Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tvær öku-
leyfissvipt-
ingar ógiltar
TVÆR ökuleyfíssviptingar til
bráðabirgða, önnur vegna ölvunar
við akstur og hin vegna hraðakst-
urs, voru í gær gerðar ógildar í
Héraðsdómi Reykjavíkur. I hvor-
ugu tilvikanna mættu lögreglu-
menn sem framkvæmdu svipting-
arnar fyrir dóminn og var skortur
á nánari skýringum frá þeim
nefndur í rökstuðningi fyrir ógild-
ingunum. I báðum málum vísuðu
ökumennirnir til óvissu varðandi
gildi nýrra reglna um ökuleyfís-
sviptingar og sektir.
Afengismagn í ökumanni sem
stöðvaður var af lögreglu 16. júní
síðastliðinn mældist 0,376 mg/1 en
hann kvaðst hafa drukkið eitt til
tvö glös af bjór. Lögreglan notaði
tæki sem mælir vínandamagn í út-
öndunarlofti. í niðurstöðu dómsins
segir að lögreglumenn hafí ekki
mætt til að gefa skýrslu um ástand
ökumannsins eða framkvæmd
mælingarinnar. Þá segir að sátt
sem ökumanninum var boðin í mál-
inu miðist við sekt og ökuréttar-
sviptingu samkvæmt nýrri reglu-
gerð sem ágreiningur sé um. Þar
sem ökumaðurinn hafi hafnað sátt-
inni megi búast við ákæru á hend-
ur honum og fyrirsjáanlegt sé að
málsmeðferð muni taka lengri tíma
en þann sem ökumaðurinn yrði
sviptur ökurétti ef sekt hans yrði
sönnuð. Niðurstaða dómsins var
því sú að láta ákvörðun um svipt-
inguna bíða dómsúrlausnar.
I byrjun júní síðastliðnum
mældu lögreglumenn á Akureyri
ökumann á 103 km hraða á Drottn-
ingarbraut þar sem þeir töldu há-
markshraða vera 50 km á klukku-
stund. Ökumaðurinn taldi há-
markshraða á þeim stað vera 70
km á klukkustund. I niðurstöðum
dómsins kemur fram að engin gögn
hafi komið fram sem sýni hvort sé
rétt, enda mættu lögreglumennim-
ir ekki fyrir dómi, og vafa skuli
skýra ökumanninum í vil. I mál-
flutningi lögmanns ökumannsins
var vísað til óvissu um gildi nýrra
reglna um ökuleyfíssviptingar og
sektir en ekki var tekin afstaða til
þess í niðurstöðum dómsins.
Morgunblaðið/AIdís Hafsteinsdóttii'
FJOLMARGIR matreiðslumenn vildu örugglega fara höndum um
þetta hráefni, en hér er það Stefán Orn Þórisson hótelsfjóri sem
kannar guðlaxinn.
Gómsætur
guðlax
Hveragerði - Skipverjar á Breka
VE fengu óvænt tvo stóra guðlaxa
í netin þar sem þeir voru að veið-
um á Reykjanesgrunni nú nýverið.
Vógu guðlaxamir annars vegar 53
kg og hins vegar 30 kg. Það er af-
ar sjaldgæft að guðlax flækist
hingað. En þó slæðast alltaf 2-3
fískar í net sjómanna á ári hveiju.
Veitingahús hafa keppst um að
ná til sín þessum fáu fískum, enda
er hér um algjört lostæti að ræða.
Skipveijar buðu Stefáni Emi
Þórissyni, hótelstjóra Hótels Sel-
foss, fískana, enda vitað að hann
væri sérstakur áhugamaður um
furðufiska.
Að sögn Stefáns verður Betri
stofan á Hótel Selfossi með guðlax
á matseðlinum meðan birgðir end-
ast. „Það er ekki á hveijum degi
sem fólki gefst kostur á að bragða
jafn sjaldgæfan físk og guðlax, en
kjötið af honum líkist helst venju-
legum laxi, rauðbleikt á lit. Mat-
reiðslumeistarinn okkar, Tómas
Þóroddsson, er að kanna það
hvernig best sé að matreiða físk-
inn og efa ég ekki að það verður
gimilegt," sagði Stefán.
I bókinni íslenskir fískar eftir
Gunnar Jónsson era heimkynni
guðlaxa sögð vera öll tempmð
höf. Hér í Norður-Atlantshafí hef-
ur hann fundist stöku sinnum.
Guðlax er miðsævis- og úthafsfisk-
ur og Iifír einkum á smokkfiski.
Framkvæmdum vegna breikkunar Gullinbrúar miðar vel
Ríkislögreglusljóri
Umferð beint
framhjá
hringtorginu
FRAMKVÆMDUM vegna
breikkunar á Gullinbrú miðar
samkvæmt áætlun að sögn Stef-
áns Hermannssonar borgarverk-
fæðings. Frá 7.-24. ágúst verður
allri umferð beint framhjá hring-
torginu við Fjallkonuveg á með-
an unnið verður við nýju gatna-
mótin. „Við völdum þennan tíma
þegar flestir eru í sumarfríi og
umferð í lágmarki,“ sagði hann.
Umferðinni verður þá hleypt um
Lokinhamra, vestan við Gullin-
brú og framhjá hringtorginu og
að austan um Fjallkonuveg.
Gerðar hafa verið ráðstafanir til
að beina sorpflutningum og
steypubílum annað til að koma í
veg fyrir tafir og hefur verið
óskað eftir aðstoð lögreglunnar
við umferðarsljórnun.
Morgunblaðið/Ásdís
Ki Vegrgerðin
»g
^Reykjevíkurborg
breikka
GuUinbrú
Starfshópur
um stefnu-
mörkun
skipaður
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur
skipað starfshóp lögreglustjóra til
að gera tillögur um stefnumörkun
lögreglunnar til næstu fimm ára.
Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri leiðir starf hópsins en
auk hans eiga þar sæti Georg Kr.
Lárusson, settur lögreglustjóri í
Reykjavík, Bjöm Jósef Arnviðar-
son, sýslumaður á Akureyri, Þor-
leifur Pálsson, sýslumaður í Kópa-
vogi, Ólafur K. Ólafsson, sýslumað-
ur í Stykkishólmi, og Inger Lind
Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði.
Starfshópnum er ætlað að skila
tillögum til ríkislögreglustjóra inn-
an sex mánaða.
Bókasafn og leikhússalur í viðbyggingu við Borgarleikhúsið
Menning
í alfaraleið
BORGARBÓKASAFNIÐ mun flytja Bú-
staðaútibú sitt í fyrirhugaða viðbyggingu við
Borgarleikhúsið. Þar verður einnig leikhús-
salur sem eignarhaldsfélagið hefur til ráð-
stöfunar næstu 15 árin en fellur til Reykja-
víkurborgar eftir 15 ár, á móti leggur
Reykjavíkurborg fram fé til framkvæmd-
anna nú.
Stefán Hermannsson borgarverkfræðing-
ur segir að samkvæmt viljayfirlýsingu frá í
apríl sé gert ráð fyrir að heildarkostnaður
borgarinnar við gerð torgs, grænna svæða
og bflastæða við Kringluna verði um 140
milljónir á næstu fimm árum. Kostnaður
vegna innréttinga í útibúi Borgarbókasafns
og endurgreiðslna til eignarhaldsfélagsins
verði 40 til 50 milljónir á næstu 15 árum og
30 milljónir fari í gerð gatna og göngustíga í
nágrenni Kringlunnar. Stefán segir kostnað-
inn fara inn á fjárhagsáætlun borgarinnar,
þetta geti þó eitthvað breyst áður en endan-
legur samningur verði undirritaður.
Opið leikhús
Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leik-
félags Reykjavíkur, segir LR hafa komið að
hönnun leikhússals í fyrirhugaðri tengibygg-
ingu milli Borgarleikhúss og Kringlunnar
með ráðgjöf. Leikfélagið hafi lýst yfir áhuga
á því að taka að sér rekstur salarins og
samningaviðræður standi enn yfir við Eign-
arhaldsfélag Kringlunnar.
Eignarhaldsfélagið mun samkvæmt vilja-
yfirlýsingu sem samþykkt var í apríl reisa
húsið og hefur salinn til ráðstöfunar í 15 ár
og mun þá hafa af honum leigutekjur og eftir
15 ár fellur salurinn til Reykjavíkurborgar.
En Páll segir LR hafa áhuga á að taka salinn
á leigu undir leiklistarstarfsemi um leið og
hann verður tilbúinn.
Páll segir salinn hugsaðan af hálfu þeirra
ráðgjafa sem hefbundinn leikhússal með
föstum sviðspalli og hallandi áhorfendasvæði
fyrir 250 til 270 áhorfendur. Páll segir gerð
grunnteikninga langt komna og endanleg
hönnun á salnum fari fram þegar þær liggi
fyrir.
Páll segir LR hafa lagt áherslu á það i
sínum tillögum um húsnæðið að salurinn
verði hugsaður sem sjálfstæð eining en geti
notfært sér aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Sal-
urinn sé kærkomin viðbót við húsnæði
Borgarleikhússins. „Ein af grunnhugmynd-
unum við byggingu Borgarleikhússins á sín-
um tíma var að anddyrið væri framhald af
götumyndinni fyrir utan og hluti af mark-
aðstorgi, flæðandi umferð væri af fólki um
verslunarhúsnæðið þar sem einnig væri
leikhús, sem fólk ætti þá leið um án þess að
vera beinlínis að fara í leikhús, þannig verð-
ur það opnara, hluti af umhverfi fólks,“ seg-
ir Páll. Hann segir að með viðbyggingunni
sé verið að fylgja þessari hugmynd betur
eftir, tengja leikhúsið og verslunina betur
saman.
Bústaðabókasafn
í Kringluna
Bústaðabókasafn mun flytja starfsemi
sína í fyrirhugaða viðbyggingu við Borgar-
leikhúsið sem tengir það við Kringluna. Dóra
Thoroddsen, deildarstjóri Bústaðabókasafns,
segir að samkvæmt áætlunum muni Eignar-
haldsfélag Kringlunnar afhenda húsnæðið
tilbúið til innréttingar í september 1999. Það
verði svo innréttað af Reykjavíkurborg og
kostnaður við bygginguna endurgreiddur á
15 árum.
Dóra segir starfsemina verða með hefð-
bundnu sniði í nýja húsnæðinu, útlán, upp-
lýsingaþjónusta og bamastarf en ekki sé
ljóst hvar miðstöð bókabflanna verði en hing-
að til hefur hún verið í Bústaðasafni. Núver-
andi húsnæði safnsins er leighúsnæði í eign
Bústaðakirkju. Dóra telur mjög jákvætt að
almenningsbókasöfn séu þar sem fólk sé
mikið á ferðinni og staðsetningin í Kringl-
unni sé því góð.