í þinghús- inu, særðist einnig alvarlega. Að sögn lögreglunnar í Wash- ington hljóp byssumaðurinn inn í þinghúsið, skaut að lögreglumanni við vopnaeftirlitshlið við inngang- inn, hljóp áfram inn gang og hleypti af fleiri skotum. Lögreglu- menn eltu hann og hæfðu hann nokkrum skotum. Leyniþjónustumenn skýrðu frá því í gærkvöldi að byssumaður- inn, sem er hvítur og á miðjum aldri, hefði áður sýnt „ógnandi hegðun í garð forseta Bandaríkj- anna“. Skotunum var hleypt af í aust- urhluta þinghússins, nálægt minjagripaverslun á fyrstu hæð, þar sem var fjöldi ferðamanna. Fundarsalur fulltrúadeildarinnar er á annarri hæð í sömu álmu. Þingfundur var í gangi, en helstu mál dagsins höfðu verið afgreidd og fáir þingmenn voru í salnum. ALEXANDER Lebed, ríkisstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, lét að því liggja í gær, að hann myndi færa kjamorkuheraflann á svæðinu undir sína stjórn ef Moskvustjórn- in greiddi ekki hermönnunum útistandandi laun. Kemur þetta fram í opnu bréfi Lebeds til Sergeis Kíríjenkos, for- sætisráðherra Rússlands, og minnir um leið á þær áhyggjur, sem margir hafa af hugsanlegri upplausn Rússlands, en þær áttu sinn þátt í að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, IMF, féllst á að lána Rússum þúsundir milljarða ísl. króna. „Eg hef velt því alvarlega fyiir mér að færa kjarnorkuheraflann undir Krasnojarsk-hérað. Her- mennirnir eru hungraðir og reiðir og sem gamall hermaður skil ég þá vel,“ segir Lebed í bréfinu. „Við íbúarnir í Krasnojarsk erum sárfá- tækir en gerðumst við „kjarnorku- veldi“ myndum við axla þá ábyrgð að annast hermennina. Um leið yrðum við sams konar höfuðverkur fyrir heimsbyggðina og Indland og Pakistan." „Kampavínsskipiða upp af hafsbotni Rauma í Finnlandi. Reuters. Reuters KAMPAVINIÐ komið á land og einn kafaranna gerir sig líklegan til að bragða á herlegheitunum. FLAKINU af skipi, sem var sökkt í Eystrasaltið árið 1916 með stóran kampavínsfarm inn- anborðs, var loks lyft upp af hafsbotninum í gær, eftir lang- an undirbúning sænska kafar- ans Claes Bergvalls og félaga hans, sem fundu það fyrir ári. Með því að nota stóran, fljót- andi krana, tókst að lyfta flak- inu í áföngum af 64 m dýpi upp að yfirborðinu. Tréskipið Jön- köping var á sínum tíma á leið frá Svíþjóð með flmm þúsund flöskur af Heidsieck-kampavíni af árgangnum 1907 ásamt nokkrum ámum af konfaki og öðru víni, en farmurinn var ætl- aður yfirmönnum rússneska hersins í Finnlandi, þegar þýzk- ur kafbátur sökkti því um 25 sjómflur undan vesturströnd Finnlands. Nokkur hundruð flöskur af kampavíninu hafa verið sóttar í skipið frá því það fannst. Þær voru þaktar slími og tapparnir svartir af seltu, en þeir skutust úr með glæsibrag og innihaldið reyndist í bezta lagi. Franskir sérfræðingar, sem smökkuðu á veigunum, sögðu að vínið hefði geymzt við kjörað- stæður á köldum og dimmum botni Eystrasaltsins, og vonir standa til að koniakið sé líka neyzluhæft. Hugsanlegt er að hægt yrði að fylla allt að 80.000 flöskur ef allt innihald ámanna hefur geymzt og er í lagi. Liðið sem stendur að endur- heimt herlegheitanna fyrir vín-á- hugamenn vonast til að farmur- inn geti skilað milljónum dollara á uppboðum. Þeir halda að hver kampavínsflaska geti selzt á sem svarar um 200.000 ísl. kr. og að koníakið ætti ekki að vera minna verðmætt, þegar það hefur verið blandað og sett á flöskur. IMF-lánin geta hjálpað A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, sem var í Moskvu í gær, var inntur álits á þessum ummælum Lebeds og vildi hann ekki gera of mikið úr hættunni á að Krasn- ojarsk, sem er sjöundi hluti Rúss- lands, yrði kjarnorkuveldi eins og Indland og Pakistan. Kvaðst hann telja, að Lebed væri fyrst og fremst að vekja athygli á ástandinu og sagði, að lánin frá IMF myndu koma hér að góðu gagni. Lebed, sem er fyrrverandi hers- höfðingi og var öryggisráðgjafi Moskvustjórnarinnar um tíma, bauð sig fram i forsetakosningun- um 1996 og margir telja, að hann hyggi á framboð í kosningunum ár- ið 2000. Er hann kunnur fyrir að vera mjög einráður og fyrir aðdáun sína á Augusto Pinochet hershöfð- ingja og fyrrverandi forseta Chile. Ottast sumir, að hann muni snúa lýðræðisþróuninni í Rússlandi við komist hann til valda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.