Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞIÐ verðið að muna það að í kvótaumræðunum er Ijótt að nota orð eins og eignatilfærsla, gjafa-
kvóti, sægreifí, þjóðareign og leiguliði...
Umhverfísáhrif gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs
Skeiðarvogur lokaður
við Fákafen og Mörkina
HAFIN er frumathugun hjá Skipu-
lagsstofnun á mati á umhverfisá-
hrifum mislægra gatnamóta við
Miklubraut og Skeiðarvog. Fyrir-
hugað er að framkvæmdir hefjist í
sumar og að verklok með endanleg-
um frágangi verði vorið 2000. Með-
an á framkvæmdum stendur verður
Skeiðarvogur lokaður frá gatnamót-
unum við Fákafen og Mörkina og
verður lagður vegur til bráðabirgða
milli Suðurlandsbrautar og Miklu-
brautar austan Skeiðarvogs.
I frétt frá Skipulagsstofnun segir
enn fremur að samkvæmt frum-
matsskýrslu sé markmið fram-
kvæmdanna að auka umferðarrýmd
og draga úr slysahættu á gatnamót-
unum. Auk þess er talið að fram-
Isuzu-sýning
um helgina
NYR Isuzu Trooper jeppi verður
sýndur hjá umboðinu, Bflheimum
í Reykjavík, nú um helgina. Er
hann fáanlegur með dísil- eða
bensínvél.
Með 3,0 lítra og 159 hestafla
dísilvél kostar bfllinn, sem er sjö
manna, 2.750.000 kr. Sé hann með
3,5 lítra bensínvél sem er 215
hestöfl kostar hann 3.650.000 kr.
Á sýningunni um helgina verður
hægt að sjá bíl sem breytt hefur
verið fyrir 33 tommu hjólbarða.
Bflasýningin er opin milli
klukkan 14 og 17 í dag og á
morgun.
kvæmdin muni auðvelda umferð
gangandi og hjólandi vegfarenda yf-
ir Miklubraut og Skeiðarvog.
Fjórir kostir
I frummatsskýrslu eru kynntir
fjórir mismunandi kostir við út-
færslu gatnamótanna en metin eru
umhverfisáhrif tvöfaldrar
slaufugatnamóta á mótum Miklu-
brautar og Skeiðarvogs. Samkvæmt
tillögunni mun Skeiðarvogur liggja
á brú yfir Miklubraut, frá Fákafeni
og Mörkinni að norðan að gatna-
mótum við Sogaveg að sunnan. Suð-
vestan gatnamóta Miklubrautar og
Réttarholtsvegar verður lögð frá-
rein og umferðarslaufa í skeringu í
brekkunni neðan við Sogaveg.
Norðaustan gatnamótanna verður
lögð frárein og umferðarslaufa á
fyllingu og verða gatnamót við
Skeiðarvog ljósastýrð.
LYKILHÓTEL Mývatn, sem er
það sjötta í röð Lykilhótela og er á
Skútustöðum, hefur enn ekki fengið
starfsleyfi þrátt fyrir að hafa verið
opnað íyrir um mánuði. Jón Ragn-
arsson, eigandi Lykilhótela, segist
eiga von á leyfinu í næstu viku.
Fulltrúi sýslumanns á Húsavík tjáði
Morgunblaðinu að fyrir kæmi að
rekstur væri hafinn áður en formleg
leyfi lægju fyrir og taldi stutt í að
leyfið yrði gefið út fyrir Lykilhótel
Mývatn.
Sýslumaður gefur út hótelleyfi
að fenginni umsögn vinnueftirlits,
eldvarnaeftirlits, heilbrigðisnefnd-
ar og sveitarstjórnar vegna áfeng-
isveitingaleyfis. Fulltrúi sýslu-
manns á Húsavík sagði unnið að
undirbúningi útgáfu hótelleyfisins
Fram kemur að framkvæmdin er
ekki í samræmi við aðalskipulag
Reykjavíkur og eru breytingar aug-
lýstar um leið og mat á umhverfisá-
hrifum. Samkvæmt frummats-
skýrslu verður ekki komist hjá
nokkrum óþægindum fyrir íbúa
nærliggjandi svæða og vegfarendur
á meðan á framkvæmdum stendur.
Mestu áhrifin verða við Réttarholts-
veg og neðan Sogavegar þar sem
fráreinin liggur minnst í um 35
metra fjarlægð frá íbúðarhúsum.
Frummatsskýrslan liggur
frammi frá 22. júlí til 26. ágúst 1998
á Borgarskipulagi, í Bústaðasafni í
Bústaðakirkju, í Þjóðarbókhlöðunni
og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi
166. Almenningi gefast fímm vikur
til að kynna sér framkvæmdina og
leggja fram athugasemdir. Þær
þurfa að berast Skipulagsstofnun
eigi síðar en 26. ágúst 1998.
og sagði framangreindar umsagnir
á leiðinni. Sagðist fulltrúinn búast
við að leyfið yrði gefið út fljótlega,
oft færi þó starfsemi af stað áður
en svo væri þótt segja mætti að
slíkt væri ekki gott til eftirbreytni.
Leyfin eru gefín út til fimm ára í
senn.
Jón Ragnarsson hótelhaldari
sagðist hafa sótt um fyrir rúmum
mánuði og bjóst hann við að leyfið
fengist í næstu viku. Hann kvaðst
þó hafa byrjað starfsemi en nokkrir
hópar ferðamanna hafa þegar gist á
Lykilhótelinu að Skútustöðum.
Hann sagði starfsemi sem þessa oft
tekna út þegar hún væri komin í
gang og eftir það lægju umsagnir
fyrir og hægt væri að gefa leyfi út í
framhaldi af því.
Lykilhótel Mývatn
bíður starfsleyfís
Sölumál í síbreytilegri samkeppni
Viðhorfsstjórar
stýra vinsældum
fyrirtækja
Hallgrími Óskars-
syni, sem skipu-
lagði alþjóðlega
ráðstefnu Imarks hér á
landi í vor, hefur verið
boðið á sumarnámskeið
hjá Harvard-háskóla.
Einn fyrirlesara á ráð-
stefnunni, John A.
Deighton, prófessor í
markaðsfræðum við Har-
vard Business School,
bauð Hallgrími að sækja
námskeið ytra í lyölfar
ráðstefnunnar. Segir
Hallgrímur að yfirleitt
sendi alþjóðleg stórfyrir-
tæki önnum kafna stjórn-
endur sem ekki hafi tíma
til þess að leggja stund á
hefðbundið meistaranám
á slík námskeið og þurfa
þátttakendur þá að greiða
um tvær milljónir króna fyrir.
- Hvaða möguleika veitir slíkt
námskeið?
„Námskeiðið fjallar um mark-
aðs- og sölumál í síbreytilegu sam-
keppnisumhverfi sem mörg fyrir-
tæki þurfa að glíma við. Nemend-
ur þurfa að leggja fram raunhæf
verkefni og leysa í samvinnu við
prófessora við skólann og einnig
munu gestafyrirlesarar úr banda-
rísku atvinnulífí flytja erindi."
- Hvað eru skipulagðar vin-
sældir fyrirtækis?
„Sum fyrirtæki eru í þeirri
stöðu að viðskiptavinir þess vilja
gjaman kaupa af þeim vöm, jafn-
vel þótt þeir viti að þær séu í sum-
um tilvikum dýrari en hjá keppi-
nautum. Vinsældir fyrh’tælds
skapa þetta ástand, þ.e. ekki bara
eftirspurn heldur mikla löngun
hjá viðskiptavininum til þess að
eiga samskipti við fyrmtækið.
Flugfélagið Virgin Atlantic Airwa-
ys er gott dæmi en viðskiptavinir
þess eru stoltir af því að skipta við
fyrirtækið og gorta sig jafnvel af
því. Þjónusta þess er ekki endi-
lega betri en stjórnendum hefur
tekist að skapa fyrirtækinu
þannig ímynd að það þyki bæði
áhugavert og spennandi að skipta
við það. Viðskiptavinir þess þurfa
því síðm- hvatningu til þess með
auglýsingum. I þessu felst kjarni
málsins. Fyrirtæki eru auðvitað
alltaf að reyna að auka tekjur og
minnka kostnað og sköpun þess
konar viðhorfs er ný leið til hag-
ræðingar í rekstri.“
- Er endanlegt takmark fyrir-
tækja þá að hætta að kaupa aug-
lýsingar í fjölmiðlum ?
„Það má segja að þetta sé ný
leið. Fyrirtækin þurfa samt sem
áður að koma sér á framfæri,
hvort sem er í auglýsingum, eða
með almennri umfjöllun. En leiðin
að vinsældunum er fyrst og
fremst sú að skapa spennandi og
áhugaverða ímynd í
stað þess að auglýsa
eiginleika sína. Það
virkar einfaldlega ekki
lengur því þekking og
geta fyrirtækja til
þess að framleiða góða
vöru og veita góða þjónustu er
orðin svo alrnenn."
- Hvaða íslensku fyrirtækjum
hefur tekist að skapa sér það við-
horf aðþykja spennandi og áhuga-
verð?
„Það má nefna dæmi á borð við
Islenska erfðagreiningu, Kaupþing,
Oz og Flugleiðir. í rannsókn sem
ég gerði fyrir ráðstefnuna nefndi
fimmti hver háskólanemi Islenska
erfðagreiningu sem fyrirtækið sem
hann vildi helst starfa hjá.“
- Er það ekki vegna þeirra
góðu launa sem spurðist út að
væru í boði?
Hallgrímur Óskarsson
► Hallgrímur Óskarsson fædd-
ist á Akureyri árið 1967. Hann
Iauk stúdentsprófí frá Mennta-
skólauum á Akureyri árið 1988
og BS-prófi í verkfræði með
áherslu á rekstrar- og mark-
aðsfræði frá Háskóla Islands
árið 1993. Árið 1994 hóf Hall-
grímur störf sem sérfræðingur
á markaðssviði Flugleiða og
stýrði árið 1995 uppbyggingu
Flugleiða á netinu. Árið 1996
tók hann við stöðu deildar-
sljóra tekjustýringar- og mark-
aðskerfa hjá Flugleiðum. Hann
er jafnframt höfundur ýmissa
bóka um tölvu- og tæknimál
sem komið hafa út á almennum
markaði.
Fólk velur fyr-
irtæki á sama
hátt og vini
„Ástæðan er fyrst og fremst
það viðhorf sem fólk hefur til fyr-
irtækisins. Það vekur áhuga og
þykir spennandi og er því vinsælt
að þessu leyti þótt starf þar sé í
eðli sínu ekki meira spennandi en
sambærilegt starf hjá öðru rann-
sóknafyrirtæki."
- Er spurningin þá sú að skapa
glansímynd af rekstrinum?
„Eg myndi ekki nota orðið
glansímynd en þetta er sambæri-
legt ferli og fólk þekkir í mannleg-
um samskiptum. Fólk velur sér
fyrirtæki til þess að skipta við með
sama hætti og það velur einstak-
linga til þess að blanda geði við.“
- Hvernig fara fyrh-tækin að
því að skapa sér þetta viðhorf?
„Innan markaðsfræðinnar er að
þróast ný grein sem nefnist
„perception management" sem út-
leggja má sem viðhorfsstjómun.
Ég sé fyrir mér að mörg stóríyrh'-
tæki hafi í framtíðinni viðhorfs-
stjóra í sínum röðum til þess að
skilgreina viðhorf í huga viðskipta-
vina og almennings sem hentar fyr-
irtækinu. Fyrirtæki reyna auðvitað
alltaf að skapa sér einhverja ímynd
en þetta gengur miklu
lengi-a því unnið er að
því með skipulögðum
hætti að koma tiltekn-
um viðhorfum að í huga
fólks.“
- Einhverjum dytti
í hug að tala um heilaþvott í þessu
samhengi?
„Þetta er ekki meiri heilaþvott-
ur en annað upplýsingaflæði sem
berst fólki í dag. Það er ekki verið
að neyða fólk til neins.“
- En viðtakandinn á væntan-
lega erfíðara með að leggja sjálf-
stætt mat á fyrirtækið en ella?
„Þetta er sá veruleiki sem blas-
að hefur við Vesturlandabúum
stóran hluta aldarinnar, að fyrir-
tæki reyni að koma tilteknum við-
horfum á framfæri. Nú er kannski
bara verið að gera það með skipu-
lagðari hætti.“